4500 eldri borgarar strikaðir út úr kerfi almannatrygginga um síðustu áramót!

Eldri borgari nokkur,  um nírætt,  hringdi til mín nýlega. Hann kvaðst hafa greitt til almannatrygginga frá því hann var 16 ára gamall,fyrst tryggingagjald og síðan í formi skatta.Hann kvaðst því telja,að hann ætti nú rétt á lífeyri frá almannatryggingum.En um síðustu áramót var grunnlífeyrir hans frá almannatryggingum strikaður út  eins og hjá ca 4500 öðrum eldri borgurum.Hann kvaðst telja,að það stæðist ekki. Ég er sammmála því.Það eiga allir rétt á lágmarkslífeyri ( grunnlífeyri) frá almannatryggngum eins og yfirlýst var þegar almannatryggngarnar voru stofnaðar en þá lýsti Ólafur Thors þá forsætisráðherra því yfir,að  almannatryggingarnar ættu að vera fyrir alla án tillits til stéttar eða efnahags.

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórir Kjartansson

Og til viðbótar við alla skatta og skyldur sem fólk hefur borgað til ríkisins, hlýtur hver og einn einstaklingur að skilja eftir sig einhverja framlegð til þjóðfélagsins með löngu æfistarfi. Hver er t.d. framlegð heimavinnandi kvenna sem nú á gamals aldri eiga nánast engin réttindi í lífeyrissjóði en ólu upp stóran hóp nýrra þjóðfélagsþegna? Auðvitað verður aldrei hægt að meta hvað hver og einn skilur eftir sig í slíkri framlegð. Þess vegna eiga allir að eiga rétt á mannsæmandi framfærslu eftir að starfsdegi lýkur, burtséð frá hvaða starfi viðkomandi gegndi og á hvaða launum hann var.

Þórir Kjartansson, 8.9.2017 kl. 08:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband