Sjóðfélagar lífeyrissjóðanna eiga sjálfir að kjósa stjórnir þeirra!

Í dag er það svo,að aðilar vinnumarkaðarins kjósa eða skipa stjórnarmenn lífeyrissjóðanna.Það er  furðulegt fyrirkomulag.Ég tel,að sjóðfélagar eigi sjálfir að kjósa stjórnarmenn lífeyrissjóðanna.

Stjórnir lífeyrissjóðanna sæta mikilli gagnrýni í dag.Til dæmis er gagnrýnt hve há laun framkvæmdastjórar lífeyrissjóðanna hafa en þeir starfa á ábyrgð stjórnanna.Stjórnirnar hafa einnig mjög góð laun.Sjóðfélagar lífeyrissjóðs VR eru að meirihluta til lágtekjufólk.Flestir þeirra eru með laun á bilinu 3-400 þús.kr-800 þús kr. á mánuði en auk þess er um tiltölulega lítinn hóp yfirmanna á hærri launum að ræða.Óskiljanlegt er hvers vegna framkvæmdastjórar lífeyrissjóða lágtekjufólks þurfa að vera með himinhá laun,miklu hærri en ráðherrar hafa. Þetta er alger óráðsía,sem stjórnir lífeyrissjóðanna bera ábyrgð á.Laun framkvæmdastjóra lífeyrissjóðs VR munu vera 40 millj.kr á ári eða 3,3 milljónir kr á mánuði.Ráðherralaun eru 1.8 millj. kr. Rætt er um það nú að lækka laun framkvæmdastjóra lífeyrissjóðs VR í 1.7 millj kr. á mánuði.Ég tel það enn alltof hátt.Það er tími til kominn að stöðva óráðsíuna í lífeyrissjóðunum og ég tel að besta leiðin til þess sé sú að láta sjóðfélaga sjálfa taka við stjórn sjóðanna.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Það hlýtur að vera krafa hvers launamanns að lífeyrissjóðirnir séu lagðir niður. Þetta kerfi gagnast ekki neinum nema hálaunamönnum.

Jósef Smári Ásmundsson, 1.9.2017 kl. 16:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband