Færsluflokkur: Bloggar

Yfir 600 greinar um kjaramál eldraðra á 14 árum

Á sl.14 árum hef ég skrifað yfir 600 greinar um kjaramál aldraðra.Fyrstu greinina skrifaði ég í desember 2003. Þar kom fram,að á tímabilinu 1995-2002 hefði kaupmáttur lágmarkslauna aukist um 44% en kaupmáttur lífeyrisgreiðslna hefði aðeins aukist um 13,5%.Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sat þá að völdum. Ástandið í kjaramálum aldraðra var þá eins og nú.Það var níðst á kjörum aldraðra þá og það er níðst á kjörum aldraðra nú.Ég er stundum spurður að því hvort þessi kjarabarátta skili einhverjum árangri.Það er erfitt að svara því.Ég tel þó,að dropinn holi steininn. En margir leggja hönd á plóginn og erfitt er að segja,þegar einhver árangur verður hver á stærsta þáttinn í honum.Þetta er sameiginlegt átak margra. 2013 þegar grunnlífeyrir hafði verið endurreistur á ný hringdi til mín góður og gegn Sjálfstæðismaður og þakkaði mér fyrir,að grunnlífeyrir hafði verið endurreistur.Kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavík hafði barist fyrir því í mörg ár.Ég var formaður hennar og skrifaði auk þess margar blaðagreinar um málið.En fleiri lögðu hönd á plóginn.Nú hefur núverandi ríkisstjórn afnumið grunnlífeyrinn á ný.Kjarabarátta aldraðra og öryrkja verður að halda áfram þar til sigur er unninn.

Björgvin Guðmundsson


Er ekki röðin komin að öldruðum og öryrkjum?

Ein helsta röksemd kjararáðs fyrir miklum og afturvirkum hækkunum æðstu embættismanna ríkisins er sú,að þessir aðilar hafi ekki fengið eðlilegar hækkanir á krepputímanm.En lífeyrir aldraðra og öryrkja var frystur á krepputímanum á sama tíma og verkafólk fékk kauphækkanir.Röðin er því komin að lífeyrisþegum.Með því að kjararáð "leiðréttir" kjör embættismanna og stjórnmálamanna vegna kreppunnar ætti ríkisstjórnin að sjá sóma sinn í því að leiðrétta kjör aldraðra og öryrkja vegna kreppunnar.Ekki þýðir að minnast á hungurlúsina,sem aldraðir og öryrkjar fengu um áramót í  þessu sambandi en þá hækkaði lífeyrir giftra aldraðra um 12 þúsund kr á mánuði eftir skatt og lífeyrir einhleypra aldraðra hækkaði um 20 þúsund á mánuði eftir skatt.Sú hungurlús skiptir engu máli.Menn lifa ekki á 200 þúsund krónum á mánuði eftir skatt.

Björgvin Guðmundsson


Eldri borgarar fluttir "nauðungarflutningum" út á land!

Nýjasta úrræði heilbrigðisyfirvalda í góðærinu er að senda eldri borgara af Landspítalanum út á land til þess að losna við þá af Landspítalanum.Nokkrir hafa þegar verið fluttir á Akranes og stefnt er að því að flytja fleiri þangað.Hér er um að ræða eldri borgara,sem búsettir eru í Reykjavík eða nágrenni.Eins og framkvæmdastjóri Félags eldri borgara í Reykjavík,Gísli Jafetsson,lýsti þessu í fjölmiðlum i gær er þetta ekkert annað en nauðungarflutningur.Eldri borgararni eiga ekkert val. Þeim er stillt upp við vegg og þeir nánast neyddir til þess að samþykkja flutning út á land.Ég tek undir með Gísla Jafetssyni,að þetta er algert virðingarleysi við eldri borgara.Þeir eru slitnir burtu frá ástvinum sínum,sem eiga eftir flutninginn erfitt með að heimsækja maka sinn,föður eða móður.Eldri borgarar,sem byggt hafa upp þetta þjóðfélag,eiga skilið betri meðferð en þessa.Það er yfirfljótandi í peningum í þjóðfélaginu í dag en samt er ekki unnt að koma sjúkum eldri borgurum fyrir á sjúkrastofnunum eða hjúkrunarheimilum í sinni heimabyggð.Forráðamenn Félags fyrirtækja í velferðarþjónustu hafa komið með þá tillögu,að grípa til bráðabirgðaráðstafana vegna skorts á hjúkrunarrýmum og breyta eldra húsnæði í hjúkrunarrými.Það er eina leiðin úr því að Framkvæmdasjóður aldraðra er ekki notaður í samræmi við sín upphaflegu markmið heldur er 2/3 fjármagns sjóðins ráðstafað í rekstur en allt fjármagnið átti að fara í byggingu hjúkrunarheimila.

Björgvin Guðmundsson


Framkvæmdasjóður aldraðra átti eingöngu að fjármagna byggingu hjúkrunarheimila

Við Albert Guðmundsson stórkaupmaður sátum saman í borgarstjórn Reykjavíkur i nokkur ár.Við áttum þar gott samstarf enda þótt við værum í sinn hvorum flokki; í ólíkum llokkum.Mikið var rætt um hjúkrunarvanda aldraðra á þessum tíma.Það vantaði sárlega hjúkrunarrými fyrir aldraða en  einnig vantaði sjúkrarými fyrir langlegusjúklinga og aldraða. Ég beitti mér mjög fyrir byggingu B-álmu Borgarspítalans fyrir aldraða og langlegusjúklinga.Albert Guðmundsson átti hugmyndina að stofnun Framkvæmdasjóðs aldraðra,sem  fjármagna mundi byggingu hjúkrunarheimila og opinberaði hana í borgarstjórn.Hann vildi að allir skattgreiðendur greiddu ákveðið gjald,sem rynni til byggingar hjúkrunarheimila.Ekki átti að nota peningana í neitt annað.Og þannig var það í  nokkuð langan tíma. En stjórnmálamenn gátu ekki látið sjóðinn í friði og fóru að seilast í hann og nota í önnur verkefni svo sem rekstur hjúkrunarheimila,sem er víðs fjarri upphaflegu markmiði sjóðsins.Nú er svo komið,að eingöngu 30% framkvæmdasjóðs fer í byggingu hjúkrunarheimila.Stjórnmálamennirnir hafa tekið 70% traustataki og nota í ýmis konar rekstur.Það gengur í berhögg við upphaflegt markmið sjóðsins.Það er krafa eldri borgara,að allt fjármagn framkvæmdasjóðs renni óskipt til byggingar hjúkrunarheimila.

 

 

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net


Eiga aldraðir að lifa á 200 þúsund kr á mánuði eftir skatt?

Margir undrast það hvað stjórnvöld tregðast  mikið við að veita þeim lægst launuðu meðal aldraðra  sómasamleg kjör þ.e.  kjör sem gera eldri borgurum kleift að lifa með reisn á efri árum.Þeir eiga ekki að þurfa að kvíða morgundeginum. Lífeyrir þeirra,sem verst eru settir í dag,  er  197 þúsund kr á mánuði eftir skatt hjá þeim,  sem eru hjónabandi  og 229 þúsund kr á mánuði hjá einhleypum. 

Samkvæmt lögum á lífeyrir að hækka í samræmi við launaþróun en aldrei að hækka minna en vísitala neysluverðs.  Alþjóðasamningar segja ,  að lífeyrir aldraðra eigi að hækka svipað  lágmarkslaunum.Eftir þessu hefur ekki verið farið.Árið 2015 urðu gífurlega miklar launahækkanir  hér; launaþróun  var slík, að eðlilegt var, að lífeyrir hækkaði mjög ríflega. En hvað gerðist þá?

Lífeyrir aldraðra og öryrkja hækkaði um 3% í janúar 2015 og síðan ekkert meira allt árið þrátt fyrir miklar hækkanir flestra stétta.Lágmarkslaun verkafólks hækkuðu í mai  um 14,5%.Þá hefði verið eðlilegt,að lífeyrir hækkaði um það sama eða  a.m.k. um 11,5 %.En það gerðist ekki.Læknar fengu yfir 40% hækkun á þessu ári,fiskvinnslufólk,sem var að byrja, fékk 30% hækkun, og þannig mætti áfram telja.

Loks í janúar 2016 hækkaði lífeyrir á ný,  um 9,7%,  eftir að hafa verið óbreyttur í 11 mánuði;  þá hækkuðu lágmarkslaun á ný svipað og lífeyrir.

Miðað við orðalag laganna er  ljóst,að lögin hafa verið brotin á öldruðum og  öryrkjum.Lífeyrir hækkaði ekki í samræmi við launaþróun 2015 og lífeyrir hækkaði  ekki í samræmi við hækkun lágmarkslauna.

Stjórnvöld hafa ekki hagað sér betur við aldraða á þeim tíma, sem liðinn er síðan.Lífeyrir hækkaði  i janúar 2016 og síðan ekkert meira allt árið 2016. En í janúar 2017 tóku gildi ný lög um almannatryggingar,sem höfðu verið meira en 10 ár í undirbúningi.Bötnuðu þá ekki kjör lífeyrisfólks mikið? Nei öðru nær.Frumvarpið var lagt fram með 0 kr hækkun fyrir þá lægst launuðu meðal aldraðra og öryrkja!Það tókst að þvinga stjórnvöld til þess að láta aldraða og öryrkja fá örlitla hækkun í janúar 2017 eða þessa: Giftir eldri borgarar og þeir sem voru í sambúð hækkuðu um  12 þúsund á mánuði eða í 197 þúsund á mánuði eftir skatt.Einhleypir eldri borgarar hækkuðu um 22 þúsund kr á mánuði eða í 229 þúsund á mánuði eftir skatt.Ekki var þetta stórmannlegt hjá fyrrverandi ríkisstjórn.Þetta var alger hungurlús.

 

Björgvin Guðmundsson,viðskiptafræðingur

Birt í Fréttablaðinu 21.júni 2017

 

 

 

 

 

 

 

 


Fá margar milljónir í afturvirkar launabætur.Hvenær fá aldraðir slíkar afturvirkar hækkanir

Enn einu sinn hefur kjararáð ákveðið að stórhækka háttsetta embættismenn upp úr öllu valdi og veita þeim stórar fúlgur í afturvirkar launabætur.Þannig fær ríkisendurskoðandi 4,7 milljónir í afturvirkar launabætur.Hvenær fá aldraðir og öryrkjar slíkar launabætur aftur í tímanna.Sennilega ekki fyrr en kjaramál aldraðra verða færð undir kjararáð.Ríkisendurskoðandi hækkar nú í launum úr 1,3 milljón kr í 1,7 milljón kr. á mánuði.Forstjóri Fjármálaeftirlitsins hækkar úr 1,6 milljón kr í 1,8 milljón kr. og fær 4  milljónir í vasann strax í afturvirkar launabætur.Hagstofustjóri hækkar úr 1,3 milljón í 1,5 milljón kr.Hann fær 1,2 milljónir í uppbætur til baka.

Þetta er enn eitt dæmið um það,að nógir peningar eru í þjóðfélaginu.En þeim er dreift til fárra útvaldra.Aldraðir og öryrkjar fá ekki líkar launabætur og hér eru raktar.Þeir mega áfram hafa 200 þús á mánuði eftir skatt,þeir sem eingöngu hafa tekjur frá TR.Meðferðin á öldruðum er blettur á íslensku samfélagi.

Björgvin Guðmundsson


Lífeyrir hefur hækkað miklu minna en lágmarkslaun

Þorsteinn Víglundsson félagsmálaráðherra sagði á alþingi,að lífeyrir hefði hækkað jafnmikið og lágmarkslaun.Þetta er alrangt eins og fram  kemur í eftirfarandi  frá Öryrkjabandalagi Íslands:

Í umræðum á Alþingi 16. maí sl. um aðgerðir gegn fátækt kom Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, með tvær fullyrðingar um kjör örorkulífeyrisþega, sem því miður verða að teljast rangfærslur.
Hann hélt því fram að kaupmáttur lægstu launa hefði aukist umfram almennan kaupmátt og að kaupmáttur örorkulífeyris hefði að sama skapi fylgt lægstu launum að undanförnu. Þetta er því miður ekki rétt hvað varðar þróun lífeyris almannatrygginga, eins og fram kemur meðal annars í umsögn Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ) við fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2018-2022. ÖBÍ fékk Hagfræðistofnun Háskóla Íslands til að reikna út kaupmátt lágmarkslauna (lágmarkstekjutryggingu í dagvinnu) og kaupmátt óskerts örorkulífeyris. Með óskertum örorkulífeyri er átt við heildarupphæð greiðslna til einstaklings sem hefur engar, eða lágar tekjur, annars staðar frá.

Niðurstaða Hagfræðistofnunar var sú,að á tímabiinu  2009 til 2016 hefðu laun hækkað um 37% en lífeyrir um 10%.Miðgildi heildartekna örorkulífeyrisþega hækkaði á sama tíma aðeins um 6%. Það er því ljóst,að ráðherrann hefur farið með rangt mál.Lífeyrir ´hækkar miklu minna á umræddu tímabili en laun.

Björgvin Guðmundsson

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Fráleitt að banna reiðufé

Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra hefur áhuga á því að banna reiðufé.Það er furðulegt.Hann hefur nefnt málamyndástæður fyrir því svo sem að koma  eigi í veg fyrir að hryðjuverkamenn geti þvegið peninga sína á Íslandi.Ekki hafa verið birtar neinar upplýsingar um að það hafi verið reynt.Ég tel þetta  vera algera málamyndaástæðu.Sennilegra er,að Benedikt vilji færa sem mest viðskipti til kortafyrirtækjanna.Landsbankinn færði Borgun nokkra milljarða á silfurfati  með vafasömum viðskiptum.Margir töldu þá,að bankamálaráðherrann þáverandi,BB,hefði haft puttana í þeim viðskiptum.Það vekur mikla tortryggni,að Benedikt fjármálaráðherra vilji nú fullkomna verkið með því að færa kortafyrirtækjunum öll peningaviðskipti en ef Benedikt bannar reiðufé færast þau viðskipti öll til kortafyrirtækjanna.

Erna Indriðadóttir segir,að engri annarri þjóð hafi komið til hugar að banna reiðufé.Og það er rétt enda er þetta fráleit ráðstöfun. Fólk á að geta ráðið því sjálft hvort það vilji borga með peningum eða greiðslukortum.Stjórnvöld eiga ekki að ákveða það fyrir okkur.Einhvern tímann hefði það þótt alger forsjárhyggja,að stjórnvöld ætluðu að taka slíka ákvörðun fyrir almenning.Ef einhver vinstri flokkur hefði lagt slíkt til hefði Sjálfstæðisflokkurinn(og útibú) umhverfst.
 
Björgvin Guðmundsson

Eldri borgarar fá skattafslátt erlendis

Mörg ríki veita eldri borgurum skattafslátt með skattleysismörkum,sem ætluð eru fyrir ellilifeyrisþega.Þessi ríki verðlauna eldri borgara.Hér er þeim refsað.Lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir til þess að bæta kjör íslenskra launamanna.Þeir áttu að veita lífeyrisfólki myndarlega  viðbót við lífeyri frá  almannatryggingum.Reynslan hefur orðið sú, að ríkið hrifsar til sín meirihlutann af því sem lífeyrisfólk á að fá eða eða yfir 70%,sem ríkið tekur í skatta og skerðingar.Er ekki kominn tími til að leiðrétta ranglætið.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


Baráttan bar árangur: Engir vopnaðir lögreglumenn 17.júní!

Það er stundum sagt,að barátta almennings gegn stjórnvöldum beri engan árangur.Stjórnvöld lemji hausnum við steininn.Og víst er það oft rétt. En það eru einnig mörg dæmi um það,að barátta almennings beri árangur.Og eitt dæmi þess sást 17.júní.Lögreglan var búin að tilkynna að lögregla mundi mæta með alvæpni 17.júní.Og það stóð ekki á ýmsum að réttlæta það,að svo yrði.En andstaða almennings var einnig mikil.Almenningi leist ekki á að byssumenn vöktuðu almenning 17.júní.Það mundi spilla þjóðhátíðinni. Og barátta almennings bar árangur. Stjórnvöld sáu að sér: Enginn vopnaður lögreglumaður sást 17.júní í Reykjavik,ekki vegna þess að hættan á hryðjuverkaárás hefði skyndiega minnkað,heldur vegna þess að stjórnvöld áttuðu sig á því að almenningur vill ekki hafa byssumenn yfir sér á þjóðhátíðinni. Ekki hefur heyrst,að neinar vísbendingar hafi borist um,að hryðjuverkamenn væru hér eða væntanlegir hingað.En vissulega þarf lögreglan hér samt að vera við öllu búin.En ég hef sagt og endurtek það að byrja má á því að auka öryggisviðbúnað á flugvöllum og í höfnum landsins.

 

Björgvin Guðmundsson


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband