Færsluflokkur: Bloggar
Fimmtudagur, 15. júní 2017
Hvers vegna er kjörum aldraðra og öryrkja haldið niðri?
Vinur minn einn á Facebook skrifaði eftirfarandi færslu þar: Af hverju þurfa öryrkjar og aldraðir alltaf að berjast með kjafti og klóm fyrir lífi sínu? Hvers vegna eiga stjórnvöld aldrei frumkvæði að (kjara) leiðréttingum? Ég tek undir þessi orð. Eftir að ég hafði unnið í mörg ár fyrir kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavík, fór ég einmitt að undrast það hvað stjórnvöld hér voru neikvæð í garð aldraðra og öryrkja. Þessu er öfugt farið í grannlöndum okkar. Þar eru stjórnvöld jákvæð i garð eldri borgara og öryrkja. Þetta breytist ekkert hér þó uppsveifla sé í hagkerfinu, hagvöxtur í hæstu hæðum og afkoma ríkissjóðs hafi stórbatnað. Stjórnvöld haga sér áfram í samskiptum við lífeyrisfólk eins og kreppa sé í landinu! Nógir peningar fyrir aðrar stéttir. Launahækkanir til annarra en aldraðra og öryrkja eru hins vegar ekki skornar við nögl. Stöðugt berast fréttir af nýjum kjarasamningum embættismanna og miklum launahækkunum þeirra. Áður höfðu verið birtar fréttir af miklum launahækkunum ráðherra og alþingismanna. Það er athyglisvert við launabreytingar embættismanna og stjórnmálamanna, að þeir fá yfirleitt allir hækkanir langt aftur í tímann allt upp í 18 mánuði! Hvers vegna fá aldraðir og öryrkjar ekki afturvirkar hækkanir á sínum lífeyri? Með hliðsjón af öllum þessum miklu launahækkunum er vissulega tímabært að endurskoða lífeyri aldraðra og öryrkja og hækka hann það myndarlega að þessir aðilar geti lifað mannsæmandi lífi og þurfi ekki að kvíða morgundeginum. Í umræðunni um kjaramál aldraðra og öryrkja er vert að halda eftirfarandi til haga: Greiddir eru fullir skattar af lífeyri aldraðra og öryrkja. Lífeyrir úr lífeyrissjóði veldur skerðingu lífeyris frá almannatryggingum. Ég tel að lífeyrir aldraðra og öryrkja eigi að vera skattfrjáls. Þannig er það í Noregi. Þegar stjórnvöld birta upplýsingar um kjaramál aldraðra og öryrkja láta þau gjarnan í té upplýsingar um heildartekjur allra lífeyrisþega (og þar á meðal lífeyrissjóðstekjur). Með því að taka hæst launuðu eldri borgara með hækkar meðaltal tekna verulega og það lítur út fyrir að tekjur allra eldri borgara séu ágætar. En svo er ekki. Margir eldri borgarar og öryrkjar hafa mjög lágan lífeyri og óviðunandi kjör. Bæta þarf kjör þeirra, sem verst eru staddir Kjarabarátta eldri borgara snýst um að bæta kjör þeirra, sem verst eru staddir; þannig að þeir hafi sómasamleg kjör. Einnig er barist gegn skerðingu tryggingalífeyris vegna greiðslna úr lífeyrissjóði. Þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir var gert ráð fyrir því, að þeir yrðu viðbót við almannatryggingar en að þeir yllu ekki skerðingu tryggingalífeyris.
Björgvin Guðmundsson
Fréttablaðið 15.júní 2017
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 14. júní 2017
Á lögreglan að vera með alvæpni út um allt?
Ríkislögreglustjóri hefur allt í einu tekið upp á þvi að láta rikislögregluna mæta með alvæpni hvar sem almenningur safnast saman til samkomuhalds.Sjálfsagt gerir hann þetta í samráði við Bjarna Benediktsson.Það var gagnrýnt í þjóðaröryggisráði,að þetta skyldi ekki tilkynnt fyrirfram,heldur kom þetta almenningi gersamlega á óvart.Vissulega þurfa Íslendingar að vera við öllu búnir,þar eð ekki er unnt að útiloka það,að það verði framin hryðjuverk á Íslandi eins og í grannlöndum okkar.
En ég hefði talið að byrja ætti á þvi auka öryggisgæslu á flugvöllum og í höfnum landsins þar sem möguleiki er á,að óvelkomnir og hættulegir gestir gætu komið til landsins.En það hefur ekki verið gert og má það furðulegt heita.Það virðist því svo sem rikislögreglustjóri og einhver úr rikisstjórninni séu í hermannaleik.Þegar lið ríkislögreglustjóra mætti allt í einu með alvæpni í miðbæ Reykjavikur var það eins og sýning fremur en öryggisráðstöfun.En auðvitað veigra menn sér við að gagnrýna ráðstafanir ríkislögreglustjóra.Enginn vill draga úr því að brugðist sé rétt við.Ég tel t.d. ágætt að setja upp vegartálma á stórum útisamkomum.Það dregur úr því að unnt sé a aka á stórum flutningabílum inn i mannfjölda til þess að skaða hann.En það er unnt að auka öryggsgæslu mikið án þess að skjóta almenning skelk í bringu.Ákveðin upplýsingamiðlun getur einnig verið nauðsynleg.
Björgvin Guðmundsson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 13. júní 2017
Fjármálaáætlun rikisstjórnarinnar:Lamandi hönd
Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar,sem samþykkt var með eins atkvæðis mun 1.júní leggst eins og lamandi hönd yfir alla innviði þjóðfélagsins: Einkum er þetta tilfinnanlegt fyrir heilbrigðiskerfið,menntamálin,samgöngur og velferðarkerfið og þá sérstaklega málefni aldraðra og öryrkja.Allir flokkar lofuðu fyrir kosningar að efla þessa málaflokka.Auk þess eru jöfnunarráðstafanir veiktar svo sem húsnæðisbætur og barnabætur.Þingmenn Samfylkingarinnar lögðu fram tillögur um breytingar á tekjuhliðinni.Lagðar voru fram tillögur um réttlátara skattkerfi,sem spornar gegn auðsöfnun á fárra hendur og gefur sanngjarnari tekjur af auðlindum þjóðarinnar.Mikil þörf er á því að samþykkja og framkvæma slíkar tillögur..
Björgvin Guðmundsson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 11. júní 2017
Ný rikisstjórn Theresa May er mjög veik!
Theresa May hefur myndað nýja ríkisstjórn enda þótt hún hafi tapað meirihlutanum á þingi.Þetta er minnihlutastjórn sem styðst við hlutleysi Lýðræðislega sambandsflokksins,DUP á Norður Írlandi.Sá flokkur hefur 10 þingsæti.Hann fær ekki sæti í ríkisstjórninni.DUP er mjög hægri sinnaður flokkur,lengra til hægri en breski Íhaldsflokkurinn. Íhaldsflokkurinn fékk 318 þingsæti og tapaði meirihlutanum,missti 12 þingsæti.326 sæti þarf til þess að ná meirihluta. Verkamannaflokkurinn vann mikið á,bætti við sig hátt í 30 þingsætum.
Stjórn Theresa May verður mjög veik og mun eiga erfitt með að koma málum gegnum breska þingið.Theresa May ætlar samt að hefja samningaviðræður við ESB um útgöngu Breta úr ESB seinna í þessum mánuði. En samningsstaða May hefur veikst.Hún misreiknaði sig herfilega; hélt að hún gæti styrkt stöðu sína með því að efna til kosninga. En það reyndist þveröfugt. Theresa May stóð sig illa í kosningabaráttunni,gerði hver mistökin á eftir öðrum.Jeremy Corbyn leiðtogi Verkamannaflokksins stóð sig hins vegar mjög vel í kosningabaráttunni;naut sín mjög vel.Dæmi um mistök May: Lagði til,að eldri borgarar yrðu látnir borga sjálfir fyrir að fara á hjúkrunarheimili.Málið snérist í höndunum á henni og hún varð að falla frá því. Corbyn boðaði hins vegar róttæka stefnu í heilbrigðismálum og velferðarmálum,vildi efla mikið heilbrigðiskerfið.
Ekki er talið,að stjórn May verði langlíf. Flokksþing verður hjá Íhaldsflokknum í oktober og þá gæti dregið til tíðinda.Boris Johnson utanríkisráðherra reynir ef til vill að velta May úr sessi.
Björgvin Guðmundsson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 10. júní 2017
Útrýma á barnafátækt og stórbæta kjör aldraðra og öryrkja
Nú,þegar hagvöxtur er miklu meiri á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum og staða ríkisstjóðs hefur batnað verulega; góðæri í landinu, er tímabært að útrýma barnafátækt á Íslandi og bæta kjör þeirra verst stöddu meðal aldraðra og öryrkja svo mikið, að þeir geti ekki aðeins framfleytt sér heldur lifað mannsæmandi lífi. Það búa 6000 börn við fátækt hér í dag.Það er til skammar fyrir velferðarríkið okkar. Ísland verður strax að þvo þennan blett af landinu. Sama er að segja um verstu kjör aldraðra og öryrkja,þ.e. þeirra ,sem einungis hafa tekjur frá almannatryggingum; hafa engan lífeyrissjóð og engar aðrar tekjur.Þeir komast ekki af á þeirri hungurlús, sem stjórnvöld skammta þeim. Þeir geta ekki leyst út lyfin sín og stundum eiga þeir ekki fyrir mat síðustu daga mánaðarins.Þegar ástandið er svona skammarlega slæmt í ríku landi sem Íslandi hefur það enga þýðingu að guma af miklum hagvexti.Hann skiptir engur máli á meðan barnafátæktinni er ekki útrýmt og kjör aldraðra og öryrkja ekki stórbætt.
Endurskoðun almannatrygginga misheppnaðist
Aðgerð fyrrverandi ríkisstjórnar til þess að lagfæra almannatryggingar um síðustu áramót og bæta kjör lífeyrisþega misheppnaðist algerleg.Lagafrumvarpið var lagt fram með engri kjarabót fyrir þá aldraða og öryrjkja,sem eingöngu höfðu tekjur frá almannatryggingum! Með miklum mótmælaaðgerðum Félags eldri borgara í Reykjavík tókst að knýja fram örlitlar kjarabætur fyrir þá verst stöddu.En stjórnvöldum tókst að ná þvi nær öllu til baka með auknum skerðingum húsaleigubóta; áður var einnig búið að draga verulega úr vaxtabótum. Þeir, sem leigðu húsnæði, fengu því minni húsaleigubætur en áður og þeir sem áttu húsnæði fengu minni vaxtabætur.Þannig náði ríkisvaldið nær allri kjarabótinni til baka!
400 þúsund fyrir skatt er lágmark
Hvað hafa þeir verst stöddu meðal aldraðra mikinn lífeyri í dag? Eftir hungurlúsina, sem þeir fengu um síðustu áramót, hafa þeir , sem eru i hjónabandi eða sambúð, 197 þúsund kr á mánuði eftir skatt.( Þetta er ekki prentvilla).Það er ótrúlegt, að fyrrverandi ríkisstjórn skyldi skammta öldruðum þessa hungurlús um síðustu áranmót eftir 10 ára undirbúning nýrra laga um almannatryggingar.Einhleypir hafa örlitið hærra eða 230 þúsund á mánuði eftir skatt.Það er engin leið að lifa af þessu. Hvað þurfa eldri borgarar mikið sér til framfærslu? Að mínu mati er lágmark 400 þúsund á mánuði fyrir skatt eða 305 þúsund á mánuði eftir skatt.Það kemst enginn af með minna í dag.Þetta er algert lágmark.
Björgvin Guðmundsson
Fyrrv. borgarfulltrúi
Birt í Mbl. 10.júní 2017
Bloggar | Breytt 11.6.2017 kl. 14:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 9. júní 2017
Staða Theresa May versnar! Meirihlutinn sennilega tapaður
Theresa May leiðtogi breska íhaldsflokksinsd efndi til kosninga í gær til þess að styrkja stöðu sína.Það mistókst.Staða hennar hefur veikst. Samkvæmt útgönguspám hefur Íhaldsflokkurinn tapað meirihlutanum á þingi og óvíst er að Theresa May haldi leiðtogasæti sínu.Verkamannaflokkurinn bætti hins vegar við sig samkvæmt útgönguspám.
Samningaviðræður um útgöngu Breta úr ESB áttu að hefjast síðar í þessum mánuði.Óvíst er að sú áætlun haldi vegna útkomu bresku kosninganna. Mjög erfitt getur orðið að mynda ríkisstjórn í Bretlandi. Það verður að mynda samsteypustjórn en engin hefð er fyrir slíkum stjórnum í Bretlandi enda þótt nokkur dæmi séu um slíkar stjórnarmyndanir. Íhaldsflokkurinn er enn stærsti flokkurinn í Bretlandi og sennilega fær Theresa May fyrst umboð til stjórnarmyndunar nema hún biðjist undan því. En Corbyn leiðtogi Verkamannaflokksins hefur þegar kallað eftir afsögn Theresa May.Verkamannaflokkurinn bætti við sig 30 þingsætum en Íhaldsflokkurinn tapaði 11 þingsætum.
Björgvin Guðmundsson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 8. júní 2017
Misskipting meiri í uppsveiflunni en í kreppunni eftir hrun!
Það er uppsveifla í íslensku efnahagslífi.Ferðaiðnaðurinn blómstrar.Ný hótel spretta hvarvetna upp,byggingariðnaðurinn er kominn á fullt á ný,flytja verður inn vinnuafl,útgerðin græðir vel; eigandi sjávarauðlindarinnar,þjóðin fær skammarlega lágt afgjald fyrir útleigu auðlindarinnar.Samkvæmt félagsvísi velferðarráðuneytisins er ójöfnuður að aukast í þjóðfelaginu.Árið 2015 voru 10% landsmanna undir lágtekjumörkum en 7,9% árið áður.Það er sama hlutfall undir lágtekjumörkum nú í uppsveiflunni eins og var í kreppunni eftir bankahrunið! Misskiptingin eykst: Árið 2015 jók ríkasta 1% landsmanna eignir sínar um 50 milljarða og á 20% af öllum eignum landsmanna.
Núverandi hægri stjórn vill ekkert gera í skattamálum til þess að draga úr misskiptingunni.Og meðreiðarsveinar Sjálfstæðisflokksins i ríkisstjórninni,Björt framtíð og Viðreisn gera enga athugasemd við aukna misskiptingu í þjóðfélaginu.Þeir láta sér hægri stefnuna vel líka.
Björgvin Guðmundsson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 7. júní 2017
Missir breski Íhaldsflokkurinn meirihlutann á morgun?
Mjög tvísýnar þingkosningar fara fram í Bretandi á morgun.Theresa May forsætisráðherra og leiðtogi íhaldsmanna ákvað að flýta kosningum; hún ætlaði að styrkja stöðu sína. Hún notaði þá kosningabrellu að segja við breska kjósendur að hún þyrfti að fá stærri meirihluta til þess að styrkja stöðu sína gagnvart ESB. En það var brella.Það breytir engu fyrir samningaviðræðurnar við ESB hvort hún hefur lítinn eða mikinn meirihluta.-Þegar Theresa May ákvað þingkosningar bentu skoðunarkannanir til þess að Íhaldsflokkurinn hefði 20% meira fylgi en Verkamannaflokkurinn.En í dag er munurinn aðeins 3%. Verkamannaflokkurinn hefur stöðugt saxað á meirihluta íhaldsmanna.Er nú talið óvíst,að Theresa May haldi meirihluta sínum og jafnvel þó hún merji meirihlutann getur verið að hún verði að mynda samsteypustjórn.Málin hafa því snúist í höndunum á Theresa May á sama hátt og gerðist hjá David Cameron.Báðir þessir leiðtogar íhaldsmanna í Bretlandi ætluðu að spila á kjósendur en kjósendur tóku málin í sínar hendur.
Theresa May hefur m.a. tapað á því,að hún skar mikið niður framlög til lögreglunnar,þegar hún var innanríkisráðherra í Bretlandi fram að 2016.Það hefur hefnt sín nú þegar hryðjuverkaárásir eru gerðar í Bretlandi. Örvænting virðist hafa gripið breska forsætisráðherrann þar eð í fréttum í morgun sagði,að hún ætlaði að skerða verulega mannréttindalöggöf Bretlands til þess að geta hert nægilega mikið á hryðjuverkalöggjöfinni!Er þetta ekki einmitt það,sem vestrænar þjóðir hafa sagt,að þær vildu ekki gera,þ.e. að breyta vestrænum þjóðfélögum,nánast samkvæmt óskum hryðjuverkamanna,þannig,að íbúar vestrænna ríkja gætu ekki um frjálst höfuð strokið.Enda þótt herða þurfi lög um ráðstafanir gegn hryðjuverkum,þarf að fara varlega í það að afnema mannréttindi.Mannréttindin eru það dýrmætasta,sem við eigum.
Björgvin Guðmundsson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 6. júní 2017
Forseti Íslands sýnir kjörum eldri borgara skilning!
Forseti Íslands,Guðni Th.Jóhannesson,sýnir kjörum eldri borgara skilning.Hann segir: Styrk samfélags má (líka) meta eftir því hvernig börnum er sinnt,hvernig búið er að öldruðum á ævikvöldi.Því miður sýna stjórnvöld (ríkisstjórnir) kjörum aldraðra og öryrkja ekki nægan skilning.Þrátt fyrir góðæri en kjörum þeirra verst stöddu meðal aldraðra og öryrkja enn haldið í svo mikilli spennitreyju,að engin leið er að lifa mannsæmandi lífi af þeim kjörum.Á sama tíma lifa 6000 börn á Íslandi við fátæktarmörk.Þetta er til skammar fyrir velferðarríkið Ísland, sem býr við mikið ríkidæmi enda þótt aðeins fáir njóti þess.
Björgvin Guðmundsson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 5. júní 2017
Ekki á að skerða tryggingalífeyri aldraðra vegna greiðslna úr lífeyrissjóði
Eldri borgarar,sjóðfélagar í lífeyrissjóðum,eiga lífeyrinn,sem safnast hefur þar inn á langri starfsævi fyrir þeirra tilverknað.Ekki má skerða lífeyri þeirra frá almannatryggingum vegna greiðslna úr lífeyrissjóði.Það var áskilið,að lífeyrissjóðirnir yrðu viðbót við almannatryggingar.Þeir áttu ekki að valda neinni skerðingu á greiðslum til eldri borgara þaðan.Ríkið stofnaði almannatryggingarnar en verkalýðsfélögin stofnuðu lífeyrissjóðina.Ríkið getur ráðskast með almannatryggingar en ríkið getur ekkert ráðskast með lífeyrissjóðina; þeir eru eign sjóðfélaga.Ég tel þó,að skerðingarnar séu í raun óheimilar.
Ég tel,að sú skerðing á tryggingalífeyri aldraðra sem ákveðin var af stjórnmálamönnum gangi algerlega í berhögg við það óskráða samkomulag, sem gert var þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir,þ.e. að lífeyrissjóðirnir ættu að vera hrein viðbót við almannatryggingar.Almannatryggingar eru fyrsta stoðin í þessu kerfi en lífeyrissjóðirnir eru önnur stoðin. Sumir stjórnmálamenn vilja breyta þessu en það er ekki mögulegt.Svona var þetta ákveðið í upphafi og svona er þetta.Þetta er nokkurs konar sáttmáli,sem ekki er unnt að rjúfa.
Mér er ljóst,að hópur manna vill í dag leggja blessun sína yfir skerðingu á tryggingalífeyri þeirra sem fá greiðslur úr lífeyrissjóði. Rök þess hóps eru þau,að þeir,sem hafi góðan lífeyrissjóð,háar lífeyrissjóðsgreiðslur þurfi ekki að fá neitt frá almannatryggingum; m.ö.o. það á að refsa þeim,sem hafa greitt mikið í lífeyrissjóð.En það gleymist í þessu sambandi,að eldri borgarar,sem búnir voru að vera á vinnumarkaði frá 16 ára aldri, voru búnir að greiða til almannatrygginga allan þann tíma; fyrst greiddu þeir árum saman sérstakt tryggingagjald,sem rann til almannatrygginga og síðan greiddu þeir til almannatrygginga með skattgreiðslum.Þessir eldri borgarar eiga því inni greiðslur frá almannatryggingum.Ég tel,að það sé alveg undir þeim komið hvort þeir vilji gefa eitthvað eftir af þeim greiðslum en ríkið getur ekki hrifsað af þessum eldri borgurum greiðslur,sem þeir eiga inni hjá almannatryggingum einungis vegna þess að þeir greiddu í lífeyrissjóð. Það verður að stöðva þetta atferli ríkisins.
Björgvin Guðmundsson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)