Færsluflokkur: Bloggar
Sunnudagur, 23. apríl 2017
Klúður í heilbrigðismálum: Vita ekki hver veitir leyfi fyrir einkarekstri í heilbrigðiskerfinu!!
Hvorki heilbrigðisráðherra né formaður velferðarnefndar alþingis,Nichole Leigh Mosty vita hver veitir leyfi fyrir einkarekstri í heilbrigðiskerfinu.Formaður velferðarnefndar er andvíg auknum einkarekstri í kerfinu.Hún vill minnka hann. Hún segir,að enginn eigi að græða (verða ríkari) á að reka heilbrigisstofnun.
Heilbrigðisráðherra sagði á alþingi,að það væri ekki hans að veita Klínikinni í Ármúla starfsleyfi.Það væri i verkahring landlæknis.Þessu er landlæknir ósammála og segist ítrekað hafa reynt að leiðrétta þennan misskilning ráðherra en án árangurs.Það þurfi ekki sérstakt leyfi ráðherra til þess að reka sérhæfða heilbrigðisþjónustu,aðeins staðfestingu frá Landlækni.Heilbrigðisstofnun geti svo fjármagnað rekstur sinn með gildandi samningi sjúkratrygginga og Læknafélags Reykjavikur.Í bréfi landlæknis segir: Meðan svo er,er vandséð hvernig heilbrigðisyfirvöld geta haft stjórn á því hvert opinbert fjármagn rennur til heilbrigðismála og hvaða rekstrarform verða ríkjandi í íslensku heilbrigðiskerfi.-Formaður velferðarnefndar tekur að sumu leyti undir með landlækni.
En samkvæmt bréfi landlæknis virðist heilbrigisráðherra á villigötum í málinu,annað hvort vegna vanþekkingar eða vegna þess að hann treysti sér ekki til þess að taka ákvörðun í málinu.Hann hefur ekki stöðvað Klinikina í Ármúla; hún starfar með fjármagni frá ríkinu.Ef ráðherra vill stöðva hana verður hann að hafa manndóm í sér til þess að gera það.Ekki á að blekkja almenning.
Björgvin Guðmundsson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 22. apríl 2017
"Heilbrigðismálin í forgang": Skera verður niður rekstur Landspítalans!
Páll Matthíasson forstjóri Landsspítalans segir,að draga verði að verulegu leyti saman í rekstri Landspítalans miðað við fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar 2018- 2022. Nýtt fjármagn komi seinni hluta tímabilsins og renni að miklu leyti í stofnframkvæmdir.Páll vonar,að fjármálaáætlunin verði leiðrétt.Stjórnendum LSH var brugðið,þegar þeir sáu fjármáláætlunina.
Í stefnuskrá ríkisstjórnarinnar segir að setja eigi heilbrigðismálin í forgang. Það er nú alltaf að koma betur og betur í ljós,að þessi setning stefnuskrárinnar er marklaus.Það er ekkert farið eftir henni.Og sennilega er tilgangur þessarar fullyrðingar sá einn að slá ryki í augun á almenningi.-Ekkert nýtt fjáragn verður látið i rekstur LSH á þessu ári.
Björgvin Guðmundsson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 21. apríl 2017
Aðför ríkisstjórnarinnar að velferð!
Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fram til 2022 hefur leitt í ljós,að stjórnarflokkarnir eru ekki að standa við kosningaloforð sín um eflingu heilbrigðiskerfisins og eflingu velferðarkerfisins yfirleitt.Þjónustustig í heilbrigsmálum er skert en þó stendur í stjórnarsáttmálanum,að heilbrigðismálin eigi að vera í forgangi.
Miðstjórn Alþýðusambands Íslands telur,að um aðför ríkisstjórnarinnar að veferðarkerfinu sé að ræða. 1.mai á nýtt greiðsluþátttkukerfi í heilbrigðiskerfinu að taka gildi.Samkomulag hafði náðst í velferðarnefnd alþingis um,að hámarkskostnaður einstaklinga til heilbrigðskostnaðar skyldi vera 50 þúsund kr en frá því hefur verið vikið og nú er hámarkið 70 þúsund kr. ASÍ mótmælir þessari breytingu harðlega.Lyf eru utan þessa hámarks.
Nú bætist það við,að ríkisstjórnin hefur ákveðið að stytta tímabil atvinnueysistrygginga vegna atvinnulausra, verður það stytt um hálft ár í 2 ár.ASÍ mótmælir þessari breytingu harðlega. Það er alveg sama hvar borið er niður í velferðarmálunum.Það er allsstaðar niðurskurður eða kyrrstaða.
Í öðrum innviðum þjóðfélagsins er sama sagan.Það er niðurskurður til menntamála,samgönguáætlun var skorin niður við trog og örfáar krónur látnar í greinina vegna mikilla mótmæla.
Stefna ríkisstjórnarinnar er sú að láta ekkert nýtt fjármagn í innviðina heldur að láta það ráðast hvort hagsveiflan muni leysa málið. Þetta er þveröfugt við það sem Viðreisn og Björt framtíð lofuðu fyrir kosningar.Og Sjálfstæðisflokkurinn lofaði einnig eflingu heilbrigðiskerfisind. Öll þessi kosningaloforð eru svikin.
Björgvin Guðmundsson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 18. apríl 2017
Heilbrigismálin í forgang: Framlög til hugarafls skorin niður við trog!
Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir,að heilbrigðismálin eigi að vera í forgangi.En stefna heilbrigðisráðherra og ríkisstjórnar gengur í þveröfuga átt.Sem dæmi má nefna,að ríkisstjórnin skar niður framlög til Hugarafls í 1,5 millljónir.Framlögin voru áður 8 milljónir.Hugarafl er stuðningsfélag geðsjúkra. Með þessum mikla niðurskurði á framlagi til Hugarafls er verið að greiða félaginu náðarhöggið; varla í samræmi við ákvæði stjórnarsáttmálans.
Björgvin Guðmundsson
www.gudmundsson.net
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 13. apríl 2017
Stjórnvöld niðast á öldruðum!
Í þessari grein verður fjallað um 3 dæmi þess hvernig stjórvöld níðast á öldruðum.
Fyrsta dæmið er frá 2013.Tryggingastofnun ríkisins og Ríkisendurskoðun gripu þá til þess ráðs að nota skoðunarkönnun um bótasvik í sveitarfélögum í Danmörku sem vísbendingu eða sönnun um slik svik á Íslandi.Þetta var fáheyrt,þar eð ekki var einu sinni um rannsókn að ræða í Danmörku heldur skoðunarkönnun.M.ö.o: Danskir lífeyrisþegar voru spurðir hvort þeir teldu,að bótasvik væru stunduð í umræddum sveitarfélögum.Að sjálfsögðu skiptir slík skoðunarkönnun í Danmörku engu máli fyrir Ísland. En það furðulega gerðist,að ríkisendurskoðandi taldi,að umrædd skoðunarkönnun i Danmörku væri eðlilegt viðmið fyrir Ísland.Í ljós kom þó,að raunveruleg bótasvik á Íslandi umrætt ár voru lítil sem engin.Það var því verið að ljúga bótasvikum upp á aldraða og öryrkja á Íslandi.Það er alvarlegt mál og ríkisendurskoðun og Tryggingastofnun ættu að biðjast afsökunar á þessari framkomu við íslenskt lífeyrisfólk.
Ólögmæt skerðing 5 milljarðar 2017!
Annað dæmið fjallar um það, að Tryggingastofnun með samþykki velferðarráðuneytisins ákvað að skerða lifeyri aldraðra frá almannatryggingum í janúar og februar 2017 um 5 milljarða enda þótt heimild til skerðingar hefði fallið út úr lögunum við afgreiðslu þeirra á alþingi.Tryggingastofnun og velferðarráðuneytið stóðu að þessu athæfi gagnavart eldri borgurum og báðust ekki einu sinni afskunar á tiltækinu.Málaferli eru nú í uppsiglingu vegna þessarar ólögnmætu skerðingar á tryggingalífeyri aldraðra.Flokkur fólksins ákvað að fara í mál og er undirbúningur nú í fullum gangi.Telja má nokkuð öruggt,að þetta mál vinnist og gangi það eftir er greið leið til þess að stefna ríkinu vegna fyrri skerðinga.
Lífeyirisfólk skattlagt um 50 þúsund á mánuði!
Þriðja dæmið fjallar um persónuafsláttinn og skattleysismörkin frá 1988 og fram á þennan dag.Árið 1988 lýstu stjórnmálamenn þvi yfir,að persónuafsláttur ætti að fylgja launa-og verðlagsvísitölu.Við það hefur ekki verið staðið.Ef það hefði verið gert væru elli-og örorkulífeyrisþegar skattlausir í dag. En þeir greiða 50 þúsund á mánuði í skatt .Ríkið lætur lífeyisfólk fá lifeyri með annarri hendinni en tekur jafnmikið til baka með hinni.Þetta er svívirða.Í Noregi er lifeyrir skattfrjáls.Þannig á það að vera hér.
Öll þessi framangreind 3 dæmi leiða í ljós,að stjórnvöld hér á landi eru stöðugt að níðast á öldruðum og öryrkjum.Mál er að linni og leiðrétt verði fyrir liðinn tíma.
Björgvin Guðmundsson
viðskiptafræðingur
bIRT Í fRÉTTABLAÐINU 12.APRÍL 2017
|
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 11. apríl 2017
Kristján Þór viðurkennir niðurskurð í menntamálum!
Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra viðurkennir, að framlög til menntamála hafi verið skorin niður.En hann segir,að það sé vegna þess,að svo mikil framlög séu látin í heilbrigðismál og velferðarmál.Það er gott,að Kristján viðurkennir niðurskurðinn í menntamálunum en það stenst ekki,að það sé vegna mikilla framlaga til heilbrigðismála og velferðarmála.Það er nefnilega niðurskurður í þeim málaflokkum líka.Til dæmis eru framlög skorin niður til sjúkrahússins á Akureyri.Ástandið á Landsspítalanu er einnig mjög slæmt,Framlög rétt duga fyrir launahækkunum en ekkert er látið til aukinna rekstrarframlaga að öðru leyti..Aukning framlaga fer í nýbyggingu Landspítalans; Það er ágætt en leysir ekki rekstrarvandann.
Björgvin Guðmundsson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 3. apríl 2017
Forseti Íslands berst gegn fátækt á íslandi!
Forseti Íslands segir að gera þurf betur í að reyna að draga úr fátækt á Íslandi.Fólk,sem líði skort hafi haft samband við embættið og það sé sárt að heyra af því.
Guðni Th Jóhannesson,forseti Íslands,segir,að það sé staðreynd,að fátækt sé á Íslandi.Mörg börn njóti ekki sömu réttinda og skólafélagar þeirra,til dæmis til tómstunda.Þessu þurfi að breyta og stjórnmálamenn þurfi að finna leiðir til þess.
Í nýársávarpi sínu sagði forseti m.a. eftirfarandi:Styrk samfélags má meta eftir því hvernig börnum er sinnt,hvernig búið er að öldruðum á ævikvöldi.
Björgvin Guðmundsson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 3. apríl 2017
Frosti veiddi yfir 1000 tonn i mars!
Togarinn Frosti ÞH veiddi yfir 1000 tonn í mars og var ekki aðeins aflahæstur meðal minni togaranna heldur aflahæstur allra togara á landinu.Frosti lagði allan aflann upp hjá Íslensku sjávarfangi.Framkvæmdastjóri þar er Rúnar Björgvinsson.-Veiðar og vinnsla hafa gengið vel eftir að verkfalli lauk.
Björgvin Guðmundsson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 2. apríl 2017
Ríkisendurskoðandi á að segja af sér
Hverjir bera ábyrgð á því,að bótasvikum var logið upp á aldraða og öryrkja 2013? Ríkisendurskoðun byggði á skoðunarkönnun sveitarfélaga í Danmörku,þar sem spurt var hvort menn teldu,að Danir í umræddum sveitarélögum hefðu stundað bótasvik.Umræddir Danir töldu svo vera og var þá reiknað út,að bótasvik í Danmörku gætu verið 3,5 milljarðar á ári.Hvað kemur þessi skoðunarkönnun Íslendingum við.Ef ekki hefði verið um skoðunarkönnun að ræða heldur rannsókn, hefði einnig verið mikill vafi á því hvort réttlætanlegt væri að nota slíka danska rannsókn sem viðmið á Íslandi.En það er að sjálfsögðu algerlega fráleitt að nota danska skoðunarkönnun sem viðmið á Íslandi; að ríkisendurskoðandi á Íslandi skyldi gera það sýnir algert dómgreindarleysi hans.Að mínu mati á hann af þessum sökum að segja af sér.Hann hefði ef til vill getað haldið embættinu,ef hann hefði skýrt og skilmerkilega beðist afsökunar á athæfinu.En svo var ekki. Afsökun hans var með hálfum hug.
Ábyrgð Tryggingastofnunar ríkisins í þessu máli er einnig mikil.Sú stofnun getur ekki látið duga að skjóta sér á bak við ríkisendurskoðun í máli þessu. Tryggingastofnun ber einnig ábyrgð á því að hafa of sótt aldraða og öryrkja á grundvelli "falsaðra" gagna um bótasvik í Danmörku.Skoðunarkönnun um bótasvik er ekki staðfesting á bótasvikum.En TR notaði skoðunarkönnunina til þess að réttlæta herferð gegn öldruðum og öryrkjum og að herða eftirlit gegn þeim.Tryggingastofnun dugar ekki að greiða öldruðum og 0ryrkjum,sem einungis hafa lífeyri frá TR,smánarbætur,heldur ofsótti stofnunin aldraða og öryrkja á fölskum forsendum.Tryggingastofnun verður að axla ábyrgð á sínum mistökum í þessu efni.Það er skýlaus krafa aldraðra og öryrkja.Ráðherra tryggingastofnunar á þessum tíma ber einnig ábyrgð en sá ráðherra neitaði að biðjast afsökunar,þegar eftir þvi var leitað.
Á Íslandi axlar enginn ábyrgð; stjórnmálamenn svíkja kosningaloforð sín og neita að axla ábyrgð á mistökum sínum,,fjárfestar og bankamenn ljúga og svíkja,sbr. söluna á Búnaðarbankanum og þeir komast upp með það án þess að axla ábyrgð.Og ríkisstofnanir eins og Ríkisendurskoðun og Tryggingastofnun geta logið bótasvikum upp á aldraða og öryrkja án þess að þurfa að axla ábyrgð.Búum við í bananalýðveldi?
Björgvin Guðmundsson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 31. mars 2017
Ímynduð bótasvik: Enginn stjórnmálamaður beðist afsökunar!
Bótasvikum var logið upp á aldraða og öryrkja, lífeyrisþega 2013.Ríkisendurskoðun og Tryggingastofnun gáfu sér, að skoðunarkönnun um bótasvik í sveitarfélögum i Danmörku gilti á Ísland !Þetta er fáheyrt.Samkvæmt dönsku skoðunarkönnuninni áttu bótasvik í Danmörku að vera 3,5 milljarðar á ári.Fulltrúi ríkisendurskoðunar hér sagði,að ef bótasvik væru jafnmikil á Íslandi og samkvæmt dönsku skoðunarkönnuninn væru þau 3,5 milljarðar á ári hér!Vigdís Hauksdóttir sagði á alþingi,að bótasvikin væru 9-10 milljarðar á ári.Hún ýkti töluna verulega.
Helgi Seljan frá kastljósi átti viðtal við Eygljó Harðardóttur fyrrum félagsmálaráðherra til þess að athuga hvort hún teldi,að mistök hefðu verið gerð með því að leggja danska skoðunarkönnun til grundvallar ályktun um bótasvik á Íslandi.Hún fékkst ekki til að viðurkenna nein mistök.Hún baðst ekki afsökunar á þessari framkomu við aldraaða og öryrkja og raunar hefur enginn íslenskur stjórmálamaður beðist afsökunar á þessari framkomu við aldraða og öryrkja.Það er ekki háttur íslenskra stjórnmálamanna að biðjast afsökunar!
Björgvin Guðmundsson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)