Færsluflokkur: Bloggar
Fimmtudagur, 2. mars 2017
Tryggingastofnun tók 5 milljarða ófrjálsri hendi af öldruðum!
Ef Tryggingastofnun hefði greitt eldri borgurum lífeyri samkvæmt lagatextanum um almannatryggingar, sem samþykktur var á alþingi, hefði viðbótarkostnaður TR verið 5 milljarðar á liðnum 2 mánuðum.Það vill segja,að viðbótarkostnaður á einu ári væri 30 milljarðar.Við sjáum hér í sjónhendingu hvað ríkið og Tryggingastofnun er að hafa mikið af eldri borgurum með því að skerða lífeyri þeirra frá TR vegna lífeyris,sem þeir fá úr lífeyrissjóði.Það er verið að hafa marga milljarða af eldri borgurum, 30 milljarða á ársgrundvelli.Það verður að stöðva þetta strax.Þetta er ígildi eignaupptöku.
Staðan er þessi: Tryggingastofnun dró 5 milljarða af eldri borgurum í janúar og febrúar án þess að hafa lagaheimild til þess.Við setningu laga um almannatryggingar féll niður ákvæði sem heimilaði TR að skerða lífeyri eldri borgara vegna greiðslna sem þeir fengju úr lífeyrissjóði..M.ö.o.: Tryggingastofnun tók ófrjálsri hendi 5 milljarða af eldri borgurum. Var þetta gert í samráði við velferðarráðuneytið.Ef svo er þá er málið ennþá alvarlegra.
Málið var rætt á alþing 27.febrúar.Þá var málflutningur stjórnarþingmanna á þá lund,að menn hefðu vitað hver ætlun löggjafans var í þessu efni.Frumvarp um almannatryggingar hefði verið það lengi í vinnslu og undirbúningi,Með öðrum orðum: Virðing stjórnarþingmanna fyrir lögunum,fyrir lagatextanum var enginn.Menn áttu að vita eða finna á sér hver ætlun löggjafans var í þessu efni.Þetta var fráleitur máflutningur.
Björgvin Guðmundsson
www.gudmundsson.net
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 1. mars 2017
Má ekki krukka i lagatextann um TR?
Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra sagði í viðtali við RÚV í gærkveldi,að það væri ekki gott að vera að krukka í úrskurð kjararáðs.(Hann meinti: Það er ekki gott að lækka laun ráðherra og þingmanna frá úrskurði kjararáðs). En gildir ekki það sama um samþykkt alþingis um lög um almannatryggingar en samkvæmt þeim á ekki að skerða lífeyri aldraðra frá TR vegna greiðslna úr lífeyrissjóði.Sagt var,að það hefðu verið mistök að samþykkja þetta á alþingi. Samþykkt var á alþingi að krukka í lagatextann og breyta honum á þann veg að lífeyrir aldraðra yrði skertur og ekki aðeins frá samþykkt breytingar,heldur tvo mánuði til baka sem sennilega er ólögmæt afturvirkni.Það er i lagi að krukka í lagatexta til þess að skerða kjör aldrara en það er ekki í lagi að krukka til þess að lækka laun ráðherra og þingmanna!
Björgvin Guðmundsson
www.gudmundsson.net
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 1. mars 2017
Tryggngastofnun skerti lífeyri í 2 mánuði án lagaheimildar!
Eitt helsta baráttumál eldri borgara undanfarin misseri hefur verið að afnema alla skerðingu tryggingalífeyris vegna greiðslna úr lífeyrissjóði.Eldri borgarar eiga þann lífeyri, sem þeir hafa safnað á starfsævi sinni í lífeyrissjóð.Þeir geta ekki sætt sig við það, að lífeyrir þeirra í lífeyrissjóði valdi skerðingu á lífeyri, sem þeir eiga rétt á frá almannatryggingum. En kröfur eldri borgara í þessu efni hafa ekki náð fram að ganga.Það gerðist því óvænt, þegar alþingi afgreiddi síðasta haust ný lög um almannatryggingar þanng, að heimild til þess að skerða tryggingalífeyri vegna lífeyrissjóða féll niður.Þetta voru mistök hjá alþingi. Tryggingastofnun skeyti því samt engu þó lagaheimildin félli niður.Tryggingastofnun gerði sér lítið fyrir og hélt áfram að skerða lífeyri þeirra eldri borgara,sem fengu lífeyri úr lífeyrissjóði þó engin væri lagaheimildin! Nýju lögin um almannatryggingar tóku gildi 1.janúar 2017 en það var fyrst í gær,28.febrúar,sem heimild til þess að halda áfram skerðingum tryggingalífeyris vegna lífeyrissjóða tók gildi.Þá hafði Tryggingastofnun framkvæmt þessar skerðingar í 2 mánuði án lagaheimildar.
Þegar eldri borgarar hafa fengið of miklar greiðslur frá Tryggingastofnun vegna mistaka,til dæmis vegna rangra tekjuáætlana, hefur stofnunin krafist endurgreiðslu frá eldri borgurum með miklum þunga; og engu skeytt hvernig aðstæður fólks hafa verið.Eldri borgarar hafa orðið að borga til baka hvernig sem staða þeirra hefur verið og þó engir peningar hafi verið til.Ráðamenn Tryggingastofnunar eiga því auðvelt með að skilja það, að stofnunin verði að greiða eldri borgurum til baka það sem oftekið hefur verið af þeim, þar eð lagaheimild skorti.Skerðingin á trygginalífeyri vegna lífeyrissjóða síðustu 2 mánuði hefur verið ólögmæt og á að greiðast til baka.TR hefur digra sjóði og rikissjóð sem bakhjarl enda er mikið góðæri samkvæmt tali ráðamanna.TR reynist því auðvelt að greiða eldri borgurum til baka það,sem oftekið hefur verið og væntanlega þarf ekki að innheimta það með lögsókn.Eldri borgarar eiga að fá lífeyri samkvæmt lagatexta alþingis en ekki samkvæmt "persónulegri" túlkun TR.
Björgvin Guðmundsson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 28. febrúar 2017
Alvarleg mistök alþingis við lagasetningu um TR!
Alþingi samþykkti í gærkveldi afturvirka breytingu á lögum um almannatryggingar,þar eð talið var að gerð hefðu verið mistök við lagasetningu um TR síðasta haust.Vegna mistakanna í lagasetningunni átti Tryggingastofnun ekki að draga greiðslur úr lífeyrissjóði frá lífeyri TR eins og stefnt var að.Tryggingastofnun fór þó ekki eftir "ranga" lagatextanum heldur fór í janúar og febrúar eftir lagatextanum eins og stofnunin taldi að hann ætti að vera en ekki eins og hann var.TR uppgötvaði mistök alþingis 20.janúar.En þá er spurningin: Má samþykkja afturvirka og íþyngjandi ráðstöfun gagnvart lifeyrisþegum eins og alþingi gerði í gærkveldi.Ég tel ekki.Ég tel,að það standist ekki.Arnar Þór Jónsson lektor við Háskólann í Rvk segir að færa megi góð rök fyrir því að afturvirknin sé ólögmæt, að því er Fréttablaðið segir. Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ segir,að ekki megi krefja aldraðra og öryrkja um endurgreiðslu á því sem TR og alþingi telji að ofgreitt hafi verið.Hér sé um mistök alþingis að ræða sem þingið og TR verði að bera ábyrgð á. Ég er sammmála því.
Björgvin Guðmundsson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 27. febrúar 2017
2760 mótmæltu í Mosfellsbæ! Óttar gerir ekkert!
Sólarhringsþjónusta Heilsugæslu Mosfellsbæjarumdæmis var lögð niður 1.febrúar.Læknavakt verður áfram kl. 4 e.h. en ef leita þarf læknis á kvöldin eða um helgar verður að fara á læknavaktina í Kópavogi.Þetta varðar um 10 þúsund manns í Mosfellsbæ,á Kjalarnes og í Kjós.Þetta er mikil skerðing á heilbrigðisþjónustu,þegar ný ríkisstjórn segist hafa heilbrigðismálin í forgangi.2760 mótmæltu þessari breytingu.Undirskriftalistar með mótmælunum voru afhentir heilbrigðisráðherra 21.febrúar sl. Óttar heilbrigðisráðherra sagðist koma upplýsingunum um mótmælin á framfæri.Hann virðist ekki átta sig á því,að það er hann sjálfur sem á að leysa úr málinu.Hann á ekki að koma því á framfæri við neinn annan.Þessu er komið á framfæri við hann.Til þess eru ráðherrar að leysa úr málum.Þeir eru ekki upp á punt.
Björgvin Guðmundsson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 27. febrúar 2017
Lög brotin á öldruðum og öryrkjum 2015 og 2016
Á árinu 2015 urðu mjög miklar launahækkanir í þjóðfélaginu.Verkafólk samdi um 14,5% hækkun lágmarkslauna 1.mai.Framhaldsskólakennarar sömdu um 17% hækkun strax og 44% hækkun á 3 árum.Nýlæknar sömdu um 25% hækkun strax og læknar almennt sömdu um allt að 40 % hækkun á 3 árum.Grunnskólakennarar sömdu um 33% hækkun á 3 árum og 9,5% hækkun til viðbótar gegn afsali kennsluafsláttar.En þrátt fyrir allar þessar miklu launahækkanir hækkaði lífeyrir á árinu 2015 aðeins um 3%.Það var lögbrot,þar eð í lögum stendur að við ákvörðun um hækkun lífeyris eigi að taka mið af launaþróun og lífeyrir adrei að hækka minna en laun eða vísitala neysluverðs.En í stað þess að fara eftir þessu lagaákvæði ákveða ráðamenn hér að hækka lífeyri eftir geðþótta og þeir komast upp með það.Þeir geta brotið á öldruðum og öryrkjum án þess að nokkur hreyfi legg eða lið og alþingi gerir ekkert.
Á árinu 2016 var ástandið lítið skárra.Laun hækkuðu um 6,2% 1.janúar 2016 og lífeyrir hækkaði þá um 9,7%.Laun hækkuðu síðan aftur í mai það ár um 5,5% en lífeyrir hækkaði ekkert meira á árinu.Á þessu ári voru hinir umdeildu úskurðir kjararáðs kveðnir upp en samkvæmt þeim voru laun þingmanna,ráðherra og embættismanna ríkisins hækkuð upp úr öllu valdi og miklu meira en laun á almennum markaði höfðu hækkað um.Laun þingmanna hækkuðu alls um 55% á árinu og fóru í 1,1 milljón á mánuði.Laun ráðherra hækkuðu um 35%,fóru í 1.8 milljónir hjá óbreyttum ráðherrum og í 2 millj á mánuði hjá forsætisráðherra.23.júní hækkuðu laun ákveðinna embættismanna um tugi prósenta,allt upp í 48% og launahækkunin gilti 18 mánuði aftur í tímann. Það er alveg ljóst,að lög voru aftur brotin á öldruðum og öryrkjum árið 2016. Það vantaði mikið á,að lífeyrir væri að hækka á þvi ári í samræmi við launaþróun .- Þegar svona er níðst ár eftir ár á kjörum aldraðra og öryrkja og ráherrar telja sig geta skammtað þeim einhverja hungurlús ,sem ekki dugar fyrir framfærslu; ég er að tala um þá sem eingöngu hafa lífeyri frá almannatryggingum,þá er tímabært að stofna embætti umboðsmanns aldraðra,sem mundi gæta hagsmuna aldraðra.
Björgvin Guðmundsson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 26. febrúar 2017
Leiðrétta á lífeyri aldraðra og öryrkja frá 2009!
Enn eru hörð átök um úrskurð kjararáðs frá sl ári um stórhækkun launa þingmanna og ráðherra og embættismanna ríkisins.Rætt hefur verið hvað legið hafi til grundvallar úrskurði kjararáðs.Nefnt hefur verið,að það hafi átt að leiðrétta launin allt aftur til ársins 2009 og jafnvel aftur til 2006.Launin hafi verið skert fyrr á árum og ætlunin hafi verið að þau yrðu leiðrétt,þegar betur áraði.Þá vaknar spurningin: Verður ekki eitt yfir alla að ganga í þessu efni.Þarf ekki sað leiðrétta ölll laun a.m.k frá árinu 2009; það er ef þau hafi sætt skerðingu,frystingu eða af öðrum ástæðum. Ég er þeirrar skoðunar.Og þar á meðal á að leiðrétta kjör aldraðra og öryrkja sem sættu skerðingu og frystingu i kreppunni. Ég tel raunar, að það eigi að hafa algeran forgang að leiðrétta lífeyri aldraðra og öryrkja,þar eð lífeyrir þeirra sætti bæði skerðingu og frystingu í kreppunni og tveir stjórnmálaflokkar,Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur lofuðu því fyrir þingkosningar 2013 að leiðrétta lífeyrinn af þessum sökum.Við .það var ekki staðið.
Árin 2009 0g 2010 var lífeyrir aldraðra og öryrkja frystur vegna kreppunnar en á sama tímabili hækkuðu lágmarkslaun um 16%.Þetta var frekleg mismunun.Í byrjun 2011 árs fengu aldraðir og öryrkjar hungurlús,2.3% hækkun sem skipti engu máli.Með því að kjararáð notar það sem rökstuðning fyrir hækkun launa þingmanna í 1,1 milljón á mánuði ( 44% hækkun til viðbótar annarri hækkun fyrr á árinu) að það sé verið að leiðrétta laun langt til baka ( frá 2009) er eðlilegt að kjör aldraðra og öryrkja séu leiðrétt langt til baka,frá 2009 a.m.k Það þýðir,að lífeyrir aldraðra og öryrkja á að hækka um 30%.Þessari leiðréttingu lofuðu Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur fyrir kosningar 2013 en sviku það og bættu um betur; framkvæmdu nýja kjaragliðnun á stjórnartíma sínum.
Alþingismenn ættu að sjá sóma sinn i því að leiðrétta lífeyrir akdraðra og öryrkja eins og þeir eiga rétt á frá 2009 í stað þess að fjalla eingöngu um sín eigin laun.
Björgvin Guðmundsson
www.gudmundsson,net
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 25. febrúar 2017
Þurfum verkamannabústaði á ný og leiguíbúðir!
Það var mikið óheillaspor,þegar Páll Pétursson,ráðherra Framsóknarflokksins,lagði niður Verkamannabústaðakerfið.Hann gaf sölu á verkamannabústöðum frjálsar og hætti að byggja nýja verkamannabústaði.Það var Alþýðuflokkurinn, undir forustu Héðins Valdimarssonar, sem kom verkamannabústaðakerfinu á. Það voru reistar hentugar,ódýrar íbúðir fyrir láglaunafólk.Þetta framtak hafði gífurlega mikla þýðingu fyrr verkamannafjölskyldur og annað láglaunafólk.Byggingum verkamannabústaða,eða félagslegra íbúða, var haldið áfram allt þar til Páll Pétursson stöðvaði byggingarnar.
Nú er komið í ljós, að það sárvantar slíkar íbúðir.Það vantar á markaðinn ódýrar,tiltölulega litlar íbúðir fyrir lálaunafólk og þar á meðal fyrir ungt fólk, sem er að byrja búskap.Unga fólkið ræður ekki við að kaupa íbúðir á frjálsum markaði í dag.Það getur ekki greitt þá útborgun sem tilskilin er. Kröfur um eigið fé við íbúðakaup voru hertar eftir hrunið og svo virðist sem kröfur í því efni séu of miklar.Ef til vill tengist það einnig því, að íbúðir á markaðnum eru of stórar og of dýrar. Það vantar minni,ódýrari íbúðir, sem ungt fólk réði fremur við að kaupa.
Ljóst er,að eins og staðan er í dag í húsnæðismálunum, verður húsnæðisvandinn ekki leystur nema með afskiptum hins opinbera,m.a. miklu framboði á leiguíbúðum.Reykjavíkurborg hefur áttað sig á þessu.Borgin hefur lagt áherslu á að úhluta nægilega mörgum lóðum undir leiguíbúir og hefur greitt fyrir því En einnig hefur borgin stuðlað að byggingu eignaríbúða.Borgin leggur mikla áherslu á þéttingu byggðar, þar eð það er miklu ódýrara fyrir íbúana að búa á eldri svæðum, þar sem öll þjónusta er fyrir hendi og samgöngukostnaður minni, jafnvel ekki þörf á bíl.En einnig hefur borgin úthlutað lóðum á nýjum svæðum í útjaðr borgarinnari og í úthverfum.Það þarf verkamannabústaði á ný,félagslegar íbúðr.
Það vakti athugli,þegar stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar sá dagsins ljós,að ekki var orð um húsnæðismál í sáttmálanum.Það bendir til þess,að ríkisstjórnin hafi ekki skilning á því hve vandinn í húsnæðismálunum er mikill. Ríkisstjórnin verður að láta málið til sín taka.Helst þyrfti að hefja byggingu margra félagslegra íbúða á ný( verkamannabústaða) en það eru litlar vonir til þess, að sú hægri stjórn,sem nú situr geri það.Samkvæmt samkomulagi ríkisstjórnarr og verkalýðshreyfingar í síðustu kjarasamningum lofaði ríkið að byggðar yrðu 600 íbúðir á ári.Ríkisstjórnir hafa dregið lappirnar i málinu. Óvissa ríkir um það hvort staðið verður við þetta loforð.Ríkisstjórnin gæti byrjað á því að standa við samkomulagið við verkalýðshreyfinguna.Nýi félagsmálaráðherrann talar mikið.En það er ekki nóg. Það þarf athafnir.
Björgvin Guðmundsson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 25. febrúar 2017
Kjörum verst stöddu launamanna og aldraðra haldið niðri.Óásættanlegt launamisrétti
Ástandið á Íslandi í dag er á margan hátt orðið svipað og það var árið 2007 skömmi fyrir bankahrunið. Eyðsla landsmanna er orðin gegndarlaus í dag eins og hún var 2007; utanlandsferðir landsmanna eru í hámarki, bílasala meiri en áður og verslun öll í hæstu hæðum.. Þá eru bónusar i bönkum byrjaðir aftur og laun toppanna í þjóðfélaginu hafa verið hækkuð upp úr öllu valdi.Sagt var frá því nú um helgina, að laun forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur hefðu verið hækkuð í 2,8 milljónir á mánuði.Hafa laun hans hækkað um 108% frá 2011.Ráðherrar fengu á síðasta ári 35% hækkun og laun þeirra hækkuðu í rúmar 2 milljónir á mánuði, þingmenn fengu 55% hækkun á árinu og hækkuðu í 1,1 milljón á mánuði en við bætast alls konar aukasporslur. Bankastjórar eru með himinhá laun og verkalýðsforingjar eru með margfallt hærri laun en launafólkið,sem þeir eru að berjast fyrir og það sama er að segja um laun forstöðumanna atvinnurekenda. Forseti ASÍ var með 1127 þús kr á mánuði í laun 2011 en telja má,að launin séu í dag um 1,5 millj á mánuði. Á sama tíma eru lágmarkslaun verkafólks 257 þús kr á mánuði.Lífeyrir aldraðra er aðeins 197 þúsnd kr á mánuði hjá þeim,sem eru í hjónabandi eða í sambúð og einungis hafa tekjur frá TR.Þeir eldri borgarar sem eru einhleypir hafa 227 þús kr á mánuði, í báðum tilvikum eftir skatt.
Misræmið í launamálum í þjóðfélaginu er óásættanlegt.Launum láglaunafólks og lífeyri aldraðra og öryrkja er haldið niðri en topparnir i þjóðfélaginu raka til sín háum launum.Þeir taka til sín miklu hærri laun en þeir þurfa á að halda.Eyðslustefna og græðgisvæðing er í algleymingi á ný.Ef gegndarlaus eyðslustefna heldur áfram er hætta á nýju hruni.Þróunin í dag er mjög varasöm.
Björgvin Guðmundsson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 24. febrúar 2017
Græt ekki örlög SALEK
Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ segir í viðtali við Fréttatímann,að SALEK sé úr sögunni a.m.k. um skeið.Úrskurður kjararáðs um gífurlegar launahækkanir,einkum þingmanna,hafi gert út af við það.Verkalýðshreyfingin ætli ekki að láta láta láglaunafólk bera ábyrgð á stöðugleikanum.Gylfi segir ennfremur í þessu viðtali, að það hafi orðið forsendubrestur vegna úrskurðar kjararáðs.Mikil er ábyrgð alþingis og ríkisstjórnar.Eru Piratar þeir einu sem átta sig á þessu?
ASÍ,SA og fyrrverandi ríkisstjórn töldu,að þau hefðu höndlað stóra sannleik með því að taka upp eftir hinum Norðurlöndunm eitthvað módel í kjaramálum sem nefnt hefur verð SALEK.En það var stór galli á gjöf Njarðar.Á hinum Norðurlöndunum eru lægstu laun viðunandi en svo er ekki hér.Áður en tekið er upp svonefnt SALEK módel hér þarf að leiðrétta lægstu laun.Þau þurfa að vera þannig,að unnt sé að lifa sómasamlegu lífi af þeim en svo er ekki í dag.Það er ekki unnt að komast af á lægstu launum nema með mikilli yfirvinnu.SALEK gengur út á það,að laun hækki aldrei meiri en nemur aukinni þjóðarframleiðslu.En þá er gengið út frá því,að tekjuskiptingin í þjóðfélaginu sé í lagi. En svo er ekki á Íslandi.Áður en SALEK er tekið upp hér þarf að leiðrétta lægstu laun.Fyrr er ekki unnt að taka upp slikt model. Í rauninni þýðir SALEK það,að samningsrétturinn er í raun tekinn af verkalýðsfélögunum.ASÍ stökk of fljótt á þetta fyrirkomulag.Fyrst verður ASÍ að leiðrétta lægstu laun í þjóðfélaginu.Síðan er spurning hvort SALEK hentar á Íslandi.Alla vega á eftir að laga mikið í kjaramálum og tekjuskiptingu hér áður en það kemur til greina. Þetta ætti ASÍ að vita. Ég grætt ekki SALEK.Það má fara mín vegna.
Björgvin Guðmundsson
www.gudmundsson.net
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)