Færsluflokkur: Bloggar

Enn engir nýir peningar í heilbrigðiskerfið!

 

 

 

RUV, Rás 2, átti viðtal við Óttar Proppe,heilbrigðisráðherra í gær.Lagt var út af því, að heilbrigðiskerfið hafi átt að vera í fongangi hjá nýrri ríkisstjórn.Dagskrármenn spurðu hvað liði framkvæmd á þessu stefnumáli.Óttar Proppe svaraði með því að skreyta sig með gömlum málum eins og því, að 1.mai kæmi nýtt greiðsluþáttökukerfi, sem samþykkt var á síðasta kjörtímabili og hann sagði, að bygging nýs Landspítala væri hafin, m.a. sjúkrahótel.Varðandi nýtt og aukið fjármagn til heilbrigðiskerfisins sagði Óttar Proppe, að það yrði unnið í fjármálaáaætlun fram til 1.apríl og síðan yrði unnið í fjárlögum fyrir hvert ár. Með öðrum orðum: Þegar rætt er um ný fjárframlög til heilbrigðismála svarar ráðherra með því að tala um fjármálaáætlun til 5 ára.Heilbirgðisráðherra getur ef til vill drepið málinu á dreif um skeið með því að tala um gamlar samþykktir og 5 ára áætlun fram í tímann. En fyrr eða síðar verður hann að svara því hvort ríkisstjórnin ætli að láta eitthvað nýtt fjármagn í heilbrigðiskerfið.Bjarni Benediktsson sagði ,þegar stjórnin var mynduð, að svo yrði ekki. Það yrði ekki látið neitt nýtt fjármagn í heilbrigðiskerfið.Undir það tók nýr fjármálaráðherra og sagði,að það yrði að duga að treysta á hagvöxtinn.

Óttar Proppe var spurður að því hver afstaða hans væri til aukins einkareksturs í heilbrigðiskerfinu og hver afstaða hans væri til nýs frumvarps um áfengismál.Óttar svaraði því til, að hann væri ekki hlynntur auknum einkarekstri í heilbrigðiskerfinu.Varðandi áfengismálin sagði Óttar, að  hann vildi ekki bæta aðgengi að áfengi.Hins vegar væri hann ekki enn búinn að taka afstöðu til frumvarpsins um áfengismálin,sem  lægi fyrir alþingi.Gott væri að heyra afstöðu ráðherra.

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson,net

 


Húsnæðisbætur aldraðra og öryrkja skertar!

 

 

 

Útreikningi húsnæðisbóta hefur verið breytt á þann veg,að nú eru allar lífeyrisgreiðslur  aldraðra og öryrkja frá Tryggingastofnun taldar með tekjum við útreikning bótanna en áður voru greiðslur frá Tryggingastofnun ekki taldar með tekjum við könnun á því hvort aldraðir og öryrkjar ættu rétt á húsnæðisbótum. Hafa margir aldraðir og öryrkjar orðið fyrir verulegri kjaraskerðingu af þessum sökum.Húsaleiga hefur hækkað mikið og þess vegna er þessi breyting á útreikningi mjög tilfinnanleg.

 Margir aldraðir og öryrkjar hafa haft samband við samtök sín út af þessu; aldraðir hafa m.a. rætt við Félag eldri borgara í Reykjavík og öryrkjar við Öryrkjabandalag Íslands.Þeir hafa kvartað yfir því,að þeir standi verr að vígi núna en áður. Lífeyrir (bætur) frá almannatryggingum var ekkki talinn með tekjum áður við útreikning á  húsnæðisbótum.Breytingin er rökstudd með því, að atvinnuleysisbætur og  fleiri bætur séu taldar með tekjum í þessu sambandi.Það er með ólíkindum hvað stjórnvöld eru fundvís á leiðir til þess að skerða kjör aldraðra og öryrkja.Þeim dugði ekki að skerða kjör þeirra,sem voru á vinnumarkaði heldur þurftu þau einnig að skerða húsnæðisbætur aldraðra og öryrkja!

 

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net

 


Umboðsmaður alþingis hlutdrægur?

Svandís Svavarsdóttir þingmaður VG fór fram á það við umboðsmann alþingis,að hann kannaði hvort fjármálaráðherra,fyrrverandi,Bjarni Benediktsson,hefði brotið siðareglur ráðherra með því að stinga undir stól tveimur skýrslum, sem áttu erindi við almenning og voru tibúnar fyrir síðustu alþingiskosningar en Bjarni birti skýrslurnar ekki fyrr en eftir kosningar.Umboðsmaður alþingis,Tryggvi Gunnarsson,vísaði málinu snarlega frá með þeim ummælum að Bjarni hefði sagt,að um mistök hefði verið að ræða.Þetta er furðuleg afgreiðsla og hlutdræg. 

Í siðareglum ráðherra segir:

Ráðherra leynir ekki upplýsingum sem varða almannahag nema lög bjóði eða almannahagsmunir krefjist þess að öðru leyti. Ráðherra ber að hafa frumkvæði að birtingu slíkra upplýsinga sé hún í almannaþágu.

Það er alveg ljóst,að Bjarni braut framangreint ákvæði.Og umboðsmaður aþingis mundi ekki taka það gilt frá hverjum sem væri,að hann segði,að sér hefðu orðið á mistök.Ekki dugði það hjá Hönnu Birnu fyrrverandi innanríkisráðherra.Umboðsmaður alþingis,Tryggvi Gunnarsson hundelti hana og þeir Bjarni Ben hættu ekki fyrr en þeir höfðu hrakið hana úr embætti.Þó hafði hún ekkert brotið af sér heldur undirmaður hennar.Það dugði ekki fyrir Hönnu Birnu að segja,að um mistök hefði verið að ræða.

Yfirleitt geriir umboðsmaður alþingis ekki neitt.Til dæmis hefur Landssamband eldri borgara snúið sér til umboðsmanns og kvartað yfirt lögbrotum við afgreiðslu alþingis og ráðherra á kjaramálum aldraðra og á mannréttundabrotum gagnvart eldri borgurum en umboðsmaður hefur ekkert gert í málum eldri borgara.Hins vegar fékk hann aukinn kraft og áhuga,þegar hann hundelti Hönnu Birnu og hætti ekki fyrr en hún sagði af sér.Það var líkast því að umboðsmaður væri að vinna fyrir Bjarna Ben að því að koma Hönnu Birnu frá,þar eð um tíma var hún vinsælli í flokknum en Bjarni og ógnaði veldi hans.

Í sambandi við skýrslurnar,sem Bjarni stakk undir stól er alveg ljóst,að umboðsmaður gætti hagsmuna Bjarna.Höfum við eitthvað við þetta embætti að gera?Umboðsmaður fékk strax sömu kauphækkun og  þingmenn og ráðherrar en umboðsmaður sá ekkert athugavert við það,að kjörum aldraðra og öryrkja væri haldið við hungurmörk,þ,e þeim sem eingöngu hafa lífeyri frá TR.

Leggjum þetta embætti niður og stofnum í staðinn embætti umboðsmanns aldraðra.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

 


Viðreisn og Björt framtíð draga sig út úr þingstörfum! Fúsk?

 

 

 

Það vakti athygli við umræður um tvær skýrslur fjármálaráðherra á alþingi, að tveir stjórnmálaflokkar  tóku ekki þátt í  umræðunum, þ.e. Viðreisn og Björt framtíð en báðir flokkarnir eiga aðild að ríkisstjórninni.Hér var um að ræða skýrslu um skattaskjólin og skattaundanskot og skýrslu um svokallaða leiðréttingu,þ.e. niðurfærslu höfuðstóls veðskulda.Þetta eru þær skýrslur sem Bjarni Benedktsson stakk undir stól sem fjármálaráðherra fyrir alþingiskosningarnar síðasta haust en báðar skýrslurnar voru tilbúnar vel fyrir kosningar og áttu að koma fyrir almenningssjónir þá strax.En Bjarni leyndi skýrslunm fram yfir kosningar og braut með því siðareglur ráðherra.

Þingmenn frá Bjartri framtíð áttu aðild að því að biðja um skýrsluna um skattaskjólin.Það er því undarlegt að þeir skyldu ekki taka þátt í umræðum um skýrslurnar á alþing.Þeir létu eins og þeim kæmi málið ekki við. Hvers vegna voru þeir þá að biðja um skýrsluna.Varðandi leiðréttinguna er það að segja,að Björt framtíð var á móti leiðréttingunni.Það hefði því verið eðlilegt,að flokkurinn hefði tekið þátt í umræðu um skýrslu um þá ráðstöfun.En svo var ekki.Furðulegt var einnig að fjármálaráðherra og flokkur hans skyldu ekki taka þátt i umræðu um skýrslurnar.Báðar varða þær fjármálaráðherra og ráðuneyti hans;þær fjalla um skattlagningu og skattsvik og um niðurfærslu veðskulda,sem fjámögnuð var með skattfé landsmanna. Helst er unnt að láta sér detta í hug,að það hafi verið af undirlægjuhætti við forsætisráðherra,að Viðreisn og Björt framtíð tóku ekki þátt i umræðum um skýrslurnar.Báðir þessir flokkar boðuðu aukið gegnsæi og bætt vinnubrögð fyrir kosningar.Björt framtíð boðaði lika,að hún vildi ekkert fúsk.Er þetta ekki einmitt fúsk?Mér sýnist það.

Björgvin Guðmundsson

 


Vill halda launum þingmanna háum en ekki leiðrétta lífeyri aldraðra!

 

Brynjar Nielsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir,að Piratar skuli leggja fram tillögu um að lækka laun þingmanna.Hann segir,að laun þingmanna hafi verið lækkuð í kreppunni og meiningin hafi verið sú að leiðrétta þau síðar,þegar betur áraði.Hann hefur ekki eins miklar áhyggjur af öllum,sem voru lækkaðir í kreppunni.Aldraðir og öryrkjar sættu einnig kjaraskerðingu í kreppunni,beinni og óbeinni.Meðal annars var lífeyrir aldraðra og öryrkja frystur ´í kreppunni og þeir sættu kjaragliðnun 2009-2013  á sama tíma og verkafólk fékk launahækkanir.Þing flokks Brynjars,Sjálfstæðisflokksins, samþykkti 2013 fyrir kosningar að leiðrétta þetta.Flokksþingið samþykkti,að leiðrétti lífeyri aldraðra strax eftir kosningar 2013.Það var svikið. Brynjar hefur ekki lagt til,að staðið verði við þetta loforð og kjör aldraðra og öryrkja leiðrétt. Heldur Brynjar,að alþingi eigi aðeins að gæta launa þingmanna og halda þeim háum en ekki annarra þegna landsins og ekki þeirra sem verst hafa kjörin.Ég tel þetta gott framtak hjá Pirötum að leggja til,að laun þingmanna verði lækkuð,þar eð þau hækkuðu um 55% á sl ári en alþingi ákveð ,að  hækka lífeyri aldraðra og öryrkja um 7,5% frá síðustu áramótum!!.

Björgvin Guðmundsson

 


Ríkið skuldar eldri borgurum 800 milljónir vegna tannlækninga!

 

Eldri borgarar hafa nú í undirbúningi að innheimta skuld ríkisins við eldra borgara vegna  þess að eldri borgarar hafa verið látnir greiða of hátt verð fyrir tannlækningar.Fyrrverandi heilbrigðisráðherra,Kristján Þór Júlíussson taldi skuldina nema 800 milljónum kr sl haust.Ætlunin er að ræða við stjórnvöld um málið en beri viðræður ekki arangur verður skuldin sett í lögfræðilega innheimtu.

Á aðalfundi Félags eldri borgara í Reykjavvík 16.febrúar sl var eftirfarandi ályktun samþykkt um málið: 

Af gefnu tilefni viljum við gefa heilbrigðisráðuneytinu tækifæri á að greiða sem allra fyrst þá skuld sem ráðneytið skuldar eldri borgurum vegna ákvæða í reglugerð um tannlækningar frá 2013. Skuldin var talin nema 800 milljónum s.l. haust. Það staðfesti þáverandi heilbrigðisráðherra í viðtali við fjölmiðla þann 13. september s.l.  þar sem hann sagði að verið væri að reikna skuldina út og vinna stæði yfir í ráðuneytinu við það verkefni.

Fram hefur komið að 23.000 eldri borgarar hafi greitt of mikið vegna tannlæknaþjónustu.

Óskað er eftir viðtölum við stjórnvöld um málið sem allra fyrst og áður en skuldin verður sett í lögfræðilega innheimtu.Þetta er alvarlegt mál.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

 

 

 


Ríkisstjórnin skilaði auðu í húsnæðismálum!

 

 

Það vakti athygli,þegar stjórnarsáttmáli núverandi ríkisstjórnar  var birtur,að þar var ekki eitt orð að finna um húsnæðismálin.Stjórnin skilaði auðu í þeim málaflokki.Nýr félagsmálaráðherra  er mikill áróðursmaður  og greinilega ekki ánægður með ,að  ríkisstjórnin skuli ekki hafa neina stefnu í húsnæðismálum. Hann hefur reynt að bæta úr þessi með því að gera harða hríð að Degi B.Eggertssyni,borgarstjóra í Reykjavík.Hann hefur sakað Dag um að vilja aðeins byggja íbúðir í miðborginni í stað þess að byggja í úthverfunum og jaðarbyggðum,eins og Úlfarsárdal, þar sem  ódýrara sé að byggja.RUV hefur tekið undir þessa gagnrýni félagsmálaráðherrans á borgarstjóra.Rás 2 hjá RUV fékk þá tvímenninga til þess að ræða þetta mál í morgun.Dagur B.Eggertsson vísaði þessari gagnrýni félagsmálaráðherra algerlega á bug. Hann sagði,að borgin hefði verið að byggja og úthluta lóðum undir allar gerðir af íbúðum,leiguíbúðir,eignaríbúðir,búsetaíbúðir,stúdentaíbúðir og íbúðir  fyrir aldraða.Það væri rétt,að borgin vildi þétta byggðina og þess vegna hefði lóðum verið úthlutað á ýmsum auðum svæðum í borginni, í Holtunum, í Elliðaárdal, við höfnina en einnig í  Úlfarsárdal. En unga fólkið vildi fremur búa miðsvæðis.Það væri ódýrara,sparaði samgöngukostnað og gæti jafnvel sparað bíl. Vandamál unga fólksins væri það, að það ætti ekki fyrir útborgun á íbúð; kröfur um eigið fé væru meiri en áður. Þess vegna kvaðst borgarstjóri sakna þess, að  eitthvað væri um húsnæðismál í stjórnarsáttmálanum. Það leysi ekki vanda unga fólksins ,að segja því að spara næstu 10 árin fyrir útborgun! Dagur sagði,  að borgin hefði m.a. lagt óherslu á byggingu leiguíbúða til þess að auðvelda ungu fólki að komast í húsnæði. – Þorsteinn Víglundsson,félagsmálaráðherra,dró í land. Og sagði,að borgin hefði gert margt gott í húsnæðismálunum.

Björgvin Guðmundsson

 


Lífeyrir,sem eldri borgarar fá eftir fráfall maka,veldur skerðingu hjá TR!

 

Eldri borgarar,sem misst hafa maka sína,hafa haft samband við mig og tjáð mér,að lífeyrir,sem þeir fá eftir fráfall maka valdi skerðingu tryggingalífeyris almannatrygginga.Þeim finnst skerðing hafa aukist.Ég spurði   Tryggingastofnun hvort það væri rétt,að lífeyrir,sem ekkjur eða ekklar ættu að fá hjá TR  sætti skerðingu vegna lífeyris,sem þessir aðilar fengju eftir fráfall maka.Svarið fer hér á eftir:

Já allar tekjur hafa jöfn áhrif á greiðslur ellilífeyrisþega frá TR.25 þús.kr. frítekjumark er á mánuði á heildartekjur hvort heldur um ræðir atvinnutekjur, lífeyrissjóðstekjur ( lífeyri) og fjármagnstekjur; þær hafa sömu áhrif á upphæð lífeyris..

  • Áður gildandi ellilífeyrir (grunnlífeyrir), tekjutrygging og lágmarksframfærslutrygging voru sameinuð í einn flokk, sem heitir núna ellilífeyri
  • Ellilífeyrir getur að hámarki verið 228.734 kr./mán.(fyrir skatt)
  • 45% tekjutenging eftir frítekjumark.

Mér finnst það furðulegt,að lífeyrir,sem ekkjur og ekklar fá eftir maka sinn skuli valda skerðingu hjá TR eins og um atvinnutekjur væri að ræða.Ég tel,að slíkur lífeyrir ætti ekki að valda neinni skerðingu.Raunar tel ég,að greiðslur úr lífeyrissjóði eigi heldur ekki að valda neinni skerðingu.

Eins og margoft hefur verið tekið fram lækkaði frítekjumark vegna atvinnutekna úr 109 þúsund kr á mánuði í 25 þús. um  síðustu áramót og það sama gildir um lífeyri eftir maka. samkvæmt svari Tryggingastofnunar.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

  • .

 


Heilsugæsluþjónusta verði gjaldfrjáls

 

Heilsugæslujónusta á að vera gjaldfrjáls.Það er tillaga Samfylkingarinnar á alþingi.Einnig leggur Samfylkingin til, að hámarksgreiðsla sjúkratryggðra fyrir læknisþjónustu utan heilsugæslu skuli vera 35000 kr á ári.Mér líst vel á þessa tillögu.Enginn á að þurfa að neita sér um læknishjálp af efnahagástæðum.Þá leggur Samfylkingin einnig til, að dregið  verði  úr kostnaði aldraðra og öryrkja við tannlækningar.

Ef þessar tillögur ná fram að ganga verður gjald fyrir læknisþjónustu miklu lægra en það gjald sem fyrrverandi heilbrigðisráðherra lagði til og  verður nær því gjaldi sem gildir  fyrir læknishjálp á hinum Norðurlöndunum.Samfylkingin leggur einnig til á alþingi,að dregið verði verulega úr greiðslum aldraðra fyrir tannlækningar en sá taxti hefurá verið óbreyttur frá árinu 2004.-Það er mjög mikikvægt ap hafa taxta fyrir læknisþjónustu það lága,að allir geti notfært sér þá þjónustu.

Björgvin Guðmundsson

 


Gott skref útgerðar- ríkið brást!

Útgerðin steig gott skref með því að ákveða að veita sjómnnum frítt fæði.Það skref leysti deiluna.Landsmenn varpa öndinni léttar,þar eð 9 vikna verkfall sjómanna var farið að valda ómældu tjóni,einkum á mörkuðum erlendis en einnig hér innan lands,þar sem láglauna fiskvinnslufólk varð fyrir þungu höggi og sveitarfélögin og allt samfélagið varð fyrir miklu fjárhagstjóni.Verkfallið veldur  minni fiskvinnslufyrirtækjum miklu fjárhagsáfalli.Ríkið brást alveg í deilunni; sjávarútvegsráðherra gaf til kynna,að hann gæti auðveldað samkomulag með lausn á fæðis-eða dagpeningamáli sjómanna en svo reyndist ekki vera.Ekkert bitastætt kom frá ríkinu.Sagt var,að  dagpeningar eða fæðispeningar sjómanna væru ekki hliðstæðir dagpeningum fluganna eða ríkisstarfsmanna,þar eð sjóferðir sjómanna væru ekki tilfallandi eins og ferðir flugmanna og ríkisstarfsmanna. En sú röksemd stenst ekki. Ferðir flugmanna í áætlunarflugi eru ekki fremur tilfallandi en sjóferðir sjómanna.Hér vantaði vilja stjórnvalda.Þetta var smámál,sem ríkið gat leyst með einni reglugerð en ríkið brást og fyrir bragðið stóð verkfallið miklu lengur en ella hefði orðið.- Ég hrósa útgerðinni fyrir að stíga gott skref.

Björgvin Guðmundsson

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband