Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Gleymum ekki þeim,sem verst standa!

Enda þótt margir eldri borgarar og öryrkjar búi við erfiða afkomu  kjósa margir að loka augunum fyrr því.Þeir vilja heldur ræða um þá,sem hafi  góðar tekjur og standi vel.Mér er minnisstætt,þegar fyrrverandi þingmaður sagði við Ellert B.Schram formann FEB í Rvk: Hvað eruð þið að væla,hafa ekki eldri borgarar það ágætt.- Þetta viðhorf er kannski skýringin á aðgerðarleysi þingsins í málefnum þessa fólks.Margir þingmenn halda ef til vill,að ekkert sé að hjá eldri borgurum og öryrkjum!!

Sumir bera saman kjör þjóðarinnar áður á meðan fátækt var almenn og benda á,að  kjörin hafi mikið batnað almennt. Og vissulega er það rétt. En það réttlætir ekki meðferð stjórnvalda á þeim ,sem verst hafa kjörin í dag,lægst launuðu öldruðum og öryrkjum og lægst launaða verkafólki. Það er ekki boðlegt í velferðarríki,að fólk komist ekki til læknis og geti ekki leyst út lyf sín.Og  stundum hefur þetta fólk ekki nóg að borða.Það er ótrúlegt.Það er ekki mikið mál að bæta hér úr. En það verður að gera það og réttlætinu verður ekki frestað!

Björgvin Guðmundsson

 

 

 

 

 


HÁLFUNNAR TILLÖGUR UM HÚSNÆÐISMÁL!

Átakshópur um húsnæðismál skilaði áliti í gær.Hópurinn gerði margar athyglisverðar  tillögur. En nú er eftir að athuga hvað unnt er að framkvæma af þeim og hvað þær kosta.Í hópnum voru fulltrúar 3ja ráðuneyta,aðila vinnumarkaðarins,sveitarfélaga o.fl.

Gallinn við tillögurnar er sá,að þær eru aðeins hálfunnar.Þetta eru hugmyndir.En það er alveg eftir að athuga hvað ríki og sveitarfélög vilja framkvæma af þessu og hvað það kostar.Einnig er mjög mikilvægt að finna  hvað unnt er að framkvæma fljótt svo það hafi áhrif á kjaradeilunni.

Ríkisstjórnin gaf átakshópnum (hugmyndahópnum) alltof langan frest til þess að skila áliti,3-4 vikur. Hópurinn hefði  ekki þurft nema 1-2 vikur,Síðan hefðu ríki og sveitarfélög átt að fjalla um hugmyndirnar og leggja fram aðgerðaráætlun strax í gær.Þetta er mál,sem þolir enga,ef það á að hafa áhrif í kjaradeilunni.En það er ekki von,að ráðherrar með 1,8-2 millj á mánuði,fyrir utan hlunnindi, átti sig á því,að verkamaður með 235 þús kr eftir skatt á mánuði  getur ekki beðið eftir  kjaraleiðréttingu.Hann þarf að fá hana strax.Samningar runnu út um síðustu áramót.Og SA hefur ekki viljað samþykkja,að nýir samniningar gildi frá síðustu áramótum!

Hópurinn taldi,að auka þyrfti framboð á húsnæði en talið er að það vanti 2000 íbúðir,til viðbótar við þær íbúðir,sem eru í pípunum nú.Aðalvandamálið er að leysa húsnæðisvanda þeirra tekjulægstu. Þeir þurfa ódýrar leiguíbúðir.Í því sambandi er bent á,að óhagnaðardrifin félög,sem mundu byggja leiguíbúðir þyrftu að lækka leigu um 20 þús á mánuði.ÞAÐ mundi muna um það.

En allt snýst þetta um krónur og aura. Hvað vill ríkið bæta við miklum peningum í húsnæðismálin.Hvað vilja sveitarfélögin bæta miklu við?

 

Björgvin Guðmundsson

 


Hvers vegna setti VG engin skilyrðii?

Hvers vegna setti VG engin  málefnaleg skilyrði fyrir stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn? Það kemur flokknum í koll núna. Hann kemur engum af stefnumálum sínum fram. Sjálfstæðisflokkurinn virðist ráða öllu í stjórninni.- Fyrir. kosningar boðaði VG hækkun lífeyris aldraðra.Sá lífeyrir hefur ekki verið hækkaður um eina krónu að raungildi að frumkvæð stjórnar VG (KJ)-Meira að segja ákvæðið um kjaramál var algerlega eftir höfði íhaldsins,sagt að hækkanir hefðu orðið svo miklar á launum undanfarandi,að samkeppnissjónarmið leyfðu varla meiri hækkanir. Andrés Ingi þingmaður VG sagði,þegar hann sá þetta orðalag,að það hefði verið eins og það hefði verð samið í Viðskiptaráði!Þetta er ástæðan fyrir því að KJ leggst gegn öllum launahækkunum verkafólks í yfirstandandi kjaradeilu.

Þegar Nýsköpunarstjórnin var mynduð 1944 og Alþýðuflokkurinn gekk til samstarfs við Sjálfstæðisflokk og Sósialistaflokk setti flokkurinn það skilyrði fyrir stjórnaraðild,að stofnaðar yrðu almannatryggingar.Það var samþykkt.Og þegar Viðreisnarstjórnin var mynduð 1959 setti Alþýðuflokkurinn það skilyrði fyrir þátttöku,að almannatryggingar yrðu stórefldar með eflingu fjölskyldbóta. Það  var samþykkt.Það þýðir ekki að fara í samstarf við óskylda flokka án  þess að setja skilyrði.Það er ekki nóg  að fara fram á forsætisráðherrann; hégóminn einn dugar ekki. Forsætisráðherrann er nánast aðeins fundarstjóri ríkisstjórnar.Hann ræður  engu nema þeim málum,sem lögð eru til hans. Fjármálaráðherra er valdamesti maður ríkisstjórnarinnar.

Björgvin Guðmundsson


Sitja á fundum með svikurunum!

 

Hvernig stendur á því, að ríkisstjórnin er ekki búin að afnema krónu móti krónu skerðinguna hjá öryrkjum,sem lofað var að afnema fyrir rúmum 2 árum.Þá var þessi skerðing afnumin hjá öldruðum og til stóð að afnema hana samtímis hjá öryrkjum en á síðustu stundu ákvað ríkisstjórn  Sigurðar Inga (og BB) að hætta við að afnema þessa skerðingu hjá öryrkjum,sveik loforðið við öryrkja; þau svik hafa staðið síðan í nær 25 mánuði.VG mælti með afnámi þessarar skerðingar haustið 2016.Allir þessir 3 flokkar,sem standa að núverandi stjórn voru búnir að lofa afnámi skerðingarinnar; allir þessir sömu flokkar sviku það og þau svik standa enn.Hvers vegna var þetta svikið fyrir rúmum 2 árum? Jú vegna þess að Öbi var ekki tilbúið að samþykkja starfsgetumat.Ríkisstjórn Sigurðar Inga vildi versla við Öbi,láta öryrkja fá kjarabætur gegn því,að þeir samþykktu starfsgetumat! Fáheyrt ,eins og í kommúsistaríkjum A-Evrópu.Öbi stóðst þetta um áramótin 2016/2017. En nú situr forusta Öbi stöðugt á fundum með svikurunum,sem hafa svikið loforðið í 2 ár við Öbi um að afnema krónu móti krónu skerðinguna.Nú síðast var formaður Öbi,Þuríður Harpa á fundi með forsætisráðherra og ræddi nauðsyn þess að hlutastörf fengjust fyrir öryrkja; það er liður í því að samþykkja starfsgetumat.Ég óttast,að undanhald Öbi í þessu máli sé hafið: Öbi ræði við stjórnvöld um að tryggja vinnu fyrir öryrkja svo Öbi geti samþykkt starfsgetumat! Öbi virðist ekki átta sig á því,að ekki kemur til greina að samþykkja starfsgetumat áður en krónu móti krónu skerðing hefur verið afnumin. Aðferðafræðin á að vera þessi: Krónu móti krónu skerðingin verði afnumin strax án skilyrða.Engin fyrirheit gefin um að samþykkja starfsgetumat. Þetta er nauðsynlegt til þess að Öbi haldi reisn sinni,haldi andlitinu.Ef Öbi lætur stjórnvöld plata sig til þess að samþykkja starfsgetumat áður en krónu móti krónu skerðing er afnumin með loforði um kjarabætur o.fl er það kaupskapur og eins og mútur.Slíkt kemur ekki til greina. Öbi á strax að krefjast þess að krónu móti krónu skerðing verði afnumin við upphaf þingsins og slíta öllum viðræðum vi ð stjórnvöld þar til þetta hefur náð fram að ganga.Ekki á að gefa nein fyrirheit um að Öbi samþykki starfsgetumat. Það er sjálfstætt mál og án tengsla við það fyrra.Kanna þarf síðan starfgetumat vel og ítarlega erlendis og hér heima. Reynslan af því er ekki góð erlendis,a.m k. ekki í Bretlandi.
 
Björgvin Guðmundsson
 
 

Lífeyrir hefur hækkað miklu minna en laun.Níðst á öldruðum og öryrkjum!

Lögum samkvæmt á lífeyrir aldraðra og öryrkja að hækka í samræmi við hækkun launa en aldrei að hækka minna en vísitala neysluverðs.Mikill misbrestur hefur orðið á því, að þessu lagaákvæði væri fylgt.Lífeyrir hefur dregist aftur úr í launaþróun.Laun hafa hækkað margfalt meira en lífeyrir .Lítum á þróun þessara mála síðustu árin.

Launahækkun 13-44%-Hækkun lífeyris 3% !

Árið 2015 urðu miklar almennar launahækkanir.Verkalýðshreyfingin krafðist þess,að lægstu laun hækkuðu í 300 þús kr á mánuði á 3 árum.Það gekk eftir.Efling og fleiri verkalýðsfélög undirrituðu nýja kjarasamninga 15.mai 2015.Samkvæmt þeim hækkuðu laun við undirritun um 14,5% en þau hækkuðu um 40% á 3 árum, 2015-2018.Framhaldsskólakennarar sömdu um 44% hækkun launa á 3 árum, grunnskólakennarar sömdu um 33% launahækkun á 3 árum og 11% hækkun til viðbótar gegn afsali kennsluafsláttar,læknar sömdu um 25-40 % launahækkun á 3 árum, hjúkrunarfræðingar fengu 23.9% hækkun á 4 árum, BHM 13% á 2 árum, mjóllkurfræðingar 18% hækkun og svo mætti áfram telja. Þessi launaþróun leiddi í ljós 13- 44% launahækkun á umræddu tímabili.Á sama tíma og þetta gerðist fengu aldraðir og öryrkjar 3% hækkun.M.ö.o: Það var farið á svig við lagaákvæðið. Lífeyrir fylgdi ekki launaþróun.

Laun hækkuðu nær tvöfalt meira en örorkulífeyrir

Öryrkjabandalag Íslands fékk Talnakönnun,Benedikt Jóhannesson,fyrrverandi fjármálaráðherra til þess að rannsaka þróun launa og lífeyris öryrkja á ákveðnu árabili.Útkoman var þessi:Lágmarkslaun hækkuðu á tímabilinu 2008-2013 um 54,3% en lífeyrir öryrkja hækkaði á sama tímabili aðeins um 29%.
Laun þingmanna , embættismanna og ráðherra hækkuðu miklu meira á umræddu tímabili en almenn laun. Þannig hækkuðu laun þingmanna um 70% á árunum 2015 og 2016. Laun háttsettra embættismanna hækkuðu um allt að 48% með úrskurði kjararáðs 2016.Hækkanirnar voru afturvirkar í 18 mánuði.Laun þeirra embættismanna sem um ræddi hækkuðu upp í 1,2 millj.-1.6 millj á mánuði.Laun ráðherra hækkuðu um 64% 2015 og 2016, hækkuðu í 1,8 milljón kr á mánuði; laun forsætisráðherra hækkuðu í rúmar 2 milljónir á mánuði.Ráðherrar hafa mikil hlunnindi,t.d. frían bíl og bílstjóra,mikil fríðindi í sambandi við ferðalög til útlanda o.fl. Þingmenn njóta einnig mikiilla hlunninda,svo sem akstursstyrkja,húsnæðisstyrkja,skrifstofustyrkja og ríflegra dagpeninga í ferðalögum.

Aldraðir og öryrkjar hlunnfarnir

Af því,sem hér hefur verið rakið er ljóst, að aldraðir og öryrkjar hafa verið skildir eftir í kjara-og launaÞróun.Lög hafa verið brotin á þeim.Það hefur verið níðst á öldruðum og öryrkjum í kjaramálum.Það er ekki unnt að orða það á annan hátt.Aldraðir og öryrkjar geta ekki sætt sig við slíka meðferð lengur.Mál er,að linni.

Björgvin Guðmundsson

Birt í Mbl. 14.jan 2019

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

Ríkið skuldar öldruðum 85 milljarða vegna svika!

Árið 1995 var skorið á sjálfvirk tengsl milli lífeyris aldraðra og öryrkja annars vegar og vikukaups verkafólks hins vegar.Lífeyrir hafði fram að því hækkað sjálfvirkt þegar vikukaup verkafólks hækkaði en ríkisstjórn Davíðs Odddsonar skar á þessi tengsl.Ríkisstjórnin sagði,að nýja fyrirkomulagið,sem tæki við, yrði hagstæðara eldri borgurum og öryrkjum en það eldra.Samkvæmt nýja fyrirkomulaginu átti lífeyrir að hækka í samræmi við launaþróun (taka mið af launaþróun) en þó aldrei að hækka minna en vísitala neysluverðs.
Árið 2006 var reiknað út hvernig nýja fyrirkomulagið hefði komið út fyrir aldraða.Þá kom í ljós,að vegna breytingarinnar höfðu eldri borgarar fengið 40 milljörðum minna í sinn hlut en þeir mundu hafa fengið í óbreyttu kerfi,þ.e. á liðnum 11 árum.Á þeim 12-13 árum,sem síðan eru liðin hafa eldri borgarar enn skaðast um 45- milljarða.Það eru því stórar upphæðir, sem ríkið skuldar eldri borgurum vegna framangreindrar breytingar og við bætist síðan skuld við öryrkja.

Björgvin Guðmundsson


Starfshópurinn hennar Katrínar skilar áliti!

Frá því stjórn Katrínar Jakobsdóttur var mynduð hafa forustumenn eldri borgara verið dregnir á asnaeyrunum og þeim talin trú um að verið væri að undirbúa kjarabætur til aldraðra.Skipaður var starfshópur,sem átti að leysa málið.Ég hafði aldrei neina trú á þessum starfshópi,taldij hann óþarfan,allar upplýsingar lægju fyrir hjá samtökum aldraðra,TR og velferðarráðuneyi.Starfshópur mundi aðeins tefja málið; það þyrfti aðgerðir strax.Þvi miður hafði ég á réttu að standa.Starfshópurinn reyndist gagnslaus.Ellert B.Schram sá þetta síðasta haust og sagði að stjórnvöld hefðu svikið eldri borgara.
Ég sendi forsætisráðherra bréf strax í janúar 2018 og óskaði eftir aðgerðum  án tafar fyrir lægst launuðu eldri borgara og öryrkja,sem aðeins hefðu lífeyri frá TR og annað ekki., Þeir gætu ekki lifað á þessum lága lífeyri.Gera yrði ráðstafanir strax. Ellert skrifaði svipað bréf nokkru seinna.Að sjálfsögðu var tekið vel í erindi FEB í Rvk fulltrúum, þeirra var boðið í kaffi og myndir teknar!En þetta var bara leikrit.Það gerðist ekkert og átti ekkert að gerast.BB og KJ voru búin að ákveða að hækka ekki lífeyri aldraðra og öryrkja um eina krónu áður en kjarasamningar yrðu gerðir. Og við það hefur verið staðið. Starfshópur félagsmálaráðherra er annað leikrit.Ekkert kemur út úr því.Í stað þess að ræða þar hvað þurfi að hækka lægsta lífeyri TR mikið svo unnt sé að lifa af honum er þar verið að fjalla fyrst og fremst um þá eldri borgara,sem orðið hafa fyrir búsetuskerðingum vegna langdvalar erlendis og um útlendinga,sem ekki hafa búið hér nema 10 ár sumir hverjir og sæta því miklum skerðingum af þeim sökum en 40 ára búsetu þarf hér til þess að fá fullan lífeyri. Víst er erfið staða hjá þessum útlendingum og Íslendingum sem dvalið hafa lengi erlendis. En umboðsmaður alþingis er búinn að fjalla um það mál og kveða upp úrskurð um það sem velferðarráðuneyti féllst á. Nú þarf að draga peningana,leiðréttinguna, út úr Tryggingsastofnun,sem vill áfram níðast á þessu fólki og ekki borga til baka nema hluta þess sem hafður var af fólkinu.
En þrátt fyrir störf starfshópsins eru eldri borgarar á byrjunarreit.Engar tillögur liggja fyrir um það hvað ´þurfi að hækka lífeyri lægst launuðu aldraðra mikið,þe. þeirra,sem hafa engan lífeyrissjóð og engar tekjur nema lífeyri TR.og engar tillögur liggja fyrir um hvernig draga megi úr skerðingum vegna lífeyrissjóða. Og við hverju var að búast þegar 3 ráðuneyti voru með fulltrúa í starfshópnum,félagmálaráðuneyti,efnahags og fjármálaráðuneyti og forsætisráðuneyti. Ráðuneytin hafa stjórnað starfshópnum og fulltrúi ráðherra sat í hópnum. Síðan segja fulltrúar hópsins,að óvíst sé hvort ríkisstjórnin láti fjármuni til þess að bæta stöðu þeirra sem sætt hafa mestri búsetuskerðingu. Þetta er skrípaleikur að mínu mati.Tillögur starfshópsins eru lagðar fram með blessun ráðuneytanna enda í stíl við álit umboðsmanns alþingis.Tillögur starfshópsins eru aðeins sjálfsagðar leiðréttingar vegna búsetuskerðinga en það vantar allar raunverulegar tillögur um hækkun lægsta lífeyris íslenskra eldri borgara.
 
Björgvin Guðmundsson

Afsala sér ekki verkfallsrétti!

Formaður Verkalýðsfélags Akraness,Vilhjálmur Birgisson,segir að verkafólk muni ekki afsala sér verkfallsrétti.Hann segir þetta í tilefni af kröfu SA um,að verkafólk falli frá verkfallsrétti ætli það að láta nýja samninga gilda frá síðustu áramótum.
Atvinnurekendur hafa verið með frekju í svörum við ósk verkafólks um afturvirkni samninga frá síðustu áramótum.Atvinnurekendur segja,að það sé skilyrði,að kröfur verkafólks verði hóflegar og að fallið verði frá verkfalli.Þetta svar er nánast neitun á að láta samniga gilda afturvirkt frá áramórum. Yfirstéttin fékk hinsvegar ótakmarkaða afturvirkni; háttsettir embættismenn í 18 mánuði til baka,ráðherrar 8 mánuði til baka o.s.frv.-SA hefur boðið 1,2% hækkun,sem er nánast ekki neitt.Það Þarf ekki afturvirkni á það sem ekkert er. Ef tilboð SA verður áfram á þessum nótum stefnir þráðbeint í verkföll.
 
Björgvin Guðmundsson

Skilyrði SA lítil sem engin hækkun!

Verkalýðshreyfingin hefur sett fram þá sjálfsögðu kröfu,að nýir kjarasamningar gildi frá síðustu áramótum,þegar samningar margra félaga runnu út.Nú hafa atvinnurekendur svarað og segja: Við getum samþykkt þetta með skilyrðum.Skilyrðin eru þessi,að ekki verði boðuð verkföll og að ekki verði samið um "óraunhæfar kauphækkanir" Þetta þýðir ,að samið verði um 0 í kauphækkun eða 1,2% eins og SA hefur boðið en 1.2% þýðir 3600 kr hækkun,sem þýðir að lægstu laun eftir skatt hækki í 240 þús á mánuði!! Þetta er alger brandari. Það hefði verið manneskulegra að SA hefði neitað kröfu verkafólks um afturvirkni.Framkvæmdastjóri SA er með margar milljónir í mánaðarlaun.Ráðherrar og forsætisráðherra með 1,8- 2 millj á mánuði.En þessir aðilar vilja skammta láglaunafólki 303.600 kr á mánuði,240.000 eftir skatt.Þær ættu að reyna að lifa á þeirri hungurlús sjálfir.

Björgvin Guðmundsson


Er það hlutverk "vinstri flokks" að halda hægri flokkum við völd?

Er það hlutverk "vinstri flokks" að halda hægri flokkum við völd án þess að koma nokkrum af stefnumálum sínum í framkvæmd? Ég tel það fráleitt. En í umræðum um ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur  hefur það komið fram,að núveramdi ríkisstjórn væri breið stjórn frá hægri til vinstri! En það hefur einnig verið dregið fram,að ríkisstjórnin gerði ekki neitt; hún væri stjórn um kyrrstöðu,hún væri stjórn um að gera ekkert. Og því vaknar spurningin,sem sett var fram hér í upphafi: Er það hlutverk "vinstri flokks" að halda hægri flokkum við völd? En það virðist vera eina hlutverk VG í stjórninni. Ég hef margoft bent á það,að VG hefur svikið helsta kosningaloforð sitt,þ.e. að hækka lífeyri aldraðra. Og ég hef einnig bent á,að VG hefur svikið annað stórt loforð,þ.e að uppræta fátækt á Íslandi; ekkert hefur verið gert í því efni,ekki einu sinni byrjað á verkefninu! Því stendur það eitt eftir að VG er aðeins að halda íhaldi og framsókn við völd. Það virðist eina verkefnið  fyrir utan hégómann,sem VG sækist eftir og skilar sér.

Björgvin Guðmundsson


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband