Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Föstudagur, 26. maí 2017
Aðeins broti fjármagns varið til Landspítalans miðað við framlög til sambærilegra sjúkrahúsa í Svíþjóð
Nýlega birti læknatímaritið Lancet könnun á heilbrigðiskerfi í ýmsum löndum.Samkvæmt þessari könnun var Ísland í næst efsta sæti og Andorra í því efsta. Kom mörgum þessi könnun á óvart miðað við fyrri kannanir,sem leiddu allt annað í ljós. Stöð 2 ræddi við Pál Mathíasson forstjóra Landspítalans um könnunina. Hann sagði að könnun Lancet fjallaði fyrst og fremt um ótímabær dauðsföll og þeim hefði fækkað meira hjá Íslendingum en hjá flestum öðrum þjóðum (nema Andorra).Hins vegar fjallaði könnun Lancet ekki um rekstur heilbrigðiskerfa að öðru leyti.Páll sagði,að það væri varið 40% minna fjármagni til Landspítalans en til sambærilegra sjúkrahúsa í Svíþjóð. Rannsóknir á fjármálum LSH leiða í ljós,að spítalinn er fjársveltur og verður að skera niður þjónustu strax á næsta ári ef ekki verður bætt úr.
Formaður velferðarnefndar,Nichole Leigh Mosty, virðist ekki hafa mikinn skilning á vanda Landsspítalans.Hún virðist telja það hlutverk sitt að finna rök gegn nægilegu fjármagni til Landspítalans. Hún sagði í viðtali við Stöð 2,að forstjóri Landspítalans komi hlaupandi á hverju ári,jafnvel á síðustu mínútu, að betla peninga! Ég minnist þess ekki,að formaður velferðarnefndar hafi áður talað af slíkri óvirðingu um yfirmenn Landspítalans.Nichole, formaður velferðarmefndar, telur sig geta sett sig á háan hest eftir að hafa búið tiltöltulega stutt á Íslandi.Hún leggur nú einnig til,að sett verði stjórn yfir Landspítalann og segir að þetta sé hennar tillaga (sic) og þetta sé fagleg tillaga en gefur til kynna,að stjórnendur LSH séu pólitískari! Þetta er óskiljanlegur málflutningur. Hún er stjórnmálamaður en ekki embættismaður. Vissulega getur hún haft skoðanir á stjórnun LSH en ég tel,að ef hún vill fá stjórn yfir Landspítalann eigi hún að leggja fram tillögu um það sem þingmaður en ekki sem formaður velferðarnefndar.Með því að leggja fram slíka tillögu sem formaður velferðarnefndar tel ég,að hún sé að misnota aðstöðu sína.Mér finnst ólíklegt að hún leggi fram slíka tillögu án samráðs við ráðherra heilbrigðismála eða formann flokks sín. Þegar hún sem formaður velferðarnefndar neitaði Páli Matthíassyni forstjóra LSH um fund með velferðarnefnd sagði hún að hún hefði gert það samkvæmt fyrirmælum.Nú segist hún hins vegar hafa ákveðið það ein að styðja tillögu um stjórn yfr LSH!
Björgvin Guðmundsson
Fimmtudagur, 25. maí 2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!
Fyrrverandi ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks gumaði mikið af því, að hún gerði einhver ósköp fyrir aldraða og öryrkja frá áramótum.Lífeyrir þeirra eldri borgara, sem voru í hjónabandi og sambúð hækkaði þá um 12 þúsund krónur á mánuði og um 23 þúsund á mánuði hjá einhleypum öldruðum.Hér er átt við þá,sem hafa eingöngu tekjur frá TR. .Ég hef kallað þessar kjarabætur hungurlús.
Töldu hungurlúsina of mikla kjarabót!
En stjórnvöld töldu þessa hungurlús of mikla kjarabót.Hún var því tekin strax til baka,m.a. með skerðingu húsaleigubóta.Fyrir áramót var hámark húsaleigubóta 22.000 kr.
Þeir sem voru með tekjur sínar eingöngu eða að stærstum hluta frá TR voru með óskertar húsaleigubætur, þar sem greiðslur skv. lögum um almannatryggingar skertu ekki bæturnar. Því var breytt frá áramótum.Þá var farið að reikna allar greiðslur frá Tryggingastofnun til lífeyrisfólks með tekjum við útreikning húsaleigubóta.
Öll áramótakjarabótin tekin aftur!
Í dag er upphæð húsaleigubóta 31.000 kr. fyrir einn í heimili. Tekjuskerðing byrjar við 281.083 kr. á mánuði. Eldri borgari hafði samband við mig og skýrði mér frá stöðunni hjá sér.Hann hækkaði í 230 þúsund á mánuði frá TR um áramót ( um 23 þús).Auk þess hefur hann greiðslu úr lífeyrissjóði sem eru talsvert innan við 100 þúsund á mánuði.Maður þessi var með húsaleigubætur en vegna aukinna skerðingar frá áramótum sætti hann niðurskurði húsaleigubótanna,þannig að ríkisvaldið tók alla kjarabótina af honum.Þannig fór um áramótakjarabótina hans.
Vaxtabætur (og barnabætur) lækkaðar um 57,7 milljarða!
Ákvæði um hærri vaxtabætur féllu úr gildi 1.janúar 2014.Alls lækkuðu vaxtabætur (og barnabætur) um 57,7 milljarða 2014.Framangreindar breytingar hafa leitt til þess, að fjölmargir aldraðir og öryrkjar hafa orðið fyrir mikilli kjaraskerðingu og miklu meiri en nemur þeim litlu kjarabótum sem þeir hafa fengið.Sem dæmi má nefna,að lífeyrisþegi var með tæpar 200 þúsund í vaxtabætur en í dag fær hann engar vaxtabætur.Þær hafa verið þurrkaðar út.Þetta er veruleg kjaraskerðing hjá honum.
Það,sem hér hefur verið rakið um aukna skerðingu húsaleigubóta og lækkun vaxtabóta hefur valdið öldruðum verulegri kjaraskerðingu. Auk þess hafa komugjöld í heilbrigðisþjónustu aukist,meira að segja eftir að nýtt greiðsluþak tók gildi. Dæmi um slíka hækkun : Eldri borgari þurfti að greiða 6600 kr. Fyrir viðtal við sérfræðing og blóðrannsókn eftir að nýja kerfið tók gildi. Það var 77% hækkun frá því hann fékk síðast slíka þjónustu.
Björgvin Guðmundsson
Birt í Fréttablaðinu 25.mai 2017
v
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 24. maí 2017
86% landsmanna vilja,að hið opinbera reki sjúkrahús
Samkvæmt nýrri rannsókn Rúnar Vilhjálmssonar, prófessors í félagshagfræði við Háskóla Íslands vilja fleiri en áður,að sjúkrahús,heilsugæslustöðvar og aðrar heilbrigðisstofnanir,séu reknar af hinu opinbera en ekki af einkaaðiluum.Í dag vilja 86% ,að sjúkrahús séu rekin af hinu opinbera en áður,2006,vildu 80,6%,að að hið opinbera ræki sjúkrahúsin. 78,7% vilja,að hið opinbera reki heilsugæslustöðvar.Þegar landsmenn voru spurðir hvort þeir vildu verja meira fjármagni til heilbrigðismála voru 91,9% sammála því en það er aukning um rúm 10 prósentustig frá 2006.67,5% vildu,að hið opinbera ræki hjúkrunarheimili.
Þessi rannsókn er athyglisverð einkum vegna þess,að ríkisstjórnin vinnur að einkavæðingu heilbrigðiskerfisins þvert á skoðun landsmanna og þrátt fyrir þá staðreynd,að ríkisstjórnin hefur minnihluta atkvæða landsmanna á bakvið sig og aðeins eins atkvæðis meirihluta á alþingi.Væntanlega verður þessi könnun viðvörun fyrir ríkisstjórnina og sérstaklega fyrir meðreiðarsveina Sjálfstæðisflokksins,Bjarta framtíð og Viðreisn.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 24. maí 2017
Mikill ágreiningur um fjármálaáætlun!
Önnur umræða um fjármálaáætlun 2018-2022 fór fram á alþingi í gær.Allir þingmenn stjórnarandstöðunnar,sem tóku þátt í umræðunum gagnrýndu áætlunina,einkum vegna þess,að ekki væri gert ráð fyrir auknum framlögum til innviða þjóðfélagsins.Fram kom þetta sjónarmið: Þegar kreppa er vantar fjámuni til að efla innviði samfélagsins.En í góðæri vantar einnig fjámuni til þess að efla innviðina.Það gengur ekki upp.En það var ekki aðeins ágreiningur milli stjórnar og stjórnarandstöðu um fjármálaáætlunina heldur virðist einnig hafa verið ágreiningur milli stjórnarþingmanna innbyrðis. Forsætisráðherra,Bjarni Benediktsson,tilkynnti opinberlega,að hækka ætti virðisaukaskatt á ferðaþjónustu í 24% frá miðju ári 2018. En þegar meirihluti fjárlaganefndar afgreiddi nefndarálit um fjármálaáætlunina lagði hann til,að fresta hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu.Í framhald af þessu sagði Morgunblaðið í uppsláttarfrétt,að ekki væri meirihluti fyrir fjármálaáætluninni.Haraldur Benediktsson formaður fjárlaganefndar afgreiddi þetta uppnám léttilega og sagði einfaldlega,að Morgunblaðið hefði misskilið málið.Hingað til hefur þó verið unnt að treysta fréttum Morgunblaðsins um Sjálfstæðisflokkinn!
Nær allir þingmenn stjórnarandstöðunnar,sem töluðu í gær lögðu til,að henni yrði vísað frá. Það er því ekki mikil samstaða um þessa áætlun.Athuga ber,að þetta er stærsta mál þingsins fyrir sumarleyfi.
Björgvin Guðmundsson
Þriðjudagur, 23. maí 2017
Úrsögn Bretlands úr ESB getur skaðað Ísland
Sérstök umræða um úrsögn Bretlands úr ESB (Brexit) fór fram á alþingi í gær samkvæmt ósk Rósu Bjarkar þingmanns VG. Fram kom í máli Smára Mc Carthy þingmanns Pirata,að vegna úrsagnar Breta úr ESB væri efnahagslegur stöðugleiki Bretlands í hættu.Við úrsögn Bretlands úr ESB missa Bretar öll atvinnuleyfi Breta á EES svæðinu,þeir missa réttinn til þess að stofna til atvinnurekstrar hvar sem er á EES svæðinu,missa réttinn til frjálsra fjármagnshreyfinga,frjálsra þjónustuflutninga,frjálsra vinnuaflsflutninga og frjálsrar farar um EES svæðið og meira að segja missa þeir réttinn til tollfrjálsra og hömlulausra viðskipta. Til þess að halda einhverjum af þessum réttindum eftir BREXIT verða þeir að semja upp á nýtt og það er engan veginn víst,að samningar takist.Þessar breytingar allar geta bitnað á Íslendingum.Ekkert hefur enn verið samið um að halda réttindum Íslendinga og óvíst að unnt sé að semja um þau fyrr en eftir Brexit.
Allar hugmyndir um að EFTA geti komið inn í myndina eru enn sem komið er óraunhæfar.Ekki er búist við að Bretar gangi í EFTA. Þeim mundi finnast það skref til baka.Fremur munu Bretar reyna að fá sérstakan viðskiptasamnng eða fríverslunarsamning við ESB.En allir samningar Breta við ESB verða erfiðir og ekki verður ráðist í þá fyrr en lokið er útgöngu Breta úr ESB.Reikna má með að Íslendingar verði að bíða á meðan.Kurteisistal ráðamanna skiptir engu máli í þessu sambandi.Það eru samningar,sem munu gilda.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 23. maí 2017
Stórfelld einkavæðing í boði Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokksins!
Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins hefur stórfellda einkavæðingu í undirbúningi enda þótt ríkisstjórnin hafi aðeins eins atkvæðis meirihluta á þingi og hafi fengið minnihluta atkvæða í þingkosningunum.Nýjasta einkavæðingin sem boðuð hefur verið er sala Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar til einkaaðila.Það mundi þýða að Íslendingar yrðu að greiða hærra verð fyrir að fara til útlanda.Haraldur Benediktsson formaður fjárlaganefndar alþingis,sem er frá Sjálfstæðisflokknum, hreyfði því í fjárlaganefnd að selja flugstöð Leifs Eiríkssonar.Ferðamálaráðherra, Sjálfstæðisflokksins,Þórdís Kolbrún,R.Gylfadóttur hefur tekið undir það.Bjarni Benediktson formaður Sjálfstæðisflokksins hefur lagt til á aðalfundi Landsvirkjunar, að 20% í fyrirtækinu væri selt til einkaaðila.Menntamálaráðherra Sjálfstæðisflokksins hefur lagt til,að einn stærsti fjölbrautarskóli ríkisins,skólinn við Ármúla, verði felldur undir Tækniskóla Íslands,sem er einkastóli.Unnið er að því að samþykkja fyrsta einkasjúkrahús landsins,Klinikina við Ármúla.Frændur Bjarna Ben eru meðal eigenda að því.Verði það gert er búið að koma á tvöföldu heilbrigðiskerfi og leiðin greið fyrir frekari einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu en að því vinnur Sjálfstæðisflokkurinn.Það er verið að svelta Landspítalann og brjóta hann niður svo unnt sé að einkavæða hann í framhaldinu.Hvar vetna er unnið að einkavæðingu.Og hvers vegna er það auðveldara í dag en áður. Það er vegna þess,Björt framtíð lætur þetta yfir sig ganga. Björt framtíð gerir engar athugasemdir við einkavæðingaráform Sjálfstæðisflokksins.Og Viðreisn er aðeins útibú frá Sjálfstæðisflokknum og jafnmikill einkavæðingarflokkur og Sjálfstæðisflokkurinn.Það er aðeins Björt framtíð,sem getur spyrnt við fæti en hefur ekki gert það enn.Vonandi vaknar Björt framtíð og afstýrir stórslysi,sem er í upppsiglingu.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 22. maí 2017
Sættir Benedikt sig ekki við þingræðið?
Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra segir i viðtali við RUV,að hann ætli að standa við hækkun virðisaukaskattsins á ferðaiðnaðinn. Hann virðist gleyma því,að það ríkir þingræði hér.Það þarf að samþykkja hækkun virðisaukaskattsins á alþingi,Það er ekki nóg að hann og Bjarni vilji hækka skattinn. Meirihluti fjárlaganefndar vill fresta hækkun skattsins og ég reikna með að það og vilji þingsins vigti meira en vilji Benedikts.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 21. maí 2017
Flugstöðin einkavædd og einkaaðilar látnir græða á ferðalögum Íslendinga og annarra
Formaður fjárlaganefndar vill kanna hvort ekki sé rétt að einkvæða Flugstöð Leifs Eiríkssonar.Ef það yrði niðurstaðan mundu einkaaðilar fá tækifæri til þess að græða á ferðalögum Íslendinga til útlanda.Eftir að Sjálfstæðisflokkurinn sá,að hann er einráður í ríkisstjórninni,samstarfsflokkarnir eru viljalaus verkfæri,eru engin takmörk fyrir því hvað Sjálfstæðisflokkurinn vill einkavæða.Fyrirstaða er engin í ríkisstjórninni.Spurningin er aðeins hvað Sjálfstæðisflokkurinn getur eyðilagt mikið á meðan hann er við völd og hvað flokkurinn getur sölsað mikið undir sig af eignum. Það eru vissulega orð að sönnu sem Lilja Alfreðsdóttir sagði á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins,að brýnasta verkefnið í dag væri að koma ríkisstjórninni frá sem fyrst.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 21. maí 2017
Brandari: Framsókn segist hafa efnt öll kosningaloforð sín!
Átakafundi í miðstjórn Framsóknarflokksins er lokið.Ákveðið var að flýta flokksþingi Framsóknarflokksins til þess að unnt sé að kjósa nýja forustu en óánægja er með núverandi forustu flokksins.Verður flokksþing haldið í janúar n.k.
Sigurður Ingi Jóhannsson er formaður flokksins í dag.Honum er ýmislegt fremur til lista lagt en að segja brandara eða gamansögur.En hann sagði þó einn brandara í viðtali við RUV um miðstjórnarfundinn.Sigurður Ingi sagði,að Framsóknarflokkurinn væri búinn að efna öll kosningaloforð sín frá kosningunum 2013. Gamansamur maður Sigurður Ingi.Honum til upprifjunar skal minnt á,að stærsta kosningaloforð Framsóknar var að afnema verðtrygginguna.Það loforð var svikið.Annað stórt loforð sem Framsókn gaf ásamt Sjálfstæðisflokknum fyrir kosningar 2013 var að leiðrétta lífeyri aldraðra og öryrkja vegna kjaragliðnunar krepputímans.Þetta kosningaloforð Framsóknar var einnig svikið.Læt þetta duga til upprifjunar í dag.Það er slæmt að svíkja kosningaloforðin en það er jafnvel verra að segjast hafa efnt þau loforð,sem hafa verið svikin!
Björgvin Guðmundsson
Föstudagur, 19. maí 2017
Hefur Sjálfstæðisflokkurinn styrkt sig við að Framsókn fór úr stjórninni?
Framsóknarflokkurinn má eiga það,að hann hélt fullu sjálfstæði í ríkisstjórninni með Sjálfstæðisflokknum.Sjálfstæðisflokkurinn gat ekki valtað yfir Framsóknarflokkinn. Öðru máli gegnir nú.Sjálfstæðisflokkurinn hagar sér nú eins og hann sé einn í stjórninni. Hann tekur lítið tillit til samstarfsflokka sinna.Þetta sést m.a. á einkavæðingarbrölti Sjálfstæðisflokksins.Flokkurinn reynir nú alls staðar að koma við einkavæðingu.Nú síðast vill Sjálfstæðisflokkurinn einkavæða flugstöð Leifs Eiríksssonar.Það eru engin takmörk fyrir því hvað Sjálfstæðisflokkurinn vill einkavæða.Og samstarfsflokkarnir,Björt framtíð og Viðreisn gera engar athugasemdir við þessi einkavæðingaráform Sjálfstæðisflokksins!
Björgvin Guðmundsson