Þriðjudagur, 29. janúar 2008
Veiðiheimildir sópast á fárra hendur
Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, hóf umræðu utan dagskrár á Alþingi í dag um afleiðingar niðurskurðar aflaheimilda og sagði m.a., að augu almennings séu að opnast fyrir því hversu alvarleg staðan er í mörgum byggðum landsins. Veiðiheimildir muni sópast á hendur fárra fyrirtækja og störfin hverfa í hverju þorpinu á fætur öðru eins og dögg fyrir sólu og fólkið á eftir þeim.-Kristinn sagði ,að 1000 manns myndu missa vinnuna vegna niðurskurðarins. Einar K.Guðfinsson sagði,að 300 myndu missa vinnuna vegna uppsagna í bolfiskvinnslu.
Sagði Kristinn m.a. að sjávarútvegsráðherra ætti nú þegar að auka þorskveiðina um 40 þúsund tonn. Það væri eina mótvægisaðgerðin sem komi í veg fyrir hrun á landsbyggðinni.
Ég tek undir með Kristni. Það þarf strax að auka aflaheimildir á ný. Einnig þarf að auka mótvægisaðgerðir. Þær sem gerðar hafa verið duga ekki.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Uppsagnir í bolfiskvinnslu ná til 300 starfsmanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 29. janúar 2008
Er verðbólgan að hjaðna?
Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í miðjum janúar 2008 er 282,3 stig (maí 1988=100). Vísitalan lækkaði um 0,1% frá því í upphafi mánaðarins en hefur hækkað um 0,18% frá desember.
.
Síðastliðna tólf mánuði (miðað við verðlag í upphafi mánaðar í fyrra en um miðjan mánuð nú) hefur vísitala neysluverðs hækkað um 5,8%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 1,5% sem jafngildir 6,2% verðbólgu á ári.
0,1% lækkun vísitölu neysluverðs á tæpum mánuði er ekki mikil lækkun en gæti þó markað þáttaskil.Þegar sambærilegar tölur voru birtar í desember var verðbólgan 5,9% miðað við undanfarandi 12 mánuði.( 5,8% nú).Hvort þetta dugar Seðlabankanum til þess að lækka stýrivexti á eftir að koma í ljós. En það skiptir gífurlega miklu máli að unnt verði að lækka verðbólguna,t.d. fyrir væntanlega kjarasamninga.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Vísitala neysluverðs lækkar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 29. janúar 2008
Ástandið á hjúkrunarheimilum versnar
Staðan hefur ekki batnað, því miður. Ef eitthvað er þá hefur hún versnað, segir Sveinn H. Skúlason, forstjóri Hrafnistu, þegar hann er inntur eftir því hvernig gangi að ráða í þau 20-30 stöðugildi sem enn var óráðið í sl. haust. Hann sagði,að síðan í desember hafi 5-7 hjúkrunarrými að jafnaði staðið auð.Sömu sögu er að segja af öðrum hjúkrunarheimilum. Víðast eru nokkur hjúkrunarrými auð á hverju hjúkrunarheimili þar eð ekki fæst starfsfólk.Forstöðumaður Droplaugarstaða segir,að ástandið í starfsmannamálum hafi ekki verið eins slæmt síðan 1995.
Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að hraða eigi byggingu 400 hjúkrunarrýma. Ekki hefur þess orðið vart,að neitt hafi verið gert í því efni.Staðan er því sú ,að ástandið í hjúkrunarmálum aldraðra hefur versnað.Launakjör fólks í umönnunarstörfum eru svo léleg,að fólk fæst ekki í þessi störf.Það er mál númer eitt að bæta kjör þessa fólks. Um það ættu ríkisstjórn og borgarstjórn að taka höndum saman.Ef vilji er fyrir hendi er unnt að gera það. En það þarf vilja.Auk þess þarf að byggja ný hjúkrunarheimili eins og lofað var.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Rými standa auð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 29. janúar 2008
Morgunblaðið fór yfir strikið
Morgunblaðið fór yfir strikið,þegar það fullyrti sl. laugardag í leiðara,að Dagur B. Eggertsson, hefði krafið Ólaf F. Magnússon um læknisvottorð. Sagði Mbl.,að þetta væri Degi til skammar.Nú hefur verið upplýst,að þessi fullyrðing Mbl. var alröng. Dagur fór aldrei fram á vottorð frá Ólafi. Þvert á móti gerði hann allt til þess að gera endurkomu hans í borgarstjórn sem auðveldasta. Upplýst hefur verið,að þegar Ólafur F. Magnússson fór í veikindafrí hafi hann eins og aðrir reglulega þurft að skila læknisvottorði til borgarinnar,þar eð hann var á launum. Síðasta vottorðið,sem hann skilaði var eftir að hann var kominn til starfa en þá var hann orðinn heill heilsu.
Mbl. réðist líka á Samfylkinguna fyrir ólætin,sem urðu á áheyrendapöllum borgarstjórnar,þegar nýi meirihlutinn tók við.Talaði Mbl. um ólæti,sem Samfylkingin hefði skipulagt. Þó var vitað,að það voru ungliðahreyfingar þriggja stjórnmálaflokka,sem stóðu fyrir mótmælum á áheyrendapöllum en auk þess fjöldi fólks,sem mótmælt hafði á netinu.Mbl. vildi greinilega ekki gagnrýna Vinstri græna fyrir ólæti á áheyrendapöllum og ekki heldur Framsókn. Mbl. hefur hrósað Vinstri grænum svo mikið í leiðurum,að það hefur ekki passað að gagnrýna þá. Þess vegna var öllu skellt á Samfylkinguna. Þetta er ekki vönduð blaðamennska hjá Mbl.
Björgvin Guðmundsson