Föstudagur, 10. október 2008
Orð eru dýr
Skúli Helgason framkvæmdarstjóri Samfylkingarinnar segir að sjaldan hafi orð valdið jafnmiklum skaða í íslensku samfélagi en þau orð sem Davíð Oddsson lét falla í eftirminnilegum Kastljósþætti í vikunni. Hann segir skaðann hlaupa á þúsundum milljarða króna.
Skúli ritar pistil á heimasíðu Samfylkingarinnar undir fyrirsögninni, Orð eru dýr. Þar veltir hann fyrir sér hvernig þetta allt saman gat gerst og segir spjótin beinast að samskiptum breskra og íslenskra stjórnvalda og misskilning sem einstök ummæli íslenskra ráðamanna virðast hafa valdið í Bretlandi."
Þá er ljóst að yfirlýsingar Davíðs Oddssonar Seðlabankastjóra í Kastljósþætti á þriðjudagskvöld virkuðu sem olía á eldinn en þar gaf hann til kynna að erlendir lánadrottnar Landsbanka og Kaupþings myndu tapa lunganum af sínum kröfum," skrifar Skúli.
Jafnframt þarf að endurskoða peningamálastefnuna á Íslandi, horfast í augu við þá augljósu staðreynd að minnsti gjaldmiðill í heimi á ekki framtíð fyrir sér í hnattvæddum heimi og setja stefnuna á myntbandalag Evrópu til að ýta hér undir stöðugleika til framtíðar," skrifar Skúli ennfremur.(visir.is)
Ekki er víst hvort vegið hefur þyngra það sem Árni Mathiesen fjármálaráðherra sagði í símtali við breska starfasbróður sinn eða það sem Davíð Oddsson sagði í umræddum kastljósþætti. En svo virðust sem hvort tveggja hafi haft mikil áhrif.
Björgvin Guðmundsson
Föstudagur, 10. október 2008
Ekki kemur til greina að skerða greiðslur úr lífeyrissjóðum
Lífeyrissjóðirnir hafa fjárfest mikið erlendis og hér heima á undanförnum árum. Þeir hafa yfirleitt hagnast vel á þessari fjárfestingu og stundum hafa þeir grætt mikið. En þess hefur ekki orðið vart,að lífeyrissjóðirnir hafi hækkað lífeyrisgreiðslur til lífeyrisþega þó sjóðirnir hafi grætt mikið.En það stendur ekki á fulltrúum lífeyrissjóðanna að boða skerðingu á lífeyri,þegar lífeyrissjóðirnir tapa á fjárfestingum sínum.En það kemur ekki til greina að skerða lífeyrisgreiðslur þó sjóðirnir hafi tapað einhverju á fjárfestingum. Sjóðirnir geta borið tapið á sama hátt og þeir hirtu gróðann.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 10. október 2008
Kjör eldri borgara á vinnumarkaði hafa batnað. Bæta þarf kjör þeirra,sem hættir eru að vinna
Samfylkingin hefur staðið sig vel í því að draga úr tekjutengingum í almannatryggingakerfinu.Þeir,sem eru orðnir 70 ára, geta nú unnið ótakmarkað án þess það skerði tryggingabætur þeirra og þeir sem eru 67-70 ára hafa 100 þús. kr. frítekjumark á mánuði vegna atvinnutekna. Það er að vísu óeðlilegt,að mismuna eldri borgurum á þennan hátt og mér til efs að það standist jafnréttisákvæði stjórnar-skrárinnar að mismuna þannig.. Þá hefur skerðing tryggingabóta vegna tekna maka verið afnumin.Það er mikið réttlætismál. Enn vantar þó að framkvæma eitt stórmál,sem Samfylkingin barðist fyrir í kosningunum 2007:Kosningaloforð Samfylkingarinnar hljóðaði svona: Samfylkingin leggur til,að frítekjumarkið verði hækkað í 100 þúsund krónur á mánuði. Það á ekki aðeins að ná til atvinnutekna heldur einnig til tekna úr lífeyrissjóðum.Það er eitt stærsta réttlætismál eldri borgara í dag,að skerðing á lífeyri aldraðra vegna tekna úr lífeyrissjóði verði afnumin.Ríkisstjornin lét það hafa forgang að bæta hag þeirra eldri borgara,sem eru á vinnumarkaðnum.Þess vegna voru tekjutengingar minnkaðar. Það er ágætt en hlutur hinna,sem ekki gátu unnið,um 2/3 eldri borgara, sat eftir.Það er enn mikilvægara að bæta hag þeirra. Það verður gert með því að hækka lífeyri almannatrygginga myndarlega og með því að afnema eða draga verulega úr skerðingu tryggingabóta vegna tekna úr lífeyrissjóði.Þetta eru næstu verkefnin.
Björgvin Guðmundsson
Úr grein í Mbl. 7.okt. 2008
Föstudagur, 10. október 2008
Jón Baldvin ræddi þjóðnýtingu bankanna í jan.2007
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 10. október 2008
Nú er timabært að ríkið taki kvótann
Í þeim þrengingum,sem nú er við að etja er tímabært að ríkið taki kvótann í sínar hendur. Ríkið á að innkalla allar veiðiheimildir og leigja þær út eða
bjóða upp. Ríkið þarf á öllum sínum tekjum að halda nú og þess vegna er ástæðulaust að láta einkaaðila valsa með eign þjóðarinnar,veiðiheimildirnar og í mörgum tilfellum leigja handhafar kvótanna þá út.Það er nær að ríkið leigi út sína eign. Ekki mun veita af tekjunum til þess að rétta efnahag þjóðarinnar við. Auk þess á að auka þorskkvótann eins og Guðjón Arnar hefur lagt til. Það er nógur fiskur í sjónum og það mundi hjálpa efnahag þjóðarinnar mikið að auka strax þorskkvótann.
Björgvin Guðmundsson
Föstudagur, 10. október 2008
Á Ísland að leita til IMF?
Óhákvæmileg er orðið að mati flestra sem til þekkja að Íslendingar leiti aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í þeim banka- og gjaldeyrishremmingum sem nú dynja á þjóðinni. Það kemur orðið ekkert annað til greina, segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sem þekkir innviði sjóðsins flestum íslendingum betur en hann sat í framkvæmdastjórn sjóðsins árið 2003.
Ætla má að það geti orðið þung spor fyrir ýmsa íslenska stjórnmálamenn að leita á náðir Alþjóða gjaldeyrissjóðsins því að heldur þykir það niðurlægjandi fyrir sjálfstæð ríki að gangast undir oft og tíðum mjög stranga skilmála sjóðsins enda til marks um að viðkomandi þjóð hafi ekki kunnað fótum sínum forráð.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) er hins vegar engan veginn óumdeildur. Gagnvart þróunar- og nýmarkaðslöndum hefur hann iðulega þótt einsýnn og einstrengingslegur húsbóndi, uppteknari af því í seinni tíð að troða gildum nýfrjálshyggju upp á slíkar þjóðir fremur en að taka mið af sérstökum aðstæðum í hverju landi fyrir sig.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er þó sprottinn upp úr jarðvegi algjörrar andstæðu nýfrjálshyggjunnar, þ.e. nýklassísku hagfræðinnar, en hann var stofnaður ásamt Alþjóðabankanum skömmu eftir seinna stríð, 27. desember 1945. Ísland var meðal 29 stofnlanda sem mynduðu þessar alþjóðastofnanir undir forystu Harry Dexter hjá bandarísk fjármálaráðuneytinu og breska hagfræðingsins John Maynard Keynes, sem löngum hefur verið tengdur New Deal áætlun F. D. Roosevelt Bandaríkjaforseta sem á endanum kvað niður kreppuna miklu á fjórða áratugnum.
Stofnfundurinn var haldinn í Bretton Woods í New Hampshire í Bandaríkjunum og Bretton Wood kerfið er kennt við, eins og kemur fram í frjálsa alfræðiritinu á netinu, Wikipedia. Í stofnskránni var kveðið á um að gengi Bandaríkjadals skyldi miðað við verð gulls. Þessi tenging dollarans við gull var síðan afnuminn 1971 og aftur var stofnskránni breytt 1978 þegar flotgengisstefnan var tekin upp og gullfóturinn afnuminn að fullu. Nú eru um 185 lönd aðilar að sjóðnum.
Ísland hefur samkvæmt því sem segir í Wikipedia fengið lán frá Alþjóðgjaldeyrissjóðnum í fjórgang - fyrst árið 1960 á árum Viðreisnarstjórnarinnar, þá 1967-68 í síldveiðibrestinum mikla, 1974-76 vegna olíuverðshækkananna og loks 1982 vegna útflutningsbrests. Afborgunum af lánum við sjóðinn hafi lokið 1987 og er Ísland skuldlaust við sjóðinn.
Meginhlutverk Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er að auka samvinnu milli þjóða og tryggja stöðugleika alþjóða fjármálakerfisins. Hann kemur til aðstoðar þjóðum sem eiga við fjármálakreppur að etja og eins gjaldeyriskreppur og lánar fé til ríkisstjórna til að greiða fyrir því að koma eðlilegum gjaldeyrisviðskiptum af stað.(mbl.is)
Sjálfsagt hefur ríkisstjórnin njósnað um það hvaða skilyrðum Ísland yrði að sæta ef aðstoð fengist frá IMF.Talið er að þau verði ekki mjög ströng eða alla vega aðeins léttvæg miðað við þau skilyrði sem Asíulöndum voru sett. Svo virðist,sem ríkisstjórnin ætli fyrst að sjá hvaða aðstoð hún fær hjá einstökum ríkjum eins og Rússum áður en hún leitar til IMF.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Baksvið: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn - með góðu eða illu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 10. október 2008