Á Ísland að leita til IMF?

Óhákvæmileg er orðið að mati flestra sem til þekkja að Íslendingar leiti aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í þeim banka- og gjaldeyrishremmingum sem nú dynja á þjóðinni. „Það kemur orðið ekkert annað til greina, “ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sem þekkir innviði sjóðsins flestum íslendingum betur en hann sat í framkvæmdastjórn sjóðsins árið 2003.

Ætla má að það geti orðið þung spor fyrir ýmsa íslenska stjórnmálamenn að leita á náðir Alþjóða gjaldeyrissjóðsins því að heldur þykir það niðurlægjandi fyrir sjálfstæð ríki að gangast undir oft og tíðum mjög stranga skilmála sjóðsins enda til marks um að viðkomandi þjóð hafi ekki kunnað fótum sínum forráð.

 

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) er hins vegar engan veginn óumdeildur. Gagnvart þróunar- og nýmarkaðslöndum hefur hann iðulega þótt einsýnn og einstrengingslegur húsbóndi, uppteknari af því í seinni tíð að troða gildum nýfrjálshyggju upp á slíkar þjóðir fremur en að taka mið af sérstökum aðstæðum í hverju landi fyrir sig.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er þó sprottinn upp úr jarðvegi algjörrar andstæðu nýfrjálshyggjunnar, þ.e. nýklassísku hagfræðinnar, en hann var stofnaður ásamt Alþjóðabankanum skömmu eftir seinna stríð, 27. desember 1945. Ísland var meðal 29 stofnlanda sem mynduðu þessar alþjóðastofnanir undir forystu Harry Dexter hjá bandarísk fjármálaráðuneytinu og breska hagfræðingsins John Maynard Keynes, sem löngum hefur verið tengdur New Deal áætlun F. D. Roosevelt Bandaríkjaforseta sem á endanum kvað niður kreppuna miklu á fjórða áratugnum.

Stofnfundurinn var haldinn í Bretton Woods í New Hampshire í Bandaríkjunum og Bretton Wood kerfið er kennt við, eins og kemur fram í frjálsa alfræðiritinu á netinu, Wikipedia. Í stofnskránni var kveðið á um að gengi Bandaríkjadals skyldi miðað við verð gulls. Þessi tenging dollarans við gull var síðan afnuminn 1971 og aftur var stofnskránni breytt 1978 þegar flotgengisstefnan var tekin upp og gullfóturinn afnuminn að fullu. Nú eru um 185 lönd aðilar að sjóðnum.

Ísland hefur samkvæmt því sem segir í Wikipedia fengið lán frá Alþjóðgjaldeyrissjóðnum í fjórgang - fyrst árið 1960 á árum Viðreisnarstjórnarinnar, þá 1967-68 í síldveiðibrestinum mikla, 1974-76 vegna olíuverðshækkananna og loks 1982 vegna útflutningsbrests. Afborgunum af lánum við sjóðinn hafi lokið 1987 og er Ísland skuldlaust við sjóðinn.

Meginhlutverk Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er að auka samvinnu milli þjóða og tryggja stöðugleika alþjóða fjármálakerfisins. Hann kemur til aðstoðar þjóðum sem eiga við fjármálakreppur að etja og eins gjaldeyriskreppur og lánar fé til ríkisstjórna til að greiða fyrir því að koma eðlilegum gjaldeyrisviðskiptum af stað.(mbl.is)

 

Sjálfsagt hefur ríkisstjórnin njósnað um það hvaða skilyrðum Ísland yrði að sæta ef aðstoð fengist frá IMF.Talið er að þau verði ekki mjög ströng eða alla vega aðeins léttvæg miðað við þau skilyrði sem Asíulöndum voru sett. Svo virðist,sem ríkisstjórnin ætli fyrst að sjá hvaða aðstoð hún fær hjá einstökum ríkjum eins og Rússum áður en hún leitar til IMF.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


mbl.is Baksvið: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn - með góðu eða illu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband