Björgunaráætlunin samþykkt í USA

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti fyrir stundu með ríflegum meirihluta frumvarp til bjargar fjármálakerfinu vestan hafs. Hlutabréf hafa hækkað í verði í Bandaríkjunum í dag og fjárfestar taka væntanlega niðurstöðu þingsins fagnandi.

Björgunaráætlunin gengur út á að stjórnvöld fái heimild til að verja allt að 700 milljörðum dala til að kaupa verðlítil húsnæðisbréf og verðbréf sem tengjast. Fulltrúadeildin felldi frumvarpið á mánudaginn en á miðvikudag fékk það brautargengi í öldungadeild þingsins eftir að skattaívilnunum og fleiri nýjum ákvæðum hafði verið bætt við upphaflegu útgáfuna.

Fulltrúadeildarþingmenn ræddu málið framan af degi og vitnuðu í stjórnspekinga fyrri tíma en líka seinni tíma menn. Þingmenn gengu svo til atkvæða og samþykktu frumvarpið nú áðan með 263 atkvæðum gegn 171. Þeirri niðurstöðu hefur verið fagnað en leiðtogar andstæðra fylkinga unnu saman í að fá nægilega marga til að samþykkja frumvarpið. Mikill þrýstingur var á þingið að afgreiða málið enda hefur efnahagsástand farið hríðversnandi í Bandaríkjunum. Um 159.000 manns misstu vinnuna vestan hafs í síðasta mánuði, mun fleiri en gert hafði verið ráð fyrir. (ruv.is)

Vonandi verður samþykkt björgunaráætlunarinnar til þess að bæta fjármálakerfið um allan heim og þar á meðal á Íslandi.

Björgvin Guðmundsson

 


Rætt um að lífeyrissjóðir færi heim fé og taki þátt í lausn fjármálakreppu

Fulltrúar lífeyrissjóðanna áttu fyrir hádegi fund með þremur ráðherrum ríkisstjórnarinnar, Geir H. Haarde, forsætisráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur, félags- og tryggingamálaráðherra, og Össuri Skarphéðinssyni, iðnaðarráðherra. Á þeim fundi lögðu ráðherrarnir fyrir fulltrúa lífeyrissjóðanna hvort þeir væru tilbúnir að færa hluta af erlendum fjárfestingum sjóðanna yfir í íslenskar krónur.

Forsvarsmenn sjóðanna svöruðu erindi ríkisstjórnarinnar hvorki játandi né neitandi en lofuðu að skoða málið áfram. Nú síðdegis átti svo að halda fund með fulltrúum nokkurra stærstu lífeyrissjóðanna og efnahagsráðgjafa ríkisstjórnarinnar við útfærslu þessari hugmynd, sem yrði þá einn hluti af væntanlegum aðgerðum stjórnvalda vegna efnahagsvandans.

Ekki hefur verið ákveðið hversu stóran hluta af eignum lífeyrissjóðanna erlendis yrði unnt að flytja inn í hagkerfið. Samhliða þessum viðræðum standa nú yfir viðræður ASÍ og Samtaka atvinnulífisins um mögulega þátttöku aðila vinnumarkaðarins í aðgerðunum.

Samkvæmt  upplýsingum mbl.is er það flókið viðfangsefni fyrir lífeyrissjóðina að færa hluta eigna sinna til landsins. Kynna þarf hugmyndina fyrir um það bil 30 lífeyrissjóðum og bera þarf hana undir samþykki allra stjórna lífeyrissjóðanna.

Eignir lífeyrissjóðanna erlendis eru um 500 milljarðar króna. Stærstur hluti þeirra er bundinn í sjóðum en þó sumar eignir sjóðanna erlendis séu lausar með skömmum fyrirvara eru aðrar bundnar í fjárfestingum.

Að mati heimildarmanna er framkvæmanlegt með tiltölulega skjótum hætti að hrinda þessu í framkvæmd en fulltrúar lífeyrissjóðanna og samtaka á vinnumarkaði vilja fyrst sjá til hvaða aðgerða ríkisstjórnin ætlar að grípa og hvort fjárfestingarfélög og fjármálastofnanir taka þátt í þeim aðgerðum sem eru í undirbúningi.

Ekki liggja fyrir skýrar tillögur stjórnvalda um hversu háar fjárhæðir yrði að ræða og hvað lífeyrissjóðirnir fengju í staðinn fyrir að leysa inn stóran hluta af erlendu eignasafni sínu. 

Búist er við miklum fundarhöldum yfir helgina.(mbl.is)

Hér er um athyglisverða hugmynd að ræða. Ef unnt er að tryggja fjármuni lífeyrissjóðanna með nægilegum tryggingum að hálfu ríkisins þá er hér góð tillaga á ferð.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka Til baka


mbl.is Lífeyrissjóðir komi að lausn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þorsteinn Már mælir með ríkisvæðingu Glitnis

 i

Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarformaður Glitnis, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann hvetur alla hluthafa Glitnis til að samþykkja tilboð íslenska ríkisins um kaup á nýju hlutafé í Glitni banka að upphæð 600 milljónir evra. 

Yfirlýsingin er eftirfarandi:

„Ég hvet alla hluthafa Glitnis til að samþykkja tilboð íslenska ríkisins um kaup á nýju hlutafé í Glitni banka að upphæð 600 milljónir evra. Ég tel rétt að allir hluthafar bankans, stórir og smáir viti þessa skoðun mína. Ég treysti því að ríkisvaldið muni koma til móts við hluthafana sem verða fyrir tjóni vegna þessarar ráðstöfunar og bjóði þeim sanngjarnt úrræði sem geti á komandi árum dregið úr þessu tjóni. Ég tel að ekki sé lengur nein óvissa um það, að eftir hluthafafund Glitnis í næstu viku verði bankinn í meirihlutaeigu íslenska ríkisins og þar með afar traustur banki. Ég tel ljóst að með þessum hætti eru allar innistæður viðskiptavina bankans tryggðar.
 
Stjórn Glitnis og stærstu hluthafar hafa þegar lýst því yfir að þeir muni styðja þá tillögu að ríkið kaupi hlut í Glitni banka og að þeir muni greiða atvæði með þeirri tillögu á hluthafafundi Glitnis sem haldinn verður 11. þessa mánaðar.
 
Mér finnst einnig brýnt að aðilar slíðri sverðin og einbeiti sér að því að skapa ró um Glitni. Það þjónar hagsmunum allra hluthafa Glitnis og viðskiptavina og dregur úr óvissu sem hefur mjög neikvæð áhrif á markaði við núverandi aðstæður.
 
Ég fagna sérstaklega orðum forsætisráðherra þar sem hann ítrekaði að innistæðueigendur okkar hér á landi þyrftu ekki að óttast sinn hag, ríkið myndi tryggja sparifjáreigendur. Það væri ástæðulaust að óttast það að innistæður hér á landi væru ekki nægilega tryggar. Eins fagna ég orðum seðlabankastjóra þar sem hann tók í sama streng.
 
Þorsteinn Már Baldvinsson,
stjórnarformaður Glitnis banka hf."  (mbl.is)

Stórir hluthafar Glitnis sögðust ætla að leita annarrra leiða til þess að koma í veg fyrir ríkisvæðingu Glitnis.Yfirlýsing Þorsteins Más bendir til þess að hluthöfum hafi ekki tekist að útvega nægilegt fé til þess að leysa vandann án aðstoðar ríkisins. Þorsteinn Már gagnrýndi einnig í kastljósi harðlega málsmeðferð Seðlabankans þegar unnið var að málinuþ

 

Björgvin Guðmundsson
 

Fara til baka 

I

mbl.is Hvetur hluthafa Glitnis til að samþykkja tilboð ríkisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óvarlegt tal Gylfa Magnússsonar

Gylfi  Magnússon dósent sagði í viðtali við Mbl. í morgun,að Ísland gæti orðið gjaldþrota ef fjármálamarkaðir opnuðust ekki fljótlega. Þetta er mjög óvarlega  tal af af dósent við Háskólann.Allar líkur eru á því að Ísland geti fengið lán hjá einhverjum erlendum seðlabanka.Ef allt um þrýtur getur Ísland fengið  lán hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Honum er skylt að veita Íslandi aðstoð ef þörf krefur.Það er að vísu svo,að efnuð ríki eins og Ísland leita yfirleitt ekki aðstoðar  þar en nauðsyn  brýtur "lög". Dósentinn hefur skotið almenningi skelk í bringu með óábyrgu tali.

Einnig hafa blöðin verið að skrifa um yfirvofandi vöruskort ,þar eð ekki sé til nægur gjaldeyrir. En í Seðlabankanum er til nægur gjaldeyrisvarasjóður fyrir 8-9 mánaða innflutning án þess nokkrar útflutningstekjur komi á móti. Það á ekki að hræða almenning að óþörfu.

 

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is:Það lá við stjórnarslitum

Samstarf ríkisstjórnarflokkanna hékk á bláþræði um tíma í gær vegna ástandsins í efnahagsmálum þjóðarinnar. Í allan gærdag funduðu ráðherrar innan ríkisstjórnarinnar um mögulegar aðgerðir gegn hruni krónunnar en gærdagurinn var einn sá svartasti í íslensku efnahagslífi.

Krónan náði nýjum lægðum, erlendar fjármálastofnanir hættu að versla með gjaldmiðilinn og gjaldeyrisforði þjóðarinnar að þrotum kominn. Einn þingmaður stjórnarflokkanna orðaði það sem svo að komið væri að „stóra stoppi og að neyðarástand ríkti í efnahagsmálum“. Þá virðist lítill skilningur vera meðal margra stjórnarmanna á því sem þeir kalla aðgerðaleysi Seðlabankans og krafa um aðgerðir varð háværari eftir því sem á leið vikuna.

Innan Samfylkingar hefur einnig verið óánægja með aðdraganda Glitniskaupa ríkissjóðs. Heimildarmenn 24 stunda innan Samfylkingar og ríkisstjórnar segja óánægjuna hafa magnast þegar á leið vikuna og að steininn hafi tekið úr þegar Davíð Oddsson seðlabankastjóri mætti á ríkisstjórnarfund á þriðjudag og lagði til að tekin yrði upp þjóðstjórn og að hinir viðskiptabankarnir tveir yrðu þjóðnýttir.

Innan Samfylkingarinnar eru þrjú atriði helst rædd sem hugsanlegar lausnir á efnahagskreppunni: a) að lýsa yfir vilja til að sækja um aðild að ESB b) sækja um neyðarlán til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og c) reka Davíð Oddsson. Báru samfylkingarmenn þá von í brjósti fram eftir degi í gær að forsætisráðherra myndi í stefnuræðu sinni boða einhverjar lausnir.

Heimildir 24 stunda innan ríkisstjórnarinnar herma að um tíma hafi stjórnarsamstarfið hangið á bláþræði vegna þessa. Var mikið skrafað meðal ráðherra Samfylkingar í allan gærdag og var Ingibjörg Sólrún Gísladóttir þátttakandi í þeim umræðum símleiðis. Engar lausnir hafa verið boðaðar enn en samfylkingarmenn vona að það verði þó gert fljótlega.(mbl.is)

Hér verður ekki lagður  dómur á frétt 24ra stunda  og mbl.is um hugsanleg stjórnarslit. En mér er kunnugt um það,að mikil óánægja er meðal óbreyttra samfylkingarmanna um  Glitnismálið og hversu seint Samfylkingin kom að því.Mér virðist alveg ljóst,að lánaleiðin hefur verið fær og engin þörf var á því að þjóðnýta bankann. Sú leið hefur einnig reyst  verri fyrir fjármálakerfið.

 

Björgvin Guðmundsson

 

Fara til baka 


mbl.is Íhuguðu að slíta stjórnarsamstarfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. október 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband