Björgvin og Þórunn vilja kosningar

Margir hafa krafist þess undanfarið að boðað verði til kosninga sem fyrst svo stjórnvöld geti endurnýjað umboð sitt við þær gerbreyttu aðstæður sem nú eru í þjóðfélaginu.Þ.á.m. eru 2 ráðherrar; Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra og Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra.

Þórunn hefur greint frá þessari skoðun sinni á þingflokksfundi en segir að þetta sé ekki almenn afstaða þingflokksins.Björgvin segir að hlusta eigi á kall almennings, sé meirihlutavilji fyrir því að kosningum verði flýtt. Hann vill sjálfur að kosið verði til Alþingis næsta vor. Viðtal við Björgvin verður flutt í Sjónvarpsfrétum í kvöld.(ruv.is)

Þetta eru  góðar fréttir.Það er nauðsynlegt að stjórnmálamenn axli ábyrgð  og láti kjósa.

 

Björgvin Guðmundsson


Afhendum ekki útlendingum bankana!

Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri SA rekur nú harðan áróður fyrir því,að við afhendum útlendingum bankana.Ég er algerlega andvígur því.Ég er sammála þeirri stefnu sem ríkisstjórnin markaði með neyðarlögunum,þ.e. að skipta bönkunum í tvennt,  nýja banka,sem ríkið hefur nú stofnað og  gömlu bankana,sem sitja uppi með erlendu skuldirmar og nota bene einnig  miklar eignir erlendis.Ef eignirnar duga ekki fyrir skuldum erlendis verður að afskrifa þessar skuldir Íslenska þjóðin á ekki að borga erlendar skuldir einkabanka erlendis.Og við eigum heldur ekki að afhenda erlendum kröfuhöfum bankana eins og Vilhjálmur leggur til.Við ætlum ekki að hafa hér tvöfalt bankakerfi og ekki kemur til greina að hleypa erlendum kröfuhöfum inn í rikisbankana.

 

Björgvin Guðmundsson


Hverjir bera ábyrgð á bankahruninu?

Við höfum undanfarið heyrt i  forsvarsmönnum Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins(FEM) um bankahrunið. Einnig höfum við heyrt í fyrrverandi bankastjórum og bankaráðsmönnum viðskiptabankanna,sem hrundu. Ráðherrar úttala sig einnig ótt og títt um málið. Niðurstaðan er þessi: Það ber enginn ábyrgð.En er það rétt. Auðvitað ekki. Allir þessi aðilar  bera ábyrgð,ef til vill misjafnlega mikla. En þeir eru ábyrgir.

Seðlabanki   og FEM kenna hvor öðrum um.En þessir aðilar bera báðir ábyrgð sem eftirlitsaðilar með fjármálafyrirtækjum.Í stjórn FEM situr einn fulltrúi tilefndur af Seðlabanka Íslands ( endurskoðandi)Auk þess er formaður stjórnar FEM einnig varaformaður bankaráðs Seðlabankans.Þessar stofnanir báðar eru því vel tengdar saman enda ætlast til þess að þær starfi saman.Seðlabankinn er banki bankanna og á að sjá bönkunum fyrir  lausafé ( gjaldeyri).Hann getur aukið bindiskyldu bankanna og á þann hátt takmarkað útlán þeirra. Einnig  á Seðlabankinn að sjá til þess að nægur gjaldeyrisvarasjóður sé fyrir hendi  og þannig mætti áfram telja.Seðlabankinn á að stuðla að fjárhagslegum stöðugleika.Bankinn hefur því verulegu hlutverki að gegna, ef bankarnir fara  ógætilega bæði varðandi lántökur og útlán. Fjármálaeftirlitið hefur ríkar heimildir til eftirlits í bönkunum.FEM veitir rekstrarleyfi og getur afturkallað þau.Ef þessar eftirlitsstofnanir hefðu rækt eftirlitshlutverk sitt nægilega vel hefðu þær lagt tillögur fyrir rikisstjónina um að bankarnir rifuðu seglin erlendis og seldu eignir.En þessar stofnanir sváfu á verðinum og hið sama er að segja um ríkisstjórnina.

Auðvitað bera  bankastjórar og bankaráðsmenn viðskiptabankanna höfuðábyrgð   á ógætilegum lántökum og lánveitingum. Þessir aðilar settu bankana í þrot með glæfraskap en eftirlitsaðilar brugðust einnig.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

 


IMF:Hagstæður vöruskiptajöfnuður næsta ár en mikill samdráttur í landsframleiðslu

Framkvæmdastjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins segir í yfirlýsingu, sem gefin var út í nótt eftir að lánveiting til Íslands var samþykkt, að Íslendingar muni glíma við erfiðleika og áætlun, sú sem gerð var um efnahagsuppbyggingu, sé háð afar mikilli óvissu og áhættu sem endurspegli hið fordæmalausa hrun íslenska bankakerfisins.

„Með þetta í huga hafa stjórnvöld einsett sér að viðhalda ákveðinni stefnu en eru einnig reiðubúin að bregðast við, ef kringumstæður breytast, í náinni samvinnu við sjóðinn.

Á sama tíma eru horfur Íslands til lengri tíma áfram jákvæðar vegna sterkra undirstaðna vel menntaðs vinnuafls, jákvæðs fjárfestingaumhverfis og auðugra náttúruauðlinda," segir John Lipsky, aðstoðarforstjóri gjaldeyrissjóðsins í tilkynningu. 

Þar kemur m.a. fram, að gert er ráð fyrir 9,6% samdrætti vergrar landsframleiðslu á næsta ári og 5,7% atvinnuleysi. Reiknað er með að skuldir ríkisins verði 108,9% af landsframleiðslu á þessu ári og 108,6% á því næsta. Á hinn bóginn er gert ráð fyrir að 10,3% afgangur verði af vöruskiptum á næsta ári og að viðskiptajöfnuður verði jákvæður um 1% af landsframleiðslu en halli hefur verið á viðskiptum við útlönd í mörg ár.(mbl..is)

 

Ekkert í yfirlýsingu IMF kemur á

óvart.Þetta var allt komið fram áður. Enn vantar að heyra hvort IMF setti einhver fleiri skilyrði en hækkun stýrivaxta í 18%.Mér skilst,að ekki sé sett krafa um hallalaus fjárlög næsta ár enda ætlar ríkisstjórnin að halda uppi talsverðum frakvæmdum næsta ár til þess að skapa vinnu og mun ekki byrja niðurslurð að ráði í ríkisútgjöldum fyrr en þar næsta ár. Ég tel þetta skynsama stefnu.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Mikil óvissa um Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. nóvember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband