Þriðjudagur, 4. nóvember 2008
Samson að verða gjaldþrota
Þetta er engin efnisleg ákvörðun. Þeir einfaldlega veita ekki umbeðinn frest. Hluturinn í Landsbankanum var aðaleign félagsins og hann hefur verið tekinn eignarnámi. Það voru skuldir inni í félaginu og nú er það kröfuhafa að fara fram á gjaldþrot, segir Ásgeir Friðgeirsson. Hann er talsmaður Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thors Björgólfssonar, sem eiga Samson eignarhaldsfélag. Héraðsdómur Reykjavíkur synjaði þeim í dag um áframhaldandi greiðslustöðvun.
Það var þýski bankinn Commerzbank sem fór fram á það við héraðsdóm að kröfu um áframhaldandi greiðslustöðvun yrði synjað en sambankalán Samson upp á rúma 23 milljarða króna var í uppnámi.
Hlutur Samson eignarhaldsfélags í Landsbankanum var metinn á um 90 milljarða króna þegar ríkið tók bankann yfir en eftir ríkisvæðingu bankanna var sá hlutur nær verðlaus.
Það er ekki búið að taka ákvörðun um að gefa búið upp til gjaldþrotaskipta og okkur er ekki kunnugt um að Commerzbankinn hafi óskað eftir gjaldþrotaskiptum, segir Ásgeir Friðgeirsson.
Hann bætir við að niðurstaðan með Samson hafi ekki bein áhrif á önnur félög í eigu Björgólfsfeðga heldur fyrst og fremst á þeirra eigin fjárhag.(mbl.is)
Það er skammt milli lífs og dauða í viðskiptum.Samson var aðaleigandi Landsbankans þegar þeir Björgólfsfeðgar keyptu Landabankann ásamt Magnúsi Þorsteinssyni.Í dag er Samson eignalaus og verður án efa lýst gjaldþrota.
Björgvin Guðmundsson
T
![]() |
Samson í þrot |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 4. nóvember 2008
Ragnheiður vill skipta um áhöfn í Seðlabankanum
Ragnheiður Ríkharðsdóttir, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, vill að bankastjórar og bankaráð Seðlabankans víki sæti. Þetta kemur fram í grein, sem hún ritar í Morgunblaðið í dag.
Ég hef ætíð haft þá skoðun að fyrrverandi stjórnmálamenn ætti ekki að skipa í stjórnir ríkisfyrirtækja. Nú ríkir hvorki traust né trúnaður gagnvart seðlabankastjórum og bankaráði Seðlabankans og þess vegna ættu allir þeir er þar sitja að víkja sæti svo hægt yrði að byggja upp traust og trúnað á ný og samhliða á að breyta lögum um Seðlabanka Íslands, stjórnskipulag bankans, stöðu og markmið, segir Ragnheiður meðal annars í grein sinni.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Bankastjórar og bankaráð víki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 4. nóvember 2008
Ráðherra lætur rannsaka afskriftir í Kaupþingi
Reynist það rétt að stjórn Kaupþings hafi afskrifað skuldir starfsmanna vegna hlutabréfakaupa í bankanum munu stjórnvöld sækja það fast að samningum þar að lútandi verði rift, segir Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra.
Fjármálaeftirlitið (FME) rannsakar nú fréttir um að stjórn Kaupþings hafi látið afskrifa skuldir starfsmanna.
Fram kom fram í fréttum Ríkisútvarpsins og Stöðvar 2 í gær að um hafi verið að ræða skuldir fjölda starfsmanna, og að um háar upphæðir hafi verið að ræða. Fréttablaðið hefur ekki fengið það staðfest hjá heimildarmönnum.
Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, sagðist í gær ekki hafa heimild til að tjá sig um málið. Vísaði hann til þess að lán til starfsmanna séu viðskipti, og í viðskiptum við banka sé trúnaður áskilinn.
Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra segir að samkvæmt upplýsingum sem hann hafi fengið frá FME hafi allar skuldir Kaupþings verið færðar í Nýja Kaupþing.
Þetta þarf að rannsaka hratt og leiða strax til lykta," segir Björgvin. Ef um eitthvað óeðlilegt hafi verið að ræða verði þess freistað að rifta þeim gjörningi.
Það verður enginn steinn látinn óhreyfður í þessu máli, og það verður aldrei nokkurn tímann látið líðast að neitt óeðlilegt hafi átt sér stað," segir Björgvin. Allir skuldarar verða að njóta jafnræðis, engir fá að njóta sérmeðferðar."
Þeir fyrrverandi stjórnarmenn í Kaupþingi sem Fréttablaðið náði sambandi við í gær könnuðust ekki við að stjórnin hafi samþykkt að fella niður skuldir starfsmanna.
Ég get staðfest að það hefur ekki verið tekið fyrir í stjórninni," segir Brynja Halldórsdóttir, fyrrverandi stjórnarmaður.
Aðrir stjórnarmenn, sem tjáðu sig með því skilyrði að ekki yrði vitnað í þá undir nafni, könnuðust við að skuldastaða starfsmanna hefði verið rædd í stjórninni. Þeir fullyrtu þó að ekki hefði verið tekin nein ákvörðun um að afskrifa skuldirnar.
Nýja Kaupþing yfirtók öll lán eins og þau stóðu þegar tekið var við, segir Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Nýja Kaupþings. Hann vildi í gærkvöldi ekki upplýsa hversu háar upphæðir starfsmenn skuldi Nýja Kaupþingi vegna hlutabréfakaupa.
Ekki náðist í Hreiðar Má Sigurðsson, fyrrverandi forstjóra bankans, við vinnslu fréttarinnar.
Fram kemur í tilkynningu frá Landsbankanum að bankinn hafi ekki veitt starfsmönnum lán fyrir hlutabréfakaupum sem hluta af starfskjörum. Því hafi ekki verið um niðurfellingar slíkra skulda að ræða hjá bankanum.(mbl.is)
Ég fagna því að viðskiptaráðherra hafi ákveðið að láta rannsaka þetta mál og vilji rifta samningum,ef gerðir hafa verið um afskrift skulda starfsmanna vegna hlutabréfakaupa.Það eiga allir skuldarar að sitja við sama borð.
Björgvin Guðmundsson