Breytingar á ríkisstjórn í vændum?

 

Fréttastofa Ríkisútvarpsins segist hafa það eftir heimildum að stokkað verði upp í ríkisstjórninni fyrir áramót og líkleg verði fjórum ráðherrum skipt út. Einnig sé líklegt að breytingar verði á bankastjórn Seðlabankans og hugsanlega einnig á stjórn Fjármálaeftirlitsins.

Í fréttum Sjónvarps kom fram, að rætt hafi verið um að Björn Bjarnason víki úr sæti dómsmálaráðherra fyrir Bjarna Benediktsson og að Kristján Þór Júlíusson taki við af Árna M Mathiesen í fjármálaráðuneytinu.

Þá hafi heyrst Björgvin G. Sigurðsson stígi til hliðar og hleypi Ágústi Ólafi Ágústssyni í viðskiptaráðuneytið. Einnig sé hugsanlegt að Þórunn Sveinbjarnardóttir víki úr embætti umhverfisráðherra. (mbl.is)

Ekkert hefur verið staðfest af þessu. En bæði Ingibjörg Sólrún og Geir Haarde hafa gefið til kynna,að breytingar  á ríkisstjórninni kunni að vera   í vændum.

 

Björgvin Guðmundsson

 

Fara til baka 


mbl.is Uppstokkun fyrir áramót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árni Mathiesen skiptir um skoðun á ESB

Árni Mathiesen vill að þjóðin fái að kjósa um aðild að Evrópusambandinu. Þetta sagði hann í þættinum Mannamál í kvöld. Árni sagði að sér hefði snúist hugur. Honum hefði hingað til ekki hugnast aðild að bandalaginu í vegna sjávarútvegsins og auðlindastjórnunar. Nú væri hann hinsvegar þeirrar skoðunar að skoða ætti af fullri alvöru aðild að ESB.

Mikið hefur verið rætt undanfarna daga um yfirvofandi hrókeringar í ráðherraliði ríkisstjórnarinnar. Fréttastofa RÚV hafði í kvöld eftir heimildarmönnum að meðal annars ætti að skipta Árna út, líklega fyrir Kristján Þór Júlíusson. Árni sagðist ekkert kannast við málið.

Sögusagnir þess efnis að Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra ætli að bjóða sig fram gegn Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur í varaformannsembætti Sjálfstæðisflokksins telur Árni ekki réttar. Hann sagðist ekki eiga von á því að nokkur færi gegn Geir H. Haarde eða Þorgerði á landsfundi flokksins í janúar.

Björgvin Guðmundsson


Þáttur Egils Helgasonar ræðst á Jón Ásgeir á ný

Menn muna,að Egill Helgason réðst með miklu offorsi  á Jón Ásgeir í þætti sínum skömmu eftir bankahrunið.Kenndi hann honum um fall bankanna og fjármálahrunið og hellti sér yfir Jón Ásgeir með slíkum látum,að Jón  kom varla orði að. Þetta var allt endurtekið í þætti Egils Helgasonar í dag.Þá kom Egill Helgason með Jón Sullenberger í þáttinn. Sullenberger flutti sömu ræðuna og Egill hafði áður flutt en bætti við,að Jón Ásgeir hefði stofnað fjölda fyrirtækja sem öll væru svindlfyrirtæki.Væri réttast að stinga Jóni Ásgeiri inn. Það er skrítið við þátt Egils Helgasonar,að hann tekur aðeins einn af útrásarvíkingunum fyrir,þ.e. Jón Ásgeir  en lætur alla hina í friði.Ekkert er minnst á Björgólf,Bakkabræður eða aðrar útsásarvíkinga.:Þó var banki Björgólfs,Landsbankinn, með Icesave reikningana,sem leggja okkur þyngstu byrðar á herðar.

 

Björgvin Guðmundsson


Ingibjörg Sólrún varpaði pólitískri sprengju

Mikill taugatitringur hefur myndast í stjórnarherbúðunum vegna ummmæla Ingibjargar Sólrúnar í þætti RUV Í vikulokin í gær.Umæli Ingibjargar Sólrúnar hafa verið túlkuð svo,að hún hafi hótað stjórnarslitum.Hún var spurð hvað mundi gerast,ef Sjálfstæðisflokkurinn felldi að sækja um aðild að ESB.Hún sagði,að þá væru í stjórninni tveir flokkar sem væru með gerólíka stefnu í peningamálum ( gjaldmiðilsmálum) og Evrópumálum og þá yrði að ganga til kosninga. Um stjórnina sagði hún: Þá væri sjálfhætt.  

Hvað þýða þessi ummæli Ingibjargar Sólrúnar? Þau þýða,að það verði að ganga til kosninga næsta vor,ef Sjálfstæðisflokkurinn fellir aðild að ESB. En ég tel,að hvort sem er verði að ganga til kosninga næsta vor. Ef Sjálfstæðisflokkurinn samþykkir aðild að ESB þarf að að ganga til kosninga einnig annað hvort í vor eða haust. Og það þarf að kjósa einnig vegna bankahrunsins til þess að stjórnmálamenn geti axað ábyrgð af því sem gerst hefur.Þegar kosið er fellur umboð ríkisstjórnar niður og ný stjórn er mynduð eftir kosningar,annað hvort stjórn sömu flokka ef til vill með breyttu ráðherraliði eða nýir flokkar mynda stjórn.

 

Björgvin Guðmundsson


Geir óttast ekki klofning

Geir H. Haarde forsætisráðherra óttast ekki að Sjálfstæðisflokkurinn klofni þegar Evrópumálin verða gerð upp á landsfundi flokksins í janúar. Geir er í ítarlegu viðtali við Fréttablaðið í dag. Þar er hann spurður hvort hann óttist klofning við uppgjörið.

Forsætisráðherra neitar því og kveður Sjálfstæðisflokkinn miklu stærri og merkilegri heldur en þessi deila um Evrópusambandið. Hann efast um að margir Sjálfstæðismenn hafi skipað sér í stjórnmálaflokk út frá þessu tiltekna máli. Verði menn ekki sáttir við niðurstöðu Sjálfstæðisflokksins á landsfundi þá eigi þeir ekki aðra kosti en að ganga til liðs við Vinstri græna og hann hefur litlar áhyggjur af því að margir sjálfstæðismenn rati rakleiðis til Vinstri grænna. Varðandi uppstokkun í ráðherraliði flokksins svarar Geir ekki, en útilokar það þó ekki.(visir.is)

Afstaðan til ESB verður mikið átakamál hjá Sjálfstæðsflokknum. En hvort flokkurinn klofnar vegna málsins eða ekki er erfitt að segja.Ef til vill verður þróunin eins og í Noregi ,þegar Norðmenn greiddu atkvæði um ESB. Þá mynduðust þverpólitískar hreyfingar andstæðinga og fylgjenda ESB,nei hreyfing og já hreyfing.Afstaðan til ESB fer ekki endilega eftir flokkum svo slíkar hreyfingar gætu veriið eðlilegar.

 

Björgvin Guðmundsson



Evrópunefnd leitar eftir mati almennings

Evrópunefnd ríkisstjórnarinnar hyggst nú útvíkka starf sitt og kalla eftir hagsmunamati almennings og félagasamtaka í ljósi hugsanlegrar aðildar að Evrópusambandinu, ESB. Fyrri störf nefndarinnar lutu einkum að aukinni þátttöku stjórnmálamanna og embættismanna í hagsmunagæslu tengdri Evrópustarfi.

„Þetta eru tímamót að mati okkar nefndarmanna. Það voru allir sammála um þetta, " segir Ágúst Ólafur Ágústsson alþingismaður, annar formaður nefndarinnar.

Ágúst segir frumkvæðið að útvíkkun starfs nefndarinnar hafa komið frá nefndarmönnum sjálfum og hafi formenn nefndarinnar rætt við forystumenn ríkisstjórnarinar um að fara þessa leið.

„Við ætlum ekki síst að kalla eftir mati þeirra samtaka sem ekki hafa verið í umræðunni hingað til, eins og til dæmis samtaka á vettvangi umhverfismála, jafnréttismála og lýðræðismála. Umræðan hefur verið svolítið einskorðuð við landbúnað, sjávarútveg og fjármálalífið. Við ætlum að ná til fleiri aðila," segir Ágúst.

Hann tekur fram að þetta sé undanfari þess að skilgreina samningsmarkmið. „Umboð okkar nær hins vegar ekki til þess að samningsmarkmið séu skilgreind. Sú ákvörðun hefur ekki verið tekin. Þetta er hins vegar nauðsynleg vinna áður en kemur að slíkri skilgreiningu."

Ágúst kveðst eiga von á að niðurstöður fáist snemma á næsta ári.

„Síðan verður unnið úr þeim á vettvangi nefndarinnar. Ef við sækjum um aðild liggur að minnsta kosti þessi vinna fyrir. Hún gæti auðvitað flýtt fyrir ferlinu." 

Í nefndinni um þróun Evrópumála, sem skipuð var 1. febrúar síðastliðinn, eru fulltrúar  Að auki býðst Alþýðusambandi Íslands, Samtökum opinberra starfsmanna, Samtökum atvinnulífsins og Viðskiptaráði Íslands að tilnefna hvert einn fulltrúa í nefndina.

Nefndin á að skila ríkisstjórninni skýrslu árlega. Hún starfar á vegum forsætisráðuneytisins en utanríkisráðuneytið og sendiráð veita nauðsynlega aðstoð.(mbl.is)

Það eru þáttaskil í störfum Evrópunefndar ríkisstjórnar,að hún skuli víkka út starfssvið sitt og leita eftir hagsmunamati almennings.

 

Björgvin Guðmundsson

 

Fara til baka 


mbl.is Umboð Evrópunefndar víkkað út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. desember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband