Auka þarf jöfnuð og draga úr misrétti

Páll Skúlason,heimspekingur,var gestur Evu Maríu í þætti hennar í Sjónvarpinu í kvöld.Páll kom víða við  og gagnrýndi margt í islensku samfélagi undanfarin ár. Hann sagði,að ójöfnuður hefði aukist
i þjóðfélaginu svo og misrétti.Hann sagði,að markaðshyggjan hefði valdið miklum skaða  í aðdraganda bankahrunsins  og hún hefði smitað stjórnmálin.Allt hefði verið metið til peninga.Páll sagði,að stjórnmálamenn bæru ábyrgð á því hvernig komið væri í íslenku þjóðfélagi.Þeir yrðu að axla  ábyrgð.Óvíst væri hvort þeir,sem nú  færu með stjórn landsins nytu trausts til þess að stjórna áfram.
Björrgvin Guðmundsson

60 milljarða hagnaður af Baugi i Bretlandi

Forsvarsmenn Baugs reikna með því að fyrirtæki þeirra í Bretlandi muni skila þriggja prósenta minni hagnaði fyrir afskriftir og skatta en í fyrra. Þetta staðfesti Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs í samtali við Vísi.

 

Jón Ásgeir segir að samanlagður hagnaður fyrirtækjanna fyrir afskriftir og skatta stefni í að vera um 320 milljónir punda eða tæpir sextíu milljarðar. Hann segir jólaverslunina hafa verið þokkalega miðað við árferði en þó nokkur flutningur á hagnaði hafi átt sér stað á milli sérvöru og matvöru. Þannig hafi Iceland verslunarkeðjan átt sitt besta ár frá upphafi.

Aðspurður um verslun á Íslandi Þá segir Jón Ásgeir að verslun á Íslandi sé ágæt miðað við aðstæður á markaði. Hagkaup hafi staðið sig vel og verslun í Bónus hafi slegið öll met.(visir.is)

Þrátt fyrir 3% samdrátt verður 60 milljarða hagnaður að teljast dágóður.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Mótmælt á Austurvelli í gær

Rúmlega þúsund mótmælendur komu saman til mótmæla á Austurvelli í gær, að sögn Harðar Torfasonar, talsmanns samtakanna Radda fólksins sem skipuleggja mótmælin. Þetta er tólfti laugardagurinn í röð sem mótmælt er á Austurvelli.

Að sögn Harðar mátti búast við því að hópurinn yrði ekki fjölmennari nú, enda hópurinn tvístraður vegna hátíðarhalda yfir jól og áramót. „En þetta heppnaðist mjög vel, það var góður andi á fundinum og allt fór mjög friðsamlega fram. Ég stend alveg fyrir því að þetta eru friðsamleg og málefnaleg mótmæli.“

Auk Harðar tóku til máls á fundinum Ragnhildur Sigurðardóttir og Björn Þorsteinsson.

Hörður á von á því að kraftur færist á ný í mótmælin eftir áramót en þau verða næst laugardaginn 3. janúar. „Það kemur gusa núna strax í janúar þegar hópur fólks missir vinnuna, og svo aftur í febrúar og  þá koma jólareikningarnir ofan á. Þetta er nú einu sinni staðreynd með manneskjuna að þegar buddan tæmist, verður hún grimmari. Þetta helst allt í hendur.“(mbl.is)

Ljóst er,að mótmæli almennings halda áfram. Ráðamenn telja,að mótmælin hjaðni niður en ég er

á annarri skoðun. Ég tel,að þau haldi áfram þar til ráðamenn axla ábyrgð. Þess vegna voru það mistök að gera ekki breytingar á ríkisstjórn um áramót eins og gefið hafði verið til kynna að gert yrði. En ekki er víst að breytingar á stjórn sé nægjanleg aðgerð. Það þarf einnig kosningar og yfirstjórn Seðlabanka og FME þarf einnig að vikja og axla ábyrgð.

 

Björgvin Guðmundsson

LFara til baka 


Vanskilagjöld verða óheimil

Ný innheimtulög taka gildi nú um áramótin. Samkvæmt þeim setur viðskiptaráðherra reglugerð, þar sem hægt er að kveða á um hámarksfjárhæð innheimtukostnaðar. Þá verða vanskilagjöld óheimil.

Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, segir lögin mikla réttarbót. Í þeim séu ýmis nýmæli. „Helst ber að telja hámark á innheimtukostnað. Þá er einnig kveðið á um innheimtuviðvörun, sem skuldara verður send áður en krafa fer í innheimtu. Með lögunum er fyrsta skrefið stigið í að rétta hlut neytenda og tryggja stöðu skuldara."

Í drögum að reglugerð er kveðið á um að óheimilt sé að leggja á prósentugjöld miðað við skuld. Óvíst er hvort reglugerðin tekur gildi um áramótin og talsmenn inn­heimtu­fyrir­tækja hafa gert athugasemdir við ákvæðið.

„Við teljum að það sé ekki í takt við það sem er að gerast í þjóðfélaginu að setja hámark á innheimtukostnað, heldur eigi samkeppnin að ráða. Við vitum ekki hver niðurstaðan verður, hvort þetta hefur áhrif á starfsemi okkar. Við höfum þó áhyggjur af því að ef hámarkið verður sett of lágt þá leggist þessi milli­innheimta af og við fáum aftur það ástand þegar mál fóru beint í lögfræðinga," segir Bjarni Þór Óskarsson, lögfræðilegur ráðgjafi hjá Intrum.

Gísli segir tvær ástæður vera fyrir því að menn greiði ekki skuldir, fyrir utan trassaskap sem innheimtuviðvörunin tekur á. „Stundum geta menn einfaldlega ekki borgað og þá er óþarfi að hlaða upp enn meiri kostnaði fyrir skuldarann og þjóðfélagið. Vilji menn hins vegar ekki borga, hafa eitthvað við kröfurnar að athuga. Það þarf þá að leysa, en ekki bæta háum kostnaði við."

Gísli segir mjög mikilvægt að reglugerðin komi sem fyrst, ekki of löngu eftir gildistöku laganna. Óljóst er þó hvenær hún kemur fram. Jón Þór Sturluson, aðstoðarmaður viðskiptaráðherra, segir að mögulega þurfi lengra umsagnarferli.

„Það er erfitt að sætta sjónarmið, annars vegar Neytendasamtakanna og talsmanns neytenda og hins vegar innheimtufyrirtækjanna sem óttast um grundvöll starfsemi sinnar. Mögulega þarf að fara út í nánari kostnaðargreiningu hjá fyrirtækjunum," segir Jón Þór.- (visir.is)

Þetta er gott framtak hjá viðskiptaráðherra.Vanskilagjöld og dráttarvextir var komið út í öfgar og full nauðsyn til þess að  takmarka þessa gjaldtöku.

 

Björgvin Guðmundsson



Bloggfærslur 28. desember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband