60 milljarða hagnaður af Baugi i Bretlandi

Forsvarsmenn Baugs reikna með því að fyrirtæki þeirra í Bretlandi muni skila þriggja prósenta minni hagnaði fyrir afskriftir og skatta en í fyrra. Þetta staðfesti Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs í samtali við Vísi.

 

Jón Ásgeir segir að samanlagður hagnaður fyrirtækjanna fyrir afskriftir og skatta stefni í að vera um 320 milljónir punda eða tæpir sextíu milljarðar. Hann segir jólaverslunina hafa verið þokkalega miðað við árferði en þó nokkur flutningur á hagnaði hafi átt sér stað á milli sérvöru og matvöru. Þannig hafi Iceland verslunarkeðjan átt sitt besta ár frá upphafi.

Aðspurður um verslun á Íslandi Þá segir Jón Ásgeir að verslun á Íslandi sé ágæt miðað við aðstæður á markaði. Hagkaup hafi staðið sig vel og verslun í Bónus hafi slegið öll met.(visir.is)

Þrátt fyrir 3% samdrátt verður 60 milljarða hagnaður að teljast dágóður.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Hversu mikið afskrifar Baugur og hverjir verða skattarnir?  Ég skil ekki hvers vegna ekki er hægt að fá upplýsingar um það líka, nema þá að það sé tap eftir það og verið sé að fegra upplýsingar um reksturinn.

Lúðvík Júlíusson, 28.12.2008 kl. 18:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband