Staða öryrkja er mjög slæm

Öryrkjar sitja á botni þjóðfélagsins, segir Halldór Sævar Guðbergsson, formaður Öryrkjabandalagsins. Þeir standa verst á vinnumarkaði og framfærslubæturnar nægi ekki. Langstærsti hópurinn sem leiti neyðarhjálpar séu öryrkjar.

Halldór segir að staða öryrkja sé verst hvert sem litið er hér á landi og langverst hjá öryrkjum sem búi í útlöndum; bætur þeirra hafi orðið að nánast engu. Framfærslubætur eru misjafnar en samkvæmt reglugerð á enginn að fá minna en 150.000 krónur í bætur fyrir skatta. Margir öryrkjar fá því framfærslu upp á 130.000 krónur á mánuði.

Halldór segir að beinar aðgerðir þurfi nú til að laga stöðu öryrkja og hann treysti því að fyrirhuguð hækkun bóta verið að veruleika en samkvæmt lögum um almannatryggingar eiga þær að hækka um áramótin. Halldór hvetur atvinnurekendur til að halda fötluðu fólki í vinnu en í öryrkjar eru um 14.000.(ruv.is)

Kjör öryrkja eru skammarlega lág.Þaðl lifir enginn sómasamlegu  lífi af 130 þús. kr. á mánuði. Húsaleiga getur verið hátt í 100 þús. og þá er lítið eftir til framfærslu. Þessi kjör verður að laga enda kveðið svo á í stjórnarsáttmála að það verði gert.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Er sr.Gunnar saklaus?

Sr. Gunnar Björnsson hefur verið sýknaður í héraðsdómi.Hann var ákærður fyrir kynferðislega áreitni  gegn ungum stúlkum. Dómurinn taldi ekki sannað að  Sr. Gunnar væri sekur.Þar stóð orð gegn orði.Þetta leiðir hugann að því hvort stúlkurnar hafi gert of mikið úr málinu. DV segir,að sr. Gunnar hafi verið að strjúka stúlkunum.Spurning er hvað má og hvað má ekki. Það er orðið þannig,að ef fullorðinn maður faðmar óskylt barn eða ungling þá þykir það grunsamlegt.Kennarar verða að fara varlega í öll faðmlög við nemendur og alla snertingu.Sama gildir um presta og aðra,sem hafa með börn og unglinga að gera.

Biskup ætlar ekki að setja sr. Gunnar i embætti á ný fyrr en  Hæstiréttur hefur staðfest sýknudóminn,ef málinu verður þá áfrýjað.

"Biskupsstofa segir í yfirlýsingu, að ákvörðun, sem biskup Íslands tók um að veita sr. Gunnari Björnssyni, sóknarpresti á Selfossi, lausn frá embætti um stundarsakir, gildi þar til endanlegur dómur liggur fyrir í máli hans."  (mbl.is)

 

Björgvin Guðmundsson


 


mbl.is Biskupsstofa bíður endanlegs dóms
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stöndum vörð um velferðarkerfið

Jóhanna Sigurðardóttir félags-og tryggingamálaráðherra neitar að skera niður um 10%

í velferðarkerfinu  eins og fjármálaráðherra fer fram á.Jafnaðarmenn styðja hana heilshugar í þeirri baráttu hennar. Það kemur ekki til greina  að skera velferðina niður.

Í stjórnarsáttmálanum segir svo um málefni aldraðra og öryrkja:Ríkisstjórnin leggur áherslu á að styrkja stöðu aldraðra og öryrkja. Unnið verði að einföldun almannatryggingarkerfisins. Samspil skatta, tryggingabóta, greiðslna úr lífeyrissjóðum og atvinnutekna einstaklinga verði skoðað sérstaklega til að tryggja meiri sanngirni og hvetja til tekjuöflunar og sparnaðar.

Nefnd um endurskoðun almannatrygginga á að vera búin að ljúka störfum og skila áliti til ráðherra.Ekkert hefur heyrst um störf nefndarinnar.Jóhanna lýsti því nýlega yfir í sjónvarpsviðtali,að þrátt fyrur kreppuna mundi endurskoðun almannatreyggingakerfsins fara fram.Fróðlegt verður að sjá niðurstöður nefndarinnar.Ekki er víst,að nefndin hafi látið kreppuna hafa mikil áhrif á sig. En annað er hvað Jóhanna og ríkisstjórnin gerir með tillögur nefndarinnar.

Frá því að ríkisstjórnin kom til valda hefur verið dregið verulega úr tekjutengingum í almannatryggingakerfinu.Hins vegar hefur lífeyrir aldraðra,sem ekki eru á vinnumarkaði lítið sem ekkert verið hækkaður.Lífeyrir aldraðra var 100% af lágmarkslaunum verkafólks í fyrra.Hlutfallið fór í 93,74% eftir kjarasamningana í feb. sl. Nú er það komið á ný í 100% af lágmarkslaunum og rúmlega það.Samfylkingin lofaði að gera meira fyrir aldraðra en það fór ekki allt inn í stjórnarsáttmálann.Þar stendur að styrkja eigi stöðu aldraðra og öryrkja.Ekki er nóg að styrkja stöðu þeirra,sem eru á vinnumarkaði.Það verður einnig að bæta stöðu þeirra sem hættir eru að vinna. Það  er eftir og verður að gerast þrátt fyrir kreppuna.

Björgvin Guðmundsson


Kvótann aftur til þjóðarinnar.Valdimarsdómurinn 10 ára

Í dag er Valdimarsdómurinn í kvótamálinu 10 ára.Valdimar Jóhannesson þá blaðamaður höfðaði mál  gegn íslenska ríkinu til þess að fá staðfest,að kvótakerfið stríddi gegn stjórnarskránni.Hann vann málið. En þáverandi ríkisstjórnarmeirihluti breytti lögunum til þess að geta haldið áfram að brjóta mannréttindi með því að halda kvótakerfinu áfram.Til viðbótar Valdirmarsdómnum hefur það nú gerst,að Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna hefur komist að þeirri niðurstöðu,að kvótakerfið brjóti mannréttindi,það sé ósanngjarnt og mismuni þegnum landsins.

Nú er lag til þess  að afnema kvótakerfið og færa kvótann aftur í hendur þjóðarinnar. Ríkið hefur eignast skuldir útgerðarinnar með þjóðnýtingu bankanna. Útgerðin mun skulda 6-800 milljarða í ríkisbönkunum þremur. Ástandið er nú þannig í þjóðfelaginu eftir hrun bankanna og þær skuldir sem falla á íslensku þjóðina af þeim sökum að rikið þarf á kvótanum öllum að halda.Ríkið getur ekki lengur stundað þá góðgerðarstarfsemi að láta einkaaðila sem fengu kvótann frían valsa með hann sem sína eign og selja kvótann fyrir milljarða eins og þeir væri að selja eitthvað sem þeir eiga sjálfir.Þetta er svipað  og menn tækju upp á því að selja leiguíbúðir. Að sjákfsögðu  þarf einhvern  aðslögunartíma við þá breytingu,sem hér er rætt um.En kvótinn verður að komast í hendur þjóðarinnar.Það er réttlætismál.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Er ríkisútvarpið gjaldþrota?Tapið 1 milljarður á 16 mán.

Staða RUV . er grafalvarleg.  Ef fyrirtækið væri ekki opinbert hlutafélag væri lítið annað sem biði þess í náinni framtíð en gjaldþrot. Ríkisútvarpið tók til starfa sem opinbert hlutafélag í apríl á liðnu ári og á sextán mánuðum tapaði fyrirtækið liðlega eitt þúsund milljónum króna á verðlagi í nóvember. Ætla má að allt eigið fé sé uppurið og raunar bendir flest til þess að eiginfjárstaðan sé neikvæð. 

Í byrjun apríl 2007 var eigið fé Ríkisútvarpsins 878,6 milljónir króna en þar af var hlutafé tæpar 840 milljónir. Reikningsár fyrirtækisins er frá september til ágúst og í lok ágúst var eigið fé komið niður í tæpa 31 milljón króna. Þróun verðlags og gengis íslensku krónunnar frá þeim tíma hefur étið upp allt eigið fé og gott betur.

Skuldir Ríkisútvarpsins í lok ágúst námu alls 5.604 milljónum króna og hækkuðu um nær 200 milljónir á reikningsárinu. Frá því að fyrirtækið varð opinbert hlutafélag hafa skuldir hækkað um 625 milljónir.

Tapið nam alls 833,7 milljónum króna fyrir skatta. (amx.is)

Það hefur greinilega verið bruðlað alltof mikið í rekstri RUV.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

 


Opnað á ný fyrir fjárfestingar erlendra aðila i íslenskum fyrirtækjum

Það hefur vakið mikinn kurr hjá ýmsum viðskiptaaðilum,að fjármagnshreyfingar til landsins voru bannaðar með nýjum lögum og reglum um gjaldeyrismál.Þetta setur ýmis viðskiptatækifæri í uppnám svo sem fyrirtæki  hér með erlendu fjármagni. Erlendir aðilar geta ekki að óbreyttu fjárfest í þessum íslensku fyrirtækjum.Viðskiptaráðherra sýndi strax áhuga á að leiðrétta þetta og ræddi við nokkra slíka viðskiptaaðila í dag.Ég tel,að gerð hafi verið mistök við lagasetninguna og setningu reglna Seðlabankans.Viðskiptaráðherra sagði í viðtali við sjónvarpið í kvöld,að fjárfesting erlendra aðila í islenskum fyrirtækjum væri heimil, ef hún næmi 10% hlutafjár eða hærri upphæð.

Í reglum Seðlabankans um gjaldeyrismál,sem settar voru samkvæmt nýjum lögum um sama efni segir,að fjárfesting í verðbréfum (hlutabréfum),sem feli í sér hreyfingu fjármagns til landsins,sé óheimil.Ekkert er þar talað um  upphæðir eða hundraðshluta fjárfestingar í þessu sambandi. Gott er,að viðskiptaráðuneyti og Seðlabanki hafi ákveðið að breyta þessu og leyfa erlenda fjárfestingu hér á landi ef hún nemur  a.m.k.10% hlutafjár. En þó verður ekki séð hvers vegna á að binda slíka fjárfestingu við 10% eða meira. Hvað ef einhver  erlendur aðili vill leggja 9% hlutafjár í   íslenskt fyrirtæki,eða 7-8%. Af hverju á að banna það. Ekki  er heil brú í því.

 

Björgvin Guðmundsson

 

.


Bloggfærslur 3. desember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband