Þriðjudagur, 30. desember 2008
Hörmulegt ár
Hörmulegt ár er senn á enda.Það er ekki unnt að kalla árið öðru nafni,þegar haft er í huga,að allt fjármálakerfi landsins hrundi á þessu ári,allir stærstu bankarnir féllu.Kreppa skall á með atvinnuleysi,gengishruni og verðbólgu. Fólk hefur verið að missa atvinnuna og óttast nú að missa íbúðir sínar.
Samfylkingarfólk á Vestfjörðum var að álykta,að þeir,sem bera ábyrgðina á þessum ósköpum verði að axla ábyrgð. Þar er fyrst og fremst um stjórn Seðlabanka og Fjármálaeftirlits að ræða.Ríkisstjórnin þarf einnig að axla ábyrgð og það gerir hún best með því að boða til kosninga snemma næsta vor. Hjá því verður ekki komist.
Björgvin Guðmundsson
Þriðjudagur, 30. desember 2008
Spá: 20.000 atvinnulausir í apríl
Vinnumálastofnun áætlar að atvinnuleysi aukist hratt næstu mánuði og fari í 9‐10% á vormánuðum 2009. Hæst fari atvinnuleysi í maí samhliða því að námsmenn koma út á vinnumarkaðinn og eigi erfitt með að fá störf. Atvinnuleysi fer svo lækkandi í júní og búast megi við að það lækki áfram fram í september í takt við hefðbundna árstíðarsveiflu. Erfitt er þó að spá fyrir um hversu mikil sú lækkun verður, en reiknað er með að meðalatvinnuleysi ársins 2009 verði á bilinu 7‐9%. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Vinnumálastofnunar um horfur á vinnumarkaði á árinu 2009.
Nú eru um 10% þeirra sem eru á atvinnuleysisskrá á hlutabótum á móti hlutastarfi og fjölgar þeim hratt sem fá atvinnuleysisbætur á móti minnkuðu starfshlutfalli.
Atvinnuleysi verður mest í byggingariðnaði. Vinnuafli mun fækka mikið í greininni við brottflutning stórs hluta þeirra útlendinga sem þar hafa starfað auk þess sem búast má við talsverðum brottflutningi Íslendinga sem leitar sér atvinnu erlendis. Áætlað er að atvinnuleysi muni hæst fara upp undir 30% í greininni í mars og apríl en lækka nokkuð þegar kemur fram á sumar. Óvissa er þó mikil um verkefnastöðu greinarinnar í sumar.
Gert er ráð fyrir að vinnuafl í mannvirkjagerð fari niður í um átta þúsund manns undir vor, úr um 16.000 þegar mest var fyrr á þessu ári.
Atvinnuleysi í verslun mun fara í um 15% í mars og haldast svipað fram í maí en fer þá lækkandi samfara aukinni verslun ferðamanna og heildverslun samfara auknum umsvifum almennt yfir sumarmánuðina. Í samgöngum og flutningastarfsemi, iðnaði og fiskvinnslu má gera ráð fyrir að atvinnuleysi fari í milli 10 og 15% síðla vetrar.
Í samgöngum og flutningastarfsemi er samdrátturinn nú þegar kominn fram að stórum hluta, en mun koma fram í iðnaði og fiskvinnslu á næstu mánuðum. Gert er ráð fyrir að atvinnuleysi fari hátt í 10% í flestum þjónustugreinum utan opinbera geirans. Atvinnuleysi verður minna í öðrum greinum.
Það er mat Vinnumálastofnunar að um 16.000 útlendingar hafi verið á vinnumarkaði síðsumars 2008. Þeim hefur fækkað hratt síðan og fáir útlendingar hafa flust til landsins í haust.
Gert ráð fyrir að í byrjun árs 2009 verði nálægt 10.000 útlendingar á íslenskum vinnumarkaði og að þeim muni fækka eitthvað áfram á árinu 2009. Stór hópur útlendinga er búinn að festa hér rætur að meira eða minna leyti og má gera ráð fyrir að nálægt 9.000 erlendir ríkisborgarar muni verða á íslenskum vinnumarkaði um mitt ár 2009. Atvinnulausum útlendingum hefur fjölgað hratt síðustu mánuði og voru tæplega 1.000 um síðustu mánaðarmót og hefur fjölgað töluvert síðan. Talið er að þeirri fjölgun sé að mestu lokið og hæst fari fjöldi útlendinga á atvinnuleysisskrá í um 1.400 í janúar.
(mbl.is) Það er gífurleg breyting hjá okkur ef 20 000 verða atvinnulausir. Nauðsynlegt er að gera róttækar ráðstafanir til þess að auka atvinnu þar eð atvinnuleysi er mesta bölið.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Allt að 20 þúsund án atvinnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 30. desember 2008
Icesave okkur ofviða
Íslenska ríkið hefur enn ekki gengið frá samningum við Hollendinga, Breta og Þjóðverja vegna lánveitinga til að greiða eigendum Icesave- og Edge-innstæðureikninga til baka fjármuni sína. Þegar hefur verið samið um heildarupphæð lánanna að mestu en heimildir Morgunblaðsins herma að sameiginleg samninganefnd landanna þriggja hafi sett fram kröfur um lengd á lánstíma, vaxtakjör, greiðsluskilmála og endurskoðunarákvæði sem íslensku fulltrúarnir gátu ekki sætt sig við.
Mikil áhersla hefur verið lögð á það meðal íslensku samninganefndarinnar að ná sem hagstæðustum kjörum á lánunum enda er heildarupphæð þeirra lánveitinga sem íslenska ríkið þarf að gangast í ábyrgðir fyrir yfir 700 milljarðar króna. Því skipti hver vaxtaprósenta miklu fyrir ríkissjóð.
Hollendingar, Bretar og Þjóðverjar hafa samstarf sín á milli um viðræðurnar. Öll löndin hafa boðist til að lána Íslendingum fyrir þeirra ábyrgðum vegna innstæðnanna en það á eftir að semja um kjör þeirra lána. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var síðasti fundur deiluaðila haldinn í byrjun desember þar sem togast var á um ofangreind atriði. Gert er ráð fyrir því að nýr fundur verði haldinn einhvern tíma í janúar. Lárus Finnbogason, formaður skilanefndar Landsbankans, sagði fyrr í þessum mánuði að líklega myndu um 150 milljarðar króna falla á ríkissjóð, og þar með íslenska skattgreiðendur, vegna Icesave-reikninganna þegar búið væri að selja allar eignir gamla bankans. (mbl.is)
Miðað við stöðu málsins er mikil spurning hvort Ísland getur greitt alla þá fúlgu,sem um er rætt vegna Icesave. Ef til vill væri best,að Island segði við Breta,Hollendinga og Þjóðverja: Við höfum ekki ráð á því að greiða 20 þús. evrur á hvern reikning. Við munum greiða það sem er í tryggingasjóðum og það sem kemur inn fyrir eignir bankanna.Meira getum við ekki greitt.
Björgvin Guðmundsson

![]() |
Togast á um Icesave-kjör |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 30. desember 2008
Kjaraskerðing aldraðra og öryrkja um áramót
Nú um áramótin tekur gildi kjaraskerðing aldraðra og öryrkja,þar eð lífeyrir þeirra skerðist að raungildi til. Lífeyrir aldraðra og öryrkja átti að hækka í samræmi við vísitölu eða um 20% en hækkar aðeins um 9,6% nema hjá þeim sem eru með allra lægstu bætur. Lægstu bætur,150 þús á mánuði fyrir skatt og minna, hækka um 20% eins og verðbólgan. Umrædd kjaraskerðing er talin nauðsynleg vegna fjárhagserfiðleika ríkisins.En þegar fjárhagur ríkisins var góður voru bætur aldraðra og öryrkja heldur ekki hækkaðar.Þær hækkuðu ekki í samræmi við hækkun lágmarkslauna í feb sl. eins og lofað hafði verið.Þær hækkuðu þá aðeins til hálfs við kauphækkun verkafólks.
Björgvin Guðmundsson
Þriðjudagur, 30. desember 2008
Kaupsamningum fasteigna fækkaði um 60%
Um 6.200 kaupsamningum var þinglýst árið 2008 og námu heildarviðskipti með fasteignir um 180 milljörðum króna. Meðalupphæð á hvern kaupsamning var um 29 milljónir króna. Árið 2007 var veltan 406 milljarðar króna, fjöldi kaupsamninga tæplega 15.300 og meðalupphæð á hvern kaupsamning 26,7 milljónir króna. Heildarvelta fasteignaviðskipta hefur því minnkað um tæplega 55% á milli ára og kaupsamningum fækkað um tæplega 60%.
Ekki hefur jafn fáum kaupsamningum verið þinglýst á Íslandi á einu ári í fimmtán ár en árið 1993 var 5.277 kaupsamningum þinglýst. Árið 2003 var veltan síðast jafn lítil og í ár en það ár nam hún tæpum 163 milljörðum króna.
Sé litið til höfuðborgarsvæðisins stefnir heildarupphæð þinglýstra kaupsamninga í um 115 milljarða króna, fjöldi kaupsamninga verði um 3.500 og meðalupphæð kaupsamnings verði tæpar 33 milljónir króna. Heildarupphæð þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu á árinu 2007 var rúmlega 310 milljarðar króna og kaupsamningar rúmlega 10.000. Meðalupphæð samninga árið 2007 var um 31 milljón króna, að því er segir á vef Fasteignamats ríkisins.(mbl.is)
Þessi breyting er eðlileg af tveimur ástæðum: Vegna þess,að markaðurinn var orðinn mettaður og vegna þess að samdráttur varð í atvinnu og útlánum í kjölfar bankahrunsins. Þessi þróun mun halda áfram.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Kaupsamningum fækkaði um 60% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |