Miðvikudagur, 12. mars 2008
Kvótinn: Hvað ætlar ríkisstjórnin að gera í mannréttindabrotunum?
Klukkan tifar. Fresturinn styttist. Mannréttindanefnd Sþ. samþykkti,að fiskveiðikvóti Íslands væri brot á mannréttindum.Hvað ætlar ríkisstjórnin að gera í málinu? Ætlar hún að stinga hausnum í sandinn og gera ekki neitt? Þegar sjávarútvegsráðherrann er spurður svarar hann út og suður. Það er ljóst,að ríkisstjórnin ætlar að reyna að humma málið fram af sér.En það gengur ekki. Ísland berst fyrir mannréttindum á alþjóðavettvangi og Ísland berst fyrir sæti í öryggisráði Sþ. Engin þjóð tekur Ísland alvarlega,ef Ísland heldur áfram að brjóta mannréttindi með framkvæmd fiskveiðikvótans.Hugmyndir Ingibjargar Sólrúnar varðandi byggðakvótann leysa ekki málið. Þar er aðeins um 3% allra fiskveiðiheimildanna að ræða.
Það verður að breyta kerfinu,t.d. mætti gefa trilluútgerð frjálsa.Það væri gott skref en óvíst að það dygði. Sennilegra verður einnig að bjóða upp allar aðrar fiskveiðiheimildir og draga inn í áföngum á ákveðnum tíma heimildir,sem menn hafa nú.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 12. mars 2008
Ellert snýst
Ellert Schram sagði á alþingi í dag,að hann væri ekki eins viss um það og áður að rétt væri að stofna embætti umboðsmanns aldraðra en Samfylkingin barðist fyrir því í síðustu kosningum.Kvaðst hann vera að snúast í málinu og telja,að umboðsmaður alþingis gæti sinnt þessu hlutverki. Auk þess sagði hann: Við höfum góðan umboðsmann aldraðra þar sem Jóhanna er!.
Þetta kom fram þegar rætt var um fyrirspurn Birkis þingmanns Framsóknar varðandi það hvað liði framkvæmd á stofnun embættis umboðsmanns alþingis. Jóhanna félagsmálaráðherra sagði,að þetta mál hefði ekki komist inn í stjórnarsáttmálann og því yrðu stjórnarflokkarnir að ræða þetta mál sín á milli. Samtök aldraðra leggja áherslu á að þetta mál nái fram að ganga.
Samfylkingin lofaði að berjast fyrir embætti umboðsmanns aldraðra fyrir síðustu kosningar. Þess vegna verður hún að standa við það mál og berjast af hörku fyrir framgangi þess.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 12. mars 2008
Reynt að tefja eftirlaunafrumvarp Valgerðar
Eftirlaunafrumvarp þingmanna var ásamt öðrum þingmannafrumvörpum til umræðu allsherjanefndar Alþingis í morgun, að sögn Birgis Ármannssonar, formanns nefndarinnar. Valgerður Bjarnadóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar, lagði frumvarpið fram fyrr á þessu þingi.
Birgir segir að málið verði til skoðunar hjá nefndinni á næstunni. Í stjórnarsáttmála er gert ráð fyrir að eftirlaunalögin verði tekin til skoðunar og segir Birgir að eitt af þeim atriðum sem allsherjanefnd þurfi að skoða sé hvaða vinna hafi farið fram í málinu af hálfu forsætisráðuneytisins.
Haft var eftir Grétu Ingþórsdóttur, aðstoðarmanni forsætisráðherra, í fréttum RÚV í síðustu viku að unnið væri að stjórnarfrumvarpi í forsætisráðuneytinu um breytingu á lögum um eftirlaun þingmanna og ráðherra. Þá kom fram að stjórnarfrumvarpið yrði líklega ekki lagt fyrir á þessu þingi.
Fyrir þrautseigju Valgerðar Bjarnadóttur ræddi allherjarnefnd loks umrætt frumvarp.En ljóst er af orðum formanns nefndarinnar,Birgis Ármannssonar,að hann vill drepa málinu á dreif og tefja framgang þess. Það er óásættanlegt.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 12. mars 2008
Útlendingum hér á landi fjölgar
Erlendum ríkisborgurum hefur fjölgað hérlendis á undanförnum árum og svo var einnig árið 2007. Þann 1. janúar 2008 voru skráðir hérlendis 21.434 erlendir ríkisborgarar. Hlutfall erlendra ríkisborgara af heildarmannfjölda var þá 6,8% samanborið við 6% ári áður.
Á vef Hagstofu Íslands kemur fram að þessum tölum má þó taka með þeim fyrirvara að það getur dregist að útlendingar sem fá dvalarleyfi séu skráðir hjá þjóðskrá og á sama hátt geta liðið nokkrir mánuðir þar til einstaklingar sem flytjast af landi brott eru felldir úr íbúaskrá.
Erlendum ríkisborgurum fjölgaði úr 18.563 í 21.434 árið 2007. Það er 15,5% fjölgun á milli ára. Það er þó minni fjölgun en tvö síðustu ár en erlendum ríkisborgurum fjölgaði um 34,7% árið 2006 og 29,5% 2005.
Hlutfall erlendra ríkisborgara af heildarmannfjölda á Íslandi er nú hærra en á hinum Norðurlöndunum en árið 2006 var hlutfall erlendra ríkisborgara næst hæst í Svíþjóð, 5,4%. Hafa ber þó í huga að á hinum Norðurlöndunum er lengri hefð fyrir komu innflytjenda og því fleiri sem fengið hafa ríkisfang í nýja landinu. Fjölmennastir erlendra ríkisborgara hér á landi voru Pólverjar (8.488), Litáar (1.332), Þjóðverjar (984) og Danir (966), líkt og verið hefur undanfarin ár."
Fram til ársins 2003 voru konur jafnan fjölmennari en karlar í hópi erlendra ríkisborgara. Síðan 2004 hafa karlar hins vegar verið mun fjölmennari en konur meðal erlendra ríkisborgara. Í árslok 2007 voru karlar með erlent ríkisfang 8,1% allra karla en konur með erlent ríkisfang 5,5% allra kvenna.
Sumir vilja takmarka aðstreymi útlendinga til landsins. Það er ekki unnt að því er EES svæðið varðar. Flutningar vinnuafls og fólks eru frjálsir innan EES svæðisins.Hins vegar er unnt að setja skorður við flutningi vinnuafls hingað frá öðrum svæðum. Það er heldur ekki mögulegt að krefja fóls frá EES sem hingað kemur um sakavottorð eins og frjálslyndir hafa minnst á. Það gilda sömu reglur fyrir alla innan EES svæðisins. Íslendingar þurfa ekki að framvísa sakavottorði,þegar þeir fara til EES landa og þeir geta ekki farið fram á sakavottorð frá þeim,sem hingað koma.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
6,8% íbúa erlendir ríkisborgarar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 12. mars 2008
Bygging álvers í Helguvík hefst i lok mánaðarins
Bæjarstjórnir Reykjanesbæjar og sveitarfélagsins Garðs hafa boðað til aukafundar í dag til að ræða afstöðu bæjarstjórnanna til álits Skipulagsstofnunar vegna álvers í Helguvík. Báðir fundirnir hefjast kl. 17:30.
Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, hefur sagt að ekkert sé því ti l fyrirstöðu að hægt verði að taka fyrstu skóflustunguna að nýju álveri síðar í þessum mánuði og hefja framkvæmdir formlega fyrir lok þessa mánaðar.
Hann segir að um sé að ræða 120-150 þúsund tonna álver í fyrsta áfanga, en samþykkt umhverfismat byggist á 250 þúsund tonna álveri.
Allt bendir nú til þess að bygging álversins hefjist í lok mánaðarins. Framkvæmdaleyfi verður trúlega gefið út í dag. Ekki verður byrjað að framleiða ál fyrr en 2010. Forsætisráðherra hefur sagt,að gott sé fyrir íslenskt efnahagslíf að fá 1 nýtt alver. Honum virðist ætla að verða að ósk sinni.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Aukafundir boðaðir síðdegis til að ræða álver í Helguvík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 12. mars 2008
Skattar á barnafjölskyldur hafa hækkað hér 2000-2006
Ísland er í hópi þeirra ríkja þar sem skattar á barnafjölskyldur hafa aukist á árabilinu 2000-2006 samkvæmt samtantekt Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD. Þá hafa breytingar á skattkerfi hér á landi fyrst og fremst gagnast þeim tekjumeiri ólíkt því sem víða gerist innan OECD.
Fram kemur á vef stofnarinnar að að meðaltali hafi skattar lækkað meðal OECD-ríkja en hins vegar séu nokkur lönd þar sem skattar á barnafjölskyldur hafi staðið í stað eða hækkað.Þar á meðal er Ísland.
Ástralía, Ungverjaland, Írland og Nýja-Sjáland eru meðal þeirra landa þar sem skattar sem hlutfall af tekjum hafa minnkað á árabilinu 2000-2006 og er það rakið til fjölskylduvænnar skattastefnu. Íslenskar, grískar, kóreskar og mexíkóskar fjölskyldu hafi hins vegar þurft að sæta aukinni skattheimtu. Bent er á að í þessum löndum hafi laun hækkað umtalsvert á tímabilinu, allt upp í 40 prósent. Verðbólga hafi hækkað en skattleysismörk hafi ekki fylgt hækkandi launum og því hækki skattarnir.
Þessar upplýsingar OECD koma heim og saman við það sem Stefán Ólafsson,Þorvaldur Gylfason og fleiri sérfræðingar hér hafa haldið fram um þróun skattmála.Þeir hafa bent á,að skattar á láglaunafólk hafa hækkað og að skattar í heild hafi hækkað.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 12. mars 2008
Nýir sendiherrar skipaðir
24 stundir birta yfirlit yfir skipan nýrra sendiherra á tímabilinu 2004-2008.Samkvæmt því skipaði Halldór Ásgrímsson 5 sendiherra,þar af 2 stjórnmálamenn.Davíð Oddsson skipaði 9 sendiherra,þar af 2 stjórnmálamenn og eina eiginkonu stjórnmálamanns,Geir H.Haarde skipaði 3 sendiherra og Ingibjörg Sólrún skipaði í vikunni 3 sendiherra, þar af 1 stjórnmálamann.
Valgerður Sverrisdóttir skipaði engan sendiherra í utanríkisráðherratíð sinni. Hún telur sendiherrana orðna of marga,6-7 of marga.Hún gagnrýnir mikla fjölgun sendiherra í tíð Davíðs Oddsonar en hann var aðeins eitt ár í embætti utanríkisráðherra.Segir hún hann hafa skipað marga menn utan utanríkisþjónustunnar í sendiherraembætti,góðkunningja Sjálfstæðisflokksins.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 12. mars 2008
Ný Smugudeila,þegar ísinn í norðri bráðnar-gamla Smugudeilan leyst
Blaðið 24 stundir segir,að hætta sé á að ný Smugudeila blossi upp,þegar ísinn í norðri bráðni og aðgangur að auðlindum á hafsbotni opnist.Hafa bæði NATO og ESB áhyggjur af því að átök geti orðið um yfirráðin á þessu svæði og þá helst milli Norðmanna og Rússa en Danir,Bandaríkin og Kanada geti einnig dregist inn í þau átök Norðmenn hafa annast stjórn Svalbarða fyrir hönd þeirra ríkja,sem aðild eiga að Svalbarðasamningnum en Ísland er þeirra á meðal. Finnst mönnum stundum sem Norðmenn taki sér meira vald á Svalbarða og hafinu þar í kring en þeir eiga.Gamla Smugudeilan milli Íslands og Noregs er leyst.Hún leystist 1999 í sendiherratíð Kristins F.Árnasonar í Noregi.Þegar hann kom til starfa í Oslo í ársbyrjun 1999 lágu samningaviðræður í Smugudeilunni niðri .Þær höfðu siglt í strand. Hann kom viðræðum í gang á ný og átti því stóran þátt í að leysa Smugudeiluna.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 12. mars 2008
Mbl. óánægt með yfirlýsingar Ingibjargar Sólrúnar og Sigurðar Einarssonar
Mbl.skrifar um ráðstefnu þá,sem Íslendingar stóðu fyrir í Kaupmannahöfn í gær til þess að kynna íslenskt efnahagslíf og stöðu bankanna.Blaðið er ekki ánægt með yfirlýsingar þær,sem utanríkisráðherra og stjórnarformaður Kaupþings gáfu um ESB og evruna á ráðstefnunni. Ingibjörg Sólrún sagði,að hún reiknaði með að aðild Íslands að ESB yrði kosningamál fyrir næstu þingkosningar og Sigurður Einarsson sagði,að hann reiknaði með því að við yrðum búin að taka upp evruna eftir 3 ár. Mbl. telur yfirlýsingu utanríkisráðherra þýða það, að Samfylkingin ætli að gera aðild að ESB að kosningamáli næst. Mbl. segir ,að yfirlýsing Ingibjargar Sólrúnar þýði það Samfylkingin ætli ekki að halda áfram stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn eftir næstu kosningar og í rauninni einangri Samfylkingin sig með þessari yfirlýsingu sinni,þar eð allir aðrir flokkar séu á móti aðild að ESB. Mbl. gagnrýnir einnig yfirlýsingu Sigurðar Einarssonar,þar eð upptaka evru þýði aðild að ESB og blaðið gefur til kynna að Sigurður geti ekki lýst því yfir,að Ísland gangi í esb eftir 3-4 ár.
Mér finnst Mbl. óþarflega skapstirt út af ummælum Ingibjargar Sólrúnar og Sigurðar. Þau eru í rauninni aðeins að endurspegla þá umræðu,sem átt hefur sér stað á Íslandi að undanförnu.Miðað við þá sterku umræðu sem er um Esb og evru í þjóðfélaginu í dag má alveg reikna með því að þessi mál verði á dagskrá næstu þingkosninga.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 12. mars 2008
Mexico vill samvinnu við Ísland á sviði jarðhitaverkefna
Forseti Mexíkó, Felipe de Jesus Calderon, hefur mikinn áhuga á auknu samstarfi við Íslendinga. Þetta kom fram á fundi hans með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, í Mexíkó í gær. Fundurinn var liður í opinberri heimsókn forseta Íslands og eiginkonu hans, Dorrit Mousaieff, til Mexíkó. Er þetta í fyrsta sinn sem forseti Íslands fer í opinbera heimsókn til Mexíkó og raunar til lands í latnesku Ameríku.
Ólafur Ragnar sagði að fundur þeirra Calderons hafi bæði verið árangursríkur og afslappaður. Mexíkó hefur mikinn áhuga á samvinnuverkefnum við Ísland á ýmsum sviðum, sagði Ólafur Ragnar. Þar ber kannski hæst nýting jarðhitahlunninda hér í Mexíkó sem þeir hafa lítt nýtt fram að þessu.
Íslendingar geta að sjálfsögðu veitt Mexico tækniaðstoð á sviði jarðhita.En einnig mætti stofna til samstarfsverkefna á sviði sjávarútvegs.Möguleikar til samstarfs eru mjög miklar enda er Mexico mjög stórt land með mikla möguleika.
Björgvin Guðmundsson
Í
![]() |
Áhugi á samstarfi við Íslendinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |