ESB: Sjálfstæðisflokkurinn hreyfist

Guðmundur Magnússson bloggar m.a. á þessa leið:

Ég sat í svokallaðri Aldamótanefnd Sjálfstæðisflokksins 1988-1989. Nefndin, sem Davíð Oddsson stýrði, gerði það að tillögu sinni að sótt yrði um aðild að Evrópubandalaginu (eins og ESB hét þá) og látið reyna á það í viðræðum hvort ásættanlegur grundvöllur fengist fyrir aðild. Viðurkenna ber að þetta var að ýmsu leyti sérkennileg leið. Davíð og fleiri töldu að hún væri ekki lengur á borðinu eftir að EES-samningurinn var gerður 1992. Sá samningur var talinn fullnægja öllum þörfum Íslendinga í samskiptum við ESB og aðildarríki þess.

Í dag er mikill ágreininingur um það hvort EES samningurinn sé fullnægjandi eða ekki. Skoðanakannanir sýna að meirihluti þjóðarinnar er hlynntur því að ganga skrefi lengra með því að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Ríkisstjórnin segir að aðild sé „ekki á dagskrá á kjörtímabilinu". Þetta útilokar þó ekki að útbúinn sé hlutlaus vegvísir um það hvernig standa eigi að málum og kveða upp úr um hvaða leiðir eigi að fara. Mér finnst hugmynd Björns Bjarnasonar um þetta skynsamleg.

Mörgum mun þykja það mikil tíðindi,að Davíð Oddsson hafi viljað ganga í ESB  1988-89. Ég hafði heyrt þetta og það fylgdi sögunni,að hann hafi snúist gegn ESB eftir að hann talaði við LÍÚ.Hvað sem því líður er hugmynd Björn Bjarnasonar góð

Björgvin Guðmundsson

 


Á að sniðganga olympíuleikana í Kína?

Efnt var til mótmælaaðgerða við kínverska sendiráðið í Reykjavík í dag, og í fréttatilkynningu frá skipuleggjendum sagði að andmælt væri til að að þrýsta á 
kínversk yfirvöld að
virða mannréttindi Tíbeta og hleypa alþjóðlegum mannréttindasamtökum 
inn í landið og sýna Tíbetum stuðning í þeirra baráttu fyrir frelsi í 
sínu eigin landi.

Ef Kínverjar virða ekki mannréttindi Tíbeta og opna landið á ný tel ég koma til greina að sniðganga olympíuleikana í Peking.Það gengur ekki að brosa til Kínverja eins og allt sé í lagi þegar þeir  brjóta mannréttindi  bæði í Tíbet og heima hjá sér.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Mótmæli við kínverska sendiráðið í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB: Er Björn Bjarnason að snúast?

Össur Skarphéðinsson skrifar um Evrópuumræðuna á bloggsíðu sína. Þar segir hann m.a.:

Merkilegast finnst mér þó framlag Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra til umræðunnar. Innan Sjálfstæðisflokksins er Björn gjarnan sá sem fyrst hugsar upphátt þegar veðrabrigði eru í nánd um utanríkisstefnu. Rifja má upp að honum var á sínum tíma falin stefnumörkun af hálfu flokksins innan Evrópunefndarinnar. Í Mannamáli fyrir réttri viku hlustaði ég með mikilli athygli á hann stinga upp á því að áður en lengra yrði haldið í umræðunni um Evrópusambandið ættu menn að gera vegvísi um það hvað ætti að gera – til að hægt væri að sækja um aðild að sambandinu! Björn lagði beinlínis til að menn kæmust að sameiginlegri niðurstöðu um hvernig ætti að breyta stjórnarskránni til að hægt væri að sækja um aðild. Sömuleiðis þyrfti í þeim pakka að ákveða hvort – og hvernig - ætti að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um þá ákvörðun, að sækja um aðildina.  Sjálfur veit hann frá því að við sátum nokkrir þingmenn í Evrópunefndinni að allar upplýsingar um kosti og galla aðildar liggja meira og minna fyrir í skýrslu þeirrar nefndar og þeir þættir þurfa ekki frekari rannsóknar við. Ásteytingssteinninn felst í því að það er erfitt fyrir marga að hugsa sér, að formlega myndi ákvörðun um heildarafla verða tekin í Brussel. En í því efni eru líka leiðir einsog þeir vita, sem sökkt hafa sér niður í Evrópuumræðuna. (Tók enginn eftir því snilldarbragði Barroso sem bað Geir forsætisráðherra á dögunum um liðsinni Íslendinga við að útfæra sjávarútvegsstefnuna?). 

Vitaskuld sló Björn sína varnagla. Hann taldi að ekki væri hægt að stilla mönnum upp gagnvart því að taka afstöðu fyrr en það væri á hreinu hvernig ætti að taka á til dæmis þessum þáttum – breytingum á stjórnarskrá og hvort halda bæri þjóðaratkvæðagreiðslu á undan umsókn, og þá hvernig.

Ummæli Björns Bjarnasonar í Mannamáli benda  til þess  að Björn sé að snúast í afstöðunni til ESB.

Björgvin Guðmundsson  


Kosningaloforðin hafa verið svikin

Það er alls óvíst,að núverandi ríkisstjórn sæti við völd,ef stjórnarflokkarnir hefðu ekki fengið mikið af atkvæðum frá öldruðum og öryrkjum vegna   loforða flokkanna um   miklar kjarabætur þeim til handa í formi  hækkaðs lífeyris frá TR,ef þeir kæmust til valda.Samfylkingin lofaði að hækka í áföngum  lífeyri eldri borgara upp í sem svaraði neysluútgjöldum samkvæmt könnun Hagstofu Íslands og að frítekjumark vegna lífeyrissjóðstekna og atvinnutekna yrði 100 þúsund kr. á mánuði. Sjálfstæðisflokkurinn lofaði einnig miklum kjarabótum   fyrir aldraðra og öryrkja.Þessi kosningaloforð hafa verið svikin. Það er aðeins boðað að draga úr tekjutengingum sem aðeins kemur minnihluta eldri borgara til  góða en ekkert er minnst á hækkun lífeyris frá almannatryggingum.Loforðið um frítekjumark fyrir lífeyrissjóðstekjur hefur gleymst.Þetta verður ekki liðið. Stjórnarflokkarnir verða að standa við kosningaloforð sín  og það strax en ekki  síðar.

 

Björgvin Guðmundsson


Losa þarf Tíbet undan oki Kína og veita því fullt sjálfstæði

Ísland hefur gerst aðili að yfirlýsingu Evrópusambandsins þar sem lýst er þungum áhyggjum yfir ástandinu í Tíbet og lýst yfir samúð með fjölskyldum fórnarlambanna.

Fram kemur í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu, að í yfirlýsingunni sé þess krafist að allir aðilar sýni stillingu. Kínversk stjórnvöld eru hvött til að beita ekki valdi gegn þeim aðilum sem taka þátt í mótmælunum og mótmælendur sömuleiðis beðnir um að beita ekki ofbeldi.

Lögð er áhersla á mikilvægi tjáningarfrelsis og á réttinn til friðsamlegra mótmælaaðgerða, og kínversk stjórnvöld beðin um að bregðast við mótmælunum í samræmi við alþjóðlega viðurkenndar meginreglur lýðræðisins. Lýst er yfir eindregnum stuðningi við að friðsamlegar sættir náist milli kínverskra stjórnvalda og Dalai Lama og fulltrúa hans. Kína er einnig hvatt til að taka á mannréttindamálum í Tíbet.

Í lokin eru báðir aðilar hvattir til þess að efna til umræðna með það fyrir augum að ná fram langtímalausn, sem væri ásættanleg fyrir alla og myndi jafnframt virða tíbetska menningu og trúarbrögð.

Þetta er ágætt innlegg frá ESB og utanríkisráðuneytinu. En það vantar stuðning við að Tíbet fái sjálfstæði. Það þarf sem fyrst að losa Tíbet undan kúgun Kína. Kínverjar náðu völdum í Kína með vopnavaldi.Ekkert er ásættanlegt annað en að Tíbet losni undan  oki Kína og fái sjálfstæði.

 

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Ísland lýsir áhyggjum af ástandinu í Tíbet
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. mars 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband