Krónan hefur styrkst um 2,85% í dag

 

Krónan styrkist nú. Hún hefur styrkst um 4,23% í morgun.Síðan lækkaði hún aftur. En alls hækkaði hún um 2,85% í dag.Ljóst er,að vaxtahækkunin hefur styrkt gengið.

 

Björgvin Guðmundsson

  •           

mbl.is Krónan styrkist um 4,23%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á að salta leiðréttingu á lífeyri aldraðra í 1 ár enn. Hrein svik

Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra,  skipaði fimm manna verkefnisstjórn sem vinna skal heildstæðar tillögur , langtíma stefnumótun og nauðsynlegar breytingar á almannatryggingalöggjöfinni.

Verkefnisstjórnin skal skila félagsmálaráðherra samræmdum tillögum  fyrir 1. nóvember 2008 varðandi þá heildarendurskoðun almannatryggingalöggjafarinnar sem framundan er.

Í verkefnisstjórninni eiga sæti:

  • Sigríður Lillý Baldursdóttir, skipuð af félagsmálaráðherra án tilnefningar, formaður,
    Hrannar B. Arnarsson til vara,
  • Stefán Ólafsson, án tilnefningar,
    Sigríður Ingibjörg Ingadóttir til vara,
  • Ragnheiður Elín Árnadóttir, tilnefnd af fjármálaráðherra,
    Eyþór Benediktsson til vara,
  • Ágúst Þór Sigurðsson, tilnefndur af Tryggingastofnun ríkisins,
    Kristján Guðjónsson til vara,
  • Hrafn Magnússon, tilnefndur af Landssamtökum lífeyrissjóða,
    Arnar Sigurmundsson til vara.

Jóhanna hefur valið þá leið við leiðréttingu á lífeyri aldraðra að salta  málið í  framangreindri nefnd,sem ekki á skila áliti fyrr en 1.nóv. n.k. Ljóst er,að tillögur nefndarinnar munu ekki koma til framkvæmda fyrr en en í byrjun næsta árs og mér kæmi ekki á óvart þó komið yrði fram á vor þegar búið verður að lögfesta tillögur.Þá yrðu komin 2 ár frá kosningum.Þetta eru algjör svik,að mínu áliti.Stjórnmálamenn geta ekki gefið stór kosningaloforð og dregið það í 2 ár að framkvæma þau á þeim forsendum að málið sé  í nefnd. Það sjá allir í gegnum slík vinnubrögð.Ég tel,að ríkisstjórnin verði að hækka lífeyri aldraðra strax og þá er ég ekki að tala um hækkun til samræmis við kauphækkun verkafólks nú. Nei ég er að tala um leiðréttingu á lífeyri   aldraðra og öryrkja,sem lofað var í kosningunum.Fyrsti áfangi þeirrar leiðréttingar verður að koma til framkvæmda strax. Það dugar ekki að vísa í einhverjar breytingar á tekjutenginum,sem aðeins gagnast hluta eldri borgara. Það þarf almennar aðgerðir,sem gagnast öllu. Því var lofað.

 

Björgvin Guðmundsson


Krónan styrkist örlítið

Kaupþing hefur hækkað um 6,62% í Kauphöll Íslands það sem af er degi og í Stokkhólmi hafa bréf bankans hækkað um 4,09% en umtalsverð hækkun varð á Kaupþingi þar á fimmtudaginn. Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 3,59%. SPRON hefur hækkað um 3,91% og Færeyjabankinn um 3,57%.

 

Gengi krónunnar hefur hækkað um 2,40% frá því viðskipti hófust klukkan níu í morgun . Gengisvísitalan stóð í 157,20 stigum við opnun í morgun en er nú 153,50 stig.

Gengi Bandaríkjadals er 76,55 krónur, evran er 119 krónur og pundið 152,43 krónur. 

Það eru góðar fréttir,að krónan skuli hafa styrkt sig örlítið í morgun. Það gefur von  um að eitthvað af gengislækkuninni gangi til baka og verðhækkanir verði ekki eins miklar og ella. Eins er gott af hlutabréf i bönkunum hækki á ný. Bankarnir eru hluti af islensku efnahagslífi.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Kaupþing hækkar um 6,62%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Seðlabankinn hækkar stýrivexti í 15%

Seðlabankinn hefur ákveðið að hækka stýrivexti bankans um 1,25 prósentur í 15%. Segir bankinn, að forsendur verðbólguspár sem birtist í Peningamálum í nóvember sl. og fól í sér óbreytta stýrivexti fram á síðari helming þessa árs, hafi brugðist.

Þar með hefur orðrómur,sem var á kreiki um helgina verið staðfestur.Vextir hér voru hæstir í Evrópu fyrir hækkunina og verða þaðað sjálfsögðu áfram.

Björgvin Guðmundsson 

 


mbl.is Stýrivextir hækka í 15%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flogaveikir læknaðir með heilaskurðaðgerð

Um 35 flogaveikir Íslendingar hafa farið í heilaskurðaðgerð við flogaveiki frá árinu 1992. Aðgerðin er árangursrík en gagnast aðeins litlum hópi flogaveikra. „Fólk sem er nánast bundið við rúmið vegna tíðra floga og aukaverkana frá lyfjunum getur losnað við flogin og lyfin. Það gerist ekki betra,“ segir Elías Ólafsson,yfirlæknir á taugalækningadeild Landspítalans.

 Vegna manneklu og tilheyrandi álags á taugadeildinni hefur ekki verið hægt svo vel sé að taka flogaveika í rannsókn sem er nauðsynleg til að finna þá sem hægt er að hjálpa með skurðaðgerð.

Og fleiri sjúklingar bera skarðan hlut frá borði. „Það vantar miklu meiri þjónustu við alla okkar sjúklingahópa,“ fullyrðir Elías.

Frá þessu er sagt í Mbl. í dag. Það er vissulega ánægjulegt að unnt sé að lækna vissan hóp flogaveikra með skurðaðgerð en slæmt að vegna aðstöðuleysi verði margir að bíða og komist ekki að.Það virðist einkenna mjög margar deildir Landspítalans,að þrengsli og aðstöðuleysi hái starfseminni.

 

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Kraftaverkin þurfa að bíða vegna manneklu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innflutt matvæli hækka um 20%

Forstjóri Haga, Finnur Árnason, segir að framundan séu hækkanir á matvælum. Innflutt matvæli muni hækka um 20% en einnig muni innlend framleiðsla hækka í verði vegna hækkunar á hráefniskostnaði. Að sögn Finns hefur verð á kjöti þegar hækkað en mjólkurvara eigi eftir að hækka. Þetta kom fram í viðtali við Finn á Rás 1 í morgun.

Fram kom í viðtalinu við Finn að hann vill að innflutningur á kjúklingum, svínakjöti og eggjum verði gefinn frjáls.

Stjórnvöld geta ekki horft aðgerðarlaus upp á þessar  gífurlegu  hækkanir hellast yfir almenning. Það verður að lækka skatta og tolla á matvælum  og gefa innflutning á  vissum landbúnaðarvörum frjálsan til þess að lækka matvælaverð. Áður en gengið  hrundi var matvælaverð hér þegar hið hæsta í Evrópu og nú bætast við áhrif gengishrunsins.Það verður að vernda almenning.

 

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Verulegar verðhækkanir á matvælum framundan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er að myndast Mafía hér?

Lögreglan hefur staðfest að um skipulagða árás var að ræða þegar sjö slösuðust í árás tíu til tólf manna hóps inni á heimili í Breiðholtinu á laugardag. Liggur einn enn alvarlega slasaður, m.a. með slæma áverka á höfði og samanfallið lunga. Voru árásarmennirnir m.a. vopnaðir járnstöngum, slaghömrum, sleggju og exi. Virðist sem árásarmennirnir hafi verið að innheimta verndartoll.

Fjórir menn eru í haldi lögreglu, allir Pólverjar, og eru þeir sem urðu fyrir árásinni einnig pólskir. Lögreglan leitar enn sex til átta manna sem tóku þátt í árásinni.

Nágrannar gerðu lögreglu viðvart um árásina, og voru árásarmenn horfnir af vettvangi þegar lögregla kom á staðinn. Vitni höfðu náð bílnúmeri annarrar tveggja bifreiða sem notaðar voru í árásinni, og sat lögreglan fyrir brotamönnunum á Reykjanesbraut, á Strandarheiði

Við rannsókn hefur komið fram,að árásarmennirnir ætluðu að innheimtA gjald eða skatt af Pólverjunum,sem, búa í Breiðholtinu og urðu fyrir árásinni. Þá er þetta svipað og aðfarir Mafíunnar í Bandaríkjunum.Það er  óhuganlegt,að þetta skuli geta gerst hér.Það þarf að taka mjög strangt á þessu.Lögreglan verður að beita hörku gagnvart þessum óþjóðalýð og væntanlega fá árásarmennirnir makleg málagjöld.

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Innheimtu verndartoll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. mars 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband