Krónan styrkist örlítið

Kaupþing hefur hækkað um 6,62% í Kauphöll Íslands það sem af er degi og í Stokkhólmi hafa bréf bankans hækkað um 4,09% en umtalsverð hækkun varð á Kaupþingi þar á fimmtudaginn. Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 3,59%. SPRON hefur hækkað um 3,91% og Færeyjabankinn um 3,57%.

 

Gengi krónunnar hefur hækkað um 2,40% frá því viðskipti hófust klukkan níu í morgun . Gengisvísitalan stóð í 157,20 stigum við opnun í morgun en er nú 153,50 stig.

Gengi Bandaríkjadals er 76,55 krónur, evran er 119 krónur og pundið 152,43 krónur. 

Það eru góðar fréttir,að krónan skuli hafa styrkt sig örlítið í morgun. Það gefur von  um að eitthvað af gengislækkuninni gangi til baka og verðhækkanir verði ekki eins miklar og ella. Eins er gott af hlutabréf i bönkunum hækki á ný. Bankarnir eru hluti af islensku efnahagslífi.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Kaupþing hækkar um 6,62%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband