Á að salta leiðréttingu á lífeyri aldraðra í 1 ár enn. Hrein svik

Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra,  skipaði fimm manna verkefnisstjórn sem vinna skal heildstæðar tillögur , langtíma stefnumótun og nauðsynlegar breytingar á almannatryggingalöggjöfinni.

Verkefnisstjórnin skal skila félagsmálaráðherra samræmdum tillögum  fyrir 1. nóvember 2008 varðandi þá heildarendurskoðun almannatryggingalöggjafarinnar sem framundan er.

Í verkefnisstjórninni eiga sæti:

  • Sigríður Lillý Baldursdóttir, skipuð af félagsmálaráðherra án tilnefningar, formaður,
    Hrannar B. Arnarsson til vara,
  • Stefán Ólafsson, án tilnefningar,
    Sigríður Ingibjörg Ingadóttir til vara,
  • Ragnheiður Elín Árnadóttir, tilnefnd af fjármálaráðherra,
    Eyþór Benediktsson til vara,
  • Ágúst Þór Sigurðsson, tilnefndur af Tryggingastofnun ríkisins,
    Kristján Guðjónsson til vara,
  • Hrafn Magnússon, tilnefndur af Landssamtökum lífeyrissjóða,
    Arnar Sigurmundsson til vara.

Jóhanna hefur valið þá leið við leiðréttingu á lífeyri aldraðra að salta  málið í  framangreindri nefnd,sem ekki á skila áliti fyrr en 1.nóv. n.k. Ljóst er,að tillögur nefndarinnar munu ekki koma til framkvæmda fyrr en en í byrjun næsta árs og mér kæmi ekki á óvart þó komið yrði fram á vor þegar búið verður að lögfesta tillögur.Þá yrðu komin 2 ár frá kosningum.Þetta eru algjör svik,að mínu áliti.Stjórnmálamenn geta ekki gefið stór kosningaloforð og dregið það í 2 ár að framkvæma þau á þeim forsendum að málið sé  í nefnd. Það sjá allir í gegnum slík vinnubrögð.Ég tel,að ríkisstjórnin verði að hækka lífeyri aldraðra strax og þá er ég ekki að tala um hækkun til samræmis við kauphækkun verkafólks nú. Nei ég er að tala um leiðréttingu á lífeyri   aldraðra og öryrkja,sem lofað var í kosningunum.Fyrsti áfangi þeirrar leiðréttingar verður að koma til framkvæmda strax. Það dugar ekki að vísa í einhverjar breytingar á tekjutenginum,sem aðeins gagnast hluta eldri borgara. Það þarf almennar aðgerðir,sem gagnast öllu. Því var lofað.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband