Fimmtudagur, 27. mars 2008
Hækkun til aldraðra skorin niður í 4%. Átti að vera 15%.
Í tengslum við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar vegna kjarasamninga Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins hefur fjármálaráðuneytið reiknað út að meðaltalshækkun lægstu launa þann 1. febrúar samkvæmt nýgerðum kjarasamningi sé um það bil 7% frá 2007.
Í samræmi við það hefur félags- og tryggingamálaráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, undirritað reglugerð sem kveður á um hækkun lífeyris almannatrygginga hjá öryrkjum og ellilífeyrisþegum um 4% frá og með 1. febrúar síðastliðnum. Hækkunin tekur til allra lífeyrisflokka almannatrygginga og kemur til viðbótar þeirri 3,3% hækkun sem kom til framkvæmda 1. janúar síðastliðinn.
Frá áramótum hefur lífeyrir almannatrygginga því hækkað um 7,4% eða sem nemur um það bil 9400 krónum á mánuði miðað við óskertar bætur.
Verkafólk fékk samkvæmt kjarasamningum 15% hækkun og auk þess margir rúm 5% að auki. Lágmarkshækkun var 15% og ég tel,að lífeyrir aldraðra hefði átt að hækka um það sama,þ.e. 15% að lágmarki. En stjórnvöldum hefur tekist að skera hækkun aldraðra niður í 4%. Það er sama stefnan og áður gagnvart eldri borgurum.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Lífeyrir almannatrygginga hækkar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 27. mars 2008
5 kr. hækkun á mjólk vegna þyngri greiðslubyrði bænda af lánum
Bændur fá 14 krónum meira fyrir mjólkurlítrann frá mánaðamótum og því hækkar smásöluverðið. 5 krónur af hækkuninni eru vegna þyngri greiðslubyrði bænda af lánum. Fulltrúi ASÍ í verðlagsnefnd búvara sat hjá þegar verðhækkunin var samþykkt.
Hann segir neytendur einnig þurfa að greiða hærri vexti af lánum og því sé ekki rétt að bæta þessum lið inn í hækkunina.
Það er alveg forkastanlegt að hækka mjólkina vegna hækkunar vaxta og afborgana af lánum bænda.Allur almenningur stynur undan vaxtabyrðinni en ætla mætti,að einungis bændur þyrftu að bera aukinn kostnað vaxta og afborgana.
Björgvin Guðmundsson
Fimmtudagur, 27. mars 2008
Gengislækkunin færir sjávarútveginum 25 milljarða
Niðurskurður þorskveiðiheimilda um þriðjung var mikið áfall fyrir útgerðina.En nú hefur hlaupið á hjá íslenskum sjávarútvegi. Gengislækkunin færir atvinnugreininni 25 milljarða á arsgrundvelli.
Björgvin Guðmundsson
Fimmtudagur, 27. mars 2008
Er íslenska hagkerfið brothætt?
Breskir fjölmiðlar hafa fjallað mikið um íslensk efnahagsmál undanfarna daga. Blaðið Daily Telegraph segir í dag, að ástandið á Íslandi geti haft áhrif á Tyrkland, Eystrasaltsríkin, Balkanríkin, Ungverjaland og hugsanlega Suður-Afríku.
Segir blaðið, að allt séu þetta lönd, sem lifi langt um efni fram og hafi stoppað í fjármálagöt með ódýru lánsfjármagni. Erlend lán hafi vaxið langt umfram öruggan hámarkshraða".
Blaðið segir, að brothætt hagkerfi Íslands ætti að vera öðrum löndum víti til varnaðar. Seðlabankinn hafi neyðst til að hækka vexti í 15% til að stöðva gengisfall krónunnar. Þá hafi eignasafn íslensku bankanna sett heimsmet: áttfalda landsframleiðslu Íslands.
Nú hafi verið skrúfað fyrir ódýra fjármagnið og skuldatryggingaálag bankanna sé komið yfir 800 stig, svipað og skuldatryggingaálag Bear Stearns var áður en bandaríski seðlabankinn kom þeim banka til aðstoðar. Þetta vekur upp þá spurningu, hvort íslenska ríkið, sem ráði yfir hagkerfi á stærð við Bristol, sé nægilega öflugt til að skjóta skildi fyrir bankana ef allt fer á versta veg.
En Ísland er annað og meira en norrænn vogunarsjóður sem þykist vera land. Það er líka fyrsta skuldsetta ríkið sem verður fyrir barðinu á fjárfestaflótta og þannig kveikir það viðvörunarljós á stóru svæði í Austur-Evrópu og við Miðjarðarhaf," segir blaðið.
Haft er eftir sérfræðingi í málefnum Austur-Evrópu hjá Capital Economics, að hann myndi ekki vilja geyma fé í tyrkneskri líru og það sé í raun merkilegt hve líran hafi haldið sínu lengi. Tyrkneska hagkerfið sé afar viðkvæmt og viðskiptahallinn sé um 8% af vergri landsframleiðslu. Þá sé ríkissaksóknari landsins að reyna að koma ríkisstjórn landsins frá.
Blaðið segir, að viðskiptahalli Íslands sé nú 16% af landsframleiðslu, viðskiptahalli Lettlands er 25%, Búlgaríu 19%, Georgíu 18%, Eistlands 16%, Lettlands 14% og Serbíu 13%.
Mér finnst þetta blað nokkuð neikvætt í garð Íslands. Íslensku bankarnir eru mjög sterkir,með 10% eiginfjárstöðu,miðað við 6% í Bandaríkjunum.Íslensku lífeyrissjóðirnir eru með þeim sterkustu í heimi. Og ríkissjóður Íslands er skuldlaus erlendis. Hins vegar er viðskiptahallinn alltof mikill.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Íslandsbylgjan gæti skollið á mörgum löndum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 27. mars 2008
Lífeyrir aldraðra dugi fyrir framfærslu
Fyrir síðustu kosningar sagði Samfylkingin: Í tíð núverandi ríkisstjórnar hefur ójöfnuður aukist verulega í samfélaginu og eldri borgarar hafa ekki farið varhluta af þeirri óheillaþróun. Lífeyrir eldri borgara hefur ekki fylgt launavísitölu.Þess vegna hafa þeir ekki fengið sömu kjarabætur og aðrir hópar. Samfylkingin ætlar að leiðrétta þetta misrétti og vinna að því að lífeyrir dugi fyrir framfærslukostnaði eins og hann er metinn í neyslukönnun Hagstofu Íslands.Þetta verður gert í áföngum.
Björgvin Guðmundsson
Fimmtudagur, 27. mars 2008
Mjólkin hækkar í 100 kr. líterinn
Heildsöluverð á mjólk og mjólkurafurðum hækkar um tæp fimmtán prósent um mánaðamótin. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá verðlagsnefnd búvara. Þar segir að gera megi ráð fyrir að mjókurlítrinn kosti um 100 krónur út úr búð. Ástæður verðhækkunarinnar eru þær að verð á áburði og kjarnfóðri hefur hækkað - auk þess sem ýmsir fleiri rekstrarþættir kúabús hafa hækkað í verði.
Verðlagnefnd búvara ákvað í gær að hækka greiðslur til mjólkurframleiðenda. Þórólfur Sveinsson, formaður Landsambands kúabænda, segir kostnað kúabænda hafa aukist mjög, hærri greiðslur vegi upp á móti þeim kostnaði sem nú þegar hefur mælst.
Hér er um mikla hækkun að ræða á einni mestu nauðsynjavöru okkar. Barnamargar fjölskyldur,sem nota mikla mjólk,munu finna vel fyrir þessari hækkun.En þetta er aðeins hluti af verðhækkunarhrinunni. Aðrar búvörur munu hækka og allar innfluttar matvörur.Verðbólgan æðir áfram og kjarasamningar eru í uppnámi.
Björgvin Guðmundsson
Björgvin Guðmundsson
Fimmtudagur, 27. mars 2008
Styrmir sjötugur í dag
Styrmir Gunnarsson,ritstjóri Morgunblaðsins, er sjötugur í dag.I tilefni af því ritar Jón Baldvin Hannibalsson, grein um Styrmi,sem hann nefnir: Um höfuðvitni aldarfarsins.Þeir Styrmir og Jón Baldvin eru miklir vinir.Styrmir hefur verið ritstjóri Mbl. í 36 ár og hefur haft mikil áhrif á mótun blaðsins. Hann hefur verið áhrifamikill ritstjóri og hefði sjálfsagt getað haslað sér völl í pólitíkinni ef hann hefði kært sig um. Jón Baldvin segir,að Styrmir muni hætta sem ritstjóri Mbl. á árinu.
Björgvin Guðmundsson
Fimmtudagur, 27. mars 2008
Vill fjármálaráðherra leggja niður embætti umboðsmanns alþingis?
Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, hefur svarað spurningum umboðsmanns Alþingis um veitingu embættis héraðsdómara við Héraðsdóm Norðurlands eystra og Héraðsdóms Austurlands. Árni segist í svarinu telja, að ráða megi það af spurningum umboðsmanns að hann hafi þegar mótað sér skoðun á málinu og svörin hafi því takmarkaða þýðingu og þar með hinn sjálfsagði réttur ráðherra til andmæla.
Árni segir í svörum sínum, að fagnefnd, sem mat hæfni umsækjenda um stöðuna, hafi ekki metið að verðleikum að Þorsteinn Davíðsson starfaði sem aðstoðarmaður dómsmálaráðherra í fjögur ár. Þorsteinn var skipaður í embættið.
Athugasemdir Árna eru mjög undarlegar,þar eð umboðsmaður alþingis á að vera alveg hlutlaus gagnvart framkvæmdavaldinu og öllum. Áthugasemdir Árna benda til þess að hann telji umboðsmanna ekki óhlutdrægan og í rauninni er Árni að gera því skóna,að hann þurfi ekki að fara eftir áliti umboðsmanns. Ef ráðherrar treysta ekki umboðsmanni alþingis og telja hann hafa fyrirframákveðnar skoðanir á málum er grundvöllurinn undir störfum umboðsmanns brostinn.Það er þá aðeins um tvennt að ræða:Að skipta um umboðsmann eða leggja embættið niður. Hvorugur kosturinn er góður.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Ráðherra efast um hlutleysi umboðsmanns |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 27. mars 2008
Eðlilegast að afnema stimpilgjaldið alveg
Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir að illframkvæmanlegt sé að afnema eingöngu stimpilgjald fólks sem kaupi sína fyrstu íbúð og hið eina rétta sé að afnema gjaldið að fullu.
Í fjármálaráðuneytinu er verið að vinna frumvarp um breytingu á stimpilgjaldi og er gert ráð fyrir að það verði lagt fram á Alþingi í næstu viku. Jón Steindór segir að breytingar eigi eftir að valda ótrúlegum flækjum. Hvenær ert þú með fyrstu íbúð og hvenær ekki? Hvernig á að fara með par sem er að taka saman, annað hefur átt íbúð en hitt ekki?
Ég er sammmála Jóni Steindóri. Það er mjög erfitt að afnema stimpilgjald eingöngu af fyrstu íbúð.Ég tel eðlilegast,að stimpilgjaldið verði afnumið að fullu.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Vill að stimpilgjaldið verði afnumið að fullu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 27. mars 2008
90% telja fram til skatts á netinu
Þeim fækkar stöðugt sem skila skattframtölum sínum hérlendis á pappír en nú telja rúmlega níu af hverjum 10 fram rafrænt á vef skattstofa landsins.
Opnað var fyrir vefframtöl einstaklinga á vefnum skattur.is 1. mars síðastliðinn og var nokkur aukning í árituðum upplýsingum frá fyrri árum. Almennur frestur til að skila framtölum rann út í gær en hægt var að sækja um frest á netinu og var hann veittur lengst til 2. apríl.
Þetta er mjög merkileg þróun með netframtölin. Æ fleiri telja fram á netinu enda er það mjög þægilegt. Sá tími
nálgast,að unnt verði að leggja framtöl af,þar eð það er sáralítið,sem ekki er forskráð á framtölin.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Um 77.000 netframtöl |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |