Föstudagur, 28. mars 2008
Bónus er með lægsta vöruverðið
Bónus var oftast með lægsta verðið þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu í gær. Í flestum tilvikum var einungis 1 krónu verðmunur á verslun Bónuss og Krónunnar á þeim vörum sem fáanlegar voru í báðum verslunum. Hæsta verðið var oftast að finna í verslun Nóatúns.
Af þeim 29 vörutegundum sem skoðaðar voru var Nóatún með hæsta verðið í 13 tilvikum en Hagkaup reyndist með hæsta verðið á 11 vörutegundum og Samkaup-Úrval á 10 vörum.
Hjá Bónus var verðið lægst á 26 vörum af þeim 29 sem skoðaðar voru. Á 13 af þeim 18 vörutegundum sem fáanlegar voru bæði í Krónunni og Bónus var einungis einnar krónu verðmunur milli verslananna. Sífellt erfiðara reynist að bera saman verð á vörum milli lágvöruverðsverslana þar sem mikið er um að pakkningstærðir á vörum séu ekki hinar sömu hjá verslunum.
Bónus hefur átt stærsta þáttinn í því að lækka vöruverð hér á landi . Verslunin heldur forustunni í því að tryggja lágt vöruverð.Ég versla oftast í Bónus en einstaka sinnum í Nóatúni,þar eð Bónus er ekki í mínu hverfi. Það er gífurlegur munur á vöruverði. Og það sem hefur breyst gegnum árin er að Bonus hefur verið að taka til sölu fleiri og fleiri viðurkenndar gæðavörur og nú má fá nær allar merkjavörur,gæðavörur í Bónus eins og í Nóatúni en munurinn er sá,að verðið á þessum sömu vörum er mikið lægra í Bónus.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Bónus með lægsta verð og Nóatún hæsta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 28. mars 2008
Gengi og hlutabréf á niðurleið
Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,65% frá því viðskipti hófust í Kauphöll Íslands klukkan 10. Teymi hefur lækkað mest eða um 1,3%, Glitnir 1,13%, Landsbankinn 1% og SPRON 0,93%. Ekkert félag hefur hækkað það sem af er degi.
Gengi krónunnar hefur veikst um 2,35% og er gengisvísitalan 157 stig en var 153,40 við upphaf viðskipta klukkan 9 í morgun. Gengi Bandaríkjadals er 77,45 krónur, evran er 122,35 krónur og pundið 154,65 krónur.
Í Ósló hefur hlutabréfavísitalan hækkað um 1,3% og Helsinki 0,2%. Í Kaupmannahöfn hefur hlutabréfavísitalan lækkað um 0,02% og Stokkhólmi 0,13%. Samnorræna vísitalan Nordic 40 hefur lækkað um 0,05%.
Í Lundúnum hefur FTSE vísitalan hækkað um 0,18%, í Frankfurt hefur DAX vísitalan hækkað um 0,2% og í París nemur hækkun CAC 0,09%.
Svo virðist,sem áhrifa vaxtahækkunar Seðlabankans gæti ekki lengur. Menn töldu í fyrstu,að gengið og hlutabréfin hækkuðu vegna vaxtahækkunar Seðlabankans. en það reyndust skammvinn áhrif. Gengi krónunnar er byrjað að falla á ný og verðbólgutölur eru uggvænlegar.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Hlutabréf og króna á niðurleið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 28. mars 2008
Ríkið græðir á gengislækkuninni
Tekjur ríkissjóðs af virðisaukaskatti munu aukast umtalsvert vegna gengislækkunar krónunnar. Ástæðan er sú að við lækkun gengis hækkar innkaupsverð og virðisaukaskatturinn er prósentutala sem tekur mið af innkaupsverði. Það kann þó að vera að verðhækkunin dragi að einhverju leyti úr sölu, en það hefur áhrif á tekjur ríkissjóðs.
Ein af þeim vörum sem hækka þessa dagana er áfengi, en gengislækkun krónunnar hefur mikil áhrif á verð til neytenda.
Stéphane Aubergy, víninnflytjandi hjá Vínekrunni, segir að það hljóti að vera umhugsunarvert fyrir neytendur sem þurfi að taka á sig verðhækkun á áfengi að ríkið skuli hagnast mest. ÁTVR, sem sé með fasta álagningarprósentu, hagnist einnig. Hann segir að miklar verðhækkanir á áfengi séu framundan. Fyrir utan gengisbreytingar sé innkaupsverð að hækka og flutningskostnaður
Ríkið vælir alltaf yfir peningaleysi. en sannleikurinn er sá,að afkoma ríkissjóðs er mjög góð og hún batnar við gengislækkunina. Fjárlög voru afgreidd með miklum tekjuafgangi og auk þess á ríkið miklar fúlgur fjár í Seðlabankanum frá því Síminn var seldur. Það eru því nógir peningar til hjá ríkinu.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Ríkið hagnast á gengislækkun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 28. mars 2008
Verðbólgan 8,7%
Vísitala neysluverðs hækkaði um 1,47% frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkaði um 1,49% frá febrúar. Síðastliðna tólf mánuði (miðað við verðlag í upphafi mánaðar í fyrra en um miðjan mánuð nú) hefur vísitala neysluverðs hækkað um 8,7% Greiningardeildir bankanna spáðu 1,2-1,4% verðbólgu í mánuðinum og hefði það þýtt að tólf mánaða verðbólga hækkaði úr 6,8% í 8,4-8,6%. Í síðasta mánuði hækkaði vísitala neysluverðs um 1,38% frá fyrra mánuði.
Á þriðjudag hækkaði Seðlabanki Íslands stýrivexti sína um 1,25% í 15%.
Sú hækkun vaxta mun ekki hafa mikil áhrif í því efni að lækka verðbólguna. Hins vegar getur vaxtahækkunin haft áhrif í þá átt að hækka gengi krónunnar eitthvað en fyrri reynsla leiðir í ljós,að þó gengi krónunnar hækki þá lækka innfluttar vörur ekkert.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Mesta verðbólga í 6 ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 28. mars 2008
Mikil vonbrigði með Jóhönnu og ríkisstjórnina í kjaramálum aldraðra
Föstudagur, 28. mars 2008
Félags-og tryggingamálaráðherra flýtir vinnu fyrir eldri borgara
Félags-og tryggingamálaráðherra hefur í samráði við forsætisráðherra ákveðið að fela nefnd sem vinnur nú að endurskoðun almannatrygginga að móta tillögur að sérstöku lágmarksframfærsluviðmiði fyrir lífeyrisþega og jafnframt flýta þeirri vinnu eins og kostur er. Lágmarksframfærsluviðmiðið taki meðal annars tillit til hækkunar lægstu launa í nýgerðum kjarasamningum og liggi fyrir eigi síðar en 1. júlí 2008..
Ég fagna þessari ákvorðun.Ég taldi það alltof langan frest að bíða til 1.nóv. Hins vegar þarf að gæta þess vel,að framfærslukostnaður sé rétt metinn og eðlilegt viðmið fundið. Eina viðmiðun Hagstofunnar í þessu efni er könnun hennar á neysluútgjöldum heimilanna í landinu. Neyslukönnun Hagstofunnar segir,að neysluútgjöld einstaklinga séu til jafnaðar 226 þús. kr. á mánuði.Það er fyrir utan skatta og opinber gjöld.Neysluútgjöld eldri borgara eru eins. Þess vegna á lífeyrir að vera a.m.k. 226 þús á mánuði. Það á ekki að þrýsta lífeyrinum niður með því að finna einhverja lágmarksframfærslu.Eldri borgarar eiga að geta lifað með reisn síðustu æviárin og þeir eiga það inni hjá samfélaginu..
Björgvin Guðmundsson