Mánudagur, 31. mars 2008
Allar bjargir bannaðar í rafmagnsleysinu
Rafmagn er komið á að nýju í Mosfellsbæ, Kjalarnesi, Grafarholti og hluta Grafarvogs en rafmagnslaust varð um hádegisbil í dag vegna bilunar í háspennustreng frá Korpu að aðveitustöð í Borgartúni. Ekki er enn vitað hvers kyns bilun er á ferðinni, en strengurinn er að hluta sæstrengur þar sem hann liggur yfir Elliðaárvoginn.´
Ég bý í Grafarholti og fann tilfinnanlega fyrir rafmagnsleysinu í dag.Það var ekki unnt að komast á internetið,ekki unnt að hita kaffi,ekki að setja uppþvottavél í gang,að ég nú ekki tali um að kveikja á ljósum. Og til þess að kóróna allt kom ég ekki bilnum út úr bílskýlinu,þar eð opna þurfti bílskúrshurðina með ragmani.Maður er vissulega mjög háður rafmagninu. Þetta er eitthvað lengsta rafmagnsleysi,sem ég man eftir.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Rafmagn komið á að nýju |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 31. mars 2008
Geir: Botninum náð
Formaður Framsóknarflokksins, sem hóf umræðuna, bauð þjóðarsátt og þjóðstjórn til að forða þjóðarvoða. Guðni Ágústsson sagði að það mikilvægasta við þessara aðstæður væri að auka útflutningstekjur og gagnrýndi Samfylkinguna fyrir að vilja rústa íslenskan matvælamarkað með tollalækkunum og að leggjast gegn nýjum álverum í Helguvík og við Húsavík.
Gengishækkun krónunnar í dag um tæp þrjú prósent og verðhækkun hlutabréfa um tvö og hálft kættu forsætisráðherra, sem sagði þetta benda til þess að botninum væri náð.
Formaður Vinstri grænna sagði að ríkisstjórnin hefði þurftu að grípa til aðgerða fyrir löngu.
Nú er eftir að sjá hvort Geir hefur á réttu að standa,að botninum sé náð.Vonandi er það rétt,þar eð verðhkkair verða nægar samt.
Björgvin Guðmundsson
Mánudagur, 31. mars 2008
Hvað er að Íslendingum?
Allt frá því sl. haust hefur verið mikil umræða hér á landi um samdrátt og yfirvofandi lækkun á gengi krónunna,sem mundi hækka verð allra innfluttra vara.Það væri byrjuð niðursveifla. Frá nóv. sl. hefur krónan lækkað um 30%. En í þessu árferðu eyða Íslendingar sem aldrei fyrr.Eyðslan stórjókst á fyrstu 2 mánuðum ársins.
Í febrúarmánuði voru fluttar út vörur fyrir 19,5 milljarða króna og inn fyrir tæpa 32 milljarða króna, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni. Vöruskiptin í febrúar, reiknuð á fob verðmæti, voru því óhagstæð um 12,5 milljarða króna. Í febrúar 2007 voru vöruskiptin óhagstæð um 5,5 milljarða króna á sama gengi.
Fyrstu tvo mánuðina 2008 voru fluttar út vörur fyrir 43,7 milljarða króna en inn fyrir 65,6 milljarða króna. Halli var á vöruskiptunum við útlönd, reiknað á fob verðmæti, sem nam tæpum 22 milljörðum en á sama tíma árið áður voru þau óhagstæð um 8,3 milljarða á sama gengi. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 13,6 milljörðum króna óhagstæðari en á sama tíma árið áður.
Fyrstu tvo mánuði ársins 2008 var verðmæti vöruútflutnings 8,9 milljörðum eða 17% minna á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Sjávarafurðir voru 45% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 7,6% minna en á sama tíma árið áður. Útfluttar iðnaðarvörur voru 49% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 0,3% meira en árið áður. Mestur samdráttur varð í útflutningi skipa og flugvéla en einnig dróst útflutningur á áli saman.
Fyrstu tvo mánuði ársins 2008 var verðmæti vöruinnflutnings 4,7 milljörðum eða 7,7% meira á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Mest aukning varð í innflutningi á fólksbílum og eldsneyti og smurolíu en á móti kom samdráttur í innflutningi á flugvélum og fjárfestingavöru.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Áfram mikill halli á vöruskiptum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 31. mars 2008
Það gustar um Ingibjörgu Sólrúnu
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar hefur verið mjög athafnasöm í starfi frá því hún tók við embætti utanríkisráðherra. Hún hefur ferðast víða m.a. til Ísrael og Afganistan og margra fleiri landa,þar eð hún hefur viljað kynna sér málin frá fyrstu hendi.Þetta er mjög virðingarvert.Ingibjörg Sólrún hefur sýnt mikinn dugnað í þessum ferðalögum öllum,þar eð þau geta verið mjög erfið og þreytandi.Ekki hafa allir verið sáttir við þessi ferðalög Ingibjargar. Hún hefur sætt gagnrýni fyrir þau en þannig hefur það alltaf verið Gylfi Þ.Gíslason sætti gagnrýni,þegar hann sem viðskiptaráðherra þurfti að sækja marga fundi hjá OEEC og EFTA og eins var með Halldór Ásgrímsson,þegar hann var utanríkisráðherra og sótti marga fundi erlendis
Ég vona aðeins,að Ingibjörg Sólrún verði eins dugleg í baráttu fyrir helstu málum Samfylkingarinnar svo sem auknum jöfnuði í samfélaginu og bættum kjörum aldraðra og öryrkja.
Björgvin Guðmundsson
Mánudagur, 31. mars 2008
Tekur rikið lán vegna íslensku bankanna?
Ríkissjóður gæti þurft að taka umtalsverð lán til að efla gjaldeyrisforða Seðlabankans, í þeim tilgangi að hrinda því áhlaupi sem spákaupmenn gera nú á íslensku krónuna, að sögn Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, utanríkisráðherra og formanns Samfylkingarinnar. Kom þetta fram í ræðu hennar á fundi flokksstjórnar í gær.
Hún sagði að einnig gæti komið til frekari hækkunar stýrivaxta Seðlabankans, í sama tilgangi. Á málstofu um efnahagsmál voru hagfræðingar sammála um að nauðsynlegt væri að grípa til aðgerða til að verja íslenska bankakerfið.
Friðrik Már Baldursson prófessor sagði að ef einn íslensku bankanna lenti í vandræðum með að greiða afborganir af erlendum lánum sínum myndu allir lenda í vandræðum. Hann sagði að vegna þess vaxtaálags sem nú er á lánum ríkissjóðs myndi það kosta 20 milljarða króna á ári ef ríkissjóður tæki 400 til 500 milljarða kr. lán til að auka við gjaldeyrisforðann. Eðlilegt væri að bankarnir myndu greiða þann kostnað
Þessi tillaga Ingibjargar Sólrúnar er mjög róttæk. Geir Haarde talaði á svipuðum nótum á ársfundi Seðlabankans.Það er rétt hjá Friðrik Má,að ef til slíkrar lántöku kemur,ættu bankarnir að greiða lántökukostnaðinn,þar eð lánið væri þá tekið í þeirra þágu fyrst og fremst. Mönnum fer nú kannski að verða það ljóst,að það var algert óráð að einkavæða alla ríkisbankana. Það hefði átt að halda 1-2 bönkum í eign ríkisins.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Ríkissjóður taki lán |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 31. mars 2008
Jón Baldvin vill reka Davíð
Jón Baldvin Hannibalsson,fyrrverandi utanríkisráðherra,var í Mannamáli í gær í viðtali við Sigmund Erni. Þar sagði hann,að skipta þyrfti um áhöfn Seðlabankans. Seðlabankinn hefði haft 7 ár til þess að gera tilraun með íslensku krónuna sem sjálfstæða mynt,flotkrónu en sú tilraun hefði algerlega mistekist. Þess vegna ætti að skipta um áhöfn. Sigmundur Ernir spurði þá hvort skipta ætti alveg um áhöfn í Seðlabankanum og láta Davíð fara. Jón Baldvin játaði því.
Jón Baldvin talaði jákvætt uim Geir Haarde, sagði,að hann væri vel menntaður hagfræðingur erlendis og kvaðst hafa trú á að hann mundi fljótlega ná áttum í Evrópumálum,þ.e, varðandi afstöðu til ESB.
Björgvin Guðmundsson
Mánudagur, 31. mars 2008
Financial Times segir íslenskt hagkerfi traust
Dálkahöfundur í Financial Times, Wolfgang Munchau, ritar í grein í gær að illkvittinn orðrómur um íslenskt efnahagslíf sé ekki réttlætanlegur. Í greininni kveður við öllu jákvæðari tón en sést hefur í umfjöllun erlendra fjölmiðla um Ísland að undanförnu. Telur Munchau meiri ástæðu fyrir alþjóðlega fjárfesta til að hafa áhyggjur af aukinni verðbólgu í Bandaríkjunum eða samdrætti í Bretlandi heldur en Íslandi.
Munchau telur ýmsa hagvísa sýna að íslenskt hagkerfi sé traust, m.a. vel menntað og sveigjanlegt vinnuafl, lítið atvinnuleysi og traustir lífeyrissjóðir. Vandi hagkerfisins sé ekki fjármálageirinn, heldur miklu frekar innra ójafnvægi í efnahagslífinu, sem komi í veg fyrir að peningamálastefnan virki. Er verðtryggingin þar nefnd til sögunnar og hvernig ríkisrekinn íbúðalánasjóður heldur einkareknum bönkum frá þeim markaði.
Þessi skrif FT eru mun jákvæðari en skrif margra annarra breskra blaða að undanförnu. Geir Haarde forstætisráðherra lét ummæli falla á ársfundi Seðlabankans sem túlkuð eru þannig,að íslenska ríkið muni verða bönkunum sá bakhjarl hér sem dugi.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
FT segir íslenskt hagkerfi traust |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 31. mars 2008
Vörubílstjórar lokuðu Ártúnsbrekku og Reykjanesbraut í morgun
Búið er að staðfesta lokanir á Ártúnsbrekku til austurs og vesturs. Einnig er búið að loka á Reykjanesbraut við Vogaafleggjara. Að sögn Kristjáns Ólafs Guðnasonar hjá Umferðardeild lögreglunnar er ráðlegt fyrir fólk að halda sig heima, hlusta á fréttir og meta ástandið.Eftir um klukkutímastöðvun opnuðu bílstjórar á ný.
Það er að sjálfsögðu stórhættulegt að loka aðalumferðaræðunum út úr borginni. En almenningur hefur tekið aðgerðum bílstjóranna af furðumikilli ró og Mbl. skrifaði leiðara um málið af miklum skilningi á málstað bílstjóranna. Þetta sýnir ef til vill best hve mikil ólga og undiralda er í þjóðfélaginu. Það er mikil óánægja með miklar eldsneytishækkanir og gengishrunið veldur miklum hækkunum sem almenningur finnur illilega fyrir.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Lokanir á Ártúnsbrekku og Reykjanesbraut |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)