Þriðjudagur, 15. apríl 2008
Neytendasamtökin vilja bæta verðmerkingar
Neytendasamtökin hvetja neytendur til að taka þátt í samstilltu átaki á morgun á milli 15 og 18. Markmiðið er að hvetja verslanir til að sinna verðmerkingum betur og sjá til þess að þær séu ávallt réttar og til staðar.
Á vef Neytendasamtakanna kemur fram að allar vörur eiga að vera verðmerktar enda sé það forsenda þess að neytendur geti tekið meðvitaða ákvörðun við kaup. Því miður er allt of algengt að verðmerkingar vanti eða að verðupplýsingar séu rangar og slíkt er ólíðandi. Í matvöruverslunum getur verð á hillukanti verið annað en verð á kassa og dæmi eru um að tilboðsverð skili sér ekki á kassann.
Átakið felst í því að virkja sem flesta neytendur því með samtakamætti getum við haft áhrif og gert seljendum ljóst að við sættum okkur ekki við ófullnægjandi, rangar eða jafnvel engar verðupplýsingar," að því er segir á vef Neytendasamtakanna.
Það ber að þakka Neytendasamtökunum fyrir þetta framtak.Verðmerkingar eru í miklum ólestri og mikil þörf á að gera átak til þess að bæta þar úr.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Neytendasamtökin með átak í verslunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 15. apríl 2008
Gjaldeyrisvarasjóðurinn verður aukinn
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, sagði á Alþingi í dag að enginn ágreiningur sé milli ríkisstjórnarflokkanna eða ríkisstjórnar og Seðlabanka um að stækka þurfi gjaldeyrisvaraforðann. Sagði Ingibjörg Sólrún mikilvægt, að bankarnir geti, ef þörf krefur, leitað eftir lausafé til Seðlabankans, sem eigi að vera lánveitandi til þrautavara.
Ingibjörg Sólrún var að svara Valgerði Sverrisdóttur, þingmanni Framsóknarflokks, sem vildi vita hvort ágreiningur væri um það innan ríkisstjórnarinnar eða á milli ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans um það hvort bönkunum verði komið til bjargar. Vísaði Valgerður til ummæla, sem ráðherrar og Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, hafa viðhaft í fjölmiðlum.
Það er gott að enginn
ágreiningur er um aukningu gjaldeyrisvarasjóðsins. Nauðsynlegt er að auka hann hið bráðasta.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Enginn ágreiningur um að auka þurfi gjaldeyrisforðann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 15. apríl 2008
Fjármálaráðuneytið spáir 16-17% lækkun fasteigna
Í Þjóðarbúskapnum, þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins er því spáð að fasteignaverð muni lækka um 16 til 17 prósent fram til ársins 2010. Þetta er um helmingi minni lækkun en Seðlabankinn gerir ráð fyrir í nýjustu útgáfu Peningamála.
Ráðuneytið gerir ráð fyrir 0,5 prósenta hagvexti í ár. Gert er ráð fyrir að ál útflutningur aukist um 70 prósent en að innflutningur muni dragast saman. Á næsta ári mun hagvöxturinn dragast saman um 0,7 prósent og er þó gert ráð fyrir álversframkvæmdum í Helguvík en þetta er í fyrsta sinn sem sú framkvæmd er tekin inn í þjóðhagsspá. Árið 2010 er síðan gert ráð fyrir 0,10 prósenta hagvexti.
Viðskiptahallinn mun að mati ráðuneytisins dragast saman. Hann verður 13,2 prósent í ár en árið 2010 verður hann orðinn 6,6 prósent.
Gert er ráð fyrir 1,9 prósent atvinnuleysi í ár, 3,8 prósent á næsta ári og 3,5 prósentum árið 2010.
Verðbólgan verður samkvæmt spánni 8,3 prósent í ár og síðan er gert ráð fyrir að hún fari minnkandi. Spáð er 3,9 prósenta verðbólgu á næsta ári og ráðuneytið gerir ráð fyrir að verðbólgumarkmiðum Seðlabankans, 2,5 prósent, verði náð árið 2010.
Þetta er betri spá en svarta spá Seðlabankans. Ég tel meiri líkur á að spá ráðuneytisins gangi eftir en spá Seðlabankans.En vissulega er spá ráðuneytisins samt nógu dökk.8,3% verðbólga í ár er allof mikil verðbólga og setur kjarasamningana í uppnám.
Björgvin Guðmundsson
Í
Þriðjudagur, 15. apríl 2008
Seðlabankanum hefur mistekist
Seðlabankinn hækkaði fyrir skömmu stýrivexti í 15,5%. Þeir voru þá hækkaðir um 1/2 prósntustig og var þetta 21.stýrivaxtahækkun Seðlabankans. Frá því að þessi síðasta vaxtahækkun Seðlabankans tók gildi hefur gengi krónunnar haldið áfram að lækka. En það var einn helsti tilgangur vaxtahækkunarinnar að styrkja krónuna og lækka verðlag á þann hátt.Seðlabankinn hefur sl. 7 ár stanlaust hækkað stýrivexti í þeim tilgangi að lækks verðbólguna. En verðbólgan hefur á þessu tímabili aukist en ekki minnkað.Aðgerðir Seðlabankans hafa algerlega mistekist.Þorvaldur Gylfason prófessor telur,að Seðlabankinn hafi brugðist við alltof seint. Hann hafi byrjað of seint að hækka stýrivexti og í of litlum skrefum til að byrja með. Í dag er alveg ljóst,að vaxtahækkun Seðlabankans hefur engin áhrif. Verðbólgan heldur áfram að aukast þrátt fyrir aðgerðir Seðlabankans og gengi krónunnar heldur áfram að lækka.Peningamálastefna Seðlabankans hefur brugðist. Tveir kennarar við háskólann telja,að skipta verði um áhöfn í Seðlabankanum.Það eru þeir Þorvaldur Gylfason prófessor og Gylfi Magnússon dósent,sem setja þessa skoðun fram og undir hana tekur Jón Baldvin Hannibalsson,fyrrverandi ráðherra.
Miklar umræður eiga sér nú stað um efnahagsmálin á Íslandi. Verðbólgan æðir áfram og getur farið fljótlega í tvegga stafa tölu. Því er jafnvel spáð,að hún gæti farið í 15%.Viðskiptahallinn er mjög mikill og bankarnir eiga í erfiðleikum með að útvega sér lánsfé erlendis vegna hás skuldatryggingarálags. Allir íslensku viðskiptabankarnir hafa skuldsett sig óeðlilega mikið. Þeir hafa farið óvarlega í lántökum erlendis og eiga nú í erfiðleikum með endurfjármögnun. Ef þeir geta ekki endurfjármagnað sig eru þeir í vondum málum. Ríkisstjórnin hefur sagt,að hún standi við bakið á bönkunum á sama hátt og ríkisstjórnir erlendis geri gagnvart sínum bönkum.Ég tel ekki koma til greina,að ríkissjóður eða Seðlabanki leggi framlög ( styrki) til bankanna. Þeir hafa grætt mikið undanfarin ár og hafa hirt gróðann sjálfir. Þeir verða sjálfir að koma sér út úr þeim vandræðum,sem þeir hafa komið sér í. Ef undirstöður bankanna fara að bila kæmi til greina að þjóðnýta bankana,eins og Þorvaldur Gylfason.hefur lagt til og að selja þá síðan á ný til aðila,sem kunna að reka banka.
Björgvin Guðmundsson
www.gudmundsson.net
Þriðjudagur, 15. apríl 2008
Öryrkinn fær 95oo kr., hækkun fyrir skatt en láglaunamaðurinn 18000 kr.!
Öryrkjabandalagið birtir á heimasíðu sinni dæmi um þær hækkanir,sem öryrkjar fá á lífeyri sínum við breytingar 1.apríl og 1.janúar sl. Ekki er unnt að hrópa þátt húrra fyrur þessum hækkunum.
Einhleypur öryrki fær 9500 kr. hækkun fyrir skatt á sama tíma og þeir lægst launuðu á vinnumarkaðnum fá 18000 kr. hækkun.Loforð um að aldraðir og öryrkjar fái sömu hækkun og láglaunafólk hefur verið svikið. Eftir skatt gerir hækkun öryrkja aðeins 8 þús. krónur.Heimilisuppbót er hér reiknuð með en ekki aldurstengd uppbót þar eð það er svo misjafnt hvernig hún virkar. Það fer eftir því hvað öryrkinn var gamall þegar hann varð öryrki. Hér er um að ræða hækkun 1.apríl um 4 % í kjölfar kjarasamninga,sem veittu 15% kauphækkun og hækkun 1.janúar sl. vegna hækkana sl. ár(3,3%).
Hvað eiga þessar smáskammtalækningar að þýða? Eru þetta efndir kosningaloforðanna um að leiðrétta lífeyri aldraðra og öryrkja vegna misréttis undanfarinna ára?
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 15. apríl 2008
Eftirlýsti Pólverjinn handtekinn
Pólskur karlmaður, sem er búsettur hérlendis og er eftirlýstur í heimalandi sínu vegna gruns um aðild að morði, var handtekinn um sjö leytið í gærkvöld, að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Handtökubeiðni barst lögreglunni frá pólskum yfirvöldum síðdegis og var maðurinn handtekinn í kjölfarið. Rætt var við þennan Pólverja í kastljósi RUV í gærkveldi.Pólverjinn var hinn rólegasti og svaraði öllum spurningum vel og yfirvegað. Hann var alls ekki glæpamannslegur. Síðan var rætt við löreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu og hann staðfesti,að umræddur Pólverji væri grunaður um aðild að morði. Lögreglustjóri skýrði vel hvað við væri að etja í viðureign við glæpamenn . Ekki er unnt að handtaka útlendinga,sem hér dvelja vegna afbrota erlendis nema handtökubeiðni berist.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Efirlýstur maður handtekinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 15. apríl 2008
Nauðþurftir hafa snarhækkað í verði
Uppþot víða um heim, allt frá Haítí til Bangladesh og Egyptalands, vegna snarhækkandi verðs á nauðþurftum hafa beint athygli heimsbyggðarinnar að þeim vaxandi vanda sem verðhækkun á matvælum er orðin.
Fjármálaráðherrar sem komu saman í Washington um síðustu helgi voru í áfalli, og vissu vart sitt rjúkandi ráð, sagði bandaríski hagfræðingurinn Jeffrey Sachs, yfirmaður Jarðar-stofnunarinnar við Columbia-háskóla, við CNN.
Þetta er aðal fréttin í heiminum núna, sagði Sachs um hækkun matvælaverðs.
Robert Zoellick, framkvæmdastjóri Alþjóðabankans, sagði á fundi með ráðherrunum, að á undanförnum tveim mánuðum hefði verð á hrísgrjónum snarhækkað, um allt að 75% að meðaltali í heiminum, og meira á sumum mörkuðum.
Í Bangladesh kosti tveggja kílóa poki af hrísgrjónum nú um það bil helminginn af daglegum tekjum fátækrar fjölskyldu.
Verð á hveiti hefur hækkað um 120% undanfarið ár, sagði Zoellick.
Þetta er alvarlegasta málið í heiminum í dag. Það er ljóst,að þróuðu þjóðirnar,iðnaðarþjóðirnar verða að koma þeim þjóðum til hjálpar,sem geta ekki brauðfætt sig í dag vegna verðhækkana á matvælum, Hrísgrjón hafa hækkað um 75% og hveiti um 120%.Við verðum að koma til hjálpar.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Fjármálaráðherrar í áfalli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 15. apríl 2008
96 hjúkrunarfræðingar hætta á Landspítala 1.mai
Engir fundir hafa verið milli hjúkrunarfræðinganna og yfirstjórnenda LSH síðan 1. apríl sl. og engir fundir verið boðaðir á næstunni. Þetta er algjör pattstaða, segir Þórdís. Ekkert heyrist frá stjórnendum. Þeir halda sínu til streitu líka, segir hún. Á síðasta fundi hafi stjórnendur lagt fram tillögur sem Þórdís segir hjúkrunarfræðinga ekki hafa getað sætt sig við.
Þetta er alvarlegt ástand. Ef 96 hjúkrunarfræðingar ganga út 1.mai getur Landspítalinn stöðvast.Með því að hér er um uppsagnir að ræða geta stjórnvöld ekkert gert.Þau geta með lögum framlengt samninga og bannað verkföll,þegar um verkföll er að ræða en þau ráða ekki við uppsagnir. Svo virðust sem stjórnvöld taki ekki með alvöru á þessu máli,þar eð engir fundir hafa verið með fólkinu í hálfan mánuð.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Algjör pattstaða – engir fundir og uppsagnir standa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 15. apríl 2008
Landspítalinn í heild ekki einkavæddur
Landspítalinn verður ekki einkavæddur í heild sinni á næstu árum, segir annar forstjóra hans. Það sé hins vegar rétt að skoða hvaða hluta starfsemi hans megi bjóða út. Heilbrigðisráðherra skipaði sjö manna nefnd um málefni Landspítalans í lok október og á hún að sinna eftirliti með starfsemi spítalans og veita ráðherra ráðgjöf um málefni hans.
Vilhjálmur Egilsson, formaður nefndarinnar, sagði í fréttum Sjónvarps í gær að öll rekstrarform kæmu til greina á spítalanum, einkarekstur jafnt sem opinber. Nefndin mun kynna tillögur sínar um breytingar á stjórnskipulagi og rekstri spítalans í júní.
Anna Stefánsdóttir, forstjóri Landspítalans telur það hverri stofnun hollt að horfa inn á við og skoða reksturinn á hverjum tíma. Stjórnskipulag Landspítalans hefur verið óbreytt í fjögur ár og því tími kominn til að endurskoða það. Margir kippast við þegar talað er um einkarekstur í heilbrigðisgeiranum, ekki síst ef Landspítalinn allur er undir, eins og mátti skilja á nefndarformanninum í gær. Nefndin fundaði með á þriðja hundrað stjórnendum spítalans á fimmtudag og fór yfir ýmsar hugmyndir um reksturinn. Anna er þeirrar skoðunar að Landspítalinn í heild sinni skuli ekki einkavæddur. Hún er þó ekki á móti að hluti starfseminnar fari í útboð.
Það eru ef til vill ekki miklar fréttir,að Landspitalinn í heild verði ekki einkavæddur.Það hefur enginn búist við því. Það er ekki meirihluti fyrir því á alþingi.Hins vegar undirrstrikar Anna Stefánsdóttir það sem menn hafa óttast,að einstakir hlutar spítalans verði hugsanlega boðnir út og settir í hendur einkaaðila til reksturs.Það er þegar búið að bjóða út fyrsta hlutann,þ.e. heilabilunardeild Landspítalans á Landakoti og semja við einkaaðila um rekstur þeirrar deildar. Það kostaði nokkru meira en Landspítalinn hefur greitt fyrir rekstur deildarinnar. Það er ef til vill markmið Guðlaugs Þór að borga meira fyrir rekstur Landspítakans en þörf krefur.Það er búið skera rekstur spítalans svo mikið niður að einkaaðilar treysta sér ekki til að reka deildirnar fyrir sama pening og Landspítalinn sjálfur.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)