Fimmtudagur, 17. apríl 2008
Orkuveitan má aðeins eiga 3% í Hitaveitu Suðurnesja
Orkuveita Reykjavíkur má ekki eiga meira en 3% hlut í Hitaveitu Suðurnesja samkvæmt fyrirmælum Samkeppniseftirlitsins. Þarf OR að gera breytingar á eignarhaldi sínu en félagið hafði tryggt sér 16,58% og að auki gert samning um að allt að 15,4% hlut af Hafnarfjarðarbæ.
Þarf OR því að breyta eignarhaldi sínu á HS, samkvæmt fyrirmælum Samkeppniseftirlitsins. Þangað til er Orkuveitunni óheimilt að hafa áhrif á viðskiptalegar ákvarðanir Hitaveitunnar og taka við frá Hitaveitunni eða miðla til hennar hvers konar upplýsingum sem áhrif geta haft á samkeppni milli fyrirtækjanna.
Samkeppniseftirlitið komst að þeirri niðurstöðu að eignarhald Orkuveitunnar á stórum hlut í Hitaveitu Suðurnesja, öflugum keppinauti sínum, myndi hafa skaðleg áhrif á samkeppni.
Þessi úrskurður er mikil tíðindi. Hann þýðir að Orkuveitan verður að selja 16,5 % hlut sinn í HS og getur ekki keypt 15,4% hlut Hafnarfjarðarbæjar.Ekki var reiknað með að úrskurður Samkeppniseftirlitsins yrðu eins strangur og raun ber vitni. Spurningin er sú hvort OR stofnar eitthvað dótturfyrirtæki,sem fái hlutina í HS eða hvort það er leyfilegt.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
OR má eiga 3% hlut í Hitaveitu Suðurnesja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 17. apríl 2008
Lánshæfismat ríkissjóðs lækkað
Matsfyrirtækið Standard & Poor's greindi frá því í dag að það hefði lækkað lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs á erlendum langtímaskuldbindingum í A úr A+ og á langtímaskuldbindingum í íslenskum krónum í AA- frá AA. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Seðlabanka Íslands.
Einkunnir fyrir skammtímaskuldbindingar í erlendri mynt A-1 og íslenskum krónum A-1+ voru staðfestar.
T&C matið hefur einnig verið lækkað í AA úr AA+ og eru horfur fyrir langtímaskuldbindingar ríkissjóðs neikvæðar.
Standard & Poor's tilkynnti 1. apríl, að lánshæfiseinkunnir ríkisins, Landsvirkjunar og Íbúðalánasjóðs, hefðu verið teknar til athugunar, einkum vegna skorts á upplýsingum um hvernig íslensk stjórnvöld ætla að takast á við aukin efnahagsleg viðfangsefni. Þau verkefni komi að mestu til vegna þrýstings í tengslum við lánsfjármögnun Íslands í erlendum gjaldmiðli sem gæti leitt til beins opinbers stuðnings við þrjá stærstu bankana.
Það eru slæmar fréttir,að lánshæfismat ríkissjóðs skuli hafa verið lækkað. Það getur haft áhrif á lánskjör ríkissjóðs,ef ríkið þarf að taka lán erlendis til þess að auka við gjaldeyrisvarasjóðinn. Hins vegar stendur ríkissjóður mjög sterkt,t.d. skuldar hann ekkert erlendis.
Björgvin Guðmundssin
![]() |
Lánshæfiseinkunnir lækkaðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 17. apríl 2008
Fá algera hungurlús úr lífeyrissjóði
Einhleypir eldri borgarar,sem hafa rúmar 25 þús kr. úr lífeyrissjóði á mánuði fá 113.430 kr. á mánuði. frá almannatryggingum.Þetta er eftir skatta.Alls hafa þeir því 138.000 kr. á mánuði með lífeyrissjóðstekjunum.Þeir fá enga uppbót eins og þeir,sem ekkert hafa úr lífeyrissjóði.Þeir fengu 4% hækkun vegna kjarasamninganna á sama tíma og láglaunafólk fékk 15% hækkun (18000 kr.) og um áramót fengu þeir 3.3% hækkun.Þetta er alger hungurlús,sem þeir fá og hafa úr lífeyrissjóði og svo er um mjög marga,sem hafa 25-50 þús. á mánuði úr lífeyrissjoði. Þeir eru lítið betur settir en þeir sem ekkert hafa úr lífeyrissjóði.
Björgvin Guðmundsson
Fimmtudagur, 17. apríl 2008
Skólagjöld bakdyramegin
Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, hefur sent frá sér ályktun og skýrslu vegna frumvarps til laga um opinbera háskóla sem tekið verður fyrir á Alþingi í dag. Hvetur félagið þar ráðamenn þjóðarinnar til að vanda sérlega til verka við afgreiðslu frumvarpsins."
Í ályktuninni kemur fram að félagið harmi að nýtt frumvarp til laga um opinbera háskóla feli í sér fækkun fulltrúa stúdenta í háskólaráði og að í frumvarpinu sé háskólaráði veitt það lögformlega hlutverk að koma með tillögur um hækkun skrásetningargjalda við Háskóla Íslands.
Í ályktun Vöku segi m.a.:
Vaka harmar einnig að í frumvarpinu sé háskólaráði veitt það lögformlega hlutverk að koma með tillögur um hækkun skrásetningargjalda við Háskóla Íslands, enda eru skrásetningargjöld ekkert annað en skólagjöld að mati Vöku. "
Það er rétt hjá Vöku,að skrásetningargjöldin eru ekkert annað en dulbúin skólagjöld. Þessi gjöld hafa verið að smáhækka gegnum árin og eru nú komin í 45-50 þúsund kr. Það er mikið hærra en kostnaður við skrásetningu eða innritun. Þessi gjöld eru þegar orðin allof há en greinilega er ætlunin að hækka þau enn meira. Það verður að stöðva.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Harma tillögur um að fækka fulltrúum stúdenta í háskólaráði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 17. apríl 2008
Auka þarf þorskkvótann á ný
Guðjón Arnar,formaður Frjálslynda flokksins, gerði ástand þorskstofnsins að umtalsefni á alþingi í gær,m.a. i tilefni að nýlegu togararalli.Guðjón Arnar sagði,að þorskveiði hefði verið mjög góð að undanförnu og meiri en niðurskurður þorskveiðiheimilda gæfi tilefni til. Mætti búast við miklu brottkasti á næstunni.Guðjón skoraði á sjávarútvegsráðherra að auka þorskkvótann á ný. Nýlegt togararall leiddi í ljós,að þorskstofninn er að braggast.Fram kom 12% aukning milli ára.
Björgvin Guðmundsson
Fimmtudagur, 17. apríl 2008
Fá eldri borgarar meiri hækkun en þeir lægst launuðu á almennum vinnumarkaði?
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir,þingmaður Samfylkingarinnar, er ötull baráttumaður fyrir bættum kjörum aldraðra og öryrkja og mikill stuðningsmaður Jóhönnu Sigurðardóttur. Hún ritar grein í Fréttablaðið í dag um það sem áunnist hefur í málefnum aldraðra og öryrkja í tíð þessarar ríkisstjórnar.Ég vil gera eina athugasemd við þessa grein.
Ásta Ragnheiður segir,að lífeyrisþegar hafi fengið 9400 kr. hækkun á lífeyri í kjölfar kjarasamninga og að meðtalinni hækkun um síðustu áramót. En síðan leggur hún við þessa hækkun 15 þús. kr. hækkun fyrir skatta,sem hún segir,að þeir sem ekkert hafi úr lífeyrissjóði fái 1.júlí n.k. Og þá verði þeir komnir með meiri hækkun en þeir lægst launuðu á almennum vinnumarkaði eða alls 24.400 kr. Þessar 25 þúsund krónur,sem verða ekki nema 8 þúsund krónur þegar búið er að skerða þær og skattleggja, koma aðeins í hlut lítils hóps aldraðra.Hinir fá ekkert,sem hafa einhverja hungurlús úr lífeyrissjóði. En ef þessar 15000 kr. fyrir skatta,sem Ásta Ragnheiður talar um, hafa eitthvað með kjarasamningana að gera þá hefðu þær átt að borgast úr 1.febrúar eins og 18000 kr. sem tugir þúsunda verkafólks fengu 1.febrúar.
Það munar um það,sem gert hefur verið en ég sakna þess,að ekki skuli gerðar ráðstafanir,sem gagnast öllum ellilífeyrisþegum og öryrkjum.En að sjálfsögðu mundu bætur hækka mismikið eftir aðstæðum þó um almennar ráðstafanir væri að ræða. En það væri þá ekki verið að skilja stóra hópa eftir eins og nú er gert.
Björgvin Guðmundsson