Laugardagur, 26. apríl 2008
Bankarni komi sér upp varasjóði
Geir Haarde forsætisráðherra segir það athyglisverða hugmynd hjá Björgólfi Guðmundssyni, stjórnarformanni Landsbankans, að stofnaður verði þjóðarsjóður. Geir vill hins vegar að bankarnir sjálfir komi sér upp varasjóði.
Björgólfur stakk upp á því í ræðu sem hann hélt á aðalfundi bankans á miðvikudag að Íslendingar kæmu sér upp þjóðarsjóði sem hefði tekjur af auðlindum lands og hugviti þjóðarinnar. Sjóðurinn myndi stuðla að stöðugleika og með honum væri unnt að verja efnahagslífið fyrir áföllum á borð við þau sem dunið hafa yfir undanfarna mánuði.
Björgólfur sagði að vildu Íslendingar halda sjálfstæðri efnahagsstjórn, eigin gjaldmiðli og óbreyttri þátttöku í alþjóðaviðskiptum, væri nauðsynlegt að koma upp mjög öflugum varasjóði.
Geir Haarde forsætisráðherra segir hugmyndina um þjóðarsjóð athyglisverða. Norðmenn hafi olíusjóðinn en íslenska lífeyrissjóðskerfið sé sambærilegt við hann. Það væri gagnlegt að byggja upp öflugan varasjóð. Á hinn bóginn megi halda því fram að skuldlaus ríkissjóður jafngildi varasjóði, því hann hafi mikla möguleika að afla sér fjármuna.
Ég tek undir þá hugmynd,að bankarnir komi sér upp varasjóði. Ef einhverjir eiga að leggja til hliðar vegma áfalla sem fjármálakerfið getur orðið fyrir eru það bankarnir. Mestu vandræðin í fjármálakerfinu í dag eru hjá bönkunum.Þeir verða axla ábyrgðina.Þeir þurfa að leggja til hliðar og þeir þurfa að koma sér út úr þeim erfiðleikum,sem þeir hafa komið sér í.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 26. apríl 2008
Græðir ríkisstjórnin á eldri borgurum
Það hefur áður komið fram,að það kostar ríkisstjórnina lítið sem ekkert að draga úr tekjutengingum tryggingabóta vegna atvinnutekna aldraðra.Háskólinn á Bifröst kannaði og reiknaði út,að ef 30% eldri borgara færu á vinnumarkaðinn fengi ríkið 4 milljarða í skatttekjur á ári af atvinnutekjum þeirra. Það er nálægt því sem það kostar að setja 100 þúsund króna frítekjumark á mánuði vegna atvinnutekna aldraðra,þ.e, aldraðir mega hafa 100 þús. kr. á mánuði í atvinnutekjur án þess að það skerði lífeyrir þeirra frá almannatryggingum. En nú hefur komið fram,að ríkisstjórnin sparar 3,3 milljarða króna á ári vegna þess að hún víkur frá samkomulagi sem gert var 2006 um breytingar á lífeyrir lífeyrisþega vegna nýrra kjarasamninga.Það var samið um það 2006,þegar samkomulag LEB og ríkisstjórnar var gert,að við nýja kjarasamninga skyldi lífeyrir aldraðra og öryrkja miðaður við lágmarks tekjutryggingu í dagvinnu en ekki meðaltal taxta lægstu launa. Nú var samið um 145 þúsund kr. lágmarks tekjutryggingu á mánuði og enda þótt lífeyrisþegar hefðu átt að fá þá upphæð einnig fengu þeir ekki nema 135.900 kr. samkvæmt úrskurði fjármálaráðherra.Það vantar 9100 kr. á mánuði upp á það sem samið var um 2006 eða 3,3 milljarða á ári. Ríkið getur notað þessa 3,3 milljarða til þess að gera aðrar lítils háttar lagfræðingar fyrir aldraða og öryrkja og kemur sennilega út með gróða!
Björgvin Guðmundsson
Laugardagur, 26. apríl 2008
Ingibjörg Sólrún i Svalbarða í gær
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,utanríkisráðherra,sýndi á sér nýja hlið í gær,er hún kom fram í Svalbarða,nýjum sjónvarpsþætti Þorsteins Guðmundssonar.Það var létt yfir henni,hún hló og skemmti sér og hafði gaman af viðtali Þorsteins og nýjum sjónvarpsþætti hans.Þorsteinn tók ítarlegt viðtal við Ingibjörgu Sólrúnu í léttum dúr. Hann ræddi m.a. öll ferðalög hennar og hvort þau væru nauðsynleg. Ingibjörg Sólrún svaraði þeirri spurningu vel og rökstuddi skilmerkilega hvers vegna nauðsynlegt væri fyrir utanríkisráðherrann þyrfti að fara í öll þessi ferðalög. Þáttur Þorsteins,Svalbarði,er nýstárlegur. Þetta er sæmilegur þáttur,Þorsteinn er sjálfur mjög skemmtilegur,mikill húmoristi og góður leikari.
Björgvin Guðmundsson
Laugardagur, 26. apríl 2008
útlit fyrir , að hjúkrunarfræðingar gangi út
Ekkert miðar í samkomulagsátt í deilunni. Það er enginn grundvöllur fyrir því að semja, segir Vigdís Árnadóttir, trúnaðarmaður skurðhjúkrunarfræðinga. Við munum ekki hætta við vaktabreytingarnar, segir Anna Stefánsdóttir, settur forstjóri LSH.
Landlæknir segir erfitt að meta hversu lengi skurðdeildirnar geti haldið uppi neyðarþjónustu komi til uppsagna um hundrað hjúkrunarfræðinga. Þolmörkin eru væntanlega nokkrir dagar en svo fer að gæta þreytu hjá þeim sem halda uppi þjónustunni, segir Sigurður.
Landlæknir ræddi við stjórnendur spítalans og starfsmenn í gær. Hann segir landlæknisembættið ekki blanda sér í kjaradeilur en þegar deilan fari að hafa áhrif á þjónustu við sjúklinga, þá fer þetta að verða okkar mál, segir Sigurður.
Við hófum samræður við starfsmenn deildanna fyrir fjórum árum og fólum fólki að vinna að ákveðnum hugmyndum sem ekki hefur gengið eftir, segir Anna Stefánsdóttir og vísar á bug orðum Erlu Bjarkar Birgisdóttur í Morgunblaðinu í gær um að hjúkrunarfræðingar hafi fyrst heyrt af breytingunum í janúar sl. og við höfum tölvupósta sem sanna það, segir Anna. Neyðaráætlun verður kynnt opinberlega á miðvikudag.
Það er grafalvarlegt mál,ef 96 hjúkrunarfræðingar ganga út. Landlæknir telur,að ekki verði unnt að
halda uppi bráðnauðsynlegri þjónustu ( neyðarþjónustu) á spítalanum nema í fáa daga eftir að 96 hjúkrunarfræðingar ganga út. Það er eitthvað mikið að á Landspítalanum og í yfirstjórn heilbrigðismála. Forstjórinn var flæmdur í burtu þó öllum bæri saman um að hann væri mjög hæfur í starfi og hefði unnið gott starf.Það er skellt á róttækri breytingu á vaktafyrirkomulagi án samráðs við hjúkrunarfræðinga með þeim afleiðingum að þeir segja upp og hætta. Svona á ekki að reka fyrirtæki í dag.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Stál í stál á Landspítala |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |