Allt í hnút á Landspítalanum

Skurð- og svæfingahjúkrunarfræðingum á Landsspítala segjast ekki sjá sér ekki fært að verða við tilmælum stjórnenda spítalans um að fresta uppsögnum, sem taka eiga gildi 1. maí. Þetta var ákveðið á fundi hjúkrunarfræðinga nú síðdegis. Ekki hafa fengist viðbrögð frá stjórnendum sjúkrahússins enn.

„Ekkert hefur komið fram sem bendir til samningsvilja yfirmanna um að hvikað verði frá fyrirhuguðum breytingum á vaktafyrirkomulagi. Við vísum ábyrgð á því ástandi sem kann að skapast á hendur yfirmanna og heilbrigðisráðherra um leið lýsum við vantrausti á yfirstjórn LSH.

Skurð- og svæfingarhjúkrunarfræðingar sjá sér ekki fært að halda áfram störfum undir þessum kringumstæðum þar sem við teljum að eingöngu sé verið að fresta vandamálinu til 1. október," segir í yfirlýsingunni, sem var lesin upp á blaðamannafundi í höfuðstöðvum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga í Reykjavík nú síðdegis.

Stjórnendur Landspítala ákváðu í gær, að fresta til 1. október breytingum á vaktakerfi, sem áttu að taka gildi 1. maí.  Anna Stefánsdóttur og Björn Zoëga, sem hafa verið sett til að gegna starfi forstjóra til hausts, sögðu á blaðamannafundi í gær, að mikilvægt væri að tryggja öryggi sjúklinga og hagsmuni starfsmanna og samfara því skipti miklu máli að nýja vaktafyrirkomulagið samrýmdist þeim kröfum sem þyrfti að uppfylla í tengslum við vinnutímatilskipun Evrópusambandsins, sem hefði verið innleidd með breytingum á lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum.

Björn sagði að óhjákvæmilegt hafi verið að grípa í taumana með fyrrgreindum hætti. Óformlegar viðræður frá 2004 hafi ekki dugað, óskað hafi verið eftir meira samráði og með frestun sé rétt fram sáttarhönd í þeirri von að málið leysist.

Það eru mikil vonbrigði ,að hjúkrunarfræðingar skyldu ekki  treysta sér til þess að fallast á frest til hausts.En þeir segja,að ekki sé meiningin að nota tímann til þess að koma til móts við starfsfólkið heldur sé einungis meiningin að  fresta gildistöku nýja vaktafyrirkomulagsins. Það er því skiljanlegt að starfsfólkið hafi ekki treyst sér til þess að fallast á frestinn.En það er óskiljanlegt hvernig yfirstjórn spítalans hefur getað komið öllum málum þar í jafn mikinn hnút og raun ber vitni. Fyrst er forstjórinn flæmdur burtu og síðan hætta 100 hjúkrunarfræðingar störfum.Hvað er að  gerast? Það er of seint að bjóða frest á nýju vaktafyrirkomulagi 2 dögum áður en það átti að taka gildi. Það átti að bjóða frest fyrir mörgum vikum.Það er klaufalega að málum staðið.

 

Björgvin  Guðmundsson


 

Fara til baka 


mbl.is Uppsagnirnar standa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kvótinn: Braskað með 1000 milljarða

Rætt var á alþingi í dag  um þingsályktunartillögu nokkurra þingmanna um að  Ísland samþykki  álit Mannréttindanefndar Sþ. um kvótakerfið.Harðar deilur urðu um málið. Grétar Mar þingmaður frjálslyndra sagði,að  nokkrir útvaldir hefðu fengið fiskveiðiheimilildirnar  "gefins" í upphafi. Heimildirnar væru nú að verðmæti um 1000 milljarðar.Þær væri braskað með. Jón Magnússon þingmaður frjálslyndra spurði Karl Matthíasson þingmann Samfylkingar hvort hann samþykkti að ríkisstjórnin yrði við kröfu Mannréttindanefndar Sþ. um breytingar á kvótakerfinu. Karl svaraði því játandi.

Álit MANNRÉTTINDANEFNDAR SÞ. er bindandi. Það verður að fara eftir því og breyta kvótakerfinu eins og nauðsynlegt  er vegna álitsins.

 

 

 

Björgvin Guðmundsson


Samræmd próf í grunnskólum byrjuð

Samræmd próf í 10. bekk grunnskóla landsins hófust í morgun og var fyrsta prófið í íslensku. Alls eru prófin sex talsins, en auk íslensku er prófað í ensku, náttúrufræði, samfélagsfræði, dönsku og stærðfræði. Síðasta prófið fer fram 8. maí nk. Alls taka 4000 nemendur prófið.
Það er alltaf mikill  viðburður þegar samræmdu prófin í grunnskólum byrja. Prófin reyna á hvern og einn nemanda.Á þessum tíma er farið að sumra,sól skín og hlýindi aukast. Það er því freistandi fyrir krakkana að vera úti í góða veðrinu en þau verða flest hver að neita sér um það  og lesa fremur undir próf.
Björgvin Guðmundsson
  • Steyptist í heiminn

mbl.is Samræmdu prófin hafin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lægstu laun komin langt fram úr lífeyri aldraðra! Gliðnun byrjuð á ný

Samkvæmt línuriti,sem ég er með fyrir framan mig yfir  bætur almannatrygginga og  dagvinnutekjutryggingu verkafólks eru lægstu laun verkafólks ( dagvinnutekjutrygging verkafólks) nú komin langt fram úr  lífeyri aldraðra og öryrkja ( grunnlífeyrir,tekjutryggging og heimilisuppbót). Lægstu laun eru 145 þús. á mánuði en  hæsti

llfeyrir frá TR 135.900. fyrir einhleypinga. En samkvæmt línuritinu  var lífeyrir lífeyrisþega hærri en  lægstu laun í mörg ár þar á undan. Ástæða þessa  er sú,að  lífeyrisþegar fengu ekki rétta uppbót á lífeyri sinn í kjölfar kjarasamninganna í febrúar. Það vantar 9100 kr.  upp á á mánuði að uppbæðin  sé rétt miðað við þau viðmið,sem samið var um 2003 og 2006. Þetta eru 3,3 milljarðar á ári. Fjármálaráðherra reiknaði út uppbót lífeyrisþega og hann hefur vanreiknað hana. Þetta verður að leiðrétta strax. Það á ekki að skerða kjör lífeyrisþega.Það á  að bæta þau.

 

Björgvin Guðmundsson


Jón Sigurðsson vill í ESB

Jón Sigurðsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, segir í grein í Morgunblaðinu, að tími sé kominn til að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu.  

Jón segir, að vandi Íslendinga á sviði gjaldeyris- og peningamála sé augljós. Í hagkerfinu séu í raun þrír gjaldmiðlar: íslenska króna, verðtryggð og gengistryggð reiknikróna og evra. Seðlabankinn hafi aðeins vald yfir íslensku krónunni og verði að forskrúfa hana til að geta haft áhrif á önnur viðskipti. Þetta gangi ekki nema á stuttu millibilsskeiði. ESB og evra virðist framtíðarkostir og aðrir möguleikar aðeins fræðilegir.

Jón segir m.a. að forsendur sameiginlegrar fiskveiðistefnu ESB eigi ekki við á Íslandsmiðum þótt sjávarútvegsmálin verði erfið viðfangs í samningum við sambandið. Þá verði aðild að ESB landbúnaðnum frekar til stuðnings en hitt vegna þess að væntanlegar stefnuákvarðanir Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar muni valda róttækum breytingum í landbúnaði á næstu árum.

Þessi grein Jóns eru mikil tíðindi. Áður hafa  aðrir þungavigtarmenn í framsókn lýst sömu stefnu svo sem Valgerður Sverrisdóttir,Magnús Stefánsson og Björn Ingi Hrafnsson. Guðni formaður er hins vegar einangraður í málinu en nýtur stuðnings Bjarna Harðarsonar.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

Fara til baka Til baka


mbl.is Tímabært að sækja um ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. apríl 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband