Jónína Ben.hitti ekki Davíð

Hannes Hólmsteinn Gissurarson frændi minn, tjáir mér,að Jónína Benediktsdóttir hafi  aldrei hitt Davíð Oddsson út af Baugsmálinu.Mér er ljúft og skylt að leiðrétta þetta.Það breytir ekki því,að   það er almennt álit að  einhverjir valdamiklir menn hafi ítt undir rannsókn á Baugi  og þess vegna hafi verið gerð þar lögreglurannsókn í miklum flýti.

 

Björgvin Guðmundsson


Afnema verður eftirlaunasérréttindin

Valgerður Bjarnadóttir,varaþingmaður Samfylkingarinnar,var í kastljósi RUV í gærkveldi og ræddi  eftilaunamálið. Hún flutti frumvarp ásamt fleiri þingmönnum um að efnema sérréttindi ráðherra,þingmann,dómara o.fl. til eftirlauna.Frumvarp hennar var saltað í nefnd og er það dæmigert,að jafnvel frumvörp frá stjórnarþingmönnum fá ekki eðlilega  þingmeðferð.Stjórnin stjórnar þinginu en ekki öfugt eins og þingræðið gerir ráð fyrir.Það kom fram hjá Valgerði,að hún telur breytingar Þær,sem Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún hyggjast gera á eftirlaunamálinu hvergi nærri  fullnægjandi.Það þarf að afnema öll sérréttindi ráðherra,þingmanna og dómara til eftirlauna. Þessir hópar eiga að sitja við  sama borð og aðrir landsmenn  varðandi eftirlaun.

 

Björgvin Guðmundsson


Mótmæli við alþingishúsið á morgun

Búið er að senda 35 þúsund smáskilaboð til fólks í landinu þar sem fólk er hvatt til þess að mæta á Austurvöll klukkan 10:30 í fyrramálið til að mótmæla því að ekkert sé gert til þess að bæta kjör fólks í landinu, samkvæmt upplýsingum frá baráttufólki um betri kjör á Íslandi.

Það eru atvinnubílstjórar,sem standa fyrir þessum mótmælum. Þeir reyna nú að fá almenning í lið með sér til þess að mótmæla.Þeir eru óánægðir með að hafa ekki fengið nein svör við erindi sem þeir  sendu fjármálaráðuneytinu fyrir 3 árum. En þá mótmæltu þeir þungaskatti og háu eldsneytisverði.

 

Björgvin Gu'mundsson


mbl.is Boða fólk á Austurvöll til að mótmæla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólafur F. og íhaldið trausti rúið í Rvk.

Mikið er nú rætt um skoðanakönnum Gallups um fylgi flokkanna í Rvk. Samkvæmt henni er meirihluti Ólafs F. og íhaldsins trausti rúiinn í Rvk. og mundi kolfalla ef kosið væri nú. Ólafur F. borgarstjóri næði ekki kosningu ef kosið væri í dag og Sjálfstæðisflokkurinn mundi missa 2 borgarfulltrúa. Samfylkingin mundi hins vegar fá 7 fulltrúa og vera nálægt því að fá hreinan meirihluta. Meirihluti  íhalds og Ólafs F. ætti að sjá sóma sinn í því að segja af sér. Þeir náðu meirihlutanum með bellibrögðum og Reykvíkingar kunna ekki að meta slík vinnubrögð. Íhaldið gekk á eftir Ólafi F. og bauð honum borgarstjórastólinn,ef hann vildi svíkja  samstarfsmenn sína í borgarstjórn og koma yfir til Sjálfstæðisflokksins.Þetta gerði Ólafur og  laug því að Degi B.Eggertssyni og meirihluta hans,að hann væri ekkert að mynda meirihluta með íhaldinu.Ólafur neitaði þessu allan daginn,sem nýi meirihlutinn var myndaður og allt fram á kvöld. Síðan kemur Ólafur fram fyrir alþjóð nú fyrir stuttu og segist vera heiðarlegur stjórnmálamaður!. Reykvíkingar hafa kveðið upp sinn dóm hjá Gallup. Þeir vilja ekki svona vinnubrögð.

 

Björgvin Guðmundsson


Baugsmálið komið fyrir Hæstarétt

Hæstiréttur tók Baugsmálið svonefnda fyrir í morgun og verður málflutningur í dag og á morgun. Um er að ræða mál ákæruvaldsins gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, stjórnarformanni Baugs, Tryggva Jónssyni, fyrrverandi aðstoðarforstjóra Baugs og Jóni Geraldi Sullenberger, fyrrverandi viðskiptafélaga Baugsmanna.

Hæstaréttardómarnir Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen, Hjördís Hákonardóttir, Markús Sigurbjörnsson og Páll Hreinsson dæma málið.

Í Héraðsdómi Reykjavíkur var Tryggvi dæmdur í 12 mánaða skilorðsbundið fangelsi og þeir Jón Ásgeir og Jón Gerald í 3 mánaða skilorðsbundið fangelsi. Héraðsdómur vísaði upphaflega flestum ákæruatriðum málsins frá en Hæstiréttur ómerkti dóminn og gerði héraðsdómi að kveða upp efnisdóm.

Ákæra í málinu var í upphafi í alls nítján liðum en 1. ákæruliðnum, sem snerist um viðskipti með móðurfélag 10-11 verslananna á árunum 1998 og 1999, var vísað frá héraðsdómi sumarið 2006. Hæstiréttur staðfesti síðar þá frávísun.

Héraðsdómur vísaði síðan 10 ákæruliðum til viðbótar frá í maí á síðasta ári en dæmdi Tryggva í 9 mánaða skilorðsbundið fangelsi, aðallega fyrir að láta útbúa tilhæfulausar kreditnótur og rangfæra þannig bókhald Baugs. Jón Ásgeir var einnig fundinn sekur um að hafa látið Jón Gerald   útbúa tilhæfulausan kreditreikning fyrir upphæð að fjárhæð nærri 62 milljónir króna. Jón Gerald var sýknaður.

Hæstiréttur felldi  frávísun héraðsdóms að mestu úr gildi og sá angi málsins sem sneri að þeim var endurfluttur í júní. Í þeim hluta var Jón Ásgeir sýknaður en skilorðsbundin refsing Tryggva þyngd um þrjá mánuði. Þá var Jón Gerald dæmdur til þriggja mánaða skilorðsbundinnar refsingar.

Í greinargerð ákæruvaldsins sem send hefur verið til Hæstaréttar er lögð áhersla á að brotin hafi verið framin af tveimur æðstu stjórnendum almenningshlutafélags sem skráð hafi verið á almennum markaði.

Tryggvi og Jón Ásgeir hafi notað þekkingu sína á sviði bókhalds og endurskoðunar til að leyna brotlegri starfsemi sinni.

Ákæruvaldið telur brotin hafa beinst gegn mikilvægum opinberum hagsmunum, kaupendum og seljendum hlutafjár í félaginu, viðskiptamönnum, lánardrottnum og trúverðugleika verðbréfamarkaðar hér á landi í heild.

Hér er um að ræða eitthvað umfangsmesta dómsmál seinni tíma. Það er búið að vísa flestum uoohaflegu  sakarefnunum frá en ákæruvaldið hefur alltaf haldið áfram með málið og reynt að grafa upp fleiri og fleiri mál.Margir telja,að hér hafi verið um ofsóknir á hendur Baugi að ræða og ætlunin hafi verið að koma fyrirtækinu á kné. Forráðamenn Baugs telja,að Davíð Oddsson hafi staðið á bak við lögreglurannsóknina gegn fyrirtækinu og þess vegna hafi hún hlotið flýtimeðferð.Jónína Benediktsdóttir,fyrrum sambýliskona Jóhannesar í Bonus, skýrði frá því í tímaritsviðtali,að hún hefði farið fund Davíðs Oddssonar og  sagt við hann,að þeir Bonusfeðgar væru að " svindla" ´í Bandaríkjunum. Hún mun hafa hvatt Sullenberger til þess að kæra Bonusfeðga.Hvað rétt er í þessu er erfitt að átta sig á.

Björgvin Guðmundsson

 

 

 

 


mbl.is Baugsmálið fyrir Hæstarétt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Clinton heldur áfram

Hillary Clinton gaf í skyn í gær, eftir stórsigur í forkosningum í Vestur-Virginíu, að hún myndi halda áfram baráttu sinni fyrir útnefningu sem forsetaefni Demókrataflokksins, þrátt fyrir að keppinautur hennar, Barack Obama, hafi tekið afgerandi forskot og sé talinn öruggur um útnefninguna.

„Þið haldið ótrauð áfram, og það mun ég einnig gera,“ sagði Clinton á fundi með stuðningsmönnum sínum í Vestur-Virginíu í gær, þegar útgönguspár lágu fyrir og ljóst að hún hafði sigrað með yfirburðum.

„Ég er nú staðráðnari í því en nokkru sinni að halda baráttunni áfram uns allir hafa fengið tækifæri til að láta í sér heyra,“ sagði hún ennfremur.

Það er ekki nóg með að Obama hafi tryggt sér stuðning mun fleiri fulltrúa á komandi landsfundi, sem útnefnir forsetaefni flokksins, heldur er fjárhagsstaða hans mun betri en Clintons. Kosningasjóður hennar er stórskuldugur, og nema heildarskuldir hennar vegna kosningabaráttunnar um tuttugu milljónum dollara.

Clinton fékk 67% atkvæða í forkosningunum í gær, Barack Obama 26% og John Edwards fékk 7% þótt hann hafi dregið sig í hlé fyrr á þessu ári. Clinton fékk 20 af 28 kjörmönnum, sem kosið var um, en Obama 8. Þá eru 11 svonefndir ofurkjörmenn í ríkinu en ekki er vitað hvaða frambjóðanda þeir styðja. 

-Þetta var góður sigur hjá Hillary Clinton í V.-Virginiu  en hvort hann dugar til sigurs er óvíst.Sagt er,að meirihluti ofurfulltrúanna á landsfundi demokrata ætli að kjósa Obama. Verkefni Clintons nú  er að fá þá á hennar band.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


mbl.is Clinton ekki af baki dottin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. maí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband