Föstudagur, 2. maí 2008
Breski Verkamannaflokkurinn tapaði miklu í sveitarstjórnarkosningunum
Allt útlit er fyrir, að Boris Johnson, frambjóðandi Íhaldsflokksins, verði næsti borgarstjóri í Lundúnum en verið er að telja atkvæði sem greidd voru í borgarstjórakosningum í gær. Johnson er yfir í átta af þrettán kjördæmum í borginni en Ken Livingstone, borgarstjóri og frambjóðandi Verkamannaflokksins, er yfir í fimm.
Almennt var búist við að Verkamannaflokkurinn myndi tapa fylgi í sveitarstjórnakosningunum í gær en úrslitin eru mun verri en spáð var. Hefur flokkurinn tapað nærri 400 sætum í bæjar og sveitarstjórnum á Englandi og í Wales en Íhaldsflokkurinn hefur bætt við sig 267 sætum.
Adam Boulton, stjórnmálaskýrandi Sky fréttastofunnar, sagði að þetta væri afar alvarleg niðurstaða fyrir Verkamannaflokkinn.
David Cameron, leiðtogi Íhaldsflokksins, sagði að niðurstaðan væri traustsyfirlýsing við flokkinn. Gordon Brown, forsætisráðherra og leiðtogi Verkamannaflokksins, sagði, að úrslitin væru vonbrigði en flokkurinn hefði hlustað á kjósendur og myndi læra af þessari reynslu.
Þessi kosningaúrslit geta dregið dilk á eftir sér. Þau geta haft áhrif á landsmálin. Staða Brown,leiðtoga jafnaðarmanna,hefur verið fremur veik. En hún mun nú enn veikjast. Þingkosningar verða 2o1o. Mega breskir jafnaðarmenn nú hafa sig alla við að rétta flokkinn af.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Útlit fyrir sigur Íhaldsflokks í Lundúnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 2. maí 2008
Þurfum samhenta sókn gegn verðbólgu
Verkalýðshreyfingin hefur skilað samfélaginu ómældum ávinningi á fyrri árum með því að veita mikilvæga forystu við aðstæður eins og nú eru uppi, sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar meðal annars í 1. maí-ávarpi sínu um nýja þjóðarsátt um árangur í efnahagsmálum. Nú er slík forysta mikils metin og ríkisstjórnin er reiðubúin til samstarfs, og brýnasta verkefnið er samhent sókn gegn verðbólgu. Á henni græðir enginn Enginn græðir á verðbólgu, hér eru allir með í tapinu og þurfa allir að leggja sitt af mörkum ef sigur á að nást.
Ég tek undir þessi orð Ingibjargar Sólrúnar. Það þarf samhenta sókn gegn verðbólgu.
Björgvin Guðmundsson
Föstudagur, 2. maí 2008
SA vill spyrna gegn verðhækkunum
Stjórn Samtaka atvinnulífsins hvetur aðildarfyrirtæki samtakanna til þess að gæta hófs og aðhalds við verðlagningu í því umróti sem ríkir um þessar mundir. Samdráttur eftirspurnar er fyrirsjáanlegur og af því leiðir að ekki verður unnt að velta öllum kostnaðarhækkunum áfram út í verðlag.
Á fyrsta fundi nýkjörinnar stjórnar Samtaka atvinnulífsins komu fram þungar áhyggjur af stöðu efnahagsmála. Vandi á fjármálamörkuðum, hátt vaxtastig, fyrirsjáanlegur samdráttur í umsvifum og atvinnu, vaxandi verðbólga erlendis, veik staða krónunnar og mikil verðbólga innanlands um þessar mundir vegna gengislækkunar eru þættir sem hafa gríðarleg áhrif á afkomu fyrirtækja og kjör launafólks. Fyrirsjáanlegt er að aðlögun að breyttum aðstæðum verði erfið og taki tíma. Stjórnin telur afar brýnt að allir aðilar sem áhrif hafa á framvinduna á næstu mánuðum og misserum, þ.e. ríkisstjórn, stjórnarandstaða, sveitarfélög og aðilar á almennum og opinberum vinnumarkaði stilli saman strengi sína með það að markmiði að draga úr verðbólgu og koma í veg fyrir að háar verðbólguvæntingar festist í sessi," að því er segir á vef SA.
Þar kemur fram að hækkun heimsmarkaðsverðs á olíu og matvælum hefur rýrt kjör þjóðarinnar og á sama tíma þarf þjóðin að horfast í augu við að hátt gengi krónunnar undanfarin ár hélt uppi hærri kaupmætti en fékk staðist til langframa. Við núverandi aðstæður er yfirvofandi hætta á víxlverkandi hækkunum launa og verðlags og áframhaldandi veikingar gengis krónunnar sem allir tapa á. Þá atburðarás er hægt að koma í veg fyrir," samkvæmt frétt á vef SA.
Vonandi bendir þetta til þess að SA vilji taka ábyrga afstöðu til verðlagsþróunar og spyrna gegn verðhækkunum eftir því sem kostur er.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Stjórn SA hvetur aðildarfyrirtæki til hófs við verðlagningu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 2. maí 2008
Styrmir færir Mbl. til vinstri
Þess verður nú vart,að Styrmir Gunnarsson,ritstjóri Mbl. færir blaðið talsvert til vinstri. Aðalfyrirsögnin í Mbl. í dag er um það,að einkarekin velferðarþjónusta sé óhagkvæmari ( en ríkisrekin). Þetta er tekið beint frá Vinstri grænum ( Ögmundi Jónassyni) og Samfylkingarmenn eru flestir sammmála þessu sjónarmiði.Einhvern tímann hefðu það þótt tíðindi ,að Mbl. mundi slá slíkri frétt uipp á forsíðu. Mbl. í dag var mjög verkalýðssinnað og gerði 1.mai góð skil,rakti vel ræður þeirra verkalýðsforingja sem töluðu. Blaðið hefur rekið harðan áróður gegn ESB síðistu dag og tekur sér þar stöðu með Ragnari Arnalds og foringjum VG.Styrmi ætlar greinilega að nota síðustu vikur sínar í ritstjórastóli vel.
Björgvin Guðmundsson
Föstudagur, 2. maí 2008
Bankastarfsmönnum sagt upp
Ekki er laust við að bankamenn og starfsmenn í fjármálageiranum séu uggandi um sinn hag að sögn Friðberts Traustasonar, framkvæmdastjóra Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja. Vel á annað hundrað bankamanna hafa misst vinnuna að undanförnu.
Vel á annað hundrað bankamanna hafa misst vinnuna að undanförnu og bankar og fjármálafyrirtæki halda að sér höndum við ráðningar á sumarstarfsfólki og enginn veit hvað fyrirhuguð sameining Kaupþings og SPRON hefur í för með sér.
Telja má víst,að einhverjir bankamenn missi vinnuna ef Kaupþing og Spron verða sameinuð.Hins vegar má reikna með því ,að einhver af útibúum Spron yrðu rekin áfram og vörumerkið Spron varðveitt. Það er talið mikils virði.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Bankastarfsmenn uggandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 2. maí 2008
Aldraðir vilja leiðréttingu strax
Aldraðir hafa fundað undanfarna daga vegna þess,að þeir fengu ekki sinn hlut hækkunar í kjölfar nýrra kjarasamninga.Launþegar sömdu um hækkun lágmarkstekjutryggingar í dagvinnu um 16% eða í 145 þús. kr. á mánuði. Samkvæmt samkomulagi 2003 og 2006 áttu lífeyrisþegar að fá sömu hækkun nú en fengu aðeins 7,4% hækkun þannig að lífeyrir fór í 135.900 kr. í stað 145 þús. kr. Hér munar 9100 kr. á mánuði. Það munar um minna.Aldraðir hafa farið fram á,að þetta verði leiðrétt strax með gildistíma frá 1.febrúar eins kjarasamningarnir. Það þýðir ekkert að fresta þessari leiðréttingu. Hún verður að koma strax,þar eð um mistök var að ræða við útreikning á hækkun til lífeyrisþega.Aldraðir reiknuðu með leiðréttingu á sínum kjörum.Þeir reiknuðu ekki með að kjörin yrðu skert miðað við launþega á almennum vinnumarkaði.
Björgvin Guðmundsson
Föstudagur, 2. maí 2008
Sjálfshól
Jóhanna Sigurðardóttir félags-og tryggingamálaráðherra sagði í viðtali við Bylgjuna og Stöð 2 í hádeginu í dag,að aldrei hefði verið gert eins mikið í velferðarmálum á jafnstuttum tíma og í tíð núverandi ríkisstjórnar.Ekki veit ég hvort þetta er rétt. En hitt veit ég,að ef rætt er um málefni aldraðra og öryrkja hefur verið gert mun minna í tíð núverandi stjórnar en gert var með samkomulagi LEB og ríkisstjórnarinnar 2006. Þar munar mest um það,að lífeyrir aldraðra og öryrkja hefur enn ekki verið leiðréttur til hækkunar um eina krónu.Þvert á móti hefur í því efni miðað aftur á bak. Því var lofað,að lífeyrir aldraðra mundi duga fyrir framfærslukostnaði. Við það hefur ekki verið staðið.Því var lofað 2006 og 2003,að lífeyrir aldraðra og öryrkja mundi fylgja breytingum á lágmarkstekjutryggingu launþega í dagvinnu. Við það var ekki staðið í kjölfar kjarasamninga nú. Þar vantar 9100 kr. á mánuði upp á að bætur lífeyrisþega standi jafnfætis lágmarkstekjutryggingunni.Það þarf kjark til þess að koma fram fyrir alþjóð og segja,að meira hafi verið gert í velferðarmálum en áður þegar staðan er þessi. Það vinnst ekkert með því að lemja hausnum við steininn.
Björgvin Guðmundsson
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 2. maí 2008
Splundruð þjóð.Mikil misskipting
Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, sagði í ræðu sem hann hélt baráttusamkomu verkalýðshreyfingarinnar á Ingólfstorgi í Reykjavík í dag að við stofnun lýðveldisins hafi liðsheildin skipt sköpum. Þá hafi þjóðin verið samtaka um að enginn einstaklingur hafi verið meira virði en þjóðin.
Nú sé hins vegar öldin önnur, Þjóðinni hafi verið sundrað. Búið sé að telja þjóðinni trú um að eðlilegt sé að stjarnfræðileg uppsöfnun eigi sér stað innan takmarkaðs hóps ofurlaunaaðalsins á meðan aðrir hópar sitji eftir. Það er ekki ásættanlegt að 2500 fjölskyldur þurfi matargjafir fyrir jólin á meðan einkaþotuliðið heldur upp á afmæli sín fyrir hundrað milljónir," sagði hann. Það er ekki ásættanlegt að launafólk sé með 120.000 krónur í mánaðarlaun á meðal ofurlaunaaðallinn er með fimm milljónir."
Árni sagði þjóðina aldrei hafa fengið neitt á silfurfati og að nú reyni enn á ný á þolrif hennar Vikan hafi ekki byrjað gæfulega. Verðbólgan sé nú hærri en hún hafi verið í áraraðir og yfirvöld hafi ákveðið að ráðast í niðurrif á velferðarkerfinu. Talað sé um einkavæðingu Landspítalans í fullri alvöru og við það beitt vel þekktum blekkingaraðferðum. Almenningur muni hins vegar aldrei samþykkja að velferðarkerfið verði fært einkavinum ráðamanna að gjöf.
Ögmundur Jónasson flutti 1,mai ræðu í Vestmannaeyjum og Ingibjörg Guðmundsdóttir talaði á Húsavík. Lögð var mikil áhersla á það í ræðum 1.mai að verja lífskjörin og velferðarkerfið. En ræðumenn drógu víða fram,að misskipting væri mikil í þjóðfélaginu og að hún hefði aukist.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Formaður SFR: Splundruð þjóð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 2. maí 2008
Hvannadalshnjúkur vinsæll í sumar
.
Sívaxandi áhuga gætir hjá fólki á að spreyta sig á Hvannadalshnúki, hæsta tindi landsins. Upp er runninn sá árstími sem vinsælast er að ganga á tindinn og segja starfsmenn ferðafélaga, sem Morgunblaðið ræddi við, hnúkinn aldrei hafa verið jafnvinsælan og nú.
Ferðafélag Íslands hefur skipulagt ferð upp á Hvannadalshnúk um hvítasunnuhelgina, 10.-12. maí. Að sögn Haralds Arnar Ólafssonar leiðsögumanns eru rúmlega 100 manns skráðir í þá ferð og eru 60 á biðlista. Haraldur hefur leitt ferðir upp á hnúkinn síðan árið 2005 og að hans mati hefur sprenging orðið í áhuga fólks. Spurður hvernig standi á því segir hann um að ræða samspil margra þátta en gangan sé draumur sem blundi í mörgum. Fólk sér að þetta er ekki bara fyrir allra hörðustu fjallagarpana heldur eitthvað sem allir geta gert ef þeir undirbúa sig nógu vel.
Hvítasunnuhelgin hefur löngum verið vinsæll tími til að halda á Hvannadalshnúk en Skúli H. Skúlason hjá ferðafélaginu Útivist segir félagið ekki hafa skipulagt ferð upp á hnúkinn þá þar sem það kjósi að fara heldur þegar umferðin er minni. Útivist stendur fyrir einni ferð á hnúkinn á ári og segir Skúli að farið verði í hana fljótlega. Félagið kýs þó að hafa hana heldur fámenna og er búist við að hópurinn verði aðeins um 20 manns.
Íslenskir fjallaleiðsögumenn fóru síðustu helgi í fyrstu ferð vorsins upp á hnúkinn. Að sögn Elínar Sigurveigar Sigurðardóttur, framkvæmdastjóra félagsins, hefur hvítasunnuhelgin notið svo mikilla vinsælda undanfarin ár að nú er svo komið að hún er sú helgi þar sem flestir skrá sig í ferðir upp á aðra tinda með félaginu því margir vilja forðast umferðina upp á hnúkinn.
Í mörgum fjölskyldum eru nú einhverjir að æfa sig fyrir ferð á Hvannadalshnjúk síðar í sumar. Aðrir ætla Laugaveginn. Það er af hinu góða að Íslendingar fari í auknum mæli í fjallaferðir,bæði til þess að kynnast landinu betur og til þess að bæta heilsuna.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Hvannadalshnúkur aldrei vinsælli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 2. maí 2008
Krónan dugar ekki lengur
Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, varaforseti ASÍ, talaði sagði á fjölmennum fundi á Húsavík í gær að við undirritun kjarasamninga í vetur hefði mönnum verið ljóst að erfiðleikar væru í aðsigi en taldi að enginn hefði átt von á þeirri holskeflu sem riðið hefur yfir upp á síðkastið. Ingibjörg vék að umræðu um að taka upp evru, ýmist með eða án aðildar Íslands að Evrópusambandinu.
Það er ljóst að það verður að gera einhverjar róttækar ráðstafanir vegna gjaldmiðilsins en persónulega sé ég ekki að lausnin sé að hoppa inn í Evrópusambandið og taka upp evru, svona rétt sem snöggvast. Sterkur gjaldmiðill myndi breyta mörgu til hins betra en það eru fjölmörg vandamál sem evra og Evrópusambandsaðild myndu ekki leysa við þessar aðstæður, sagði Ingibjörg.
Eðlilegt er að það standi í mörgum að ganga inn í ESB. En allir virðast sammmála um að krónan dugi ekki lengur.Sennilega væri rétt að fela hópi sérfræðinga í fjármálum og peningamálum ( hagfræðingum) að kanna hvaða gjaldmiðil Íslendingar ættu að taka upp í stað krónunnar,hvort það ætti að vera evra eða einhver annar gjaldmiðill. Verst er að gera ekki neitt.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Einkarekin velferðarþjónusta óhagkvæmari |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |