Börnum boðið í ráðherrabústaðinn á afmæli ríkisstjórnarinnar

Óvenjulegt barnaafmæli var haldið í Ráðherrabústaðnum nú eftir hádegið en þá var börnum í leikskólanum Tjarnarborg boðið í samsæti í tilefni þess að ríkisstjórnin er eins árs í dag.Fór vel á með börnunum og ráðherrunum í veislunni.

Ég held,að ekki hefði verið unnt að halda betur upp á afmæli ríkisstjórnarinnar en með því að bjóða börnunum í ráðherrabustaðinn.Það var vel til fundið. Ef til vill er þetta vísbending um,að 2.ár ríkissjórnarinnar verði henni gæfusamt.

 

Björgvin Guðmundsson

 

Fara til baka 


mbl.is „Barnaafmæli" í Ráðherrabústað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jóhanna: Ibúðalánasjóður verður ekki einkavæddur

Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra, sagði á Alþingi í dag, að nú reyndi á hvort bönkunum væri treystandi til að standa vaktina á fasteignamarkaði og bregðast við erfiðleikum þar, m.a. með skuldbreytingum hjá þeim viðskiptavinum, sem eru í verulegum vanskilum.

Þá sagði hún að Íbúðalánasjóður hefði sannað gildi sitt sem lífæð fasteignamarkaðarins og það væri sjóðnum að þakka, að ekki væri alkul á þeim markaði. Sagði Jóhanna, að á meðan hún væri ráðherra húsnæðismála yrðu sjóðurinn ekki einkavæddur eða starfsemi hans einungis bundin við félagslegar aðgerðir í húsnæðismálum.

Það stendur yfir umræða á Alþingi utan dagskrár um fasteignamarkaðinn að ósk Steingríms J. Sigfússonar, þingmanns VG. Jóhanna sagði, að staðan á fasteignamarkaði væri mjög erfið vegna hagstjórnarmistaka síðustu ríkisstjórnar, óábyrgra aðgerða bankanna og alþjóðlegrar fjármálakreppu. Sagði hún að það lægi í loftinu, að vanskil fari að aukast í íbúðalánakerfinu.

Ég fagna því,að Jóhanna stendur vel í ístaðinu fyrir Íbúðalánasjóð. En hef samt enn áhyggjur af því að vextir sjóðsins hækki ef  ríkisábyrgðin verður afnumin. Best væri að fá undanþágu hjá ESA og halda ríkisábyrgðinni .

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Jóhanna: Nú reynir á hvort bönkum sé treystandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þingvallastjórnin 1 árs

Eitt ár er í dag liðið frá undirritun stjórnarsáttmála Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar en ríkisstjórn þessara flokka tók við 24. maí 2007. Hefur börnum á leikskólanum Tjarnarborg m.a. verið boðið  í ráðherrabústaðinn í dag af þessu tilefni.

Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokks, gekk á fund Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, á Bessastöðum að morgni 23. maí og tilkynnti honum að ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar hafi verið mynduð. Kvöldið áður höfðu flokksráð Sjálfstæðisflokks og flokksstjórn Samfylkingar samþykkt stjórnarmyndunina og ráðherraefni flokksins.

Þau Geir og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingar, kynntu síðan nýja ríkisstjórn og stefnuyfirlýsingu hennar á blaðamannafundi á Þingvöllum laust fyrir hádegi þennan dag. Daginn eftir tók ríkisstjórnin við völdum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum.

Mér finnst frekar rýr árangur ríkisstjórnarinnar í velferðarmálum á 1.árinu.Sérstaklega finnst mér lítið hafa gerst í málefnum lífeyrisþega. Hið eina sem hefur gerst  í málefnum aldraðra og öryrkja er breyting á tekjutengingum.Dregið hefur verið úr þeim. En lífeyrir aldraðra hefur ekkert hækkað á heilu ári.Lífeyrir aldraðra sem hlutfall af lágmarkslaunum hefur minnkað eða úr 100% árið 2007 í 93,74% nú  2008. Ég geri ráð fyrir,að hér hafi strandað á Sjálfstæðisflokknum,þar eð Jóhanna Sigurðardóttir tryggingamálaráðherra vill bæta kjör lífeyrisþega. En ef hér verður ekki breyting á og Sjálfstæðisflokkurinn samþykkir ekki myndarlegar kjarabætur til handa lífeyrisþegum hefur Samfylkingin ekkert í þessari ríkisstjórn að gera.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Ríkisstjórnin ársgömul
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bankinn hleypur frá verkefninu

Glitnir, sem hefur verið áskrifandi að fjármögnunarverkefnum sveitarfélaga sem eiga aðild að Fasteign, hefur engar skyldur þegar á reynir. Þeir geta bara hlaupist undan ábyrgð og skilið sveitarfélögin eftir með sárt ennið.“ Þetta segir Guðbrandur Einarsson, bæjarfulltrúi A-lista í Reykjanesbæ.

Eins og sagt var frá  í gær hefur eignarhaldsfélagið Fasteign hf. átt í erfiðleikum með að fá fjármagn fyrir nýframkvæmdum, en félagið er meðal annars í eigu tíu sveitarfélaga og Glitnis banka. Hefur því verið lögð fram sú tillaga á fundi bæjarstjórnar Sandgerðis að bærinn taki lán og framláni það Fasteign, til að félagið geti hafið stækkun grunnskóla bæjarins en leigt bænum húsnæðið.

Svipuð hugmynd hefur verið rædd á fundi bæjarráðs Reykjanesbæjar, en í fundargerð frá 14. febrúar sl. er bæjarstjóra falið að vinna að stofnun „nýs félags í eigu nokkurra sveitarfélaga, sem hefur þann tilgang að opna möguleika eignarhaldsfélagsins Fasteignar hf. á lánsfé hjá Lánasjóði sveitarfélaga.“

Fasteign var stofnað af Reykjanesbæ og Glitni árið 2003 og keypti þá allar opinberar byggingar í bænum, en bærinn leigir þær af félaginu. „Rökin fyrir stofnun félagsins voru þau að Fasteign ætti auðveldara með að fá lán og gæti fengið þau á betri kjörum en Reykjanesbær,“ segir Guðbrandur. „Nú eru þau rök fokin út í veður og vind.“

Eins og staðan er núna er best að snúa við og að veitarfelögin eignist aftur skóla og aðrar eignir sem seldar voru. Þessi braskleið er komin í þrot.

 

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Bankinn laus við alla ábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eftirlaunaósóminn er blettur á þinginu

Það skýrist á næstu dögum hvort næst að leggja málið fram,“ sagði Geir Haarde forsætisráðherra eftir síðasta ríkisstjórnarfund. Þess er því enn beðið hvort nýtt frumvarp til eftirlaunalaga þingmanna og æðstu embættismanna verður lagt fram á þessu þingi.

Engin frumvarpsdrög hafa verið sýnd þingmönnum, eftir að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir lýsti því yfir að lögunum yrði breytt. Þingmál Valgerðar Bjarnadóttur, Samfylkingu, sefur enn í allsherjarnefnd, en það gengur lengra en þær tillögur sem Ingibjörg Sólrún og Geir H. Haarde hafa ýjað að síðustu vikur.

Ekki eru miklar líkur á að þetta mál verði afgreitt fyrir þinghlé úr því að frumvarp er enn ekki komið fram. Ljóst er,að ekki er lögð nægilega mikil áhersla á málið. Eftirlaunalögin,sem tryggja ráðherrum,þingmönnum og dómurum óeðlilega mikil eftirlaun miðað við það sem aðrir landsmenn njóta er ljótur blettur á þinginu. Ekki verður séð ,að þingið nái að þvo þann blett af sér fyrir sumarleyfi.

 

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Ríkisstjórnin enn undir eftirlaunafeldinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jóhanna ánægð með velferðarmálin

Samfylkingin var með útvarpsþátt í gær,öðru sinni á Sögu.Meðal gesta í þættinum var Jóhanna Sigurðardóttir,ráðherra.Hún var spurð um velferðarmálin. Hún sagði,að margar velferðaráherslur  hefðu komist inn í stjórnarsáttmálann.Strax á 1.viku stjórnarinnar hefði verið samþykkt aðgerðaráætlun fyrir börn og ungmenni og í kjölfarið ákveðnar umbætur í málefnum  langveikra barna. Varðandi lífeyrismálin sagði hún þetta: Makatenging hefur verið felld niður og frítekjumark vegna atvinnutekna hækkað.Það var 25 þús. kr. á mánuði en  hækkar í 100 þús. á mánuði ( 1.júlí n.k.)Þeir ,sem ekkert fá úr lífeyrissjóði munu  fá 25 þús. á mánuði  brúttó  úr lífeyrissjóði ( 1.ágúst) Hætt verður að skerða tryggingabætur,þegar séreignalífeyrissparnaður er tekinn út. Tekur gildi um næstu áramót.

Nokkrir  hlustendur hringu í Jóhönnu. Þar á meðal hringdi öryrki vegna öryrkjadómsins fræga. Hann spurði hvort ekki væri unnt að fá leiðréttingu til baka   vegna þess sem, ríkisstjórn Davíðs Oddssonar hefði haft af öryrkjum. Jóhanna taldi,að  erfitt eða ókleift væri að fá leiðréttingar  til baka.

 

Björgvin Guðmundsson.

 

 


Ísland í úrslit í söngvakeppninni

Framlag Íslands í seinni undankeppni Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, sem fram fór í gærkvöld, er komið áfram áfram í úrslitakeppnina sem fram fer á laugardag. Þau Regína Ósk og Friðrik Ómar stóðu sig með stakri prýði á sviðinu í Belgrad og sungu sig inn í lokakeppnina.

Alls komust 10 þjóðir áfram en auk Íslands komst Svíþjóð, Danmörk, Króatía, Úkraína, Albanía, Georgía, Lettland, Tyrkland og Portúgal í úrslitin.

Alls munu 25 þjóðir taka þátt á laugardag. Athygli vekur að allar Norðurlandaþjóðirnar komust áfram í ár, en Norðmenn og Finnar komust áfram úr fyrri undankeppninni sem fram fór í Belgrad á þriðjudag.

Það er ánægjulegt,að íslenska lagið skyldi komast áfram. Ísland hefur setið á botninum svo lengi,að Íslendingar voru orðnir verulega svekktir á því. Raddir um að hætta þátttöku í keppninni voru farnar að gerast háværar.Annars er það íhugunarefni hvernig þessi keppni er að þróast. Keppnin er að litlu leyti söngvakeppni. Hún hefur breytst í " show" og meira lagt upp úr  dansi og sýningum á sviði en söng.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


mbl.is Ísland áfram í Eurovision
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. maí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband