Laugardagur, 3. maí 2008
ESB getur sprengt flokka og ríkisstjórn
Jón Baldvin Hannibalsson sagði í þættinum Í vikulokin á RUV í dag,að Geir Haarde vildi ekki mæla með inngöngiu í ESB ,þar eð það gæti klofið Sjálfstæðisflokkinn. Ljóst er þó,að hvort sem mönnum líkar betur eða verr gæti atburðarásin i ESB málum orðið mjög hröð á næstu mánuðum. Æ fleiri þungavigtarmenn í pólitík hafa verið að mæla með inngöngu í ESB,nú siðast Jón Sigurðsson og þjóðin virðist í æ ríkari mæli hallast að aðild að ESB. Ef Samfylkingin herðir róðurinn fyrir ESB aðild verður það mjög óþægilegt fyrir Geir Haarde og Sjálfstæðisflokkinn. Geir gæti þá slitið stjórninni til þess að afstýra ESB aðild.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Laugardagur, 3. maí 2008
Guðni vill,að stjórnin fari frá
Það er runnin upp ögurstund þegar stýrivextir eru hér þeir hæstu í veröldinni, verðbólgan mælist 12% í apríl, gengi íslensku krónunnar hefur fallið um 30%, við blasa spár um hrun á eignum almennings, greiðslubyrði heimilanna margfaldast, gjaldþrot eru hafin í atvinnulífinu með tilheyrandi atvinnuleysi og hörmungum sem bitna á launafólki.
Þetta sagði Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, í ræðu á miðstjórnarfundi flokksins í dag. Ríkisstjórnin er ekki starfi sínu vaxin og ekki á vetur setjandi. Hún verður að taka sig á eða fara frá," sagði hann.
Guðni sagði að framsóknarmenn hefðu ekki við núverandi aðstæður mestar áhyggjur af bankakerfinu sem væri sterkt þrátt fyrir ákveðið offar á síðustu árum.
Við höfum miklu meiri áhyggjur af stöðu heimilanna, stöðu fólksins í landinu, stöðu unga fólksins, barnafólksins, og því að launafólkið verði látið bera þungann og áfallið af kreppunni.
Guðni er kokhraustur. Hann talaði líka um ESB og sló þar úr og í enda er Framsókn klofin í því máli. Valgerður,Magnús Stefánsson og Jón Sigurðsson eru með aðild en Guðni og Bjarni Harðar
á móti.
Bjögvin Guðmundsson
![]() |
Guðni: Það er runnin upp ögurstund |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 3. maí 2008
Aldraðir: Hvað hefur áunnist með stjórnarsamstarfinu?
Ein aðalástæðan fyrir því að Samfylkingin gekk til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn var sú,að ná fram umbótum í velferðarmálum. Nokkuð hefur áunnist í velferðarmálum almennt en í málefnum aldraðra og öryrkja er árangurinn lítill enn.Hverju hefur Samfylkingin komið fram af stefnumálum sínum fyrir aldraða og öryrkja,sem ekki var í pípunum áður og hefði náð fram að ganga hvort sem var? Hvað hefur áunnist fyrir aldraðra og öryrkja og tekið gildi vegna aðildar Samfylkingarinnar að ríkisstjórninni,sem ekki hefði komist á ella. Svarið er: (Haldið ykkur fast) Ekkert. Þetta er ótrúlegt. En svona er það samt. Aðalmálið,sem komist hefur á,afnám skerðingar tryggingabóta vegna tekna maka var í pípunum áður. Landssamband eldri borgara segir,að fyrri ríkisstjórn hafi verið búin að lofa því að þetta mál tæki gildi um síðustu áramót. Eitt smámál hefur tekið gildi en það er svo sérstætt að varla tekur því að nefna það. Það er 90 þús. kr. frítekjumark á ári fyrir fjármagnstekjur.Menn mega sem sagt hafa 90 þús. kr. í fjármagnstekjur án þess að það skerði tryggingabætur. Þetta var talið mikilvægara en að setja frítekjumark fyrir lífeyrissjóðstekjur.Aðrar minni háttar lagfæringar voru allar í pípunum.Sem sagt.: Samfylkiungin á eftir að efna sín aðalloforð í málefnum aldraðra og öryrkja
Björgvin GuðmundssonS
h
Laugardagur, 3. maí 2008
100 milljónir manna orðið fyrir barðinu á matvælakreppunni
Sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna í matvælamálum sagði í dag að Mannréttindaráð SÞ yrði að koma saman hið fyrsta til að vekja athygli á matvælakreppunni í heiminum, sem væri neyðarástand í mannréttindamálum. Að minnsta kosti eitt hundrað milljónir manna hefðu orðið fyrir barðinu á matvælakreppunni í heiminum.
Olivier De Schutter er nýskipaður, óháður fulltrúi ráðsins í matvælaréttindamálum. Hann kvaðst vona að ráðið gæti komið saman til sérstaks fundar síðar í mánuðinum.
Í viðtali við franska blaðið Le Monde sem birt er í dag segir De Schutter að matvælakreppuna nú megi rekja til þess, að helstu valdahafar í heiminum hefðu fylgt rangri stefnu í tvo áratugi.
Við gjöldum nú fyrir mistök undanfarinna 20 ára. Ekkert var gert til að koma í veg fyrir spákaupmennsku með hráefni, þótt fyrirsjáanlegt hafi verið að fjárfestar myndu snúa sér að þessum mörkuðum þegar draga færi saman á verðbréfamörkuðunum.
De Schutter sagði ennfremur að Alþjóðabankinn og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefðu alvarlega vanmetið þörfina fyrir fjárfestingar í landbúnaði, og sakaði gjaldeyrissjóðinn um að hafa neytt skuldug þróunarríki til að verja fé til kaupa á innfluttri uppskeru, í stað þess að verða sjálfum sér nóg um uppskeru.
Mavælakreppaman og fátæktin í heiminum er sennilega alvarlegasta málið,sem veröldin stendur frammi fyrir í dag. Auðugu ríkin hafa verið of upptekin við það að græða á þróunarlöndunum í stað þess að lækka tolla á framleiðsluvörum þeirra og í stað þess að aðstoða þau til sjálfshjálpar.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Segir matvælakreppuna mannréttindakreppu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 3. maí 2008
Eru eldri borgarar beittir áróðursbrellum?
Ríkisstjórnin virðist hafa góða áróðursmeistara í sinni þjónustu,a.m.k. að þvi er varðar málefni aldraðra og öryrkja. Það er margsinnis tilkynnt um sama hlutinn,sem eigi að framkvæma þó langur tími líði þar til hann kemst í framkvæmd.
Tökum dæmi: Ríkisstjórnin tilkynnti 5.desember sl.,að hún ætlaði,að taka upp 100 þús. kr. frítekjumark fyrir þá eldri borgara,sem væru á almennum vinnumarkaði.Þetta ásamt nokkrum öðrum ráðstöfunum átti að kosta 5 milljarða. Þetta átti að taka gildi 1.júlí 2008. En það var hamrað svo mikið á þessu í fjölmiðlum strax og hamrað svo mikið á 5 milljörðunum,að fólk hélt,að þetta væri komið til framkvæmda og búið að borga 5 milljarðana úr ríkissjóði. Ekkert var minnst á,að ríkið fengi 4 milljarða í auknum skatttekjum af vinnu eldri borgara þannig að nettóútgjöld ríkisins væru sáralítil. Síðan var flutt frumvarp um þetta á alþingi og þá var aftur hamrað á sama hlutnum og þegar þetta loks kemst í framkvæmd 1.júli verður hamrað á þessu í þriðja sinn. Hvers vegna er staðið svona að málum? Hvers vegna var umrætt frítekjumark ekki látið taka gildi strax um síðustu áramót úr því að tilkynnt var um það 5.desember sl. Hvaða áróðursbrellur eru þetta?
Eldri borgarar þurfa ekki áróðursbrellur. Þeir þurfa framkvæmdir.
Það eina,sem hefur verið framkvæmt nú þegar,sem skiptir einhverju máli fyrir eldri borgara er afnám skerðingar á tryggingabótum aldraðra vegna tekna maka,sem tók gildi 1.apríl.Það var búið að dæma í Hæstaretti ,að ólöglegt væri að framkvæma þessa skerðingu og það var búið að marglofa að framkvæma þessa réttarbót.En til þess að menn njóti hennar þurfa þeir að eiga maka!
Björgvin Guðmundsson
Laugardagur, 3. maí 2008
Spáir rýrnun kaupmáttar
Það skiptir máli að fólk geti losað eignir og að það sé hægt að eiga viðskipti á þessum markaði, sagði Ásgeir, sem taldi raunlækkun fasteignaverðs geta orðið meiri en þau 14% sem bankinn spáði yrði verðbólgan viðvarandi.
Ásgeir sagði að miðað við núverandi ástand væri það ábyrgðarleysi að ráðleggja tekjulágu fólki að taka 90% fasteignalán. Enginn mannlegur máttur gæti komið í veg fyrir kaupmáttarrýrnun almennings næstu tvö árin.Ásgeir spáir því ,að kaupmáttur rýrni næstu 2 árin.
Þetta er ljót spá en ekki mikið frábrugðin því,sem aðrir hagfræðingar spá.Allir sérfræðingar eru sammála um að samdráttur í efnahagslífinu sé hafinn og lífskjör muni rýrna og fasteignaverð lækka. Það er almenningur sem neitar að trúa þessu og eyðir jafnmikið og áður.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Kaupmáttur rýrnar í tvö ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |