Geir og Ingibjörg Sólrún heimsækja jarðskjálftasvæðin

Þau Geir H. Haarde, forsætisráðherra, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, eru á Selfossi og eiga þar nú fund með fulltrúum björgunarsveita, almannavarnanefnda og sveitarfélaga á skjálftasvæðinu.

Ráðherrarnir segjast vilja afla upplýsinga um um stöðu mála á svæðinu. Gert er ráð fyrir að þau heimsæki fjöldahjálparstöðina í Vallaskóla á Selfossi í kjölfarið og ræði við fulltrúa Rauða kross Íslands. Þá munu þau væntanlega skoða ummerki skjálftans í Ölfusi.

Það er vel til fundið,að oddvitar ríkisstjórnarinnar skuli heimsækja jarðskjálftasvæðin..Þau geta þá séð ástandið með eigin augum og rætt við heimamenn.Forseti Íslands og forsetafrú fóru einnig til Hveragerðis í  gærkveldi og ræddu við heimamenn.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Ráðherrar á fundi með heimamönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kattarþvottur sjávarútvegsráðherra

 

Áður en Alþingi fór  í sumarleyfi fóru fram utandagskrárumræður um   álit Mannréttindanefndar Sþ. og svar ríkisstjórnarinnar við því.Einar Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra sagði þá m.a : Hins vegar er það boðað að efnt verði til gagngerrar skoðunar á íslenska fiskveiðistjórnarkerfinu í náinni framtíð með breytingar í huga þannig að komið verði til móts við kröfur mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna. Þessi viðbrögð verða kynnt mannréttindanefndinni og leitað viðbragða frá henni  við framangreindu og hvort nóg sé að gert.

Þetta svar ráðherra ef svar má kalla segir lítið sem ekkert.Það er talað um að skoða eigi fiskveiðistjórnarkerfið í náinni framtíð með breytingar í huga.Þetta er eins loðið og  það getur verið. Ólíklegt er að Mannréttindanefndin taki slíkan kattarþvott gildan.Það er til skammar,að sjávarútvegsráðherra skyldi ekki geta mannað sig upp í að koma með fullnægjandi svar áður en þingið fór í sumarleyfi.

 

Björgvin Guðmundsson


Alþingi mótmælir meðferð fanga í Guantanamo

Utanríkismálanefnd hefur afgreitt þingsályktunartillögu þess efnis að Alþingi fordæmi ómannúlega meðferð á föngum í búðum Bandaríkjamanna við Guantanamo-flóa og hvetji til þess að búðunum verði lokað.

Ingibjörg Sólrún,utanríkisráðherra, afhenti  Rice,utanríikisráðherra Bandaríkjanna,ályktunina  á fundi þeirra í  Höfða í morgun.Rice gerði athugasemdir við mótmæli alþingis.

Meðferð á föngum í Guantanamo er til skammar fyrir Bandaríkin.Þar hafa átt sér stað pyntingar og mönnum er haldið þar árum saman án dóms og laga.Bush,forseti,mun nú íhuga að loka fangabúðunum.

 

Björgvin Guðmundsson


Mikið tjón innan stokks á Selfossi

Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi, segir eftirmál jarðaskjálftans á Suðurlandi í gær í föstum farvegi. Ekki sé búist við öðrum stórum skjálfta, en vart hafi orðið við fjölda minni skjálfta.

Ólafur Helgi segir  að erfitt sé að segja til um hversu mikið tjónið er af völdum náttúruhamfaranna, það komi í ljós þegar tilkynningar hafi borist tryggingafélögum á næstu dögum. Hann segir þó varlegt að áætla að það hlaupi á tugum milljóna.

Sonur minn, Hilmar, býr á Selfossi.Dóttir hans,Ástrós  10 ára gömil,var ein heima þegar jarðskjálftinn reið yfir.Það datt strax talsvert niður úr hillum og hún varð hrædd en ekkert alvarlegt kom fyrir og mamma hennar sendi strax eftir henni, Hús Hilmars og konu hans slapp alveg.Nokkurt tjón varð á innbúi  en margir urðu fyrir miklu tjóni á innbúi. Sums staðar á Selfossi var allt í rúst innan húss.Segja má,að  betur  hafi farið en á horfðist i  þessum náttúruhamförum. Ekkert manntjón varð og engin alvarleg slys á fólki.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


mbl.is Allt í lamasessi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Halli á vöruskiptum við útlönd 32 milljarðar

Fyrstu fjóra mánuði ársins voru fluttar út vörur fyrir 111,4 milljarða króna en inn fyrir 143,5 milljarða króna fob (156,3 milljarða króna cif). Halli var á vöruskiptunum við útlönd, reiknað á fob verðmæti, sem nam 32 milljörðum en á sama tíma árið áður voru þau óhagstæð um 25,4 milljarða á sama gengi. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 6,6 milljörðum króna óhagstæðari en á sama tíma árið áður.

Í aprílmánuði voru fluttar út vörur fyrir 33,4 milljarða króna og inn fyrir 40,7 milljarða króna fob (44,5 milljarða króna cif). Vöruskiptin í apríl, reiknuð á fob verðmæti, voru því óhagstæð um 7,3 milljarða króna. Í apríl 2007 voru vöruskiptin óhagstæð um 14,1 milljarð króna á sama gengi, samkvæmt frétt Hagstofu Íslands.

Sl. fjóra mánuði ársins 2008 var verðmæti vöruútflutnings 5,0 milljörðum eða 4,3% minna á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Útfluttar iðnaðarvörur voru nær helmingur alls útflutnings og var verðmæti þeirra 22,4% meira en árið áður. Sjávarafurðir voru 43% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 7,1% minna en á sama tíma árið áður.  Mestur samdráttur varð í útflutningi skipa og flugvéla og sjávarafurða, aðallega frystra flaka, en á móti kom aukning í útflutningi á áli.


Fyrstu fjóra mánuði ársins 2008 var verðmæti vöruinnflutnings 1,6 milljörðum eða 1,2% meira á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Mest aukning varð í innflutningi á hrá- og rekstrarvörum og eldsneyti og smurolíum en á móti kom samdráttur í innflutningi á flugvélum og fjárfestingavöru.

Það sem er athyglisvert er að hallinn er talsvert meiri en á sama tíma í fyrra. Á þessum fyrstu 4 mánuðum,þegar Íslendingar hefði átt að draga verulega úr eyðslu virðist svo ekki hafa verið.Innflutningur var meiri   á föstu gengi en áður. Ljóst er að áhrif  gengislækkunarinnar eru lengi að koma fram. En fyrir bragðist  helst hallinn áfram og erfiðara verður að koma á jafnvægi í  þjóðarbúskapnum en ella.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


mbl.is Halli á vöruskiptum 32 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. maí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband