Föstudagur, 9. maí 2008
Hækkar Seðlabankinn stýrivexti meira?
Seðlabanki Íslands hefur ekki aðra úrkosti en að hækka stýrivexti sína enn frekar þrátt fyrir að hafa hækkað stýrivexti í tvígang á árinu án þess að það hafi dugað til þess að verja krónuna falli. Þetta segir Eileen Zhang, sérfræðingur hjá Standard & Poor's í viðtali við Bloomberg fréttastofuna.
Zhang segir að peningamálastefnan hafi ekki ekki virkað sem skyldi en seðlabankinn hafi ekki haft marga aðra kosti í stöðunni. Ef verðbólga eykst enn frekar þá getur seðlabankinn ekki annað en hækkað vexti. Þetta er erfitt starf hjá seðlabankanum, bætir Zhang við.
Í frétt Bloomberg er fjallað um óvænta stýrivaxtahækkun Seðlabanka Íslands þann 10. apríl í 15,5% og að þeir séu þeir hæstu sem um getur á vesturlöndum. Næsti stýrivaxtaákvörðun Seðlabanka Íslands verður kynnt þann 22. maí nk. Krónan hefur veikst um 26% gagnvart evru það sem af er ári.
Ekki líst mér á að Seðlabankinn hækki stýrivexti enn meira. Það er löngu ljóst,að þessar vaxtshækkanir Seðlabankans verka ekki til lækkunar á veðbólgunni. Ég held,að þær séu farnar að verka öfugt. Það er brýn nauðsyn að byrja vaxtalækkunarferli sem fyrst.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Spá frekari hækkun stýrivaxta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 9. maí 2008
Mikill áhugi á teiknisamkeppni fyrir börn
Úrslit liggja fyrir í teiknisamkeppni Alþjóðalega skólamjólkurdagsins. Mjólkursamsalan stendur fyrir keppninni en þátttakendur eru nemendur í 4. bekk í grunnskólum landsins. Mikill fjöldi teikninga barst í keppnina en tíu nemendur fengu viðurkenningu fyrir teikningar sínar. Alþjóðlegi skólamjólkurdagurinn er haldinn hátíðlegur síðasta miðvikudag í september ár hvert að undirlagi Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna, FAO, samkvæmt tilkynningu.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra er formaður dómnefndar teiknisamkeppni Alþjóðlega skólamjólkurdagsins. Hún tilkynnti fyrir skömmu hvaða tíu teiknarar hlutu verðlaun í samkeppninni. Verðlaun er veitt fyrir þær tíu myndir sem þóttu skara fram úr. Hver verðlaunahafanna fékk 25 þúsund krónur, sem renna í bekkjarsjóð vinningshafana.
Vinningshafarnir eru:Arngrímur Guðmundsson,Hlíðaskóla Bjarney Björt Björnsdóttir, Fellaskóla á Fljótdalshéraði; Þuríður Nótt Björgvinsdóttir, Fellaskóla á Fljótdalshéraði; Álfey Sól Haraldsdóttir, Hvaleyrarskóla; Eyjalín Harpa Eyjólfsdóttir, Grunnskóla Hornafjarðar; Andrea Thorsteinsson, Flúðaskóla; Camilla Rós Þrastardóttir Grunnskóla Stykkishólms; Hróbjartur Höskuldsson, Hvassaleitisskóla; Kjartan Tryggvason, Hvassaleitisskóla; og Anna Jónína Guðmundsdóttir. Grunnskóla Önundarfjarðar.
Það er ánægjulegt hvað mikill áhugi er meðal íslenskra skólabarna á teikningu. Margir efnilegir teiknarar tóku þátt í samkeppninni. Ef til vill eru þar á meðal myndlistarmenn framtíðarinnar.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Tíu börn fengu viðurkenningar fyrir teikningar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 9. maí 2008
Koma þarf í veg fyrir einkavæðingu heilbrigðiskerfisins
Kristinn H. Gunnarsson, málshefjandi og þingmaður Frjálslynda flokksins, sagði ljóst að víða í samfélaginu væri ótti við áformaðar breytingar og að hann ætti kannski rót sína í landsfundarsamþykktum Sjálfstæðisflokks. Hins vegar væri ljóst að ekki væri búandi við óbreytt ástand en að miklu máli skipti hvernig breytingarnar eru gerðar.
Guðlaugur Þ. Þórðarson heilbrigðisráðherra tók undir það og áréttaði að með breytingunum ætti að tryggja fólki gott aðgengi að heilbrigðisþjónustunni, óháð búsetu. Ekki hafi verið rætt um aðrar leiðir við fjármögnun en þá sem nú er, að hið opinbera greiði sinn hlut með almennum sköttum. Hvað þjónustugjöld varðaði standi til að gera kerfið skilvirkara og réttlátara.
Ég er í hópi þeirra sem er uggandi um þróun heilbrigðskerfisins., Það er ills viti,að mjög góður stjórnandi hafi veriið flæmdur úr forstjórastóli Landspítalans. Nefnd Vilhjálms Egilssonar hefur hreyft þeirri hugmynd að gera spítalann að hlutafékagi. Slík breyting er alltaf undanfari einkavæðingar. Það er því full ástæða til þess að vera vel á verði og koma í veg fyrir einkavæðingu heilbrigðiskerfisins.,
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Heilbrigðiskerfi í hættu? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |