Mánudagur, 2. júní 2008
Vistvæn hvatning
Að sögn Teits Þorkelssonar, framkvæmdastjóra Framtíðarorku, er mikil gerjun er að eiga sér stað í þróun rafmagnsbíla í heiminum. Hann segir að á ráðstefnu, sem var haldin á síðasta ári og fjallað var um orkugjafa í samgöngum, hafi allir verið sammála um að hlutur rafmagns í bílum muni aukast mjög mikið á næstu þremur til fimm árum bæði erlendis sem og á Íslandi. Bílarnir, rafhlöðurnar og hleðslustöðvar séu í stöðugri þróun og sífellt að verða betri til að mæta kröfum neytenda.
Hann fagnar tillögum starfshóps á vegum fjármálaráðuneytisins, sem leggur til að sérstakt koltvísýrings-losunargjald verði tekið upp í stað vörugjalda á ökutæki, sem þýðir að því minna sem menn losa af koltvísýring því minna borga þeir. Þá kemur fram í skýrslunni að kolefnisskattur verði lagður á jarðefnaeldsneyti.
Teitur segist hins vegar vilja sjá skýrari hvata til innkaupa á bílum sem menga ekki neitt, þ.e. rafmagnsbílum sem séu væntanlegir á markað á næstu árum frá stóru bílaframleiðendunum.
Til nánari útskýringar þá greiðir bíll sem losar 0-100 grömm af koltvísýring miðað við hvern ekinn km ekkert losunargjald. Bíll sem losar 100 til 120 grömm greiðir hins vegar 5%. Munurinn er hins vegar meiri eftir því sem losunin eykst. T.d. greiðir sá sem losar á bilinu 161-180 grömm 20% losunargjald á meðan sá sem losar yfir 250 grömm greiðir hámark 60% losunargjald.
Að sögn Teits verða nokkrir helstu sérfræðingar heims í þróun rafbíla í nánustu framtíð, m.a. Frá Ford, A123 Systems rafhlöðuframleiðandanum, stærstu orkufyrirtækjum Danmerkur og Svíþjóðar á staddir á Alþjóðlegri ráðstefnu um orkugjafa framtíðar á vegum Reykjavíkurborgar, Landsbankans og Icelandair. Forseti Íslands setur ráðstefnuna 18. september nk.
Þetta er jákvætt skref.
Björgvin Guðmundssson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 2. júní 2008
Starfsmenn OR gagnrýna brottvikningu Guðmundar
Á almennum fundi starfsmanna Orkuveitu Reykjavíkur í dag var samþykkt ályktun þar sem lýst er yfir undrun og vonbrigðum með þá ákvörðun stjómar fyrirtækisins að víkja forstjóra þess úr starfi. Jafnframt er stjórn fyrirtækisins átalin fyrir algjöran skort á upplýsingum um gang mála og lýst eftir skýrri stefnu í málefnum þess.
Guðmundur (Þóroddsson, fyrrverandi forstjóri OR) hefur staðið í fararbroddi í mikilli uppbyggingu undanfarinna ára g lýsir fundurinn yfir fullum stuðningi við hann. Fundurinn hvetur stjórnarmenn til þess að bera hag fyrirtækisins fyrir brjósti og nýta tækifæri til sóknar, bæði innanlands og utan," segir í ályktuninni.
Ég tel ekki,að Guðmundur Þóroddsson hafi brotið neitt af sér. Með brottvikningu hans er verið að láta hann taka út refsingu fyrir axasköft,sem borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins gerðu.
Björgvin G uðmundsson
![]() |
Starfsmenn OR undrandi á að forstjóra sé vikið úr starfi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 2. júní 2008
Ritstjóraskipti á Morgunblaðinu
Ritstjóraskipti urðu á Morgunblaðinu í dag þegar Styrmir Gunnarsson lét af störfum og Ólafur Þ. Stephensen tók við. Styrmir kvaddi blaðamenn og starfsmenn og fór í stuttu ávarpi yfir feril sinn á blaðinu, sem nær yfir hálfa öld. Hann var ritstjóri blaðsins í 36 ár.
Styrmir hefur verið áhrifamikill ritstjóri á Morgunblaðinu.Hann hefur staðið sig vel og markað spor. Nú kemur nýr ritstóri með nýjar áherslur. Fróðlegt verður að sjá hvort hann breytir blaðinu mikið.
Björgvin Guðmundsson
.
![]() |
Ritstjóraskipti á Morgunblaðinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 2. júní 2008
Orkuauðlindirnar áfram sameign þjóðarinnar
Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra sagði í Rauða þræðinum á Útvarpi Sögu íað orkufrumvarpið sem Alþingi samþykkti sé mikilvægasta þingmál síðustu ára og með því sé tryggt að orkuauðlindirnar verði áfram sameign þjóðarinnar. Í viðtalinu upplýsti Össur að erlend fyrirtæki t.d. á sviði stóriðju hefðu reynt að ásælast orkuauðlindirnar og viðrað þann möguleika hvort hægt væri að kaupa sig inn í orkuauðlindirnar, ein eða í félagi við aðra aðila. Óvenju breið samstaða skapaðist á Alþingi um málið og greiddi enginn þingmaður atkvæði á móti.
Ég tek undir þetta með Össuri. Orkulögin eru gífurlega mikilvæg og munu væntanlega tryggja yfirráð opinberra aðila yfir íslenskum orkuauðlindum.Össur á þakkir skilið fyrir að koma þessu máli fram.
Björgvin Guðmundsson
Mánudagur, 2. júní 2008
Klofningur hjá VG um eftirlaunamálið?
Þingflokkur VG gerði uppreisn gegn Steingrími J. Sigfússyni flokksformanni þegar Steingrímur hafði samþykkt að vera með í nefnd flokksformanna um eftirlaunamálið í sumar. Fremstur í flokki var þingflokksformaðurinn Ögmundur Jónasson sem upphóf mikla skammaræðu um eftirlaunamálið fyrir hönd flokks síns eftir tilkynningu forsætisráðherra á þinginu en aðrir töluðu af hálfu stjórnarandstöðunnar flokksformennirnir Guðjón Arnar Kristinsson og Guðni Ágústsson sem ætla báðir að taka þátt í endurskoðunarstörfunum.
Steingrímur J. sagði að vísu,að hann hefði aldrei samþykkt neina endurskoðun í sumar. Geir Haarde hefði nefnt þetta lauslega og Steingrímur J. sagt,að hann væri að sjálfsögðu alltaf tilbúinn til að ræða málið en síðan hefði þetta verið túlkað svo,að komið væri samkomulag um eftirlaunamálið milli allra flokka. Það væri ekki rétt.
Björgvin Guðmundsson
Mánudagur, 2. júní 2008
Ísland kemur á fót varnarmálastofnun
Varnarmálastofnun Íslands tók til starfa í dag, en stofnunin sinnir varnartengdum verkefnum. Hún heyrir undir utanríkisráðherra er ber ábyrgð á öryggis og varnarstefnu Íslands á alþjóðavettvangi.
Með því að reka íslenska loftvarnarkerfið og sjá um önnur þau eftirlits- og varnartengdu verkefni sem nýstofnsett Varnarmálastofnun á að sinna erum við Íslendingar í senn að axla ábyrgð á eigin vörnum og um leið að leggja til sameiginlegs öryggis grannríkja okkar á Norður-Atlantshafi og bandalagsríkja í NATO. Þannig rækjum við skyldur okkar sem sjálfstætt, fullvalda ríki, sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, við opnun Varnarmálastofnunarinnar.
Af verkefnum hinnar nýju stofnunar ber hæst rekstur íslenska loftvarnakerfisins en íslensk stjórnvöld tóku við yfirstjórn þessa og rekstri Ratsjárstofnunar úr hendi Bandaríkjanna 15. ágúst 2007. Varnarmálastofnun mun reka öryggissvæði við Keflavíkurflugvöll, Miðnesheiði, Helguvík, Bolafjall, Gunnólfsvíkurfjall og Stokksnes, og annast rekstur mannvirkja NATO hérlendis. Gert er ráð fyrir að stofnunin vinni úr upplýsingum frá NATO og veita gistiríkisstuðning vegna loftrýmisgæslu sem hófst hérlendis á vormánuðum.
Ellisif Tinna Víðisdóttir er forstjóri Varnarmálastofnunar en gert er ráð fyrir að upp undir fimmtíu manns munu starfa þar. Stofnunin er til húsa á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli, vefsetur hennar er www.varnarmalastofnun.is.
Áætlaður heildarrekstrarkostnaður til varnarmála árið 2008 er 1.350 milljónir króna.
Það er talsverð frétt,að komið hafi verið á fót sérstakri varnarmálastofnun.Ég átta mig ekki á því hvort þörf hafi verið á að koma þessari stofnun á fót og mér finnst það vel í lagt að ætla að hafa 50 starfsmenn hjá stofnuninni.Kostnaður finnst mér einnig alltof mikill.Auðvitað hefði starfsemi þessarar stofnunar getað verið hjá utanríkisráðuneytinu.Það hefði sjálfsagt verið ódýrara en að koma á fót sérstakri stofnun.Það er eðli nýrra stofnana að þenja sig út.Ég hefi einnig verulegar efasemdir um nauðsyn á æfingaflugi NATO ríkja hér við land eins og franskra herþota nú.Ég held að þetta sé aðallega gott fyrir þessar NATÖ þjóðir en hafi litla þýðingu fyrir okkur.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Varnarmálastofnun Íslands tekin til starfa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |