Föstudagur, 27. júní 2008
Þurfum við fleiri álver?
Miklar umræður hafa blossað upp enn á ný um stóriðju og stórvirkjanir og spurninguna um það hvort við þurfum fleiri álver eða ekki.Iðnaðarráðherra skrifaði í gær undir viljayfirlýsingu um að haldið yrði áframn undirbúningi og athugunum vegna hugsanlegrar álverksmiðju við Bakka.Þetta er túlkað sem svo,að Samfylkingin hafi ekki framfylgt stefnu sinni frá síðustu kosningum um hlé á stóriðjuframkvæmdum.Áður hafa framkvæmdir hafist við byggingu álvers í Helguvík.Munurinn á Helguvík og Bakka er sá,að framkvæmdir hafa byrjað í Helguvík og álfyrirtækið,sem stendur að þeirri framkvæmd hefur ákveðið sig og er að byggja álver. En við Bakka er ennallt óákveði.Álfyrirtækið hefur ekki ákveðið sig. Ég tel því,að það eigi að fresta eða hætta við framkvæmdir við Bakka og segja við álfyrirtækið: Komið og talið við okkur eftir nokkur ár þegar ykkur er alvara.
Björgvin Guðmundsson
Föstudagur, 27. júní 2008
Flugumferðaratjórar semja
Skrifað var undir samkomulag flugumferðarstjóra og Flugstoða hjá Ríkissáttasemjara á tíunda tímanum í morgun, eftir að fundur hafði staðið í sólarhring samfleytt. Felur samningurinn m.a. í sér 4,75% launahækkun strax.
Báðir deiluaðilar kváðust sáttir við niðurstöðuna. Samningurinn gildir til 31.október 2009 og felur í sér samtals um 11% hækkun.
Það er mikið lán,að verkfallið skyldi aðeins standa stutt. Það hefði haft ómældan skaða í för með sér,ef verkfallið hefði staðið lengi.Það er talsverð kauphækkun,sem svo hátt launuð stétt sem flugumferðarstjórar, fá.
Björgvin Guðmundsson
.
![]() |
Samningur í höfn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 27. júní 2008
Eldri borgarar á hjúkrunarheimilum fá fjárhagslegt sjálfstæði
Á næstu misserum er ætlunin hjá félags- og tryggingamálaráðuneytinu að bæta úr aðstæðum aldraðra í ljósi stefnu ríkisstjórnarinnar. Meðal annars verður dagvistar-, hvíldar- og skammtímarýmum fjölgað. Nýjar áherslur verði teknar upp við uppbyggingu hjúkrunarheimila og endurbætur á eldra húsnæði.
Greiðsluþátttöku aldraðra í hjúkrunar- og dvalarrýmum verði breytt þannig að aldraðir haldi fjárhagslegu sjálfstæði og greiðslur vasapeninga lagðar af. Hjúkrunarrýmum verði fjölgað til að mæta þörf. Fjölbýlum á hjúkrunarheimilum verði útrýmt að mestu leyti, að því er segir á vef ráðuneytisins. Frá áramótum hefur félags- og tryggingamálaráðherra farið með yfirstjórn öldrunarmála. Í því felst að annast stefnumótun og áætlanagerð fyrir landið í heild og beita sér fyrir almennri umræðu og kynningu á stöðu og valkostum aldraðra. Stefnumótun liggur nú fyrir.(mbl.is)
Fagna ber því,að fjölbýlum á hjúkrunarheimilum verði eytt að mestu.Einnig er það mikið fagnaðarefni,að eldri borgarar á hjúkrunarheimilum fái fjárhagslegt sjálfstæði.Nauðsynlegt er einnig að stórfjölga hjúkrunarrýmum og eyða biðlistum.
Björgvin Guðmundsson
Föstudagur, 27. júní 2008
Verkfall flugumferðarstjóra hafið
Enn er verið að funda hjá flugumferðarstjórum og viðsemjendum þeirra en fundurinn hófst klukkan 10 í gær. Verkfallsboðun stendur því enn og þýðir það að engar lendingar verða í Keflavík næstu fjóra tímana. Tvö flugtök verða leyfð á klukkustund. Allt innanlandsflug liggur niðri þar til klukkan ellefu fyrir utan sjúkra- og neyðarflug.
Ástandið er því óbreytt og fer allt fram samkvæmt viðbúnaðaráætlun í dag. Gert er ráð fyrir 7-11 sjúkra- og neyðarflugum í Keflavík í dag. Yfirflug yfir landinu verður óbreytt að minnsta kosti í dag en að öðru leyti má segja að allt annað flug sé lamað.
Ekkert verður flogið innanlands þá fjóra klukkutíma, sem verkfallið stendur hvern dag.
Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, sagði í gær í samtali við Morgunblaðið að félagið væri að skoða stöðuna og til hvaða ráðstafana yrði gripið. Hann nefndi sem dæmi að kæmi boðað verkfall á dag til framkvæmda eins og raun er orðin yrði ekkert flogið milli klukkan 7 og 11 fyrir hádegi. Á þeim tíma eru áætluð um 16 flug og megi gera ráð fyrir að um 500 farþegar séu bókaðir í þau.
Flugfélagið Ernir var einnig að skoða stöðuna. Hörður Guðmundsson framkvæmdastjóri sagði að 6 áætlunarferðir væru áformaðar í dag og ljóst væri að mikil röskun yrði hjá félaginu. Hann taldi að félagið myndi geta klárað þessar ferðir þótt þær færðu fram á daginn.
Samkvæmt upplýsingum,sem birtar hafa verið um kjör flugumferðarstjóra virðast þeir hafa ágæt kjör. Þeir ættu því ekki að þurfa að fara í verkfall vegna bágra kjara. Þeir eru greinilega að nýta sér sterka aðstöðu sína til þess að stöðva allt flug og knýja fram enn betri kjör. Það leiðir hugann að því hvort svona stétt ætti að hafa verkfallsrétt.Það er alls ekki sjálfsgefið enda þótt margar fleiri stéttir,sem hafa sterka stöðu hafi verkfallsrétt. En verkfallsréttur er vandmeðfarinn og ekki má beita honum nema í algerri neyð og þegar kjörin eru slæm.
Björgvin Guðmmundsson.
![]() |
Verkfall skollið á |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 27. júní 2008
Hanna Birna dregur ekkert að
Samfylkingin fengi átta fulltrúa og meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur ef kosningar færu fram nú. Þetta er niðurstaða skoðanakönnunar sem Félagsvísindastofnun HÍ vann dagana 2.-22. júní fyrir Samfylkinguna. Fylgi Samfylkingar mælist 48,2%, en fylgi Sjálfstæðisflokks 29,2%, sem myndi skila flokknum fimm fulltrúum. VG fengi 13,5% fylgi og tvo fulltrúa.
Í könnun sem Capacent Gallup gerði í maí fékk Samfylkingin 45% fylgi og Sjálfstæðisflokkurinn 27%.
Af þeim sem tóku afstöðu vildu 53,7% fá Dag B. Eggertsson sem borgarstjóra, en 26,8% vildu fá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, sem tók við sem oddviti Sjálfstæðisflokksins þegar framkvæmd könnunarinnar var hálfnuð.(mbl.is)
Þessi könnun leiðir í ljós,að engin breyting hefur orðið við .að sparka Villa sem leiðtoga og taka Hönnu Birnu í staðinn. Hún hefur ekkert dregið að. Könnunin sýnir,að vandi Sjálfstæðisflokksins í Rvk. stafar ekki af foringjavanda. Vandinn er vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn beitti bolabrögðum til þess að ná völdum í Rvk., og keypti Ólaf F. til fylgis við sig með borgarstjórastölnum. Reykvíkingar vilja ekki slík vinnubrögð.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Samfylkingin fengi meirihluta í borgarstjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)