Verð á hráolíu fellur

Verð á hráolíu féll um átta dollara á tunnu í kjölfar ummæla Ben Bernanke seðlabankastjóra um versnandi horfur í efnahagslífinu. Þetta er fyrsta lækkun á olíuverði í viku. Olíutunnan fór undir 141 dollara í framvirkum samningum og S&P vísitalan hrundi í sitt lægsta gildi síðan 2005.(mbl.is)

Fróðlegt verður að  sjá hvernig verð á bensíni og dieselolíu þróast í kjölfarið.Skyldu íslensku oliufélögin  lækka verð á eldsneyti,þegar heimsmarkaðsverð lækkar. DV setur fram þá kröfu,að olíufélögin verði tekin til rannsóknar vegna verðlagningar sinnar á olíuvörum.

 

Björgvin Guðmundsson 

 


mbl.is Hráolíuverð hrynur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólafur Ragnar tekur á ný við embætti 1.ágúst

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, verður settur inn í embættið að nýju þann 1. ágúst næstkomandi eins og venjan er. Hefur hann þá setið í þrjú kjörtímabil.

Athöfnin verður í Dómkirkjunni og verður síðan haldið í Alþingi þar sem Ólafur Ragnar mun flytja ávarp. Fjallað var um dagskrá embættistökunnar á fundi ríkisstjórnarinnar í dag.

Ólafur Ragnar hefur verið farsæll forseti. Hann hefur farið nýjar leiðir   í embættinu,beitt sér meira en fyrri forsetar fyrir útflutningsmálum og látið mikið að sér kveða í þeim málum og í vissum alþjóðamálum.

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


mbl.is Embættistaka forseta verður 1. ágúst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aflinn 9,5% minni í ár en í fyrra

Heildarafli íslenskra skipa í júní, á föstu verði, var rúmlega 28% minni en í sama mánuði í fyrra. Aflinn hefur það sem af er árinu dregist saman um 9,5% miðað við sama tímabil 2007 sé hann metinn á föstu verði. Þetta eru bráðabirgðatölur frá Hagstofu Íslands. Aflinn var rúm 60.000 tonn í síðasta mánuði en ríflega 112.000 tonn í júní í fyrra.

Botnfiskafli dróst saman um tæp 14.000 tonn en um helmingur samdráttarins varð í veiði á úthafskarfa. Þorskaflinn dróst einnig saman um 3500 tonn og ýsuaflinn um tæp 900 tonn. Afli uppsjávartegunda í síðasta mánuði var rúm 30.000 tonn. Hann dróst saman um tæp 37.000 tonn frá júní í fyrra.

Þessi samdráttur stafar m.a.af niðurskurði á þorskkvóta.En að vísu hefur aflinn í heild dregist mun meira saman en þorskaflinn. Sjávarútvegurinn á í erfiðleikum um þessar mundir og væri full ástæða til þess að leyfa auknar þorskveiðar þar eð sjórinn er allur fullur af þorski,samkvæmt frásögn  sjómanna.

 

Björgvin Guiðmundsson

 


Málamiðlun í stóriðjumálum

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir að gerð hafi verið málamiðlun í stjórnarmyndunarviðræðum við Sjálfstæðisflokkinn hvað varðar stóriðjuhlé sem boðað er í umhverfisstefnu Samfylkingarinnar, „Fagra Íslandi“.

„Í „Fagra Íslandi“ var talað um að gera stóriðjuhlé og fyrir því voru tvær meginástæður. Önnur var sú að beðið yrði á meðan unnið yrði að gerð rammáætlunar um verndun og nýtingu náttúruauðlinda og það fór ekki inn í stjórnarsáttmála. Þess í stað var samið um aðra aðferðarfræði sem er að ekki verði farið inn á óröskuð svæði á meðan og þannig töldum við okkur ná fram sjónarmiðum náttúruverndar,“ segir hún og bætir við: „Hins vegar töldum við líka að vegna mikillar þenslu í hagkerfinu þá væri það til bóta fyrir hagkerfið að gera stóriðjuhlé. Og núna stöndum við bara í allt öðrum sporum.“(mbl.is)

Það er gott,að fá það fram hvað raunverulega gerðist í stóriðjumálum,þegar stjórnin var mynduð. Sú málamiðlun,sem gerð var er að mínu mati  skynsamleg.Ekki má. t.d. fara inn á nein óröskuð svæði. Það er vissulega náttúruvernd.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

 


mbl.is Sömdu um málamiðlun í stóriðjumálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. júlí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband