Vill inn í ESB

Það er kominn tími til að undirbúa aðild að Evrópusambandinu. Nú er það brýnna en nokkru sinni fyrr eins og staðan er í efnahagsmálum. Þetta segir Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra. Sjálfstæðisflokkurinn þarf að fara gera upp þessi mál fyrr en síðar.

Það er stærsta verkefni íslenskra stjórnvalda að leiða til lykta framtíðarfyrirkomulag peningamála og Evrópumála segir Björgvin. Það eina sem tefji stjórnvöld á Íslandi sé pólitískur vilji; atvinnulífið og verkalýðssamtök hafi hvatt til þess að þessi séu mál séu skoðuð vandlega.

Þessi yfirlýsing viðskiptaráðherra hefur farið misjafnlega í þingmenn Sjálfstæðisfliokksins. Birgir Ármannsson gagnrýndi yfirlýsinguna harðlega.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Ekki unnt að segja upp EES samningnum

Ögmundur Jónasson þingflokksformaður VG  hefur sagt,að Ísland ætti að ganga úr EES. Ofbýður honum,að EES samningurinn ætli að hindra,að Ísland geti notað íbúðarlánasjóð að vild. Ragnar Arnalds leggst hins vegar gegn úrsögn úr EES og segir,að ef Ísland gengi  úr EES mundi þess verða krafist  ,að Ísland gengi  í ESB.

Ekki kemur til greina að ganga úr EES. Ef Ísland gerði það mundi það missa allar tollaívilnanir,sem það nýtur í dag fyrir sjávarafurðir sínar hjá ESB.Við getum ekki snúið klukkunni til baka í þessu efni.EES samningurinn hefur reynst okkur vel.

 

Björgvin Guðmundsson


Ekkert gengur hjá Hönnu Birnu

   Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallup um fylgi flokkanna í Rvk. hreyfist fylgið ekkert hjá Sjálfstæðisflokknum í Rvk. Það mælist aðeins 29%. Hanna Birna virðist ekki draga meira en Villi.Hins vegar sýnir könnunin hreinan meirihluta hjá Samfylkingunni.Þessi könnun staðfestir,að Reykvíkingar  vísa á bug vinnubrögðum íhaldsins í Rvk. við valdaránið,þegar Ólafur F. var keyptur með borgastjórastólnum.
Björgvin Guðmundsson

Sjálfstæðisflokkurinn með 33%,Samfylking með 30%

Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar sjöunda mánuðinn í röð. Í þjóðarpúlsi Gallup kemur fram að fylgi ríkisstjórnarinnar mældist tæplega 80% í upphafi kjörtímabilsins en hefur minnkað jafnt og þétt það sem af er ári. Fylgi mælist nú 52% en var í maí um 55%. Samanlagt fylgi stjórnarflokkanna hefur hins vegar fallið úr um 70% í 63%. 

Í fréttum Rúv kom fram að fylgi flokkanna breytist lítið miðað við síðasta Þjóðarpúls Gallup. Sjálfstæðisflokkurinn er með 33% fylgi og Samfylkingin með 30%.  Framsóknarflokkurinn mælist nú með 9% fylgi og stuðningur við Frjálslynda flokkinn mælist 4%.  Stuðningur við Vinstri græna mælist nú 20%.

Sjálfstæðisflokkurinn virðist eiga í   erfiðleikum með að rétta sig við eftir fylgislægð í skoðanakönnunum.Samfylkingin mælist yfiir kjörfylgi í síðustu kosningum en með svipað fylgi og í kosningunum 2003 en þá fékk Samfylkingin 31%.Ég er að hissa,að Samfylkingin skuli þó fá þetta fylgi í skoðanakönnunum miðað við frammistöðu flokksins í málefnum aldraðra  og öryrkja.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óbreyttur lífeyrir aldraðra hjá TR

Ég fór inn  á  vef Tryggingastofnunar ríkisins,reiknivél, til þess að athuga hvort lífeyrir aldraðra hefði hækkað mikið  1.júlí,þar eð það er alltaf verið að tala  um að  þá komi miklar hækkanir.En lífeyrir aldraðra hafði ekki hækkað um eina krónu.Hann var alveg óbreyttur: kr. 135.928 á mánuði hjá einhleypum ellilífeyrisþega,með eingöngu bætur TR og kr. 121.409 eftir skatta.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Breti spáir stjórnarslitum á Íslandi!

Robert Wade, prófessor við London School of Economics, segir í grein sem birtist í Financial Times í  að sterkur orðrómur sé um að Samfylkingin muni slíta samstarfi sínu við Sjálfstæðisflokkinn og knýja fram kosningar.

Í tilefni af þessum ummælum segir Guðmundur Magnússin á bloggsíðu sinni:

 

Ég heyrði í innvígðum Samfylkingarmanni í gær. Hann segir að mikill ókyrrð sé í flokknum og hún nái inn í þingmanna- og ráðherraliðið. Spjótin standi á Geir Haarde forsætisráðherra sem Samfylkingunni finnist að sé ekki nógu röskur í að hjálpa viðskiptalífinu. En allt stoppi hjá Ingibjörgu Sólrúnu. Það sé hún sem annist samskiptin við forsætisráðherra og sjálfstæðismenn. Enginn viti hvað hún sé að hugsa.

Ég gef ekki mikið fyrir þessar vangaveltur. En ef Samfylkingin efnir ekki kosningaloforð sín getur allt gerst. Kjósendur  flokksins munu ekjki sætta sig við það,að  Samfylkingin láti Sjálfstæðisflokkinn hundsa mikilvæg kosningaloforð eins og í málefnum aldraðra og öryrkja.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Fyrsti áfangi afnáms stimpilgjalda kominn til framkvæmda

Frá og með gærdeginum sleppa þeir sem kaupa sína fyrstu fasteign við að greiða stimpilgjaldið af láninu því þá tóku gildi lög um afnám stimpilgjalda sem samþykkt voru á Alþingi í maílok á þessu ári. Er von á að fasteignamarkaðurinn glæðist eitthvað í kjölfarið þó að umdeilt sé hve mikil áhrifin verða.

Samkvæmt lögunum fá allir fyrstu íbúðarkaupendur stimpilgjöldin afnumin en ef annað hjóna hefur átt fasteign áður fellur aðeins helmingur gjaldsins niður. Þá er nóg að hafa aðeins átt hluta af fasteign til að missa réttinn.

Það er fagnaðarefni,að stimpilgjöld af fyrstu íbúð skuli nú hafa verið felld niður. Margt ungt fólk hefur beðið eftir þessu.En ríkisstjórnin hét því,að fella stimpilgjöldin niður með öllu,þe. af öllum íbúðarkaupum.Þetta er því aðeins fyrsti liður.Vonandi verður stipilgjaldið fljótlega fellt niður með öllu.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Stimpilgjöldin afnumin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jóhannes í Bónus ætlar í skaðabótamál

Jóhannes Jónsson, gjarnan kenndur við Bónus, er ásamt lögfræðingum sínum að vinna að kæru á hendur ríkislögreglustjóra vegna Baugsmálsins svokallaða. Hann mun afhenda kæruna síðar í þessum mánuði.

„Ég ætla að sækja rétt minn gegn þessum háu herrum,“ segir Jóhannes. „Ég er ósáttur við embættisfærslur ríkislögreglustjóra, og eins framkomu dómsmálaráðherra á meðan á málinu hefur staðið. Og náttúrulega óánægður með yfirmann ákæruvaldsins hjá ríkislögreglustjóra.“

Jóhannes segist annars vegar fara fram á skaðabætur, og hins vegar að embættisfærslur þeirra sem komu að Baugsmálinu verði skoðaðar ofan í kjölinn.

Aðspurður hvort upphæð þeirra bóta sem hann fer fram á sé komin á hreint, segir hann svo ekki vera. „Það er verið að vinna að þessu fyrir mig, og kemur fram síðar í þessum mánuði. Þá skýrist þetta allt saman. En eins og ég hef margoft tekið fram muna skaðabætur, ef mér verða dæmdar þær, ganga til góðra verkefna í þjóðfélaginu. Ég mun ekki taka þær til mín.“ Um góðgerða- og styrktarmál af einhverju tagi verði að ræða.(mbl.is)

Mér líst vel á,að Jóhannes í Bónus fari í skaðabótamál. Hann var sakfelldur saklaus og sýknaður.Árum saman mátti hann sæta ofsóknum af hálfu ríkislögreglustjóra og fjölmiðlar hundeltu hann.Hið sama er að segja um son hans,Jón Ásgeir.Málið fór af stað vegna smávægilegs hlutar og í raun vegna þess að fyrrum viðskiptafélagi þeirra í Bandaríkjunum vildi hefna sín á þeim feðgum,þar eð þeir höfðu sagt honum upp. Þeir feðgar voru margsýknaðir en alltaf var höfðað mál á ný og ljóst,að ekki átti að hætta fyrr en eitthvað fyndist sem unnt væri að dæma þá fyrir.Ég er viss um að þetta mál hefði aldrei farið  af stað nema vegna þess að einhverjir háttsettir menn stóðu á bak við það.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


mbl.is Jóhannes Jónsson í Bónus undirbýr kæru vegna Baugsmálsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kaupþing og Spron sameinast

Stjórnir Kaupþings og SPRON hafa samþykkt samruna félaganna tveggja. Mun Kaupþing yfirtaka eignir og skuldir SPRON við samrunann. Hluthafar í SPRON munu við samrunann fá greitt fyrir hluti sína í SPRON 3,83 krónur á hlut. Er það lokaverð SPRON í Kauphöll Íslands í gær auk 15% álags.

Miðað við það er markaðsvirði SPRON rúmir 19 milljarðar króna en miðað við lokaverð félagsins á fyrsta viðskiptadegi í Kauphöll Íslands 23. október á síðasta ári þá var markaðsvirði SPRON rúmir 83 milljarðar króna. Þetta þýðir að verðmæti sparisjóðsins hefur rýrnað um 64 milljarða króna á rúmum átta mánuðum. Lokaverð SPRON í Kauphöll Íslands í dag var 3,19 og markaðsvirðið því tæpir 16 milljarðar króna.

Fá hluthafar í SPRON 60% greitt með hlutabréfum í Exista og 40% með hlutabréfum í Kaupþingi. Samruninn hefur óveruleg áhrif á heildarstærð Kaupþings á samstæðugrundvelli.

Að mati stjórna Kaupþings og SPRON hefur samruninn jákvæð áhrif á starfsemi félaganna á Íslandi. Samruninn er til þess fallinn að bæta þjónustu, auka arðsemi í rekstri og virði fyrir hluthafa, samkvæmt tilkynningu.

„Órói á fjármálamörkuðum undanfarin misseri hefur gert það að verkum að auka þarf áherslu á hagræðingu og hagkvæmni í rekstri fjármálafyrirtækja. Með sameiningu Kaupþings og SPRON er verið að bregðast við breyttu rekstrarumhverfi og styrkja starfsemi félaganna á íslenskum fjármálamarkaði. Við sameininguna verður lögð áhersla á að viðhalda sérstöðu þeirra og markaðsstöðu. Útibú beggja verða áfram rekin undir eigin merkjum," að því er segir í tilkynningu til Kauphallar Íslands.

Samruninn er háður samþykki hluthafafundar SPRON og Fjármálaeftirlitsins. Þá er samruninn einnig háður því að samkeppnisyfirvöld ógildi hann ekki eða setji honum skilyrði sem stjórnir félaganna telja óviðunandi eða leiði til þess að óhjákvæmilegt sé að leggja ákvörðun um samrunann að nýju fyrir hluthafafund í SPRON. Samþykkis lánveitenda vegna samrunans hefur þegar verið aflað. Áætlað er að hluthafafundur í SPRON verði haldinn í byrjun ágúst. Fyrir þann fund verður lagt álit utanaðkomandi fjármálafyrirtækis á því endurgjaldi sem kemur fyrir hlutafé í SPRON við samrunann.

Sameinað félag mun ekki taka við rekstri, eignum og skuldum, svo og réttindum og skyldum SPRON fyrr en öll skilyrði samrunans hafa verið uppfyllt. (mbl.is)

Guðmundur Hauksson sparissjóðsstjóri SPRON segir,að ekki verði um uppsagnir að ræða hjá Spron vegna samrunans.Við skulum vona,að Kaupþing gleypi ekki Spron,að þetta verði raunverulegur samruni ,sem báðir hagnist á.

 

Björgvin Guðmundsson


 


mbl.is Kaupþing og SPRON sameinast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. júlí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband