Morgunblaðið vill meiri einkavæðingu

Morgunblaðið kvartar yfir því í Reykjavíkurbréfi,að ekkert hafi orðið úr einkavæðingu að undanförnu.Minnist blaðið á nokkur fyrirtæki,sem það telur að ætti að einkavæða svo sem Íslandspóst og Leifsstöð. Það á ekki að einkavæða bara til þess að einkavæða. Bæði þessi fyrirtæki ,sem blaðið nefnir eru vel komin í höndum ríkisins. Reikna má með,að póstþjónusta yrði mun verri ef hún væri einkavædd. Það hefur nokkuð borið á því,að íhaldið vildi einkavæða fyrirtæki,sem gengið hafa vel í höndum ríkisins. Nefna má sem dæmi Landsíma Íslands. Hann var sem ríkisfyrirtæki mjög vel rekið fyrirtæki og því bar enga nauðsyn til þess að einkavæða fyrirtækið  nema þá til þess að koma gróðanum í hendur einkaaðila.Rekstur fyrirtækisins batnaði ekki við einkavæðingu en þjónustan versnaði.Það hefði mátt hafa fyriirtækið  ríkisfyrirtæki með takmarkaðri ábyrgð og sjálfstæðan fjárhag.

 

Björgvin Guðmundsson


Þorgerður Katrín orðin forsætisráðherra

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, verður erlendis í sumarleyfi frá 21. til 31. júlí. Samkvæmt tilkynningu frá forsætisráðuneytinu gegnir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, störfum Geirs á meðan.

Þorgerður Katrín hefur staðið sig nokkuð vel í ráðherrastól.Hún hefur komið nokkrum málum fram enda þótt fæðingin væri erfið í fyrstu.Og hún hefur verið nokkuð ákveðin,jafnvel ákveðnari en Geir Haarde.T.d. hefur Þorgerður Katrín verið ákveðnari í Evrópumálum en Geir.

 

Björgvin Guðmundsson

 

Fara til baka 


mbl.is Þorgerður Katrín leysir Geir af
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VG vill kalla þingið saman um efnahagsmálin

Þingflokkur Vinstri grænna fer fram á að Alþingi komi saman eftir verslunarmannahelgi til að fjalla um stöðu og horfur í efnahags- og atvinnumálum og hvað vænlegast er að gera til að verja þjóðarbúið frekari áföllum og endurheimta efnahagslegan stöðugleika.

Þetta kemur fram í bréfi sem þingflokkurinn hefur sent Geir H. Haarde, forsætisráðherra, Sturlu Böðvarssyni, forseta Alþingis, Gunnari Svavarssyni, formanni fjárlaganefndar, og Pétri Blöndal, formanni efnahags- og skattanefndar.

Á fundi sínum í morgun samþykkti þingflokkurinn einnig ályktun um stöðu efnahagsmála. Þar segir að þær ,,alvarlegu" horfur sem nú eru í efnhags- og atvinnumálum hafi verið fyrirsjáanlegar og flokkurinn hafi varað við þeim allt frá árinu 2004.

Það er skynsamlegt að kalla þingið  saman sem fyrst. Ég er raunar þeirrar skoðunar,að þingið eigi að sitja allt árið. Það á aðeins að taka eðlilegt sumarleyfi,t.d. 6 vikur en að öðru leyti á það að sitja að störfum.Þingmenn þurfa ekki lengra sumarleyfi en aðrir landasmenn. Gömlu rökin um að  þingmenn þyrftu að fá leyfi frá þingstörfum til þess að hitta kjósendur eiga ekki lengur við. Þeir geta hitt kjósendur þó þingið starfi.

 

Björgvin Guðmundsson

,,."


Fólk ferðast minna til útlanda en áður

Farþegafjöldi Úrvals Útsýnar hefur dregist saman um 8 prósent á milli ára en Þorsteinn Guðjónsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, bendir á að seinasta ár hafi verið metár hvað farþegafjölda varðar. Sala á haustferðum er hafinn og hefur sala á ferðum yfir hátíðirnar verið góð. Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni fyrr í morgun.

Þorsteinn segir að ferðaskrifstofur standi og falli með krónunni. Hann kveðst vera fylgjandi upptöku evru.

,,Við þurfum að hafa stöðugleika," segir Þorsteinn og líkir áætlanagerð sem tekur við að stöðu krónunnar og stöðu efnahagsmála við veðurspár.

Þorsteinn segir að ferðaskrifstofur hafi ekki mikil tækifæri til að bregaðst við slæmum horfum í efnahagsmálum og erfitt sé að bakka út úr flug- eða hótelsamingum með stuttum fyrirvara.

,,Olía fer að verða 50% af heildarkostnaði við flug og það er rosalegt fyrir þá sem standa í flugrekstri," segir Þorsteinn.

Það kemur ekki á óvart,að það  dragi úr ferðalögum til útlanda.Lífskjör hafa rýrnað verulega undanfarna mánuði og fólk er byrjað að spara. Það dregur úr ferðalögum og fólk færir viðskipti sín yfir í lágvöruverðsverslanir,þar sem vörur eru ódýrari.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Verðbólgan 14% í ágúst

Verðbólga nær hámarki í ágúst og verður þá rúm 14% gangi spá greiningardeildar Landsbankans eftir. Greiningardeildin telur að það eigi eftir að draga hratt úr verðhækkunum í haust. Þá verði gengi krónunnar orðið stöðugra. Greiningardeildin telur jafnframt að yfir árið mælist verðbólga 12% en telur að stærsti hluti þeirrar hækkunar sé þegar kominn fram.

Ég hygg,að þessi spá LÍ. sé varfærin. Mér kæmi ekki á óvart þó verðbolgan yrði eitthvað meiri. Bensínverðið er t.d. enn að hækka og gengið er enn að lækka nú síðast í morgun.En vonandi rætist það að verðbólgan nái hámark  í ágúst.Forsendur kjarasamninga eru hins vegar brostnar hvort sem verðbólgan er 12 eða 14%.Það verður því óróí á vinnumarkaðnum strax upp úr áramótum.

 

 


Endurreisa þarf þjóðhagsstofnun

Margir í stjórnarliðinu vilja nú endurreisa þjóðhagsstofnun.Sú stofnun vann  mjög gott starf á sínum tíma en var lögð niður vegns þess,að Davíð Oddsson varð ósáttur við forstjórann?Nú sjá  menn,að gott hefði verið að hafa slíka stofnun,þegar erfiðleikar eru í efnahagsmálum.

Gallinn við Tryggva Þór Herbertsson,sem ráðinn hefur verið efnahagsráðgjafi forsætisráðherra, er sá,að hann er harður sjálfstæðismaður og hefur verið ákveðinn andstæðingur aðildar Íslands að ESB. Best er,að efnahagsráðgjafar séu hlutlausir í pólitik þannig,að allir flokkar geti treyst þeim.

 

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 21. júlí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband