Einn milljarður til fatlaðra

Jóhanna Sigurðardóttir félags- og tryggingamálaráðherra hefur staðfest tillögu stjórnar Framkvæmdasjóðs fatlaðra um úthlutun úr sjóðnum fyrir árið 2008. Alls voru til úthlutunar 1.032 millj. kr. en stærstum hluta þess fjár verður varið til að byggja upp búsetuúrræði fyrir fatlaða.

Veittar voru 595 millj. í verkefnið Straumhvörf, átaksverkefni um að efla þjónustu við geðfatlaða. Fer mestur hluti þessa fjár til að bæta úr og byggja upp búsetuúrræði.

Tæplega 200 millj. kr. verður varið í búsetuúrræði fyrir aðra hópa fatlaða og til að bæta aðstöðuna. Verður ýmist um það að ræða, að keypt verði nýtt húsnæði eða annað eldra endurbætt en að auki rennur féð til kaupa á nauðsynlegum búnaði og hjálpartækjum. 60 millj. kr, munu fara í að byggja upp húsnæði fyrir skammtímavistun fatlaðra og 10 millj. kr. fara til íþróttamála fatlaðra.(mbl.is)

Það er ánægjulegt,að  ríkisstjórnin skuli láta framangreinda fjárhæð af hendi rakna til fatlaðra.Ástandið í málefnum fatlaðra hefur verið slæmt og  mikil þörf á því að bæta búsetuúrræði þeirra og annað aðbúnað.

 

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is 800 millj. til að bæta búsetuúrræði fyrir fatlaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 18,5% sl. 12 mánuði

Vísitala byggingarkostnaðar, reiknuð um miðjan júlí 2008, er 440,9 stig (júní 1987=100). Það er hækkun um 3,0% frá fyrri mánuði. Vísitalan gildir í ágúst 2008.

Á síðustu tólf mánuðum hefur vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 18,5%.

 

Björgvin Guðmundsson

   
    
     
 
        
        
        
        
r       
 . .... 
 
        
        
        
l   
    
    
    
  ......


Verður Samfylkingin andvíg virkjun neðri Þjórsár

Samfylkingarfólk var að fá svofellt boð:

Nú gefst Samfylkingarfólki einstakt tækifæri til þess að kynna sér baráttuna gegn virkjanaáætlunum í neðri Þjórsá.

Íbúar við Þjórsá bjóða Samfylkingarfólki sem styður verndun svæðisins í heimsókn. Lagt verður af stað í rútu frá Hallveigarstíg 1 kl. 17:15, fimmtudaginn 24. júlí.

Björg Eva Erlendsdóttir, blaðamaður, verður leiðsögumaður og fræðir fólkið um svæðið og söguna. Þjórsárfólk býður í súpu, brauð á lífræna búinu í Skaftholti í Gnúpverjahreppi og ræðir um framtíð svæðisins og möguleika.

Allir að mæta og sýna samstöðu með frábæru fólki og góðum málstað!

Það eru mjög skiptar skoðanir um virkjun neðri Þjórsár.Landsvirkjun vill virkja   og er undirbúningur langt kominn. Landsvirkjun hefur samið við nokkra landeigendur á svæðinu og er í samningaviðræðum við aðra.Össur Skarphéðinsson iðnaðar-og orkumálaráðherra virðist heldur neikvæður gagnvart virkjun á þessu svæði.Sennilega vill Sjálfstæðisflokkurinn virkja þarna. Umhverfismálaráðherra er áreiðanlega á móti virkjun. Þetta getur því orðið ágreiningsmál milli stjórnarflokkanna og milli iðnaðarráðherra og Landsvirkjunar. Fróðlegt verður að sjá hvernig þessu máli reiðir af.

 

Bjöegvin Guðmundsson


Svik við aldraða

Í dag er 22.júlí og engin leiðrétting komin til aldraðra enn.Þetta eru hrein svik.Sagt var,að endurskoðunarnefnd almannatryggingalaga ætti að skila nýju framfærsluviðmiði fyrir lifeyrisþega 1.júlí.Það er ekki komið fyrir almenningssjónir enn og aldraðir og öryrkjar verða ekki varir við neitt.Aldraðir fengu 7,4% hækkun  á lífeyrir sínum 1.feb. sl. þegar láglaunafólk fékk 16% hækkun.Stjórnvöld lofuðu því þegar skorið var á sjálfvirkt tengsl launa og lífeyris,að aldraðir og öryrkjar mundu ekki skaðast af þeirri breytingu. Þeir myndu alltaf fá sömu hækkun og láglaunafólk.Það var svikið 1.febrúar sl. Gefið var í skyn,að þetta yrði leiðrétt  1,júlí en það var ekki gert og hefur ekki verið gert enn. Halda stjórnvöld,að  aldraðir gleymi loforðunum,ef þau humma málið fram af sér nógu lengi? Það gerist ekki. Aldraðir fylgjast með og ætlast til,að stjórnvöld efni loforð sín,þar á meðal kosningaloforð.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


Missa 200 vinnuna við yfirtöku Kaupþings á Spron

Búist er við því að Fjármálaeftirlitið samþykki yfirtöku Kaupþings á SPRON innan tíðar. Enn er nokkurri óvissu háð hvort Samkeppniseftirlitið samþykkir yfirtökuna. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins mun starfsmönnum Kaupþings og SPRON fækka um 150 til 200 manns, í kjölfar yfirtökunnar, verði hún á annað borð samþykkt, líkast til nær 200.

Samkvæmt sömu heimildum er líklegt að meirihluti þeirra starfsmanna sem sagt verður upp, verði úr röðum starfsmanna SPRON.

Hjá SPRON starfa um 250 manns, um 75 eru starfandi í útibúunum en um 175 starfsmenn starfa í höfuðstöðvum sparisjóðsins. Að mati sérfróðra er um mikla yfirmönnun að ræða í höfuðstöðvunum og því viðbúið að þeir sem fyrstir munu sjá uppsagnarbréf verði úr höfuðstöðvum SPRON við Ármúla og þá einkum úr stoðdeildum SPRON, sem eru þrjár talsins, sem í kjölfar yfirtökunnar munu renna saman við stoðdeildir Kaupþings, svo og af ólíkum afkomusviðum SPRON sem eru sex talsins.

Ekki er búist við að mikil fækkun verði meðal starfsmanna útibúa SPRON, sem margir eiga jafnvel margra áratuga starfsferil að baki.

(mbl.is)

Þessi mikjla fækkun starfsfólks,sem rætt er um,er mjög tilfinnanleg,ef af verður.Alls staðar í þjóðfélaginu er nú samdráttur og uppsagnir starfsfólks.Miklar uppsagnir eru í byggingaraðnaðinum og  einnig er byrjuð fækkun í fjármálageiranum. Bankar verða að skera niður ef þeir ætla að komast út úr öldudalnum.

 

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Allt að 200 missa vinnu við samruna SPRON og Kaupþings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. júlí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband