Svik við aldraða

Í dag er 22.júlí og engin leiðrétting komin til aldraðra enn.Þetta eru hrein svik.Sagt var,að endurskoðunarnefnd almannatryggingalaga ætti að skila nýju framfærsluviðmiði fyrir lifeyrisþega 1.júlí.Það er ekki komið fyrir almenningssjónir enn og aldraðir og öryrkjar verða ekki varir við neitt.Aldraðir fengu 7,4% hækkun  á lífeyrir sínum 1.feb. sl. þegar láglaunafólk fékk 16% hækkun.Stjórnvöld lofuðu því þegar skorið var á sjálfvirkt tengsl launa og lífeyris,að aldraðir og öryrkjar mundu ekki skaðast af þeirri breytingu. Þeir myndu alltaf fá sömu hækkun og láglaunafólk.Það var svikið 1.febrúar sl. Gefið var í skyn,að þetta yrði leiðrétt  1,júlí en það var ekki gert og hefur ekki verið gert enn. Halda stjórnvöld,að  aldraðir gleymi loforðunum,ef þau humma málið fram af sér nógu lengi? Það gerist ekki. Aldraðir fylgjast með og ætlast til,að stjórnvöld efni loforð sín,þar á meðal kosningaloforð.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband