Verður Samfylkingin andvíg virkjun neðri Þjórsár

Samfylkingarfólk var að fá svofellt boð:

Nú gefst Samfylkingarfólki einstakt tækifæri til þess að kynna sér baráttuna gegn virkjanaáætlunum í neðri Þjórsá.

Íbúar við Þjórsá bjóða Samfylkingarfólki sem styður verndun svæðisins í heimsókn. Lagt verður af stað í rútu frá Hallveigarstíg 1 kl. 17:15, fimmtudaginn 24. júlí.

Björg Eva Erlendsdóttir, blaðamaður, verður leiðsögumaður og fræðir fólkið um svæðið og söguna. Þjórsárfólk býður í súpu, brauð á lífræna búinu í Skaftholti í Gnúpverjahreppi og ræðir um framtíð svæðisins og möguleika.

Allir að mæta og sýna samstöðu með frábæru fólki og góðum málstað!

Það eru mjög skiptar skoðanir um virkjun neðri Þjórsár.Landsvirkjun vill virkja   og er undirbúningur langt kominn. Landsvirkjun hefur samið við nokkra landeigendur á svæðinu og er í samningaviðræðum við aðra.Össur Skarphéðinsson iðnaðar-og orkumálaráðherra virðist heldur neikvæður gagnvart virkjun á þessu svæði.Sennilega vill Sjálfstæðisflokkurinn virkja þarna. Umhverfismálaráðherra er áreiðanlega á móti virkjun. Þetta getur því orðið ágreiningsmál milli stjórnarflokkanna og milli iðnaðarráðherra og Landsvirkjunar. Fróðlegt verður að sjá hvernig þessu máli reiðir af.

 

Bjöegvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er þetta ferð fyrir Samfylkingarfólk sem er á móti virkjun neðri hluta Þjórsár og fólkið getur kynnt sér það sem það eru á móti? Er þetta rétt skilið?

Tryggvi L. Skjaldarson (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 10:32

2 Smámynd: Björgvin Guðmundsson

Allt Samfylkingarfólk er velkomið í þessa ferð en gera má  ráð fyrir,að þeir sem aðhyllast verndun svæðisins hafi meiri áhuga en aðrir.

Kveðja

BG

Björgvin Guðmundsson, 23.7.2008 kl. 00:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband