Forseti alþingis kallar ekki saman þing í ágúst

Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, hefur með formlegum hætti svarað bréfi þingflokks VG en í bréfinu kom fram ósk þingflokksins um að þing verði kallað saman eftir verslunarmannahelgi til að fjalla um stöðuna í efnahagsmálum. Sturla bendir á að það ekki á valdi forseta Alþingis að hlutast til um að þing verði kvatt saman á ný. Aðeins forseti lýðveldisins, eftir ósk og með atbeina forsætisráðherra, hafi vald til þess, auk meiri hluta alþingismanna.(mbl.is)

Ekki var við því að búast,að þing yrði kallað saman strax eftir verslunarmannahelgina. Þingmenn vilja hafa jafnlangt frí og skólanemendur.Þeir vilja hafa frí allt sumarið. Þeir vilja ekki vinna eðlilegan vinnutíma eins og aðrir þegnar þjóðfélagsins. Auðvitað eiga þeir aðeins að hafa 6 vikna sumarleyfi eins og aðrir.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

 


mbl.is Forseti Alþingis kallar ekki saman þing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verð á olíuvörum er of hátt hér

Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir að álagning olíufélaganna hafi verið mikil í júní og það sem af er júlímánuði. Hann segir að olíufélögin ættu að hafa lækkað eldsneytisverð miðað við mikla lækkun á heimsmarkaðsverði.

Olíuverð lækkaði lítillega á mörkuðum í Asíu í morgun. Verðið á olíu í New York er nú á 126 dollara á tunnu og hefur lækkað um meira en 20 dollara á innan við tveimur vikum. Íslensku olíufélögin hafa ekki breytt sínu verði frá því að það var hækkað á sunnudag, eftir tveggja daga lækkun.

Hjá N1, Skeljungi og Olís kostar lítrinn af bensíni í sjálfsafgreiðslu 173 krónur og 70 aura, lítrinn af díselolíu 191a krónu og 60 aura.

Það er eitthvað óeðlilegt við verðlagningu olíufélaganna hér.Oftast hækka félögin í takt og munar oft engu á verðinu.Það vekur grun um samráð milli félaganna.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Tvö elstu fiskiskip Samherja komin úr síðustu veiðiferð

Tvö af af elstu skipum Samherja komu nýlega úr sinni síðustu veiðiferð eftir langan og farsælan feril hjá félaginu. Eru þetta Norma Mary, áður Akureyrin EA-110, og Víðir, áður Apríl HF. Skipin stunduðu bæði bolfiskveiðar og ár eftir ár hafa þau verið meðal þeirra íslensku skipa sem skilað hafa mestu aflaverðmæti. 

Fram kemur á heimasíðu Samherja, að Norma Mary var fyrsta skipið sem Samherji eignaðist og eigi sér því sérstakan sess í sögu félagsins. Hún var byggð í Póllandi árið 1974 og hét Guðsteinn þegar núverandi eigendur Samherja eignuðust fyrirtækið árið 1983. Skipinu var breytt í frystitogara og var meðal þeirra fyrstu hér á landi sem útbúið var til að fullvinna og frysta afla um borð. Skipið var selt árið 2002 til dótturfyrirtækis Samherja í Bretlandi, Onward Fishing Company og nefnd Norma Mary. 

Skipið kom úr síðustu ferðinni með fullfermi eða tæplega 450 tonn af þorskflökum að verðmæti rúmlega 300 milljónir króna.  Skipstjóri á Normu Mary síðustu árin var Ásgeir Pálsson.

Togarinn Víðir hét áður Apríl HF og var keyptur frá Hafnarfirði árið 1985. Víðir var eins og Norma Mary smíðaður í Póllandi árið 1974.  Hann var lengdur og breytt í frystiskip árið 1991 og talsvert endurnýjaður árið 2002. Skipstjóri síðustu ár á Víði var Sigmundur Sigmundsson.

Samherji segir, að þessar breytingar séu liður í því að endurnýja skip félagsins og að laga skipaflota fyrirtækisins að aflaheimildum.(mbl.is)

Saga Samherja er ævintýri líkast.Þeir frændur, sem stofnuðu Samherja, keyptu togara,sem lá upp i fjöru í Hafnarfirði og gerðu hann upp  sem frystitogara.Það var upphafið.Þeir frændur voru meðal þeirra fyrstu sem gerðu út frystitogara.Síðan bættu þeir við hverju skipinu á fætur öðru þar til Samherji var orðið öflugasta togaraútgerð landsins. Þorsteinn Már Baldvinsson er í dag framkvæmdastjóri og aðaleigandi.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


mbl.is Síðasta veiðiferðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Launavíitalan hækkaði um 1,2% frá fyrra mánuði

Launavísitala í júní 2008 er 346,2 stig og hækkaði um 1,2% frá fyrri mánuði.

Í hækkun launavísitölunnar gætir áhrifa samkomulags aðildarfélaga Bandalags starfsmanna ríkis og bæja (BSRB) við samninganefnd ríkisins um breytingar og framlengingu á fyrri kjarasamningum aðila. Samkvæmt samkomulaginu var samið um 20.300 króna launahækkun frá 1. maí 2008.

Í vísitölunni gætir einnig áhrifa nýgerðs kjarasamnings Félags grunnskólakennara og launanefndar sveitarfélaga sem kvað meðal annars á um 25.000 króna hækkun þann 1. júní 2008. 

Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 8,5%.

Launamenn,sem gert hafa nýja samninga,hafa ýmist fengið  18000 kr. hækkun á mánuði,203ö0 eins og BSRB eða 25000 eins og grunnskólakennarar. En eldri borgarar fengu aðeins 9 þús. kr. hækkun á mánuði.Kjörum þeirra var haldið niðri.

 

Björgvin Guðmundsson


Lækkar matvælaverð í heiminum?

Beggja vegna Atlantsála búast kornframleiðendur fastlega við því að uppskera ársins verið mjög góð en undanfarin tvö ár hefur hún verið tiltölulega rýr.

Gangi þessar væntingar eftir er ljóst að þrýstingur á kornverð mun minnka og í kjölfarið má teljast líklegt að matvælaverð taki að lækka enda er korn mikilvæg fæða bæði manna og dýra.

Áhrifin á matvælaverð munu þó sennilega ekki koma fram fyrr en upp úr áramótum.  (mbl.is)

Þetta eru góðar fréttir. Matvælaverð í heiminum hefur hækkað mikið undanfarið. Og ef þa'ð tekur að lækka í kjölfar góðrar uppskeru  yrðu það mjög góðar fréttir.

 

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Góð uppskera og líklegt að matvælaverð lækki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afnema verður sérréttindi ráðherra og þingmanna til eftirlauna

Vinna við breytingar á á lögum um eftirlaun þingmanna og ráðherra hefst í lok sumars að sögn Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, utanríkisráðherra. Formenn allra þingflokka munu funda um málið að loknum sumarleyfum.

Í stjórnarsáttmála ríkistjórnarflokkanna er gert ráð fyrir því að hin umdeildu eftirlaunalög verði tekin til endurskoðunar. Lögin voru samþykkt árið 2003 en þau tryggja æðstu embættismönnum landsins betri lífeyriskjör en almenningur býr við.

Samfylkingin boðaði breytingar á þessum lögum fyrir síðust alþingiskosningar. Valgerður Bjarnadóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar, lagði á síðasta ári fram frumvarp til breytingar á lögunum en frumvarpið sat hins vegar fast í allsherjarnefnd.

Í vor náðist svo samkomulag milli formanna stjórnmálaflokkanna um að semja nýtt frumvarp í sumar sem leggja á fram þegar þing kemur saman í haust.

Að sögn Ingibjargar er forsætisráðherra með málið til meðferðar. Gerir hún ráð fyrir því að það verði boðað til fundar með formönnum flokkanna núna um leið og fólk kemur úr sumarleyfum en ekki er búið að vinna frumvarpið sjálft.

Nokkuð mikill seinagangur er á þessu máli.Það átti að vinna við málið í sumar en ekkert er farið að gera enn. Nýtt frumvarp um eftilaunamálið verður að afnema það  misrétti sem nú ríkir í eftirlaunamálum. Tvenns konar eftirlaun gilda í landinu: Eftirlaun fyrir ráðherra og aðra æðstu embættismenn landsins og þingmenn annars vegar og  almenning hins vegar.Ráðherrar og þingmrnn hafa skammtað sér sérstök efirlaun,langt ofan við það sem gildir fyrir aðra.En almenningur sætir mun lakari eftirlaunum. Þetta er ólíðandi og sennilega brot á stjórnarskránni,þar eð hún kveður á um jafnrétti þegnanna.

 

Björgvin Guðmundsson


Olíuverð við Mexicoflóa hefur lækkað um 14% á 10 dögum

Heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur lækkað um rúmlega 4 dollara eftir að í ljós kom að hitabeltisstormurinn Dolly fer framhjá helstu olíuvinnslusvæðunum á Mexíkóflóa. Olíuverð hefur þar með lækkað um ríflega 14% síðustu tíu daga. Hæst fór verðið föstudaginn 11. júlí þegar hver tunna af hráolíu kostaði yfir 147 dollara.

Um miðjan dag í dag kostaði tunna af hráolíu tæplega 127 dollara á markaði í New York. Tunna af Norðursjávarolíu kostaði tveimur dollurum meira í Lundúnum.

Verð á  bensíni og olíuvörum hér hefur hvergi nærri lækkað eins mikið og verð á olíuvörum erlendis. Rannsaka þarf verðlagningu  olíufélaganna og ef hún reynist óeðlileg á að setja verðlagningu þeirra undir hámarksverð.

Björgvin Guðmundsson

 


Seinagangur við byggingu hjúkrunarrýma. Lýsislóð auð í 3 ár

Seltjarnarnesbær hefur ákveðið að byggja 30 rýma hjúkrunaheimili þar í bæ í stað þess að reisa 90 rýma hjúkrunarheimili í samstarfi við Reykjavíkurborg og ríkið á Lýsislóðinni. Bæjarstjórinn segir ástæðuna vera seinagang í samstarfi og breyttar áherslur í ráðuneytum.

 

Um tvöhundurð manns á höfuðborgarsvæðinu bíða eftir hjúkrunarrýmum. Þörfin er mest í vesturborginni.

Til stóð að hefja framkvæmdir við byggingu 90 rýma hjúkrunarheimilis á Lýsislóðinni um áramót en um var að ræða samstarfsverkefni Seltjarnarnesbæjar, Reykjavíkurborgar og ríkisins. Nú hefur lóðin hefur staðið auð í tæp þrjú ár.

Jónmundur Guðmarsson bæjarstjóri á Seltjarnarnesi segir það vera vegna þess að heilbrigðis- og félagsmálaráðuneytið hafi dregið málið á langinn. Auk þess hafi afstaða ríkisins til byggingu hjúkrunarrýma breyst.

Seltjarnarnesbær hyggst nú reisa heimili með þrjátíu hjúkrunarrýmum fyrir bæjarbúa

Ríkisstjórnin hét því að hraða byggingu 400 hjúkrunarýma en seinagangur við byggingu hjúkrunarrýma á Lýsislóð auðveldar ekki efndir á því fyrirheiti.

 

Björgvin Guðmundsson


Verðmerkingum er ábótavant

Neytendastofa gerði í júní athugun á ástandi verðmerkinga í 37 bakaríum á höfuðborgarsvæðinu. Var verðmerkingum í hillum og borðum ábótavant hjá 6 bakaríum og í kælum hjá 13 bakaríum.

Neytendastofa sendi skriflegar athugasemdir til 13 bakaría þar sem verðmerkingum var ábótavant og þeim bakaríum gefinn frestur til að koma verðmerkingum í samt lag. Að þeim fresti loknum verður ástand verðmerkinga kannað á ný og gripið til aðgerða telji stofnunin þess þörf.

Neytendastofa hyggst halda verðmerkingaeftirliti sínu áfram og gera skoðun á ástandi verðmerkinga hjá fleiri verslunum.(mbl.is)

Nauðsynlegt er að herða mjög eftirlit með verðmerkingum.Þeim er víða ábótavant í matvöruverslunum.Auk þess þyrfti að setja reglur eða herða reglur um merkingar á nýjum ávöxtum. Ekki er unnt að sjá aldur þeirra þar eð engar merkingar eru um framleiðsludag  eða síðasta söludag.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


mbl.is Gera athugasemdir við verðmerkingar í bakaríum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. júlí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband