Mánudagur, 29. september 2008
Segir Kristinn sig úr Frjálslynda flokknum?
Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, íhugar stöðu sína innan flokksins í kjölfar ákvörðunar þingflokksins frá því fyrr í dag að gera Jón Magnússon að þingflokksformanni í stað Kristins.
Aðspurður hvort hann hafi hug á að segja sig úr flokknum segir Kristinn: ,,Það mun skýrast fljótlega."
Undanfarið hefur hart verið tekist á innan Frjálslynda flokksins og nýverið fór miðstjórn flokksins fram á að Kristinn yrði settur af sem þingflokksformaður. Fyrir helgi hótaði Jón að segja sig úr flokknum.
,,Ég vissi skömmu fyrir fundinn í dag að Guðjón ætlaði að bera upp aðra tillögu en hann hafði kynnt þingmönnum fyrir nokkrum vikum þegar hann sagðist ætla að gera tillögu um óbreytta stjórn," segir Kristinn og bætir við hann taki þessi ákaflega illa og hann hafi ekki samþykkt að verða varaformaður þingflokksins. Kristinn var ekki á þingflokksfundinum í dag.
Guðjón Arnar Kristjánsson var ekki fylgjandi tillögu miðstjórnar flokksins og sagði í samtali við Vísi 18. september að Kristinn væri lagður í einelti af einstaklingum í miðstjórninni.
,,Það liggur alveg fyrir að ég er ekki sammála þessari niðurstöðu," sagði Guðjón fyrir 11 dögum og bætti við að þingflokkurinn taki sínar ákvarðanir í þinginu líkt og aðrir þingflokkar. ,,Kristinn er þingflokksformaður þangað til annað verður ákveðið."
Kristinn segir að Guðjón gangi á bak orða sinn með þeim rökum að nú fá hann meiri frið í flokknum. ,,Guðjón lætur undan hótunum, ofbeldi og rógi sem beint hefur verið með skipulögðum hætti gegn mér og honum."
,,Ég hef enga trú á því að Guðjón fái einhvern frið," segir Kristinn (visir.is)
Ég er sammála Kristni um það,að ekki á að láta undan hótunum.Samstarf í stjórnmálaflokki getur ekki byggst á hótunum.Mig undrar það einnig,að Guðjón Arnar skyldi ekki standa við orð sín gagnvart Kristni um að hann yrðu formaður þingflokksins a.m.k. fram á vor.Það er mikið atriði í stjórnmálum að halda orð sín og samninga.
Björgvin Guðmundsson
Mánudagur, 29. september 2008
Ingibjörg Sólrún gekkst undir aðgerð í New York
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra gekkst undir aðgerð á Mount Sinai sjúkrahúsinu í New York í dag. Aðgerðin var gerð vegna veikinda sem upp komu fyrir réttri viku og rekja má til meins í fjórða heilavökvahólfi. Utanríkisráðherra heilsast vel að lokinni aðgerð.
Ákvörðun um að aðgerðin yrði gerð í dag þar ytra, var tekin í kjölfar rannsókna sl. föstudag og að höfðu samráði sérfræðinga á Landspítalanum og lækna á Mount Sinai sjúkrahúsinu, segir jafnframt í fréttatilkynningu frá utanríkisráðuneytinu.
Enn liggur ekki fyrir hversu lengi utanríkisráðherra verður frá vinnu vegna veikindanna.(mbl.is)
Við vonum,að Ingibjörg Sólrún nái sem fyrst fullri heilsu og sendum henni bestu kveðjur.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Ingibjörg Sólrún gekkst undir aðgerð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 29. september 2008
Spariféð öruggt hjá Glitni
Lárus segir að ekki sé búið að ákveða hvenær opnað verði á ný fyrir viðskipti með hluti í Glitni. Hann segir að nú séu viðsjárverðir tímar í fjármálaheiminum og yfir vofi háar afskriftir fyrirtækja. Ákveðið hafi verið að grípa til þessara aðgerða vegna þess að fyrirsjáanlegt hafi verið að ekki yrði unnt að endurfjármagna lán Glitnis.
Lárus segir að nú verði mun auðveldara fyrir bankann að fjármagna sig. Skuldatryggingaálag bankans hafði lækkað um 500 punkta þegar fréttastofa náði tali af Lárusi á tólfta tímanum í morgun. Lárus segist ekki getað svarað því hvers vegna þessi staða kom upp hjá Glitni en ekki Kaupþingi eða Landsbanki. Stjórnendur Glitnis ganga á funda forsætisráðherra síðar í dag.(ruv.is)
Aðalatriðið er að tryggja innistæður,sparifé viðskiptavina bankanna. Það er öruggt hjá Glitni eftir aðgerðirnar.
Björgvin Guðmundsson
Mánudagur, 29. september 2008
Þorsteinn Már stjórnarformaður Glitnis ekki sáttur
Stjórnarformaður Glitnis er hundfull út í ríkisvaldið og segir að vel hefði verið hægt að fara aðra leið til að bjarga bankanum.
Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarformaður Glitnis, segir kaup ríkisins ekki endilega endanlega niðurstöðu. Það sé á valdi hluthafanna að ákveða hvað verði gert á hluthafafundi. Ef betra boð í hlutabréf bankans komi þá verði farið yfir það.
Aðspurður hvort hann teldi ríkisvaldið hafa stungið Glitnismenn í bakið sagðist Þorsteinn ekki sáttur. Það hefði verið hægt að fá betri möguleika hefðu menn haft aðeins lengri tíma. Þá sagði hann það hafa skipt máli ef Seðlabanki Íslands hefði náð gjaldeyrisskiptasamningi við Seðlabanka Bandaríkjanna. Það hefði auðveldað fjármögnun bankans.
Þorsteinn Már segist telja að þjóðnýting Glitnis hafi neikvæð áhrif á viðskiptalífið í heild sinni. Sagðist hann fremur telja að ríkið hefði fremur átt að kaupa 50 prósenta hlut en 75 prósent.(visis.is)
Eðlilegt er,að hluthafar séu óánægðir með að tapa 2/3 af hlut sínum í bankanum.En spurning er samt h vort þetta var ekki það eina,sem unnt var að gera í stöðunni. Vitað er,að Glitnir hefði heldur viljað fá lán frá Seðlabankanum eða ríkinu. En það var ekki í boði.
Björgvin Guðmundsson
Síður á vísir.is
Síður undir "Business"
Síður undir "Business"
Flýtival
Nýtt á Vísir.is
Leit á Vísi
LeitarorðAðgengisvirkni
RSS Fréttastraumur
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 29. september 2008
Ríkið yfirtekur Glitni
Ríkið hefur yfirtekið Glitni með því að kaupa 75% í bankanum. Alls leggur ríkið 84 milljarða í bankann.Glitnir snéri sér til Seðlabankans í síðustu viku og óskaði aðstoðar vegna erfiðleika í rekstrinum.Davíð Oddsson bankastjóri Seðlabankans sagði í morgun,að Glitni hefði ekki lifað áfram ef aðstoð hefði ekki komið til .
Þetta
sýnir hvað skammt er milli lífs og dauða í bankarekstri. Þorvaldur Gylfason prófessor sagði nýlega,að ríkið ætti að kaupa alla bankana og setja þá síðan í hendurnar á mönnum,sem kynnu að reka banka. Hann hefur gagnrýnt hvernig staðið var að sölu bankanna og hverjir fengu að kaupa þá.
Ekkert hafði spurst um það,að Glitni væri mjög illa staddur. En vitað er,að allir bankarnir hafa tekið mikið af erlendum lánim og farið ógætilega í því. Nú gengur illa að borga af þessum lánum. Trúlega hefur Glitnir komist í þrot af þeim orsökum.Tilkynning kom frá Kaupþingi í dag þess efnis,að bankinn stæði vel og þyrfti ekki aðstoð.Ekkert hefur heyrst frá Landsbankanum.
Björgvin Guðmundsson
Björgvin Guðmundsson
i
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 29. september 2008
Fundað um efnahagsaðgerðir hér um helgina
Fundi helstu ráðamanna þjóðarinnar í Seðlabanka Íslands lauk skömmu eftir miðnætti í gærkvöldi og yfirgáfu menn fundarstaðinn um stundarfjórðungi gengið í eitt.
Bæði þegar menn mættu til fundar, á mismunandi tímum fram eftir kvöldi, sem og þegar flestir yfirgáfu fundinn eftir miðnætti voru menn þögulir sem gröfin. Enginn vildi tjá sig um það hvort einhverra aðgerða eða inngrips ríkisstjórnar væri að vænta fyrir opnun hlutabréfamarkaða í dag.
Geir H. Haarde forsætisráðherra hefur fundað með bankamönnum landsins alla helgina. Á laugardag fundaði hann með bankastjórum Seðlabanka Íslands stóran hluta úr degi. Í gær gengu seðlabankastjórarnir aftur á fund forsætisráðherra, þá í fjármálaráðuneytinu og hafði Árni Mathiesen fjármálaráðherra einnig bæst í hópinn.
Aðstoðarmenn ráðherra og ráðgjafar funduðu í gær í forsætisráðuneytinu og fram kom í fréttum Sjónvarpsins í gærkvöldi að bankastjórar Kaupþings banka hefðu komið á þeirra fund.
Forsætisráðherra og efnahagsráðgjafi hans, Tryggvi Þór Herbertsson, fóru úr forsætisráðuneytinu upp úr klukkan átta í gærkvöldi í hús Seðlabankans þar sem mikil fundarhöld voru fram yfir miðnætti. Í forsætisráðuneytinu höfðu þeir áður hitt Kjartan Gunnarsson, stjórnarmann í Landsbanka Íslands og fyrrverandi framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins.
Rúmlega hálf ellefu mættu Lárus Welding bankastjóri Glitnis og Þorsteinn Már Baldvinsson stjórnarformaður bankans í Seðlabankann ásamt Gesti Jónssyni lögmanni. Þeir vildu ekkert segja um fundarefnið þegar þeir yfirgáfu fundinn rúmum þremur korterum síðar.
Þá voru mætt á fundinn forystumenn stjórnarandstöðunnar, þau Guðni Ágústsson formaður Framsóknarflokksins, Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs og Kristinn H. Gunnarsson, þingflokksformaður Frjálslynda flokksins. Þegar þau yfirgáfu Seðlabankann þremur korterum síðar, eða rétt fyrir miðnætti, sögðust þau ekki geta tjáð sig neitt um málið þar sem þau væru bundin trúnaði.(mbl.is)
Ef unnt er að gera einhverjar ráðstafanir til þess að stöðva frekara hrun krónunnar þá er það vel. Menn eru sammála um að lækkun krónunnar sé farin að nálgast hættu ástand.Heimilin í landinu þola ekki frekari lækkun.
Björgvin Guðmundssoin
![]() |
Ráðamenn funduðu fram á nótt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |