Keypti Seðlabankinn Glitni fyrir Landsbankann?

Fréttablaðið skýrir frá því í dag,að fundarhöld hafi verið í gærkveldi milli ráðherra  og fulltrúa Landsbankans.Það er mjög óvenjulegt,að  slíkir  fundir séu haldnir að kvöldi til utan venjulegs vinnutíma.Fjölmiðlar gera því skóna,að rætt hafi verið um  hugsanlega sameiningu Landsbankans og Glitnis með aðkomu ríkisins.Þorsteinn Már stjórnarformaður Glitnis skýrði frá viðræðum sínum við Seðlabankann í kastljósi í  kvöld. Hann kvaðst hafa rætt um möguleikann á  að fá lán í Seðlabankanum ,svipað og bankar hafa fengið hjá seðlabönkum annars staðar í Evrópu.En áður en hann vissi hvaðan  á honum  stóð veðrið hafi verið komin tillaga í Seðlabankanum um að Seðlabankinn eða ríkið keypti stóran  hlut  í Glitni. Það hafi aldrei verið meiningin að selja ríkinu bankann.Sú spurning hlýtur að vakna hvort Seðlabankinn hafi  knúið fram þessa leið til þess að selja Landsbankanum  Glitni á útsöluverði.Glitnir var vel rekinn banki,með gott eignasafn og sterka eiginfjárstöðu.Lausafjárstaðan var hins vegar erfið.

 

Björgvin Guðmundsson


Krónan féll um 5,3% í dag

Það er óhætt að segja að það hafi fallið ýmis met á íslenskum gjaldeyrismarkaði í dag án þess þó að um jákvæð met sé að ræða. Gengi krónunnar veiktist um 5,3% og var lokagildi gengisvísitölunnar 196,7 stig og hefur aldrei verið hærra. Hæst fór vísitalan í 197,86 stig í dag en upphafsgildi hennar var 186,80 stig.

Gengi Bandaríkjadals er 106 krónur og hefur ekki verið hærra frá árinu 2001, gengi pundsins er 188,88 krónur og hefur aldrei verið hærra. Gengi evru er 149,43 krónur og hefur aldrei verið hærra. Er svo komið að gengi jens er 1 króna og er það í fyrsta skipti sem gengi jens nær svo hátt gagnvart krónu en um áramót var gengi jensins 0,55 krónur. (mbl.is)

Svo virðist sem aðgerðir ríkisins  til hjálpar Glitni hafi ekki stöðvað fall krónunnar.Það verður að gera aðrar og róttækari ráðstafanir til bjargar krónunni.

 

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Krónan veiktist um 5,3%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lyfjakostnaður spítala jókst um 34,6%

Lyfjakostnaður Landspítalans jókst um 34,6% á fyrstu átta mánuðum ársins samanborið við sama tímabil í fyrra. Um er að ræða S-merkt lyf en það eru lyf sem eru eingöngu til sjúkrahúsnota. Nam kostnaðurinn rúmlega 1,9 milljörðum króna í ár en var rúmlega 1,4 milljarðar á sama tíma í fyrra. Er aukningin því 488 milljónir króna en kostnaðurinn er á innkaupsverði með álagi vegna lyfjaseðla. Þetta kemur fram í nýjum starfsemisupplýsingum LSH.(mbl.is)

Mikil umræða hefur farið fram um lyfjanotkun landsmanna,bæði utan og innan spítala. Núverandi heilbitgðisráðherra hefur talað um að lækka lyfjakostnað.Þetta hafa margir fyrirrennarar hans reynt en það reynist erfitt.

 

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Lyfjakostnaður Landspítalans jókst um 34,6%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru vandræði Glitnis sök Seðlabankans?

Glitnir á að borga 150 millj. evra 15.oktober. Einn af viðskiptabönkum Glitnis lánaði Seðlabankanum 300 millj. evra. Sá banki neitaði Glitni um lán eða framlengingu á láni þrátt fyrir góð orð áður og sagði,að Glitnir gæti leitað til Seðlabankans. Seðlabankinn neitaði og vildi heldur þjóðnýta bankann eins og Þorsteinn Pálsson orðar það.

Það er  eitthvað gruggugt við þetta.Er það stefna ríkisstjórnarinnar að þjóðnýta  bankana ef þeir lenda í vandaræðum. Umræðan áður var á þann veg,að það væri gott að efla gjaldeyrisforða Seðlabankans verulega svo erlendir bankar vissu af   því, að Seðlabankinn og ríkið gætu hlaupið undir bagga ef allt um þryti. Í því sambandi var talað um kaup á skuldabréfum af bönkunum og ýmis konar lánveitingar en aldrei var talað um  að yfirtaka bankana eða kaupa ráðandi hlut í þeim.Hvað hefur breyst?

 

Björgvin Guðmundssin


Jón Ásgeir talar um hefndaraðgerð Davíðs

Blöðin fjalla ítarlega um kaup ríkisins á 75% hlut í Glitni.Einkum er ítarleg og góð frásögn í Morgunblaðinu.Við lestur  á frásögnum þessum verður maður hálfhissa á harkalegum aðgerðum  og hraða aðgerðanna.Eiginfjárstaða Glitnis var mjög sterk og eignasafnið gott. Menn eru sammmála um að bankinn hafi verið vel rekinn. Vandamálið var lausafjárstaðan.Bankinn hafði áhyggjur af 150 milljónum evra,sem voru á gjalddaga á næstunni. Bankinn hafði fengið lof fyrir lánalínum,sem skyndilega var  sagt upp.Erlendur banki,sem Glitnir leitaði til, sagðist hafa lánað Seðlabankanum mikið fé og  Glitnir gæti því leitað til Seðlabankans. Glitnir vildi fá lán í Seðlabankanum en því var neitað.Jón Ásgeir segir,að Davíð Oddsson hafi hér séð færi á því að koma fram hefndum gegn Baugi með því að mæla með leið sem mundi  valda honum og Stoðum tugmilljarða  tapi. Stoðir áttu 30% í Glitni og Jón Ásgeir er aðaleigandi Stoða.

Þorsteinn Pálsson skrifar leiðara í Fréttablaðið og kallar þetta þjóðnýtingu Glitnis. Hann spyr hvers vegna lánaleiðin hafi ekki verið farin. Fleiri spyrja að því.Sjálfsagt styrkir leið ríkisins fjármálakerfið og kemur skattgreiðendum vel þegar til lengdar lætur en svo virðist sem fleiri leiðir hefðu verið færar  í stöðunni.

 

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 30. september 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband