Krónan féll um 5,3% í dag

Það er óhætt að segja að það hafi fallið ýmis met á íslenskum gjaldeyrismarkaði í dag án þess þó að um jákvæð met sé að ræða. Gengi krónunnar veiktist um 5,3% og var lokagildi gengisvísitölunnar 196,7 stig og hefur aldrei verið hærra. Hæst fór vísitalan í 197,86 stig í dag en upphafsgildi hennar var 186,80 stig.

Gengi Bandaríkjadals er 106 krónur og hefur ekki verið hærra frá árinu 2001, gengi pundsins er 188,88 krónur og hefur aldrei verið hærra. Gengi evru er 149,43 krónur og hefur aldrei verið hærra. Er svo komið að gengi jens er 1 króna og er það í fyrsta skipti sem gengi jens nær svo hátt gagnvart krónu en um áramót var gengi jensins 0,55 krónur. (mbl.is)

Svo virðist sem aðgerðir ríkisins  til hjálpar Glitni hafi ekki stöðvað fall krónunnar.Það verður að gera aðrar og róttækari ráðstafanir til bjargar krónunni.

 

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Krónan veiktist um 5,3%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband